Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
Leiknir F.
4
3
Grindavík
0-1 Sigurður Bjartur Hallsson '34
0-2 Guðmundur Magnússon '64
Ásgeir Páll Magnússon '84 1-2
Stefán Ómar Magnússon '85 2-2
2-3 Gunnar Þorsteinsson '87
Chechu Meneses '90 3-3
Elias Tamburini '93
Chechu Meneses '93 4-3
15.08.2020  -  14:00
Fjarðabyggðarhöllin
Lengjudeild karla
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Jesus Maria Meneses Sabater
Byrjunarlið:
1. Bergsteinn Magnússon (m)
2. Guðmundur Arnar Hjálmarsson
4. Chechu Meneses
7. Arkadiusz Jan Grzelak (f)
8. Jesus Suarez Guerrero
10. Marteinn Már Sverrisson ('76)
11. Sæþór Ívan Viðarsson ('60)
18. David Fernandez Hidalgo ('68)
21. Daniel Garcia Blanco
22. Ásgeir Páll Magnússon
29. Povilas Krasnovskis

Varamenn:
6. Jón Bragi Magnússon
9. Björgvin Stefán Pétursson ('76)
14. Kifah Moussa Mourad ('60)
17. Valdimar Brimir Hilmarsson
19. Stefán Ómar Magnússon ('68)
20. Mykolas Krasnovskis

Liðsstjórn:
Brynjar Skúlason (Þ)
Amir Mehica
Atli Freyr Björnsson
Danny El-Hage

Gul spjöld:
Jesus Suarez Guerrero ('74)

Rauð spjöld:
@fotboltinet Fannar Bjarki Pétursson
Skýrslan: Sjö mörk og rautt í höllinni
Hvað réði úrslitum?
Það sem réði úrslitum var að Binni ákvað loksins að skipta inná og hreyfa við sóknarleiknum þar sem það var ekkert að frétta hjá Leikni í sókninni lengi vel. Svo kom Stefán ómar með sína vinnslu uppá topp og Björgvin (Herra Leiknir er mikilvægur leiknisliðinu) að fá hann inná var eins og að hinir leikmennirnir stigu upp og fóru að hafa trú á verkefninu og það kom á daginn. Grindavík færðu sig líka alltof neðarlega og ætluðu að verja þessa 0-2 stöðu en það gekk ekki.
Bestu leikmenn
1. Jesus Maria Meneses Sabater
Virkilega mikilvægur í vörn Leiknismanna, Stór og sterkur og skallar hvern boltann á fætur öðrum í burtu og var í dag bara nokkuð góður gegn sterkri sókn Grindavík. Gerir svo tvö síðustu mörk þessa leiks og tryggir Leikni mikilvæg 3 stig. Flottur Leikmaður.
2. Guðmundur Arnar Hjálmarsson
Sannur Leiknismaður. Gefst aldrei upp. Gríðarlega vinnusamur upp og niður kantinn og leggur sig alltaf 100% í verkefnið. Hann uppskar síðan eftir alla vinnsluna og baráttunna með tveimur fallegum stoðsendingum og verðskuldar að fá þetta að mínu mati. Einnig var Alexander Veigar flottur í liði Grindavík, Hrikalega góður í fótbolta.
Atvikið
Aron Jó átti skot í slá og niður og menn segja að boltinn hafi verið langt inní markinu og mér sýndist það líka. En stóra atvikið var sigurmark Sabater beint úr aukaspyrnu, Sem var síðasta spyrna leiksins og 3 stig til Leiknismanna.
Hvað þýða úrslitin?
Leiknismenn fá núna blóð á tennurnar og fara fullir sjálfstrausts til akureyrar í næsta leik gegn Þór. Leiknir eru eins og staðan er núna í 9 sæti með 10 stig, Einu stigi á eftir Grindavík. Hinsvegar eru Grindvíkingar eflaust ekki ánægðir með stigasöfnuninna til þessa. þeir sitja í 8 sætinu með 11 stig. Sigurbjörn verður að rífa sína menn í gang ef þeir ætla vera með þarna í efrihlutanum.
Vondur dagur
Elias Tamburini verður að fá þetta. Fær Rautt Spjald og hefur átt betri daga. Vondur dagur fyrir Grindavíkurliðið í heild sinni að ná ekki þessum 3 stigum í dag. Spiluðu flott inná milli og En vont fyrir þá að tapa þessu og fara með 0 stig heim til Grindavíkur. Binni skúla hefði fengið þetta hjá mér en erfitt að gefa þjálfara sigurliðs vondan dag. Skiptingarnar virkuðu hjá honum og það bjargaði honum, David Fernandez var arfa slakur og á alveg eftir að sína mér að hann geti spilað fótbolta á móti stórum og sterkum strákum. Missir boltann of oft langt frá sér og Ekki í fyrsta sinn í sumar sem hann er alveg týndur. Fannst Binni djarfur að byrja með hann gegn líkamlega sterku liði Grindavík. fer útaf í stöðunni 0-2 fyrir Grindavík og við það verða Leiknismenn hættulegri frammá við og skora 4 mörk.
Dómarinn - 6
Fannst hann dæma þetta fínt.
Byrjunarlið:
24. Vladan Dogatovic (m)
Oddur Ingi Bjarnason ('78)
5. Nemanja Latinovic
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
9. Josip Zeba
9. Guðmundur Magnússon ('89)
11. Elias Tamburini
23. Aron Jóhannsson (f)
26. Sigurjón Rúnarsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson
80. Alexander Veigar Þórarinsson

Varamenn:
6. Viktor Guðberg Hauksson
8. Hilmar Andrew McShane
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('89)
27. Mackenzie Heaney ('78)

Liðsstjórn:
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (Þ)
Marinó Axel Helgason
Maciej Majewski
Guðmundur Valur Sigurðsson
Óliver Berg Sigurðsson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir

Gul spjöld:
Elias Tamburini ('46)
Guðmundur Magnússon ('71)
Aron Jóhannsson ('90)
Sigurjón Rúnarsson ('94)

Rauð spjöld:
Elias Tamburini ('93)