ÍA
3
2
Valur
0-1
Jónatan Ingi Jónsson
'14
Jón Gísli Eyland Gíslason
'26
1-1
2-1
Bjarni Mark Antonsson
'36
, sjálfsmark
2-2
Elfar Freyr Helgason
'50
Steinar Þorsteinsson
'90
3-2
28.06.2024 - 19:15
ELKEM völlurinn
Besta-deild karla
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Viktor Jónsson, ÍA
ELKEM völlurinn
Besta-deild karla
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Viktor Jónsson, ÍA
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
Arnór Smárason
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
('60)
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson
11. Hinrik Harðarson
19. Marko Vardic
23. Hilmar Elís Hilmarsson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
Varamenn:
31. Dino Hodzic (m)
5. Arnleifur Hjörleifsson
('60)
7. Ármann Ingi Finnbogason
16. Rúnar Már S Sigurjónsson
17. Ingi Þór Sigurðsson
18. Guðfinnur Þór Leósson
20. Ísak Máni Guðjónsson
22. Árni Salvar Heimisson
Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Teitur Pétursson
Dean Martin
Mario Majic
Þorsteinn Magnússon
Gul spjöld:
Jón Gísli Eyland Gíslason ('38)
Dean Martin ('56)
Rauð spjöld:
Skýrslan: Álagsprófun á Valsliðið fékk falleinkunn og þjálfarinn lét sig hverfa
Hvað réði úrslitum?
Það er nokkuð ljóst að Valsliðið lenti í álagsprófun, hvernig myndu þeir bregðast við þegar það reyndi á leikmannahópinn og fengu falleinkunn. Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Jóhannsson eru meiddir, Hólmar Örn Eyjólfsson í leikbanni. Þeir byrjuðu leikinn frábærlega en það fór heldur betur að halla undan fæti þegar Orri Sigurður Ómarsson og Jónatan Ingi Jónsson fóru meiddir af velli. Þá áttu Skagamenn leikinn að mestu fyrir utan kafla í byrjun seinni hálfleiks. Að horfa á spilamennsku ÍA þegar þeir voru búnir að átta sig á því að þeir gætu vel unnið þennan leik var frábært. Þeir spiluðu eins og stríðsmenn, börðust fyrir hvorn annan og létu sig vaða í að verja markið sitt.
Bestu leikmenn
1. Viktor Jónsson, ÍA
Viktor skoraði ekki mark í dag, en hann átti samt risa þátt í tveimur marka ÍA. Fyrst þegar hann þrumar í Bjarna Mark Antonsson og þaðan í markið, sjálfsmark, og svo hvernig hann lagði upp sigurmarkið. Ótrúlega vinnusamur og duglegur ofan á það allt.
2. Johannes Vall, ÍA
Mikilvægur hlekkur í vörn ÍA liðsins, lagði mikið í leikinn og klár í að leysa miðvörðinn síðasta hálftímann þegar þurfti. Kom vissulega ekki nógu mikið út úr honum fram á við en varnarlega frábær.
Atvikið
Stóra atvikið sem allir eru að tala um eftir þennan leik er glæsilmarkið sem tryggði sigurinn. Steinar Þorsteinsson var mættur til leiks í dag á bleikum skóm sem var torsótt að fá heimild fyrir hjá þjálfaranum. Það hafðist þó með því að lofa mörkum og þetta þvílíka gull af marki. Viktor Jónsson sendi boltann út úr teignum á Steinar sem tók bananabolta á fjær beint í bláhornið. Bæng og mark!
|
Hvað þýða úrslitin?
Í 27 leikja móti skiptir í raun engu stórmáli þó svo lið tapi einum og einum leik. Valur var bara að tapa öðrum leik sínum á tímabilinu og er enn fimm stigum frá toppsætinu. Þeir eiga eftir að mæta toppliði Víkings tvisvar.
