Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
KR
4
0
ÍBV
Sigurður Bjartur Hallsson '9 1-0
Atli Sigurjónsson '37 2-0
Atli Sigurjónsson '53 3-0
Atli Sigurjónsson '87 4-0
07.08.2022  -  17:00
Meistaravellir
Besta-deild karla
Aðstæður: Mjög góðar miðað við íslenskt veðurfar
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Atli Sigurjónsson (KR)
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
4. Hallur Hansson ('80)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
11. Kennie Chopart (f) ('28)
14. Ægir Jarl Jónasson (f)
15. Pontus Lindgren
16. Theodór Elmar Bjarnason ('88)
18. Aron Kristófer Lárusson
23. Atli Sigurjónsson ('88)
29. Aron Þórður Albertsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('46)

Varamenn:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('28)
9. Kjartan Henry Finnbogason
10. Kristján Flóki Finnbogason ('80)
17. Stefan Ljubicic ('46)
22. Jón Ívar Þórólfsson ('88)
25. Jón Arnar Sigurðsson ('88)

Liðsstjórn:
Viktor Bjarki Arnarsson (Þ)
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Melkorka Rán Hafliðadóttir

Gul spjöld:
Aron Þórður Albertsson ('24)
Pontus Lindgren ('67)

Rauð spjöld:
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skýrslan: Atli Sigurjónsson, þvílík frammistaða
Hvað réði úrslitum?
KR-ingar nýttu sín færi og sínar stöður betur en Eyjamenn gerðu. Það hefði verið áhugavert að sjá hvað hefði gerst ef gestirnir hefðu nýtt dauðafærið sem þeir fengu í byrjun leiks. Afskaplega flottur leikur hjá KR og Atli Sigurjónsson, hvað er hægt að segja? Þvílík frammistaða hjá manninum!
Bestu leikmenn
1. Atli Sigurjónsson (KR)
Ekki spurning! Þrenna og fór fyrir sínu liði. KR þarf meira svona frá honum, hann er með gæðin í það.
2. Aron Þórður Albertsson (KR)
Á milli hans og nafna hans, Arons Kristófers. Það hefur verið sett spurningamerki við KR að sækja þá tvo, en þeir voru virkilega flottir í þessum leik - báðir tveir.
Atvikið
Annað markið sem Atli skorar. Hann fær mikinn tíma til að athafna sig og lætur bara vaða. Mikið högg fyrir Eyjamenn stuttu fyrir leikhlé. Það var svo gott augnablik líka þegar hann fullkomnar þrennu sína.
Hvað þýða úrslitin?
KR er búið að vinna tvo í röð og það er farið að verða bjartara yfir í Vesturbænum. Ef þeir finna góðan takt áfram, þá er ekki útilokað að þeir verði með í baráttunni um Evrópusæti. Þetta er fyrsta tap ÍBV í langan tíma. Þeir eru enn í fallbaráttu og verður næsti leikur þeirra gegn FH gríðarlega áhugaverður - tvö lið sem eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni.
Vondur dagur
Felix Örn átti í nokkru basli með Atla og leit Eiður Aron ekkert sérlega vel út í fjórða markinu. Guðjón Orri hefði þá líklega getað gert betur í einhverjum af þessum mörkum sem hann fékk á sig. Annars gekk Eyjamönnum illa á síðasta þriðjungnum, að nýta þau færi og þær stöður sem þeir fengu til að gera eitthvað í þessum leik.
Dómarinn - 7
Vel dæmdur leikur heilt yfir. Gaf mörg gul spjöld en þau hefðu jafnvel getað verið fleiri. Hafði fína stjórn og kemur bara nokkuð vel frá þessu verkefni.
Byrjunarlið:
Guðjón Orri Sigurjónsson
Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('80)
2. Sigurður Arnar Magnússon ('56)
3. Felix Örn Friðriksson
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Telmo Castanheira ('80)
14. Arnar Breki Gunnarsson
22. Atli Hrafn Andrason
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
25. Alex Freyr Hilmarsson ('71)
42. Elvis Bwomono

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
5. Jón Ingason ('71)
6. Jón Jökull Hjaltason
11. Sigurður Grétar Benónýsson
19. Breki Ómarsson ('80)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson ('80)
27. Óskar Dagur Jónasson

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Björgvin Eyjólfsson
Andri Rúnar Bjarnason
Mikkel Vandal Hasling
Heimir Hallgrímsson

Gul spjöld:
Telmo Castanheira ('11)
Eiður Aron Sigurbjörnsson ('45)
Atli Hrafn Andrason ('74)

Rauð spjöld: