Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Valur
0
3
Bodö/Glimt
0-1 Ulrik Saltnes '40
0-2 Patrick Berg '51 , víti
0-3 Patrick Berg '54
22.07.2021  -  19:00
Origo völlurinn
Sambandsdeild UEFA
Aðstæður: Rigningarlegt en annars fínt
Dómari: Vitor Ferreira (Portúgal)
Áhorfendur: 623
Maður leiksins: Ulrik Saltnes (Bodo/Glimt)
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Johannes Vall
4. Christian Köhler ('79)
5. Birkir Heimisson
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen ('79)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('65)
13. Rasmus Christiansen
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('88)
77. Kaj Leo í Bartalsstovu ('65)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
7. Haukur Páll Sigurðsson
8. Arnór Smárason ('79)
11. Sigurður Egill Lárusson ('79)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('88)
15. Sverrir Páll Hjaltested ('65)
17. Andri Adolphsson ('65)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Magnus Egilsson
33. Almarr Ormarsson

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Srdjan Tufegdzic

Gul spjöld:
Birkir Már Sævarsson ('19)
Patrick Pedersen ('42)

Rauð spjöld:
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skýrslan: Ísland og Noregur er ekki góð blanda í Evrópukeppnum
Hvað réði úrslitum?
Valur átti góðan hálftíma eða svo, þar sem jafnræði var með liðunum. Svo sýndi Bodo/Glimt af hverju þeir eru norskir meistarar og keyrðu bara yfir Valsmenn.
Bestu leikmenn
1. Ulrik Saltnes (Bodo/Glimt)
Stórkostlegur á miðsvæðinu. Skoraði eitt, fiskaði víti og lagði upp það þriðja. Frammistaða sem er ekki hægt að kvarta yfir.
2. Patrick Berg (Bodo/Glimt)
Leikmaður sem ég sé fyrir mér í stærra félagi. Skoraði tvö og stjórnaði ferðinni á miðsvæðinu.
Atvikið
Vítaspyrnan í seinni hálfleiknum. Gestirnir skoruðu úr henni og bættu svo fljótlega við þriðja markinu. Það fór langt með að ganga frá þessu einvígi. Staðan sem Guðmundur Andri komst í snemma leiks var líka frekar stórt atvik.
Hvað þýða úrslitin?
Valur er í skelfilegum málum fyrir seinni leikinn, rétt eins og FH sem tapaði 2-0 fyrir Rosenborg á heimavelli. Íslands og Noregur er ekki blanda sem virkar í Evrópukeppni. Alla vega ekki fyrir íslensku félagsliðin.
Vondur dagur
Skrái þetta á Patrick Pedersen. Fann sig engan veginn í dag sem fremsti maður Vals. Hefði reyndar líka verið hægt að henda ansi mörgum úr Valsliðinu í þennan flokk í dag... Christian Köhler og Johannes Vall fannst mér mjög daprir til dæmis.
Dómarinn - 5,5
Ekkert stórt atvik sem hann var með vitlaust. Fannst hann oft á tíðum flauta of mikið sem hindraði flæðið svolítið í leiknum. Vítaspyrnudómurinn var hárréttur hjá honum.
Byrjunarlið:
12. Nikita Haikin (m)
2. Marius Lode ('93)
3. Alfons Sampsted
4. Marius Høibråten ('72)
7. Patrick Berg
10. Hugo Vetlesen ('77)
14. Ulrik Saltnes
17. Sebastian Tounekti ('93)
18. Brede Moe
19. Sondre Brunstad Fet
20. Erik Botheim ('77)

Varamenn:
30. Joshua Smits (m)
11. Axel Lindahl ('77)
16. Morten Konradsen ('72)
21. Vegard Kongsro
22. Vegard Leikvoll Moberg
23. Elias Kristoffersen Hagen ('93)
24. Lasse Selvåg Nordås ('77)
26. Sigurd Kvile ('93)

Liðsstjórn:
Kjetil Knutsen (Þ)

Gul spjöld:
Marius Lode ('38)

Rauð spjöld: