Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Stjarnan
1
3
Valur
0-1 Mist Edvardsdóttir '7
0-2 Cyera Hintzen '25
0-3 Cyera Hintzen '35
Jasmín Erla Ingadóttir '89 1-3
12.08.2022  -  19:45
Samsungvöllurinn
Mjólkurbikar kvenna
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 348
Maður leiksins: Mist Edvardsdóttir
Byrjunarlið:
1. Chante Sherese Sandiford (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Betsy Doon Hassett ('72)
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
21. Heiða Ragney Viðarsdóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('55)
24. Málfríður Erna Sigurðardóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir ('55)

Varamenn:
2. Sóley Guðmundsdóttir
5. Eyrún Embla Hjartardóttir
7. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('55)
9. Alexa Kirton
15. Alma Mathiesen ('72)
19. Elín Helga Ingadóttir
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('55)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Andri Freyr Hafsteinsson
Rajko Stanisic
Hilmar Þór Hilmarsson
Benjamín Orri Hulduson
Hulda Björk Brynjarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
Skýrslan: Sannfærandi sigur og Valur í langþráðan úrslitaleik
Hvað réði úrslitum?
Valskonur byrjuðu leikinn sterkt og litu aldrei um öxl. Þær mættu vel undirbúnar til leiks, tókst að loka á helstu styrkleika Stjörnunnar og nýttu færin sín. Það var í raun aldrei nokkur spurning hvernig færi í kvöld. Stjarnan náði engum takti í sinn leik gegn samstilltum Valskonum.
Bestu leikmenn
1. Mist Edvardsdóttir
Það er í raun ómögulegt að taka út leikmenn úr Valsliðinu því sigurinn var skólabókardæmi um samstilltan liðsheildarsigur. Ofurviðbrögð Mistar við þrumuskoti Önnu Rakelar komu Valsliðinu strax í góða stöðu en Mist náði á magnaðan hátt að stýra bylmingsskotinu í markið með góðum skalla. Gríðarsterkt fyrir Val að skora mark svo snemma leiks. Varnarleikur Vals var svo til fyrirmyndar frá fremsta til aftasta manns og þar var Mist með allt upp á 10.
2. Cyera Makenzie Hintzen
Cyera nýtti færin sín í dag. Skoraði tvö mörk og lagði einnig sitt af mörkum í varnarleik og pressu Valskvenna.
Atvikið
Fyrsta markið var nokkuð skondið. Anna Rakel átti þá þrumuskot sem virtist vera á fleygiferð framhjá Stjörnumarkinu en Mist Edvardsdótir var klár á fjærsvæðinu og með mögnuðum viðbrögðum náði hún að skalla boltann í netið.
Hvað þýða úrslitin?
Valur er á leið í bikarúrslit í fyrsta sinn í áratug. Valskonur fá líka ansi gott veganesti inn í Meistardeildina. Þær kveðja Ísland í bili með farseðil á Laugardalsvöll og í efsta sæti Bestu-deildarinnar.
Vondur dagur
Stjörnukonur fundu engar leiðir gegn sterkum gestunum. Liðið sem átti frábæran leik fyrr í vikunni var heillum horfið og í raun flestir leikmenn langt frá sínu besta. Reynsluboltinn Málfríður Erna sem hefur verið frábær að undanförnu gerði afar sjaldséð en afdrifarík mistök sem leiddu að marki númer tvö, markinu sem fór langt með að drepa leikinn.
Dómarinn - 8
Góð frammistaða hjá dómaratríóinu.
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen ('87)
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('87)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
13. Cyera Hintzen
14. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('71)
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('81)

Varamenn:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
10. Elín Metta Jensen ('71)
15. Hailey Lanier Berg ('87)
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir ('87)
19. Bryndís Arna Níelsdóttir
22. Mariana Sofía Speckmaier ('81)
24. Mikaela Nótt Pétursdóttir
26. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
María Hjaltalín
Matthías Guðmundsson
Gísli Þór Einarsson
Mark Wesley Johnson

Gul spjöld:
Lára Kristín Pedersen ('53)

Rauð spjöld: