Domusnovavöllurinn
mánudagur 14. júní 2021  kl. 19:15
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: 7°C, smá gola og skýjað. Klassískt mánudagskvöld í Breiðholtinu.
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 298
Maður leiksins: Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Leiknir R. 0 - 2 KR
0-1 Pálmi Rafn Pálmason ('6)
0-2 Kjartan Henry Finnbogason ('50)
Myndir: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
3. Ósvald Jarl Traustason
4. Bjarki Aðalsteinsson
5. Daði Bærings Halldórsson ('60)
7. Máni Austmann Hilmarsson ('76)
8. Árni Elvar Árnason ('60)
10. Sævar Atli Magnússon (f)
11. Brynjar Hlöðversson
18. Emil Berger
24. Daníel Finns Matthíasson
28. Arnór Ingi Kristinsson ('60)

Varamenn:
22. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
22. Bjarki Arnaldarson (m)
2. Birgir Baldvinsson
6. Ernir Bjarnason ('60)
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('60)
19. Manga Escobar ('76)
20. Loftur Páll Eiríksson
21. Octavio Paez ('60)

Liðstjórn:
Valur Gunnarsson
Sævar Ólafsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Hlynur Helgi Arngrímsson
Manuel Nikulás Barriga
Davíð Örn Aðalsteinsson

Gul spjöld:
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('65)
Emil Berger ('94)

Rauð spjöld:


@saebjornth Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
KR var eftir fyrsta markið með svo gott sem fullkomna stjórn á leiknum fyrir utan stuttan kafla eftir hálftíma leik. Eina sem vantaði í leik gestanna voru fleiri mörk. Leiknisliðinu gekk illa að tengja og réði illa við massífa Vesturbæinga.
Bestu leikmenn
1. Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Flóki var að mínu mati bestur á vellinum, hann og Kjartan Henry báðir góðir í því að djöflast og vinna eitthvað upp úr engu. Skoraði eiginlega mark sem Kjartan ákvað að ræna á línunni og skráist á Kjartan.
2. Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Vél á miðjunn og stýrði samherjunum. Fer ekki alltaf hratt yfir en er á réttum stöðum þegar þess þarf. Skoraði markið sem breytti gangi leiksins í upphafi leiks. Kennie og Ægir fá tilnefningu, erfitt að velja í öflugu KR liði í dag.
Atvikið
Annað markið. Frábær sókn sem endar á því að Ægir þræðir boltann inn á Flóka sem vippar framhjá Guy í úthlaupi. Boltinn er á leiðinni í netið og Kjartan Henry rændi markinu á línunni með því að þruma boltanum í netið. Mér fannst rangstöðulykt af þessu á vellinum. Seinkunin í upphafi leiks fær einnig tilnefningu, bæði lið voru í dökkum sokkum og var ekki hægt að hefja leik á réttum tíma vegna þess. Hvítir sokkar voru græjaðir á gestina og hófst leikurinn um þremur mínútum of seint.
Hvað þýða úrslitin?
Annað tap Leiknis í röð og fyrsta tapið á heimavelli. Á sama tíma annar sigur KR í röð og virkuðu KR-ingar ansi sannfærandi.
Vondur dagur
Það voru eiginlega margir í Leiknisliðinu sem voru daprir í kvöld. Ég ætla að vera leiðinlegur og segja að Daníel Finns hafi átt off dag og Sævar Atli komst í lítinn sem engan takt við leikinn. Þetta var einnig vondur dagur fyrir þá sem vildu sjá síða hárið hans Óskars Arnar í Breiðholtinu, hann mætti með talsvert minna hár eftir landsleikjahléið.
Dómarinn - 7
Heilt yfir bara vel dæmdur leikur og ég tók ekki mikið eftir Sigga í leiknum. Fannst framkvæmdin á gula spjaldinu á Gyrði skrítin og ansi hart að spjalda Kjartan Henry fyrir pressuna á Guy í seinni hálfleik.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
10. Pálmi Rafn Pálmason
11. Kennie Chopart
14. Ægir Jarl Jónasson
19. Kristinn Jónsson
21. Kristján Flóki Finnbogason ('82)
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
2. Hjalti Sigurðsson
4. Arnþór Ingi Kristinsson ('82)
17. Alex Freyr Hilmarsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
25. Finnur Tómas Pálmason
29. Stefán Árni Geirsson

Liðstjórn:
Valgeir Viðarsson
Rúnar Kristinsson (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Sigurvin Ólafsson
Aron Bjarni Arnórsson

Gul spjöld:
Kennie Chopart ('44)
Kjartan Henry Finnbogason ('69)
Ægir Jarl Jónasson ('77)

Rauð spjöld: