

Kórinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Allt samkvæmt venju í Kórnum!
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 1010
Maður leiksins: Birnir Snær Ingason - HK
('79)
('79)
('90)
('79)
('79)
('90)
Breiðablik minnkaði forskot KR á toppnum í dag en Vesturbæjarliðið er með sjö stiga forskot þegar sjö umferðir erue ftir.
MARK!Stoðsending: Birnir Snær Ingason
Markið kemur eftir að HK nær skyndisókn gegn fáliðaðri vörn KR-inga. Birnir Snær skiptir boltanum út til hægri á varamanninn Emil sem gerir frábærlega vel!
Emil setur boltann til hliðar við Kennie Chopart og hleypur hinu megin við hann áður en hann þrumar boltanum í fjærhornið gegn gömlu félögunum. HK 4-1 KR!
Ægir fer út á vinstri kantinn og Atli Sigurjóns á miðjuna. 4-3-3.
Alexander Freyr Sindrason er með krampa. Hann er að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik í Pepsi Max-deildinni í dag eftir að hafa komið til HK frá Haukum á dögunum.
Þetta er þá satt gott að búa à Kópavogi! En geggjað à Vesturbæ pic.twitter.com/68GQlfQBxJ
— Gretar Hjartarson (@Gresco11) August 11, 2019
Nær toppliðið að koma til baka eða halda HK-ingar sigrinum? Við sjáum það eftir hlé!
MARK!à hvaða umferð mætast HK og Breiðablik à Evrópu á næsta ári? #báðarfæturájörðinni #fotboltinet
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) August 11, 2019
Enginn Arnþór Ingi - ekkert partý? MVP deildarinnar?
— Guðlaugur Valgeirsson (@GulliValgeirs) August 11, 2019
KrÃsufundur hjá KR eftir 20 mÃnútur à Kórnum. HK leiðir 3-0! #fotboltinet pic.twitter.com/5XhRogefTB
— Magnús Már Einarsson (@maggimar) August 11, 2019
MARK!Eftir aukaspyrnu berst boltinn hægra megin í vítateiginn á Alexander Frey Sindrason. Alexander lyftir boltanum á fjærstöngina þar sem allir leikmenn KR höfðu gleymt Bjarna Gunnarssyni. Bjarni þakkar fyrir sig með því að skalla af öryggi í netið.
KR hefur verið mun meira með boltann og sótt meira en HK-ingar hafa hins vegar skorað mörkin.
Varnarleikur KR hefur verið afleitur í byrjun og HK hefur skapað hættu nánast í öll þau skipti sem liðið hefur farið inn á vallarhelming Vesturbæinga.
Vertu velkominn Binni Bolti! Þessu marki var töluvert betur fagnað en þvà sÃðasta sem þú settir hér à #homeoffootball 2-0 eftir 11 mÃnútur #liðfólksins
— HK (@HK_Kopavogur) August 11, 2019
MARK!Binni bolti stimplar sig inn með marki í sínum fyrsta byrjunarliðsleik. Birnir leikur inn á vítateiginn af vinstri kantinum, fer út í teiginn farmhjá Skúla Jóni og skorar með skoti framhjá Beiti. Beitir var í boltanum en það dugði ekki!
HK 2 - 0 KR!
MARK!Stoðsending: Valgeir Valgeirsson
Valgeir Valgeirsson kemst upp hægri kantinn og sendir boltann með jörðinni fyrir þar sem Arnþór Ari skorar með skoti í fjærhornið frá vítateigslínu. Vel afgreitt!
Fyrsta mark Arnþórs Ara í Pepsi Max-deildinni í sumar.
KR-ingar í 4-4-2 með Kristján Flóka og Tobias fremsta.
Byrjunarlið @KRreykjavik gegn @HK_Kopavogur à @pepsimaxdeildin à dag. Tobias, @Finnurorri og @skulijon koma inn á ný #allirsemeinn #vegferðinaðnr27 pic.twitter.com/LhzRW3zTOR
— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) August 11, 2019
Lið fólksins klár fyrir leikinn gegn @KRreykjavik à Kórnum.
— HK (@HK_Kopavogur) August 11, 2019
Húsið er opið og borgararnir komnir á grillið, kaldir drykkir og blússandi stemming!#liðfólksins #fotboltinet pic.twitter.com/WcatX1cqSl
KR vann 5-2 sigur á Grindavík í síðasta leik og frá þeim leik koma Skúli Jón Friðgeirsson, Finnur Orri Margeirsson og Tobias Thomsen inn fyrir Arnþór Inga Kristinsson, Arnór Svein Aðalsteinsson og Pablo Punyed. Arnþór Ingi er utan hóps og skráður sem liðsstjóri. Greinielga meiddur.
Áhugavert verður að sjá hvort Kristján Flóki byrji á hægri kanti eða hvort hann og Tobias verði saman frammi.
Guðmundur Ársæll Guðmundsson flautar leikinn, honum til aðstoðar á flöggum og í beinu talsambandi eru þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Eysteinn Hrafnkelsson.
Gunnþór S. Jónsson er fjórði dómari og þeim til eftirlits er Eyjólfur Ólafsson.
Emil Atlason lék með KR milli 2012 og 2014 og Beitir Ólafsson er uppalinn HK-ingur og stóð milli stanganna í meistaraflokki hjá þeim milli 2012 og 2015.
Rúnar og Brynjar náttúrulega báðir KR-ingar að upplagi þó þeir hafi ekki leikið þar saman. Brynjar lék undir stjórn Rúnars 2013 þegar KR urðu Íslandsmeistarar svo að þeir eiga stóra sigra saman.
Við þekkjum öll hin öfluga málshátt/orðtak sem segir okkur að enginn sé annars bróðir í leik og auðvitað á það við í dag, en að leik loknum munu þeir félagar vafalítið taka þægilegt spjall upp.
Það var fyrsta viðureign þessara liða, í júní 2007 unnu þeir 2-0 og hefur sá sigur nú löngum talist með þeirra stærstu sigurleikjum í sögu félagsins. Síðan þá hafa KR semsagt unnið alla leiki þessara liða.
KR unnu þann leik 3-2 eftir að hafa virst vera með unninn leik í höndum þegar Pálmi Rafn, Thomsen og Björgvin höfðu sett mörk á fyrstu 55 mínútunum en mörk frá Brynjari Jónassyni og Kára Péturssyni bjuggu til hörkuspennu í lokin.
Nýliðar HK eru í 7.sæti og í vænlegri stöðu ef horft er til fallbaráttunnar sem þeir hafa verið að berjast í. Hins vegar skulum við átta okkur á því að með sigri komast Kópavogspiltar svo sannarlega í hóp þeirra liða sem að keppa um Evrópusæti á næsta tímabili!
('83)
('70)
('59)
('83)
('70)
('59)
