De Zerbi á blaði Real Madrid - Ekki hægt að laga samband Ten Hag og Sancho - Chelsea vill fá vinstri bakvörð
Breiðablik
2
2
Víkingur R.
0-1 Danijel Dejan Djuric '13
0-2 Birnir Snær Ingason '45
Gísli Eyjólfsson '90 1-2
Klæmint Olsen '90 2-2
Sölvi Ottesen '90
02.06.2023  -  19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Eins og best er á kosið
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1915
Maður leiksins: Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('67)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('18)
11. Gísli Eyjólfsson
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Stefán Ingi Sigurðarson ('88)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
6. Alexander Helgi Sigurðarson
14. Jason Daði Svanþórsson ('67)
20. Klæmint Olsen ('88)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('18)
25. Davíð Ingvarsson
28. Oliver Stefánsson

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Valdimar Valdimarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:
Damir Muminovic ('63)
Gísli Eyjólfsson ('77)
Viktor Örn Margeirsson ('90)

Rauð spjöld:
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skýrslan: Alvöru rígur og ótrúlegar senur
Hvað réði úrslitum?
Víkingar nýttu sín tækifæri vel í fyrri hálfleiknum og virtust vera með góða stjórn á því hvað þeir voru að gera í seinni hálfleik, allavega seinni hluta seinni hálfleiksins. Blikar lágu svolítið á gestunum snemma í seinni hálfleiknum og voru óheppnir að skora ekki fyrr. Þegar fyrra markið kemur hjá Blikum þá sprengist leikurinn upp og manni leið eins og annað markið myndi koma. Víkingar urðu stressaðir og Blikar gripu gæsina. Þetta var ótrúlegar senur og auðvitað líka lætin eftir að flautað var af, það var ótrúlegt að fylgjast með því. Maður veit eiginlega ekki hvað maður á að hugsa eftir svona leik. Það hefur mikill rígur myndast á milli þessara tveggja liða síðustu árin og það er svo ótrúlega skemmtilegt fyrir íslenskan fótbolta. Það eru miklar tilfinningar í þessu og það er gaman, það kryddar og lífgar upp á fótboltasumarið.
Bestu leikmenn
1. Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Gerði frábærlega í báðum mörkum Víkinga og var gríðarlega öflugur sem fremsti maður þeirra.
2. Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Fyrirliðinn dreif Blika áfram og var þeirra skásti maður framan af. Hann leggur svo upp bæði mörkin hjá Bliku, og gerir sérstaklega vel í seinna markinu.
Atvikið
Það er klárlega jöfnunarmarkið, það sem allir eru að tala um. Þvílík dramatík! Víkingar eru brjálaðir að Ívar Orri hafi ekki verið búinn að flauta af þar sem uppgefinn uppbótartími var búinn en Blikar skilja að tíma hafi verið bætt við eftir að þeir skoruðu. Það má ræða þetta fram og til baka, það eru miklar tilfinningar í þessu
Hvað þýða úrslitin?
Víkingur eru með fimm stiga forskot á Val og Breiðablik. Toppbaráttan er gríðarlega spennandi. Óskar Hrafn, þjálfari Blika, segir að Víkingar fari á koddann í kvöld vitandi það að Íslandsmeistararnir séu á eftir þeim.
Vondur dagur
Stefán Ingi Sigurðarson átti að skora í þessum leik, hann fékk mjög góðar stöður og færi til að gera það. Arnór Sveinn átti líka frekar erfiðan dag varnarlega. Hann var ekki á sínum besta degi. Víkingar eru svo bara klaufar að missa þetta frá sér í uppbótartímanum og miðað við þá stöðu sem var lengi vel í leiknum, þá líta þeir á þetta sem vondan dag.
Dómarinn - 4
Ívar Orri og hans teymi áttu líka ekkert sérstakan dag fannst mér, en þetta var mjög erfiður leikur að dæma. Það sem pirraði mig mikið var að Ívar var að taka mörg löng tiltöl og var mikið að ræða málin og það drap tempóið niður á löngum köflum. Það var nokkuð um skrítnar ákvarðanir eins og til dæmis þegar Danijel Dejan Djuric fékk gult fyrir 'leikaraskap' en það var alltaf brot á Damir og mögulega rautt spjald. Halldór Smári átti þá að fá tvö gul spjöld að mínu mati. Víkingar voru brjálaðir að hann hafi bætt við tíma við uppbótartímann en ég skil þá ákvörðun þar sem Blikar skoruðu mark í uppbótartímanum. Heilt yfir þá átti Ívar ekki sérstakan dag. Hættum að lækka tempóið, áfram með leikinn!
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
7. Erlingur Agnarsson ('82)
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
18. Birnir Snær Ingason ('85)
19. Danijel Dejan Djuric ('70)
23. Nikolaj Hansen (f) ('85)
24. Davíð Örn Atlason
27. Matthías Vilhjálmsson

Varamenn:
16. Þórður Ingason (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
8. Viktor Örlygur Andrason ('82)
9. Helgi Guðjónsson ('85)
15. Arnór Borg Guðjohnsen ('70)
17. Ari Sigurpálsson ('85)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson

Gul spjöld:
Danijel Dejan Djuric ('28)
Halldór Smári Sigurðsson ('42)
Logi Tómasson ('57)
Pablo Punyed ('62)
Arnar Gunnlaugsson ('72)

Rauð spjöld:
Sölvi Ottesen ('90)