Hvað ÍA varðar þá eru þeir í hörkubaráttu um fjórða sætið og á meðan FH vann Breiðablik á sama tíma í kvöld var gríðarlega mikilvægt fyrir ÍA að vinna sinn leik og halda 4. sætinu. Það gæti skýrst strax í næstu viku hvort 4. sætið verði ekki Evrópu sæti á næstu leiktíð og þar vilja öll lið vera. En til að gera þetta aðeins rómantískara fyrir ÍA þá eiga þeir leik til góða á Val sem er 5 stigum fyrir ofan þá í 3. sætinu.
Vondur dagur
Arnar Grétarsson þjálfari Vals fær þennan lið í dag fyrir að yfirgefa svæðið áður en allir fjölmiðlar fengu að taka við hann viðtöl eftir leik. Hann ræddi við rétthafann, Sýn, en Fótbolti.net og Morgunblaðið sátu eftir með engin viðbrögð frá þjálfara liðsins sem lét sig hverfa. Fyrir 10 árum síðan voru 7 fjölmiðlar sem mættu á hvern einasta leik í efstu-deild karla, fjölluðu um leikina og tóku eftir þá viðtöl. Í dag eru þetta þrír fjölmiðlar og sumir þeirra fjalla ekki einu sinni um alla leiki. Umfjöllun fer minnkandi og menn verða að vera meðvitaðir um að hún er ekki sjálfgefin, menn verða að spila saman fótboltanum til heilla. Valsmenn fóru mikinn fyrir mót og ætluðu að breyta leiknum með fjölmiðlum, héldu fréttamannafundi og báðu fjölmiðlamenn að spila með sem og við gerðum. Það þýðir ekki að hlaupa í felur þegar það dettur inn einstaka tapleikur. Á meðal lesenda Fótbolta.net og Morgunblaðsins er fjöldi stuðningsmanna Vals sem vildu einmitt fá viðbrögð þjálfara síns eftir þetta tap. Ef Valsmönnum er alvara með að lyfta umræðunni þá taka þeir þetta til sín. Ég verð allavega mættur á Hlíðarenda í hádeginu á morgun og tilbúinn að taka þetta viðtal ef það verður í boði.
Dómarinn - 4
Mér finnst hafa verið alltof mörg atvik hjá dómurum í sumar þar sem dómari dæmir eitthvað sem bara átti sér ekki stað. Ef þið eruð ekki vissir, leyfið þá sóknarmönnum að njóta vafans, ekki giska. Atvikið sem ég vísa til núna var á 6. mínútu leiksins þegar Jónatan Ingi Jónsson þrumaði í Patrick Pedersen liðsfélaga sinn og þaðan fór boltinn í markið. Helgi Mikael dæmdi mark, Valsmenn fögnuðu markinu og allt var eðlilegt þangað til.... Þórður Arnar Árnason dómari hafði grun um að hann hafi séð einhvern rangstæðan og markið var dæmt af. Patrick var ekki rangstæður, Guðmundur Andri Tryggvason sem var fyrir innan hafði engin áhrif á leikinn. Hreinlega röng ákvörðun hjá Þórði. Þar fyrir utan fannst mér stundum vanta samræmi á milli liðanna í dómgæslunni. Það verður að dæma jafnt í báðar áttir.
|
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson
('81)
6. Bjarni Mark Antonsson
('81)
8. Jónatan Ingi Jónsson
('29)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Guðmundur Andri Tryggvason
('81)
20. Orri Sigurður Ómarsson
('21)
21. Jakob Franz Pálsson
Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
3. Hörður Ingi Gunnarsson
('81)
4. Elfar Freyr Helgason
('21)
16. Gísli Laxdal Unnarsson
('81)
17. Lúkas Logi Heimisson
('81)
22. Adam Ægir Pálsson
('29)
71. Ólafur Karl Finsen
Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Örn Erlingsson
Viktor Unnar Illugason
Gul spjöld:
Kristinn Freyr Sigurðsson ('42)
Patrick Pedersen ('89)
Rauð spjöld: