Norðurálsvöllurinn
þriðjudagur 21. júní 2022  kl. 19:15
Besta-deild karla
Aðstæður: Kalt, hvasst og blautt. Eins og það á vera upp á skaga
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Baldur Logi Guðlaugsson (FH)
ÍA 1 - 1 FH
1-0 Kaj Leo Í Bartalstovu ('49)
1-1 Matthías Vilhjálmsson ('76)
Davíð Snær Jóhannsson, FH ('77)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
3. Johannes Björn Vall
4. Oliver Stefánsson
6. Jón Gísli Eyland Gíslason
7. Christian Thobo Köhler ('46)
10. Steinar Þorsteinsson
11. Kaj Leo Í Bartalstovu
16. Brynjar Snær Pálsson
17. Gísli Laxdal Unnarsson
19. Eyþór Aron Wöhler ('84)
44. Alex Davey

Varamenn:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
5. Wout Droste ('46)
8. Hallur Flosason
20. Guðmundur Tyrfingsson
22. Benedikt V. Warén
24. Hlynur Sævar Jónsson
32. Garðar Gunnlaugsson ('84)

Liðstjórn:
Aron Ýmir Pétursson
Arnar Már Guðjónsson
Jón Þór Hauksson (Þ)
Skarphéðinn Magnússon
Bjarki Sigmundsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson
Guðlaugur Baldursson

Gul spjöld:
Oliver Stefánsson ('62)
Brynjar Snær Pálsson ('82)
Wout Droste ('89)

Rauð spjöld:
@haraldur_orn Haraldur Örn Haraldsson
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Aðstæðurnar voru alveg hrikalegar. Völlurinn rennblautur og mikið rok gerði það að völdum að það var ekki hægt að spila mikinn fótbolta. Báðum liðum tókst þó að skora mark en það leit ekki þannig út lengi þannig sanngjörn niðurstaða.
Bestu leikmenn
1. Baldur Logi Guðlaugsson (FH)
Leikur FH breyttist mikið eftir að Baldur kom inn á, meðal annars þar sem að hann tók hornin urðu þau miklu betri og hættulegri. Svo kom hann með kraft og orku á miðsvæðið.
2. Kaj Leo Í Bartalstovu (ÍA)
Skagamenn áttu ekki mikið af hættulegum sóknum en þar sem það var einn maður sem skoraði fyrir þá og skilar þessum punkti gef ég Kaj Leo þennan heiður. Hann átti fína kafla í leiknumen áræðnin hans í markinu var mjög góð.
Atvikið
Rauða spjaldið hjá Davíð Snæ var virkilega klaufalegt. Með völlinn svona rennandi blautann þá á Davíð ekki að vera renna sér svona harkalega á eftir bolta sem hann er búinn að tapa og þetta var hárréttur dómur.
Hvað þýða úrslitin?
Staðan hjá liðunum breytist verulega lítið. Bæði lið eru áfram í sama sæti eða FH í 9. sæti og ÍA í 10. sæti.
Vondur dagur
Atli Gunnar Guðmundsson markvörður FH átti ekki sinn besta dag. Hann gerist sekur um hrikalega mistök í markinu þar sem snertingin hans á boltanum fer alltof langt frá honum og svo virðist sem sjálfstraustið hafi farið eftir það. Hann átti nokkur önnur moment þar sem hann virkaði óöruggur og skagamenn klaufar að nýta sér það ekki.
Dómarinn - 9
Pétur og hans teymi voru frábær í kvöld. Það var nóg af tækifærum fyrir Pétur að flauta eða spjalda en hann reyndi að gera það bara í nauðsyn. Það voru 2 stór atvik það er rauða spjaldið og mögulegur vítadómur seint í leiknum en mér fannst báðir dómar hárréttir hjá Pétri.
Byrjunarlið:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
2. Ástbjörn Þórðarson
4. Ólafur Guðmundsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson
7. Steven Lennon ('83)
8. Kristinn Freyr Sigurðsson ('68)
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
11. Davíð Snær Jóhannsson
16. Guðmundur Kristjánsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('68)
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
12. Heiðar Máni Hermannsson (m)
10. Björn Daníel Sverrisson ('68)
17. Baldur Logi Guðlaugsson ('68)
19. Lasse Petry
20. Finnur Orri Margeirsson
22. Oliver Heiðarsson ('83)
23. Máni Austmann Hilmarsson

Liðstjórn:
Davíð Þór Viðarsson
Ólafur H Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Eiður Smári Guðjohnsen (Þ)
Kári Sveinsson
Jóhann Emil Elíasson
Sigurvin Ólafsson

Gul spjöld:
Kristinn Freyr Sigurðsson ('33)
Davíð Snær Jóhannsson ('58)
Eggert Gunnþór Jónsson ('85)

Rauð spjöld:
Davíð Snær Jóhannsson ('77)