Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Valur
2
1
Stjarnan
Ída Marín Hermannsdóttir '17 1-0
Anna Rakel Pétursdóttir '56 2-0
2-1 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir '76
05.05.2021  -  19:15
Origo völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Bríet Bragadóttir
Maður leiksins: Sædís Rún Heiðarsdóttir
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
4. Sigríður Lára Garðarsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir ('82)
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir
9. Ída Marín Hermannsdóttir
10. Elín Metta Jensen
11. Anna Rakel Pétursdóttir ('75) ('75)
16. Mary Alice Vignola
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir (f)
22. Dóra María Lárusdóttir

Varamenn:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Hlíf Hauksdóttir
3. Arna Eiríksdóttir ('82)
15. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('75)
17. Katla Tryggvadóttir
19. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('75)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Jóhann Emil Elíasson
María Hjaltalín
Kjartan Sturluson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
Skýrslan: Bardagi í Hlíðinni og stigin eftir þar
Hvað réði úrslitum?
Það mátti ekki miklu muna í kvöld. Það var hart barist og gestirnir í raun kraftmeiri í bardögum úti á velli. Bæði lið fengu ágæta sénsa til að skora en Valskonur refsuðu betur og skoruðu tvö mörk þegar Stjörnukonur gáfu færi á sér.
Bestu leikmenn
1. Sædís Rún Heiðarsdóttir
Bakvörðurinn ungi var frábær í kvöld. Grjóthörð í návígjum og með fínar spyrnur, bæði úr föstum leikatriðum og opnum leik. Lofar góðu fyrir sumarið.
2. Anna Rakel Pétursdóttir
Lagði upp og skoraði í sínum fyrsta mótsleik fyrir Val. Kom þannig að báðum mörkunum sem tryggja Val sigur í kvöld.
Atvikið
Víti? Svo virtist sem togað væri í Önnu Maríu þegar hún reyndi að ráðast á boltann eftir hornspyrnu í uppbótartíma. Stórt atvik sem þarf að skoða betur og ræða á kaffistofum landsins.
Hvað þýða úrslitin?
Valsliðið komst ekki á flug í kvöld en fær stigin þrjú og það er það sem skiptir þær mestu máli. Stjörnukonur geta verið svekktar að fá ekkert út úr leiknum en frammistaða þeirra gefur góð fyrirheit fyrir í sumarið.
Vondur dagur
Mary Alice var svo góð í fyrra að Valsarar voru búnir að tryggja sér þjónustu hennar áður en síðasta tímabili lauk. Það voru því vonbrigði að sjá hana spila í kvöld. Er greinilega ekki búin að ná sér almennilega af meiðslum sem hafa plagað hana í vetur og spilaði á hálfu tempói.
Dómarinn - 5
Tríóið hafði nóg að gera í baráttuleik. Einhverjar aukaspyrnur hér og þar jöfnuðust út yfir leikinn en stóra atriðið var í uppbótartíma þegar Stjarnan átti líklega að fá víti.
Byrjunarlið:
1. Chante Sherese Sandiford (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Betsy Doon Hassett
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir
19. Elín Helga Ingadóttir ('60) ('60)
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('77)
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir

Varamenn:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
5. Hanna Sól Einarsdóttir
17. María Sól Jakobsdóttir ('60)
19. Birna Jóhannsdóttir ('77)
21. Heiða Ragney Viðarsdóttir ('60)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Þórdís Ólafsdóttir
Hugrún Elvarsdóttir
Andri Freyr Hafsteinsson
Rajko Stanisic

Gul spjöld:
Betsy Doon Hassett ('30)

Rauð spjöld: