Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
ÍR
2
0
ÍBV
Berta Sóley Sigtryggsdóttir '46 1-0
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir '66
Linda Eshun '91 2-0
13.05.2024  -  18:00
ÍR-völlur
Lengjudeild kvenna
Maður leiksins: Linda Eshun
Byrjunarlið:
1. Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
Berta Sóley Sigtryggsdóttir ('84)
2. Sandra Dögg Bjarnadóttir (f)
3. Linda Eshun
7. Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
9. Lovísa Guðrún Einarsdóttir (f)
11. Michelle Elizabeth O'Driscoll ('65)
15. Suzanna Sofía Palma Rocha
17. Þórdís Helga Ásgeirsdóttir
18. Erin Amy Longsden
19. Anja Ísis Brown

Varamenn:
4. Mia Angelique Ramirez ('65)
6. Sara Rós Sveinsdóttir
16. Dagný Rut Imsland
16. Sigrún Pálsdóttir
20. Monika Piesliakaite ('84)
22. Kristrún Blöndal
23. Ísabella Eiríksd. Hjaltested

Liðsstjórn:
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Ásdís Hrönn Viðarsdóttir (Þ)
Helgi Freyr Þorsteinsson
Sigrún May Sigurjónsdóttir

Gul spjöld:
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir ('29)
Lovísa Guðrún Einarsdóttir ('92)

Rauð spjöld:
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir ('66)
@ Ragna Guðrún Guðmundsdóttir
Skýrslan: Óvænt úrslit í Breiðholtinu
Hvað réði úrslitum?
Það sem réði úrslitum í dag var það að ÍR stelpur virtust vilja sigurinn meira en ÍBV liðið í dag. ÍR stelpur börðust eins og ljón og hentu sér fyrir skot ÍBV þrátt fyrir að vera einum færri í meira en 30 mínútur.
Bestu leikmenn
1. Linda Eshun
Linda var frábær í dag. Hún átti miðjuna frá upphafi til enda og kom samherjum sínum oft í mjög góðar stöður með áræðni og góðum sendingum. Hún barðist hetjulega eins og allt liðið og innsiglaði góða frammistöðu sína og sigur ÍR með því að skora í uppbótartíma.
2. Esther Júlía Gustavsdóttir
Esther átti mjög góðan leik í dag og kom í veg fyrir að ÍBV næði að skora. Hún átti nokkrar góðar vörslur og var mjög örugg í öllum sínum aðgerðum. 3 stig og hreint lak á hana í dag og hún fer sátt á koddann í kvöld. Guðný Geirsdóttir átti einnig góðan leik í dag þrátt fyrir að hafa fengið á sig 2 mörk. Hún hélt ÍBV liðinu oft á tíðum inn í leiknum með góðum vörlsum.
Atvikið
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með afar klaufalegt rautt spjald í dag en það kom þó ekki að sök þar sem að það virtist ekki hafa mikil áhrif á ÍR liðið. Rauða spjaldið hefði getað haft meiri áhrif á leikinn og gjörbreytt honum.
Hvað þýða úrslitin?
Úrslitin þýða að ÍR hefur náð í sín fyrstu stig í Lengjudeild kvenna þetta árið en á meðan þurfa ÍBV stelpur að bíða lengur eftir sínum fyrstu stigum. Með sigrinum fer ÍR upp í 5. sæti en ÍBV stelpur fá sér sæti á botni deildarinnar með 0 stig.
Vondur dagur
Olga Sevcova er leikmaður sem má vænta mikils af og stóðst hún því ekki væntingar mínar í dag. Hún virtist á köflum áhugalaus og átti Suzanna Sofía Palma Rocha í bakverði ÍR ekki í vandræðum með hana í dag. Það voru samt margir leikmenn ÍBV sem að spiluðu einnig langt undir getu í dag.
Dómarinn - 7
Flottur leikur hjá Þorfinni í dag. Mér fannst hann vera öruggur í sinni ákvarðanatöku og með fína línu. Eina sem ég set út á frammistöðu hans í dag er að mér fannst hann eiga að dæma víti fyrir ÍR í fyrri hálfleik þegar að varnarmaður ÍBV fékk boltann augljóslega í höndina inn í sínum eigin teig.
Byrjunarlið:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
4. Alexus Nychole Knox
5. Natalie Viggiano
6. Thelma Sól Óðinsdóttir ('77)
9. Telusila Mataaho Vunipola ('77)
10. Kristín Klara Óskarsdóttir
11. Helena Hekla Hlynsdóttir ('88)
13. Sandra Voitane
14. Olga Sevcova
17. Viktorija Zaicikova
24. Helena Jónsdóttir

Varamenn:
12. Valentina Bonaiuto Quinones (m)
2. Ragna Sara Magnúsdóttir
8. Lilja Kristín Svansdóttir ('88)
15. Selma Björt Sigursveinsdóttir ('77)
16. Hrafnhildur Hallgrímsdóttir
23. Embla Harðardóttir ('77)
29. Sigríður Lára Garðarsdóttir

Liðsstjórn:
Jón Ólafur Daníelsson (Þ)
Guðmundur Tómas Sigfússon
Rakel Perla Gústafsdóttir
Mikkel Vandal Hasling
Kolbrún Sól Ingólfsdóttir
Guðrún Ágústa Möller

Gul spjöld:
Alexus Nychole Knox ('68)
Thelma Sól Óðinsdóttir ('69)
Viktorija Zaicikova ('94)

Rauð spjöld: