Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Stjarnan
0
2
KR
0-1 Óskar Örn Hauksson '53
0-2 Kristján Flóki Finnbogason '72
25.09.2021  -  14:00
Samsungvöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Óskar Örn Hauksson (KR)
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
4. Óli Valur Ómarsson
6. Magnus Anbo ('46)
8. Halldór Orri Björnsson ('60) ('60)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
11. Adolf Daði Birgisson ('60)
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
17. Ólafur Karl Finsen
21. Elís Rafn Björnsson ('73)

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
3. Oscar Francis Borg ('73)
7. Einar Karl Ingvarsson ('60)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason ('60)
20. Eyjólfur Héðinsson ('60)
22. Emil Atlason ('46)
35. Daníel Freyr Kristjánsson

Liðsstjórn:
Þorvaldur Örlygsson (Þ)
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft
Ejub Purisevic

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@antonfreeyr Anton Freyr Jónsson
Skýrslan: Evrópudraumur KR lifir
Hvað réði úrslitum?
Fyrri hálfleikurinn var tíðindarlítill en bæði lið náðu ekki að skapa sér nein alvöru færi í fyrri hálfleik. KR-ingar komu grimmir inn í síðari hálfleikinn og voru með mikla yfirburði í síðari hálfleiknum og kláruðu leikinn með tveimur góðum mörkum
Bestu leikmenn
1. Óskar Örn Hauksson (KR)
Óskar Örn Hauksson var ógnandi sóknarlega í dag en hann var duglegur að koma sér í fína sénsa fyrir framan mark Stjörnunnar. Lagði upp eitt og skoraði sjálfur eitt.
2. Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Var eins og Óskar Örn mjög ógnandi í sóknarleik KR-inga. Kristján lagði upp á Óskar Örn og skoraði svo eitt sjálfur.
Atvikið
Halldór Orri fékk heiðurskiptingu eftir klukkutíma leik en Halldór Orri var að leika sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna.
Hvað þýða úrslitin?
Stjarnan endar tímabilið í sjöunda sæti með 22.stig á meðan KR endar tímabilið í þriðja sæti deildarinnar og Evrópudraumur KRinga lifir svo sannarlega en liðið þarf að treysta á að Víkingar klári bikarkeppnina.
Vondur dagur
Erfitt að taka einhvern út í þennan dálk en Haraldur Björnsson fær þennan dálk fyrir að fá á sig tvö mörk í dag.
Dómarinn - 10
Jóhann Ingi og hans menn dæmdu þennan leik frábærlega þótt það hafi ekki reynt mikið á tríóið.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
9. Stefán Árni Geirsson ('70)
10. Kristján Flóki Finnbogason
16. Theodór Elmar Bjarnason (f) ('81)
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
4. Arnþór Ingi Kristinsson ('81)
7. Guðjón Baldvinsson
8. Emil Ásmundsson
14. Ægir Jarl Jónasson ('70)
20. Eiður Snorri Bjarnason

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Hrafn Tómasson
Sigurvin Ólafsson
Aron Bjarni Arnórsson

Gul spjöld:
Aron Bjarki Jósepsson ('13)

Rauð spjöld: