Tuchel og Terzic orðaðir við Man Utd - Sudakov til Lundúna? - Framherji Arsenal til Gladbach
KR
1
2
HK
0-1 Atli Þór Jónasson '38
0-2 Arnþór Ari Atlason '65
Kristján Flóki Finnbogason '71
Atli Sigurjónsson '78 1-2
Moutaz Neffati '82
12.05.2024  -  17:00
Meistaravellir
Besta-deild karla
Aðstæður: Allt upp á 10 í 107. Grasið mætti þó vera grænna.
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Arnþór Ari Atlason
Byrjunarlið:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
3. Axel Óskar Andrésson
6. Alex Þór Hauksson ('85)
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Moutaz Neffati
9. Benoný Breki Andrésson
10. Kristján Flóki Finnbogason
14. Ægir Jarl Jónasson ('62)
19. Eyþór Aron Wöhler
23. Atli Sigurjónsson
30. Rúrik Gunnarsson ('74)

Varamenn:
13. Samuel Frederick Blair (m)
5. Birgir Steinn Styrmisson
11. Aron Sigurðarson ('74)
15. Lúkas Magni Magnason
16. Theodór Elmar Bjarnason ('62)
17. Luke Rae
29. Aron Þórður Albertsson ('85)
45. Hrafn Guðmundsson

Liðsstjórn:
Pálmi Rafn Pálmason (Þ)
Gregg Ryder (Þ)
Sigurður Jón Ásbergsson
Jamie Paul Brassington
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Moutaz Neffati ('15)
Atli Sigurjónsson ('33)
Alex Þór Hauksson ('53)
Eyþór Aron Wöhler ('89)

Rauð spjöld:
Kristján Flóki Finnbogason ('71)
Moutaz Neffati ('82)
@kjartanleifurs Kjartan Leifur Sigurðsson
Skýrslan: HK-ingar eru fáránlega seigir
Hvað réði úrslitum?
KR eru á slæmum stað og voru ekki góðir í dag. HK vann alla seinni bolta frá fyrstu mínútu og gáfu gjörsamlega allt í verkefnið, liðið er mögulega betra en sparkspekingar halda fram. Auðvitað var fyrsta markið hálfgerð gjöf en við tökum ekkert af HK, þeir áttu sigurinn fyllilega skilið
Bestu leikmenn
1. Arnþór Ari Atlason
Hann er helvíti seigur. Hann dregur þetta lið oft á tíðum áfram og er líklega vanmetnasti leikmaður deildarinnar. Skoraði markið sem skildi liðin að í dag. Maður leiksins var þó í raun liðsheildin hjá HK, þeir börðust og börðust.
2. Arnar Freyr Ólafsson
Ég hef sjaldan átt í jafn miklum erfiðleikum með að velja menn leiksins, enginn stóð upp úr þannig séð. Arnar Freyr varði þó nokkrum sinnum ansi vel. Til dæmis frá Eyþóri Wöhler og frá Elmari eftir að hann kom inná.
Atvikið
Fyrsta markið var ansi skrautlegt. Samskiptaörðugleikar í öftustu línu og Atli Þór þakkaði pent fyrir og skoraði fyrsta markið, tognaði reyndar á læri við það að skora markið og verður því frá næstu vikurnar. Högg fyrir HK.
Hvað þýða úrslitin?
KR halda áfram á sinni sigurlausu hrini og þurfa að fara vinna sigur ef ekki á illa að fara. HK hinsvegar öllum að óvörum komnir í sjö stig, jafnmörg og KR.
Vondur dagur
Sigurpáll Sören í markinu hjá KR leit illa út þegar HK komst yfir. Ungur strákur sem fékk sénsinn í dag vegna þess að Guy Smit tók út leikbann og verður að gera betur.
Dómarinn - 9
Mér fannst Elías negla þetta. Var ekki að gefa óþarfa spjöld og negldi stóru atvikin í leiknum.
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Kristján Snær Frostason
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Þorsteinn Aron Antonsson
6. Birkir Valur Jónsson
7. George Nunn
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Hrafn Andrason ('77)
14. Brynjar Snær Pálsson
24. Magnús Arnar Pétursson ('66)
30. Atli Þór Jónasson ('42)

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
11. Marciano Aziz
18. Atli Arnarson ('66)
19. Birnir Breki Burknason
20. Ísak Aron Ómarsson
28. Tumi Þorvarsson ('77)
33. Hákon Ingi Jónsson

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Ragnar Sigurðsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: