ÍBV
2
1
FH
Telmo Castanheira '8 1-0
1-1 Ólafur Guðmundsson '33
Eiður Aron Sigurbjörnsson '56 2-1
05.10.2022  -  15:30
Hásteinsvöllur
Besta-deild karla - Neðri hluti
Aðstæður: Talsverður vindur og svona átta gráðu hiti.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 138
Maður leiksins: Eiður Aron Sigurbjörnsson
Byrjunarlið:
Guðjón Orri Sigurjónsson
Halldór Jón Sigurður Þórðarson
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
5. Jón Ingason (f) ('73)
8. Telmo Castanheira
14. Arnar Breki Gunnarsson
22. Atli Hrafn Andrason ('81)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
25. Alex Freyr Hilmarsson
42. Elvis Bwomono

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
6. Kundai Benyu
9. Sito
11. Sigurður Grétar Benónýsson
19. Breki Ómarsson
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson ('81)
27. Óskar Dagur Jónasson

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Björgvin Eyjólfsson
Andri Rúnar Bjarnason

Gul spjöld:
Jón Ingason ('72)
Elvis Bwomono ('93)

Rauð spjöld:
@saebjornth Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skýrslan: Baráttusigur hjá ÍBV - Tvö atvik sem FH-ingar horfa væntanlega í
Hvað réði úrslitum?
Það var ekkert rosalega mikið um dauðafæri í þessum leik. ÍBV tók sína sénsa virkilega vel og Atli Gunnar hafði ekkert alltof mikið að gera. Vindurinn hafði talsverð áhrif en ætli það stærsta sem réði úrslitunum í þessum leik hafi ekki verið dauðafærið sem fór forgörðum hjá FH.
Bestu leikmenn
1. Eiður Aron Sigurbjörnsson
Fyrirliðinn frábær, traustur til baka og skoraði sigurmarkið.
2. Telmo Castanheira
Var sérstaklega góður í upphafi leiks, skoraði glæsilegt mark og var svo duglegur að skalla í burtu fyrirgjafir.
Atvikið
Dauðafærið sem Matthías Vilhjálmsson fékk í seinni hálfleik til að jafna leikinn. Boltinn datt fyrir framan hann inn á markteignum en tilraun hans fór beint á Guðjón Orra í markinu.
Hvað þýða úrslitin?
FH er áfram í fallsæti og ÍBV færist fjórum stigum frá þeim. FH og Leiknir mætast í alvöru fallbaráttuslag á sunnudag, 10. og 11. sætið mætast og eitt stig skilur liðin að.
Vondur dagur
Af þeim sem byrjuðu átti Steven Lennon ekki góðan dag heilt yfir. Fékk eitt ákjósanlegt færi sem hann náði ekki að nýta og sást fyrir utan það lítið. Það er af sem áður var hjá Lennon. Davíð Snær mun svo væntanlega naga sig í handarbökin að hafa ekki náð að hreinsa boltann í burtu í sigurmarkinu.
Dómarinn - 7
Lítið út á hann að setja, spurning með hendi á Alta Hrafn í fyrsta markinu, annars flott frammistaða.
Byrjunarlið:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
Jóhann Ægir Arnarsson
2. Ástbjörn Þórðarson ('81)
4. Ólafur Guðmundsson
7. Steven Lennon
8. Kristinn Freyr Sigurðsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f) ('81)
11. Davíð Snær Jóhannsson ('66)
16. Guðmundur Kristjánsson
17. Baldur Logi Guðlaugsson ('60)
33. Úlfur Ágúst Björnsson ('66)

Varamenn:
3. Haraldur Einar Ásgrímsson ('81)
6. Eggert Gunnþór Jónsson
8. Finnur Orri Margeirsson ('66)
9. Matthías Vilhjálmsson ('66)
22. Oliver Heiðarsson ('60)
23. Máni Austmann Hilmarsson ('81)

Liðsstjórn:
Eiður Smári Guðjohnsen (Þ)
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Davíð Þór Viðarsson
Fjalar Þorgeirsson
Heiðar Máni Hermannsson
Andres Nieto Palma
Steinar Stephensen

Gul spjöld:
Jóhann Ægir Arnarsson ('37)

Rauð spjöld: