Kaplakrikavöllur
föstudagur 12. ágúst 2022  kl. 18:00
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: Geggjaðar; sól en örlítill vindur
Dómari: Soffía Ummarin Kristinsdóttir
Maður leiksins: Herdís Halla Guðbjartsdóttir (Augnablik)
FH 1 - 0 Augnablik
1-0 Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('70)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
24. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
5. Margrét Sif Magnúsdóttir ('45)
8. Sigríður Lára Garðarsdóttir (f)
9. Rannveig Bjarnadóttir ('81)
11. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir
14. Kristin Schnurr
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('60)
18. Maggý Lárentsínusdóttir
31. Berglind Þrastardóttir
34. Manyima Stevelmans
40. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('70)

Varamenn:
2. Valgerður Ósk Valsdóttir ('45)
3. Emma Björt Arnarsdóttir
7. Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('60)
16. Tinna Sól Þórsdóttir
19. Esther Rós Arnarsdóttir ('70)
36. Selma Sól Sigurjónsdóttir ('81)

Liðstjórn:
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Dagur Óli Davíðsson
Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir
Guðmundur Jón Viggósson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
FH-ingar voru sterkari aðilinn í leiknum en gestirnir úr Kópavogi vörðust gríðarlega vel með sitt unga lið. Ungir leikmenn þurfa að gera mistök til að læra af þeim og ein slík mistök réðu úrslitum í dag. Telma Hjaltalín Þrastardóttir nýtti sér mistök í vörn Augnabliks til þess að gera sigurmarkið.
Bestu leikmenn
1. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (Augnablik)
Ekki spurning. Var geggjuð í markinu hjá Augnabliki í þessum leik. Er fædd árið 2007 og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér í fótboltanum.
2. Telma Hjaltalín Þrastardóttir (FH)
Spilaði bara hálftíma en kom virkilega sterk inn og gerir sigurmarkið í þessum mikilvæga sigri FH. Ótrúlega gaman að sjá hana koma til baka eftir öll þau erfiðu meiðsli sem hún hefur gengið í gegnum á sínum ferli.
Atvikið
Sigurmarkið er auðvitað stóra atvikið í þessum leik, en skrái líka dauðafærið sem Augnablik fékk í byrjun leiks. Áhugavert að hugsa til þess hvernig leikurinn hefði spilast ef Augnablik hefði skorað í byrjun leiks og tekið forystuna.
Hvað þýða úrslitin?
FH færist nær þeirri Bestu. Þær eru með fjögurra stiga forystu á liðið í öðru sæti, HK, þegar fjórar umferðir eru eftir. Þær eru með átta stiga forystu á Tindastól í þriðja sæti, en Stólarnir eiga leik til góða. Augnablik er í áttunda sæti, en átta stigum frá fallsvæðinu.
Vondur dagur
Skrái þetta bara á þann sem skráði í leikskýrsluna fyrir hönd Augnabliks. Það var mikið í rugli þar hvað varðar númer á leikmönnum. Þetta er fyrsti leikurinn sem ég sé með þessum liðum í sumar þar sem ég hef verið erlendis og því þekki ég ekki alla leikmennina. Að það séu ekki öll númer skráð rétt á skýrsluna gerir það erfiðara fyrir þau sem fjalla um leikina. Má endilega passa upp á að þetta sé í lagi, takk. Hvað varðar leikmenn þá eru Kristin Schnurr og Sunna Kristín Gísladóttir örugglega mjög svekktar að hafa ekki skorað.
Dómarinn - 8
Soffía Ummarin Kristinsdóttir leysti þetta verkefni mjög vel, virkilega vel dæmdur leikur að mínu mati. Ekkert við hana sakast, kannski eitt gult spjald sem hún hefði getað gefið í fyrri hálfleik en annars ekkert.
Byrjunarlið:
1. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m)
3. Olga Ingibjörg Einarsdóttir
4. Bryndís Gunnlaugsdóttir
5. Bryndís Halla Gunnarsdóttir
7. Sunna Kristín Gísladóttir ('79)
9. Viktoría París Sabido
10. Emilía Lind Atladóttir ('67)
11. Díana Ásta Guðmundsdóttir
13. Sigrún Guðmundsdóttir
16. Harpa Helgadóttir
20. Júlía Katrín Baldvinsdóttir

Varamenn:
21. Dísella Mey Ársælsdóttir (m)
7. Katla Guðmundsdóttir
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir
15. Hulda Sigrún Orradóttir
15. Kristín Kjartansdóttir ('67)
17. Melkorka Kristín Jónsdóttir ('79)
19. Ingunn Þóra Kristjánsd. Sigurz
22. Sveindís Ósk Unnarsdóttir

Liðstjórn:
Hermann Óli Bjarkason
Kristrún Lilja Daðadóttir (Þ)
Þórdís Katla Sigurðardóttir
Birta Hafþórsdóttir
Rebekka Sif Rúnarsdóttir
Hilmar Þór Sigurjónsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: