Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Grindavík
2
0
Kórdrengir
Kristófer Páll Viðarsson '10 1-0
Kairo Edwards-John '69 2-0
14.08.2022  -  18:00
Grindavíkurvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Sólin skín og hiti um 12 gráður. Lognið er þó á smá hraðferð.
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Maður leiksins: Josip Zeba
Byrjunarlið:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
5. Nemanja Latinovic
6. Viktor Guðberg Hauksson
9. Josip Zeba
10. Kairo Edwards-John ('86)
10. Guðjón Pétur Lýðsson
14. Kristófer Páll Viðarsson ('64)
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
21. Marinó Axel Helgason
23. Aron Jóhannsson (f)
29. Kenan Turudija

Varamenn:
7. Juanra Martínez
8. Hilmar Andrew McShane
11. Símon Logi Thasaphong ('86)
11. Tómas Leó Ásgeirsson
15. Freyr Jónsson ('64)

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Benóný Þórhallsson
Milan Stefán Jankovic
Alexander Birgir Björnsson
Hjörtur Waltersson
Vladimir Vuckovic
Óttar Guðlaugsson
Benóný Þórhallsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan: Vinnan göfgar manninn í Grindavík
Hvað réði úrslitum?
Vinnusemi Grindavíkurliðsins var til fyrirmyndar i kvöld og er stærsta ástæða sigur liðsins í kvöld. Liðið var vel samstillt og skynsemi og yfirvegun einkenndi flestar aðgerðir liðsins. Dugnaður er annað orð sem nota má yfir leik Grindavíkur í kvöld og væri áhugavert að sjá hlaupatölur liðsins eftir leikinn þar sem menn voru á fullu leikinn á enda. Frammistaða Grindavíkurliðsins varð svo til þess að gestunum úr Kórdrengjum gekk bölvanlega að skapa sér teljandi marktækifæri þó á köflum hafi þeir verið meira með boltann og vija hafi ekki skort.. Plássið var einfaldlega ekki til staðar gegn þéttu liði Grindavíkur sem hleypti litlu sem engu í gegnum sig.
Bestu leikmenn
1. Josip Zeba
Aðdáendaklúbbur Zeba getur tekið gleði sína á ný, Frábær frammistaða hjá miðverðinum geðþekka sem lítið hefur spilað í sumar. Hans besti leikur fyrir Grindavík í langan tíma. Kollegar hans í vörninni fá líka sérstakt hrós hvort heldur sem er Viktor Guðberg í miðverðinum eða bakverðinir Marinó og Nemanja.
2. Kairo Edwards-John
Mjög ógnandi á köflum og skoraði virkilega gott mark sem jók þægindi heimamanna þegar hann kom þeim í 2-0. Leikmaður sem er virkilega leikinn með boltann og getur verið stórhættulegur þegar hann tekur réttar ákvarðanir.
Atvikið
Fyrsta mark leiksins þar sem stutt sending frá markmanni er étinn af pressu Grindvíkinga, boltinn fyrir fætur Kristófers Páls sem lætur vaða í fyrsta og boltinn syngur í netinu.
Hvað þýða úrslitin?
Grindavík fer uppfyrir Kórdrengi í 9.sæti deildarinnar með 20 stig á meðan að Kórdrengir falla niður í það 10. með 18 stig.
Vondur dagur
Sköpunarkraftur Kórdrengja var takmarkaður í kvöld, Ekki skorti vilja eða tilraunir til þess að breyta því en Grindavíkurliðið náði hreinlega að kæfa sóknarleik Kórdrengja þegar á síðasta þriðjung var komið. Leikmenn mega þó eiga það að þeir reyndu leikinn á enda en þau orð gera lítið fyrir menn eftir tap. Einnig verður maður að nefna öftustu línu Kórdrengja í fyrra marki Grindavíkur. Hrikaleg mistök þar sem leiða til marks sem auðvelt átti að heita að koma í veg fyrir.
Dómarinn - 8
Góð frammistaða hjá tríóinu sem heild. Eitt og eitt atvik sem tína má til og pústrar úti á velli en leikstjórn var heilt yfir góð og ágætis flot á leiknum.
Byrjunarlið:
1. Óskar Sigþórsson (m)
5. Loic Mbang Ondo (f)
8. Kristján Atli Marteinsson
9. Daníel Gylfason ('78)
14. Iosu Villar
15. Arnleifur Hjörleifsson ('67)
16. Morten Ohlsen Hansen
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
18. Axel Freyr Harðarson ('67)
21. Guðmann Þórisson ('67)
77. Sverrir Páll Hjaltested

Varamenn:
12. Daði Freyr Arnarsson (m)
6. Hákon Ingi Einarsson
11. Daði Bergsson ('78)
19. Kristófer Jacobson Reyes
20. Óskar Atli Magnússon ('67)
22. Nathan Dale ('67)
33. Bjarki Björn Gunnarsson ('67)

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Logi Már Hermannsson
Heiðar Helguson
Jóhann Ólafur Schröder
Guðrún Marín Viðarsdóttir

Gul spjöld:
Guðmann Þórisson ('41)
Sverrir Páll Hjaltested ('81)

Rauð spjöld: