Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
19:15 0
0
Valur
Víkingur R.
3
2
Valur
0-1 Jesper Juelsgård '29
0-2 Birkir Heimisson '45
Danijel Dejan Djuric '70 1-2
Nikolaj Hansen '84 2-2
Danijel Dejan Djuric '86 3-2
05.10.2022  -  19:15
Víkingsvöllur
Besta-deild karla - Efri hluti
Aðstæður: Vel svalt en hægur vindur og teppið slétt eins og venjulega
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Danijel Dejan Djuric
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson ('61)
10. Pablo Punyed (f)
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Ari Sigurpálsson ('61)
18. Birnir Snær Ingason ('61)
20. Júlíus Magnússon (f) ('61)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson

Varamenn:
8. Viktor Örlygur Andrason ('61)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
14. Sigurður Steinar Björnsson
15. Arnór Borg Guðjohnsen ('61)
19. Danijel Dejan Djuric ('61)
23. Nikolaj Hansen ('61)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson

Gul spjöld:
Erlingur Agnarsson ('31)
Júlíus Magnússon ('38)
Halldór Smári Sigurðsson ('89)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan: Fjórföld skipting Arnars skilaði sigri
Hvað réði úrslitum?
Ferskir fætur og sú ákvörðun Arnars að hrista upp í hlutunum með fjórfaldri skiptingu. Allir fjórir leikmenn sem komu inn á skoruðu mark, áttu stoðsendingu eða aðra lykilsendingu sem skilaði marki á þessu lokakafla leiksins. Vel heppnuð skipting það. Að öðru leyti virtist orka Valsmanna búinn í restina og Víkingar gengu á lagið.
Bestu leikmenn
1. Danijel Dejan Djuric
Ef ég gæti myndi ég setja alla fjóra varamenn Víkings hér í þennan dálk því þeir breyttu svo sannarlega gangi leiksins. En Dani var með eitthvað extra, einhverja áræðni og kraft sem smitaði útfrá sér inn í liðið og skilaði sigrinum. Þess utan skoraði hann tvö mörk og átti frábærar mínútur á þessum lokakafla.
2. Aron Jóhannsson
Algjörlega frábær í fyrri hálfleik og réðu Víkingar ekkert við hann. hefði klárlega verið efstur á blaði ef Valsmenn hefðu tekið stigin þrjú en heldur fór að draga af honum er líða fór á seinni hálfleikinn og örlaði fyrir pirring hjá honum þegar blása fór á móti.
Atvikið
Skiptingin að sjálfsögðu. Snýr leiknum á hvolf á endanum og gjörbreytti allri dýnamík á vellinum. Frábær ákvörðun hjá Arnari að fara all in sem svo sannarlega skilaði sér.
Hvað þýða úrslitin?
Þau þýða það að Víkingar fara á ný uppfyrir KA á markatölu í annað sætið og tryggir um leið KA sæti í Evrópu að ári þar sem Valsmenn geta ekki lengur endað ofar en 4.sæti þar sem þeir sitja nú.
Vondur dagur
Eftir 65 mínútur var ég byrjaður að hugsa textann sem ég ætlaði að skrifa um Oliver Ekroth sem átti ekki sinn besta dag í dag en liðsfélagar hans björguðu honum þar . En vondan dag fær liðsandi Vals þar sem liðið hrundi strax og Víkingar loks blésu á móti. Eftir erfitt tímabil er Evrópa endanlega úr sögunni og menn geta farið að huga að uppbyggingu fyrir næsta tímabil á fullu.
Dómarinn - 7
Fínasti leikur hjá Sigurði Hirti heilt yfir. Spurning hvort að Valsmenn hafi átt að fá aukaspyrnu í aðdraganda jöfnunarmarks Víkinga en Sigurður hafði sleppt sambærilegum atvikum áður í leiknum svo ég læt það liggja á milli hluta.
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('26)
3. Jesper Juelsgård
4. Heiðar Ægisson
5. Birkir Heimisson
6. Sebastian Hedlund
7. Aron Jóhannsson
11. Sigurður Egill Lárusson ('75)
14. Guðmundur Andri Tryggvason
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
13. Rasmus Christiansen
18. Lasse Petry ('26)
21. Sverrir Þór Kristinsson
23. Arnór Ingi Kristinsson ('75)
33. Hilmar Starri Hilmarsson
77. Ólafur Flóki Stephensen

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson
Helgi Sigurðsson

Gul spjöld:
Heiðar Ægisson ('26)
Ágúst Eðvald Hlynsson ('75)
Jesper Juelsgård ('87)

Rauð spjöld: