Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
KR
4
0
Fylkir
Atli Sigurjónsson '9 1-0
Óskar Örn Hauksson '38 2-0
Kristján Flóki Finnbogason '56 3-0
Ægir Jarl Jónasson '78 4-0
26.07.2021  -  19:15
Meistaravellir
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Ekki hægt að kvarta. Byrjaði að rigna í seinni hálfleik
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 412
Maður leiksins: Stefán Árni Geirsson (KR)
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason ('86)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
9. Stefán Árni Geirsson
10. Kristján Flóki Finnbogason ('72)
11. Kennie Chopart (f) ('86)
16. Theodór Elmar Bjarnason (f) ('72)
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
4. Arnþór Ingi Kristinsson ('72)
7. Finnur Tómas Pálmason
14. Ægir Jarl Jónasson ('72)
15. Lúkas Magni Magnason ('86)
17. Alex Freyr Hilmarsson ('86)
18. Aron Bjarki Jósepsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurvin Ólafsson
Aron Bjarni Arnórsson
Silja Rós Theodórsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skýrslan: Líkt og meistaraefni væru að spila við Lengjudeildarlið
Hvað réði úrslitum?
KR-ingar voru bara miklu betri frá byrjun og það var í raun aldrei spurning um það hvort liðið væri að fara þennan leik. Fylkismenn virkuðu hræddir og þeir komu sér aldrei í gang gegn KR-liði sem litu út eins og meistarakandídatar. Stór orð - kannski - en ef KR spilar áfram svona þá verða þeir í baráttunni um þann stóra til enda.
Bestu leikmenn
1. Stefán Árni Geirsson (KR)
Stórhættulegur þegar hann keyrir á varnir andstæðingana. Hann skoraði ekki en hann gerði allt annað gríðarlega vel. Frábær leikmaður sem á að spila meira en hann hefur gert.
2. Atli Sigurjónsson (KR)
Alltaf hætta í kringum Atla. Með frábærar fyrirgjafir og hann byrjaði þessa veislu KR-inga með stórkostlegu marki snemma leiks.
Atvikið
Fyrsta mark Atla Sigurjónssonar. Geggjað mark og það setti tóninn fyrir KR-inga. Það var gott fyrir KR að ná fyrsta markinu snemma og létti á þeim fyrir framhaldið.
Hvað þýða úrslitin?
KR er enn með í titilbaráttunni. Það er alla vega ekki hægt að útiloka þá. Þeir eru fimm stigum frá Val og það er allt hægt í þessu ef þeir spila áfram svona. Fylkir er í bullandi fallbaráttu og þjálfararnir verða að fara vel yfir málin með mönnum eftir þessa ömurlegu frammistöðu. Fylkir leit út eins og falllið í kvöld, Lengjudeildarlið.
Vondur dagur
Það er í raun hægt að skrifa þetta á allt Fylkisliðið og þjálfara þeirra. Menn mættu ekki tilbúnir til leiks og lágpressan virkaði engan veginn. Guðmundur Steinn Hafsteinsson var að spila sinn fyrsta leik fyrir Fylki og það leit þannig út. Hann var ekki alveg að finna sig og tengdi ekki við nýju liðsfélaga sína. Þetta var slakt frá aftasta manni til þess fremsta hjá gestunum úr Árbæ.
Dómarinn - 8
Virkilega vel dæmdur leikur. Ekkert út á Sigurð Hjört að setja.
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Daði Ólafsson
Ragnar Bragi Sveinsson
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
4. Arnór Gauti Jónsson ('72)
6. Torfi Tímoteus Gunnarsson
22. Dagur Dan Þórhallsson
28. Helgi Valur Daníelsson ('72)
33. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
72. Orri Hrafn Kjartansson
77. Óskar Borgþórsson ('46)

Varamenn:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson ('72)
9. Jordan Brown
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('46) ('55)
17. Birkir Eyþórsson ('72)
20. Hallur Húni Þorsteinsson
23. Arnór Borg Guðjohnsen ('55)

Liðsstjórn:
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Atli Sveinn Þórarinsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Óðinn Svansson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Ágúst Aron Gunnarsson
Hilmir Kristjánsson

Gul spjöld:
Ragnar Bragi Sveinsson ('55)

Rauð spjöld: