Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Selfoss
0
4
Breiðablik
0-1 Agla María Albertsdóttir '10
0-2 Taylor Marie Ziemer '40
0-3 Karitas Tómasdóttir '87
0-4 Birta Georgsdóttir '92
21.06.2021  -  20:00
JÁVERK-völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Skítaveður, rok og rigning. JÁVERK-völlurinn alltaf í standi þó.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: Lýsingin verður afar takmörkuð þar sem að ekki er fjölmiðlaaðstaða við gervigrasið. Það helsta mun þó koma inn, að sjálfsögðu.
Maður leiksins: Agla María Albertsdóttir
Byrjunarlið:
1. Benedicte Iversen Haland (m)
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
9. Eva Núra Abrahamsdóttir ('80)
10. Barbára Sól Gísladóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir (f)
21. Þóra Jónsdóttir ('46)
22. Brenna Lovera
23. Emma Kay Checker
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
26. Hólmfríður Magnúsdóttir ('90)
27. Caity Heap

Varamenn:
13. Guðný Geirsdóttir (m)
2. Brynja Líf Jónsdóttir
8. Katrín Ágústsdóttir ('46)
17. Íris Embla Gissurardóttir
18. Magdalena Anna Reimus ('80)
19. Eva Lind Elíasdóttir ('90)

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Anna María Friðgeirsdóttir
Erna Guðjónsdóttir
Elías Örn Einarsson
Svandís Bára Pálsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Óttar Guðlaugsson
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir

Gul spjöld:
Emma Kay Checker ('77)

Rauð spjöld:
@arnarmagnusson Arnar Helgi Magnússon
Skýrslan: Blikar tóku við lyklunum af toppsætinu á Selfossi
Hvað réði úrslitum?
Markið sem Blikar skora í upphafi leiks virðist slá Selfyssinga útaf laginu og það leit út fyrir að liðið hafi við það misst alla trú á verkefninu. Það var ekkert að frétta af sóknarleik Selfyssinga fyrr en síðasta stundarfjórðunginn eða svo. Blikar voru alls ekkert að spila sinn besta leik í kvöld en liðið komst upp með það að spila á 70-80% hraða og gæðum enda buðu Selfyssingar upp á það.
Bestu leikmenn
1. Agla María Albertsdóttir
Mark og stoðsending í stórleik sem færir Blikum toppsætið. Það eru svona frammistöður sem að telja þegar talið verður upp úr hattinum góða í haust.
2. Karitas Tómasdóttir
Hefur smollið afar vel inn í þetta lið Breiðabliks. Lék sína gömlu félaga grátt í kvöld og kórónaði það með marki undir lok leiks.
Atvikið
Það verður að vera þessi algjöra reykistefna sem að var í gangi fyrir leik. Dómararnir færðu leikinn af aðalvellinum yfir á gervigrasið aðeins nokkrum mínútum fyrir leik. Tríóið treysti sér ekki til þess að sjá línurnar nægilega vel þar sem að mikil rigning hefur verið á Selfossi í dag. Dómararnir héldu tvo fundi með þjálfurum liðanna rétt fyrir leik og var hávær orðrómur um það að leiknum yrði frestað. Það vildi hinsvegar hvorugur þjálfarinn og leikurinn fór af stað í miklu roki og rigninu.
Hvað þýða úrslitin?
Breiðablik komið á þann stað sem liðið ætlar sér að vera restina af mótinu, á toppnum. Selfyssingar nú búnir að tapa tveimur leikjum í röð. Liðið á þó bikarleik næst og það eru fá lið sem elska bikarinn jafnmikið og Selfyssingar.
Vondur dagur
Sóknarlína Selfyssinga var ósýnileg framan af leik og í jafn þýðingarmiklum leik og þessum þá er það hreinlega ekki í boði. Brenna var lítið í boltanum og Selfyssingar þurfa svo sannarlega á henni að halda
Dómarinn - 8,0
Lítið út á störf dómaranna að setja í leiknum sjálfum. Mér fannst þó þessi atburðarrás í upphafi leiks afar sérstök og sérstaklega hversu seint allt gerðist. Þessar línur sáust alveg jafn illa þegar dómararnir mættu rúmum klukkutíma fyrir leik. Leikurinn þó afar vel dæmur.
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
8. Taylor Marie Ziemer ('73)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
16. Tiffany Janea Mc Carty ('79)
17. Karitas Tómasdóttir ('90)
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
6. Þórhildur Þórhallsdóttir ('90)
10. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('73)
21. Hildur Antonsdóttir
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir
24. Hildur Þóra Hákonardóttir
28. Birta Georgsdóttir ('79)

Liðsstjórn:
Vilhjálmur Kári Haraldsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Sonný Lára Þráinsdóttir
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Aron Már Björnsson
Ágústa Sigurjónsdóttir
Halldór Árnason

Gul spjöld:
Kristín Dís Árnadóttir ('14)
Selma Sól Magnúsdóttir ('32)

Rauð spjöld: