KR
0
4
Breiðablik
0-1 Alexandra Jóhannsdóttir '5
0-2 Hildur Antonsdóttir '33
0-3 Heiðdís Lillýardóttir '53
0-4 Karen María Sigurgeirsdóttir '77
13.05.2022  -  19:15
Meistaravellir
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Gluggaveður - Sól, smá vindur og mjög kalt. Völlurinn flottur.
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: Um 80
Maður leiksins: Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Byrjunarlið:
29. Björk Björnsdóttir (m)
Hildur Björg Kristjánsdóttir ('77)
Ásta Kristinsdóttir ('84)
Bergdís Fanney Einarsdóttir
Róberta Lilja Ísólfsdóttir
3. Margaux Marianne Chauvet
6. Rebekka Sverrisdóttir (f)
7. Guðmunda Brynja Óladóttir ('58)
10. Marcella Marie Barberic
14. Rut Matthíasdóttir
16. Rasamee Phonsongkham ('84)

Varamenn:
23. Cornelia Baldi Sundelius (m)
4. Laufey Björnsdóttir ('84)
4. Gígja Valgerður Harðardóttir
5. Brynja Sævarsdóttir ('84)
10. Margrét Edda Lian Bjarnadóttir ('77)
15. Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir
19. Ólína Ágústa Valdimarsdóttir ('58)
20. Margrét Regína Grétarsdóttir
22. Fanney Rún Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Arnar Páll Garðarsson (Þ)
Guðlaug Jónsdóttir
Þóra Kristín Bergsdóttir
Baldvin Guðmundsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@haflidib Hafliði Breiðfjörð
Skýrslan: Fjögur mörk Blika í kuldanum í vesturbænum
Hvað réði úrslitum?
Breiðablik byrjaði leikinn af miklum krafti og komust yfir strax á fimmtu mínútu. Gæðamunurinn á liðunum var mikill í fyrri hálfleik en leikurinn jafnaðist þó út og KR hefði vel geta skorað mörk í kvöld ef heilladísirnar hefðu aðeins verið með þeim í liði.
Bestu leikmenn
1. Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Langt fram eftir leiknum snerist leikur Breiðabliks um blússandi sóknarleik og þær leituðu mikið með boltann út til hægri á Ástu sem átti hverja draumafyrirgjöfina á fætur annarri og skapaði mikla hættu fyrir framan mark KR.
2. Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
Það er virkilega gaman að fá svona gæða leikmann inn í deildina þó hún stoppi stutt við og spili bara fram í júlí á láni. Hún var frábær þennan klukkutíma sem hún spilaði í fyrsta leik eftir endurkomuna í Breiðablik frá Frankfurt í gær. Skoraði fyrsta markið, var ógnandi dugleg að sækja boltann til baka og bera hann upp og stóð sig vel.
Atvikið
Hæ, ég er mætt! Voru skilaboðin sem landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir gaf frá sér þegar hún gaf tóninn og skoraði fyrsta mark leiksins á 5. mínútu með skalla eftir góða fyrirgjöf Ástu Eirar.
Hvað þýða úrslitin?
Breiðablik fer í toppsætið í bili að minnsta kosti með þessum sigri í dag, eru með 9 stig eftir fjóra leiki. Selfoss gæti farið uppfyrir þær á morgun ef þeim tekst að vinna Þór/KA. Breiðabliks liðið er að bæta í og með tilkomu Alexöndru og Áslaugar Mundu verður það bara öflugra. KR situr sem fastast í botnsætinu með ekkert stig og hafa bara skorað eitt mark í fyrstu fjórum umferðunum. Þær eru þó að ná að smala saman liðinu og það voru merki þess í dag að liðið er að fara að bæta í þegar líður á tímabilið.
Vondur dagur
Það er skrítið að þurfa að tala um svona hluti á tímum sem maður hélt að allt væri á réttri leið í þjóðfélaginu. Þó er best að segja það, KR verður að fara að setja sömu virðingu í kvennastarfið og karlastarfið. Flest önnur félög eru komin þangað og nú er komið að KR. Engin vallarklukka og vallarþulur bara í seinni hálfleik eru dæmi um hluti sem er lágmark að bæta úr. Stígum upp í næsta leik KR!
Dómarinn - 9
Egill Arnar átti fullkominn leik í kvöld og ekkert út á hann að setja. Það er gleðiefni að fá svo öflugan dómara á leik í Bestu-deild kvenna og fyrst dómararnir vilja þessi verkefni þá er boltinn hjá KSÍ að gefa þeim þau.
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
Ásta Eir Árnadóttir
Karitas Tómasdóttir ('84)
2. Natasha Anasi (f)
8. Heiðdís Lillýardóttir
8. Taylor Marie Ziemer
16. Alexandra Jóhannsdóttir ('64)
21. Hildur Antonsdóttir
22. Melina Ayres ('73)
26. Laufey Harpa Halldórsdóttir ('73)
28. Birta Georgsdóttir ('64)

Varamenn:
1. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
10. Clara Sigurðardóttir ('64)
14. Karen María Sigurgeirsdóttir ('64)
16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez ('84)
19. Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz ('73)
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('73)
23. Helena Ósk Hálfdánardóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson
Sigurður Frímann Meyvantsson

Gul spjöld:
Heiðdís Lillýardóttir ('87)

Rauð spjöld: