Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Fylkir
1
5
Valur
Bryndís Arna Níelsdóttir '5 1-0
1-1 Mist Edvardsdóttir '13
1-2 Mist Edvardsdóttir '15
1-3 Cyera Hintzen '17
1-4 Ásdís Karen Halldórsdóttir '77
1-5 Elín Metta Jensen '90
30.07.2021  -  17:00
Würth völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Eins og maður sé á Benídorm
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Áhorfendur: Alltof fáir
Maður leiksins: Mist Edvardsdóttir (Valur)
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
Bryndís Arna Níelsdóttir ('65)
5. Katla María Þórðardóttir
5. Þórhildur Þórhallsdóttir ('90)
7. María Eva Eyjólfsdóttir
9. Shannon Simon ('90)
13. Ísafold Þórhallsdóttir ('53)
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir
23. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir (f)
28. Sæunn Björnsdóttir

Varamenn:
12. Birna Dís Eymundsdóttir (m)
3. Íris Una Þórðardóttir
17. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('65)
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir ('53)
22. Katrín Vala Zinovieva ('90)
29. Erna Þurý Fjölvarsdóttir ('90)

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ágúst Aron Gunnarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skýrslan: Mist Edvards ft. Dóra María: Beint af æfingasvæðinu
Hvað réði úrslitum?
Valskonur brugðust frábærlega við marki sem Fylkir skoraði snemma leiks. Þær létu það ekkert á sig fá og voru fljótar að snúa leiknum við. Frábærar hornspyrnur Dóru Maríu rötuðu beint á Mist Edvards og það breytti leiknum til hins betra fyrir Valskonur sem fara heim með þrjú stig úr sólinni í Árbæ.
Bestu leikmenn
1. Mist Edvardsdóttir (Valur)
Algjörlega frábær í dag, bæði varnarlega og sóknarlega. Það er ekki amalegt að vera með leikmann eins og Mist í teignum í föstum leikatriðum. Leysti stöðu miðvarðar líka mjög vel.
2. Dóra María Lárusdóttir (Valur)
Ekki heldur amalegt að vera með Dóru Maríu í sínu liði. Algjörlega geggjaðar sendingar hjá henni. Er 36 ára en gæði, þau hverfa ekki með aldrinum.
Atvikið
Mist breytti auðvitað leiknum en ég ætla að skrá hér þriðja markið sem Cyera Makenzie Hintzen skoraði. Það fór með þennan leik og Fylkir átti aldrei möguleika eftir það.
Hvað þýða úrslitin?
Valur nær fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar og er núna í kjörstöðu til að klára mótið með Íslandsmeistaratitli. Fylkir er að berjast fyrir lífi sínu og sá bardagi gengur ekki vel. Verða þær í Lengjudeildinni að ári?
Vondur dagur
Shannon Simon hjá Fylki var afskaplega slök inn á miðsvæðinu. Ég ætla líka að skrá þetta á varnarvinnu Fylkis í föstum leikatriðum. Mjög slakt og eitthvað sem þær þurfa að fara betur yfir. Varnarlína Fylkis var mjög slök og Tinna ekki sannfærandi í markinu. Helena Ósk og María Eva voru skástar hjá Fylki í þessum leik.
Dómarinn - 8,5
Mjög vel dæmdur leikur, eins og bara allir leikir sem ég hef farið á í íslenska boltanum í ár. Mikið hrós á flotta dómgæslu!
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
6. Mist Edvardsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('85)
9. Ída Marín Hermannsdóttir ('61)
10. Elín Metta Jensen
13. Cyera Hintzen ('73)
16. Mary Alice Vignola ('85)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir (f)
22. Dóra María Lárusdóttir ('85)

Varamenn:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
3. Arna Eiríksdóttir ('85)
14. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('73)
17. Katla Tryggvadóttir ('85)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir ('61)
77. Clarissa Larisey ('85)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
Ásta Árnadóttir
María Hjaltalín

Gul spjöld:

Rauð spjöld: