Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Breiðablik
1
2
Valur
0-1 Kristinn Freyr Sigurðsson '47
Thomas Mikkelsen '50 , víti 1-1
1-2 Einar Karl Ingvarsson '81
19.07.2020  -  20:00
Kópavogsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Bongó og gola.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1621 manns.
Maður leiksins: Kristinn Freyr Sigurðsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
Höskuldur Gunnlaugsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason ('31)
9. Thomas Mikkelsen
10. Kristinn Steindórsson
10. Brynjólfur Willumsson
21. Viktor Örn Margeirsson ('77)
30. Andri Rafn Yeoman ('46)
77. Kwame Quee

Varamenn:
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('46)
11. Gísli Eyjólfsson
16. Róbert Orri Þorkelsson ('31)
19. Hlynur Freyr Karlsson
25. Davíð Ingvarsson
31. Benedikt V. Warén ('77)

Liðsstjórn:
Gunnleifur Gunnleifsson (Þ)
Ólafur Pétursson (Þ)
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Atli Örn Gunnarsson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir

Gul spjöld:
Oliver Sigurjónsson ('20)
Brynjólfur Willumsson ('32)

Rauð spjöld:
@kristoferjonss Kristófer Jónsson
Skýrslan: Aukaspyrna Einars Karls skilaði Valssigri
Hvað réði úrslitum?
Svona heilt yfir var nokkuð mikið jafnræði yfir liðunum. Þannig að einfaldasta svarið er vinstri fóturinn á Einari Karli. Kemur inná og skorar sigurmarkið með geggjaðri aukaspyrnu.
Bestu leikmenn
1. Kristinn Freyr Sigurðsson
Það var erfitt að velja mann leiksins hér í dag þar sem að það voru margir mjög góðir. Gef Kristni þetta í dag. Ótrúlega góður fram á við og duglegur í dag.
2. Höskuldur Gunnlaugsson
Höskuldur var útum allan völl í dag. Potturinn og pannan í sóknarleik Breiðabliks.
Atvikið
Í lok fyrri hálfleiks átti Breiðablik klárlega að fá víti í stöðunni 0-0. Ef hún hefði verið dæmd hefði Sebastian að öllum líkindum fokið útaf. Leikurinn hefði þá eflaust þróast öðruvísi. Svo verð ég að nefna alla sénsanna sem að Brynjólfur fékk. Kemur alltof seint í Rasmus á gulu spjaldi og mér fannst að hann hefði átt að fjúka útaf þar. Braut svo þrisvar sinnum eftir það án þess að fá svo mikið sem tiltal.
Hvað þýða úrslitin?
Valsarar koma sér í annað sæti og eru tveimur stigum frá KR sem að á leik til góða. Breiðablik hefur nú ekki unnið í fjórum leikjum í röð og sitja í fjórða sæti, fjórum stigum frá toppnum.
Vondur dagur
Var tilbúinn með ræðu um Brynjólf hérna því að ég var viss um að hann myndi fá rautt. Ótrúlega klaufaleg brot hjá stráknum á gulu spjaldi og skuldar hann Ívari Orra dómara knús fyrir að hafa fengið að hanga inná. Sebastian braut klaufalega á Thomas Mikkelsen sem að jöfnunarmark Blika kom úr. Hefði getað verið skúrkur kvöldsins.
Dómarinn - 5,5
Ef ekki hefði verið fyrir nokkur stór atriði hefði Ívar fengið bestu einkunn. Gott flæði á leiknum og flestar ákvarðanir hárréttar. Blikar áttu að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik og Brynjólfur átti að fá rautt að mínu mati.
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Sebastian Hedlund
7. Haukur Páll Sigurðsson
9. Patrick Pedersen ('83)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
13. Rasmus Christiansen
14. Aron Bjarnason
18. Lasse Petry ('78)
24. Valgeir Lunddal Friðriksson
77. Kaj Leo í Bartalsstovu ('67)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson ('78)
5. Birkir Heimisson ('83)
11. Sigurður Egill Lárusson ('67)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Magnus Egilsson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Eiríkur K Þorvarðsson
Srdjan Tufegdzic
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson

Gul spjöld:
Rasmus Christiansen ('19)
Patrick Pedersen ('32)
Sebastian Hedlund ('37)
Aron Bjarnason ('54)
Birkir Már Sævarsson ('66)
Lasse Petry ('73)

Rauð spjöld: