

Kaplakrikavöllur
Undanúrslit Mjólkurbikarsins
Aðstæður: 13 gráður, léttskýjað, völlurinn geggjaður
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Brandur Olsen - FH
('65)
('90)
('80)
('90)
('65)
('80)
Það kemur í ljós á morgun hvort það verði Víkingur eða Breiðablik sem fái að leika við FH í úrslitaleiknum. Heyrumst þá!
Jón Jónsson. ÞvÃlÃkur liðsmaður! Leiðir þessa norðurstúku allan tÃmann eins og meistarinn sem hann er. #fotboltinet #mjolkurbikarinn pic.twitter.com/14BCgIqeOi
— Sigfús Örn (@sigfusorn) August 14, 2019
MARK!Stoðsending: Brandur Olsen
Finnur Tómas gerir mistök, Morten á skot í varnarmann og boltinn berst á hægri kantinn þar sem Brandur á fyrirgjöfina.
Há fyrirgjöf og Morten hefur betur í baráttu við Arnór Svein og Kennie, skallar knöttinn í jörðina og hann skoppar inn.
Þung sókn KR þessar mínútur.
...Kennie vippar boltanum inn í teiginn en Daði gerir vel og handsamar hann af öryggi.
Dómari þessa leiks náði aldrei þessum frægu "töglum og höldum" á leiknum. Missti allt à háaloft frá fyrstu mÃn. #krfh #fotboltinet
— Daði Már Steinsson (@dadimar10) August 14, 2019
Brotið á Atla Sigurjónssyni á hægri kantinum. KR fær aukaspyrnu, Chopart með sendingu inn á teiginn og FH-ingar bjarga í hornspyrnu.
MARK!Brandur tók skotið úr aukaspyrnunni, Beitir sló boltann frá og hann barst aftur til Brands sem var við vítateigsendann vinstra megin, rétt fyrir innan teig.
Skot hans fer í gegnum alla þvöguna og í fjærhornið!
LÃtið um fótbolta à Krikanum, aðallega brot og tuð...
— Hrannar Már (@HrannarEmm) August 14, 2019
Þetta lookaði einsog hásinaslit...
— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) August 14, 2019
Sýnist að Arnþór hafi misstigið sig. Börurnar eru kallaðir inn. Vondar fréttir fyrir KR. Arnþór verið frábær í sumar.
Það er gamli góði og strangheiðarlegi nammipokkinn á bekknum hjá KR við mark.#fotboltinet pic.twitter.com/RZhELqgT4w
— Runólfur Örn Ãrnason (@RunolfurArnason) August 14, 2019
KR-ingar eru líklegri þessa stundina.
Gult spjald: Cédric D'Ulivo (FH)
Cedric með groddaralega tæklingu á Pablo á miðjum vellinum. Ekkert annað en gult. Það myndast þvaga í kjölfarið. Hiti í mönnum.
Gult spjald: Davíð Þór Viðarsson (FH)
MARK!Stoðsending: Pablo Punyed
Pablo með hornið. Finnur Tómas skallar boltann í netið, vann Morten Beck og Gumma Kristjáns í baráttunni.
Fyrsta mark Finns fyrir meistaraflokk KR. Óskum honum til hamingju með það!
Aldrei vÃti!
— Ósvald Jarl Traustason (@otraustason) August 14, 2019
Mark úr víti!FH tekur forystuna úr ódýrri vítaspyrnu.
Séð úr fréttamannastúkunni virkar þetta hreinlega rangur dómur. Arnþór bauð vissulega upp á þetta en Brandur virtist vera farinn niður, veiddi Helga Mikael í gildru.
Umdeilt.
Byrjunarlið FH à dag gegn @KRreykjavik. Allir á völlinn og áfram FH! #ViðerumFH #fotboltinet pic.twitter.com/8Me7ibNQtG
— FHingar (@fhingar) August 14, 2019
Byrjunarlið @KRreykjavik gegn @fhingar à @mjolkurbikarinn à kvöld. Sæti à bikarúrslitum à boði. Styðjum KR til sigurs #allirsemeinn #vegferðinaðnr15 pic.twitter.com/ghBx1BG7Qo
— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) August 14, 2019
Jóhann Leeds, Morgunblaðinu:
FH verður bikarmeistari og vinnur Víking Reykjavík í úrslitum. Leikur kvöldsins endar 1-0. Steven Lennon.
Runólfur Trausti, Vísi:
KR-sigur. 1-2. KR mun svo vinna Breiðablik í úrslitum!
Ég:
1-1 eftir venjulegan leiktíma. 2-2 eftir framlengingu. KR vinnur í vítaspyrnukeppni.
Hjá FH vekur athygli að Guðmann Þórisson er ekki í leikmannahópnum. Þórður Þorsteinn, Kristinn Steindórs og Jónatan Ingi fara líka úr liðinu frá sigrinum gegn Val.
Inn koma Cedric D'Ulivo, Atli Guðna, Guðmundur Kristjánsson og Brandur Olsen.
Arnþór Ingi Kristinsson kemur aftur inn í liðið hjá KR og þá vann Tobias Thomsen samkeppnina við Kristján Flóka Finnbogason um byrjunarliðssæti.
FH byrjaði á 2-1 útisigri gegn Íslandsmeisturum Vals í 32-liða úrslitum, lagði ÍA 2-1 í 16-liða úrslitum og rúllaði svo yfir Grindavík 7-1 í 8-liða úrslitum.
KR vann Dalvík/Reyni 5-0 í 32-liða úrslitum, heimsótti svo Húsavík og vann 2-0 útisigur gegn Völsungi áður en liðið vann 3-0 gegn Njarðvík. Allt leikir gegn liðum í neðri deildunum.
Þegar þessi tvö lið mættust 23. júní í Pepsi Max-deildinni, hér í Kaplakrika, enduðu leikar 1-2. KR sigur. Alex Freyr Hilmarsson, sem er á meiðslalistanum, og Tobias Thomsen skoruðu mörk KR. Steven Lennon minnkaði muninn fyrir FH.
Kristján Flóki Finnbogason, sóknarmaður KR:
Ég hef aðeins fylgst með þeim (FH-ingum) í sumar og sá síðasta leik hjá þeim gegn Val. Þeir voru hrikalega sterkir gegn Val og það verður erfitt að fara í Krikann en við stefnum á bikarúrslitin og við trúum því að við getum sótt sigur í kvöld. Ef ég skora í undanúrslitum bikarsins þá fagna ég, sama á móti hverjum ég er að spila. Vonandi verður það sigurmarkið.
Það er mikilvægast fyrir okkur að hugsa um okkur sjálfa en það hafa leikmenn í KR-liðinu verið virkilega sterkir í sumar. Fyrir utan það að þeir hafa virkilega sterka liðsheild. Kristinn Jóns og Óskar hafa verið frábærir, Atli Sigurjóns hefur spilað vel og miðjumennirnir verið góðir. Tobias er sterkur senter og nú er Flóki líka kominn inn. Þetta lið getur gert mörk úr mörgum áttum en þeirra helsti styrkleiki finnst mér liðsheildin og bragurinn á liðinu. Svo eru menn þarna sem geta klárað leiki. Það væri óðs manns æði að fókusera á einn eða tvo leikmenn.
Helgi Mikael Jónasson dæmir í Krikanum en Gylfi Már Sigurðsson og Bryngeir Valdimarsson eru aðstoðardómarar. Egill Arnar Sigurþórsson er fjórði dómari.
Tveir risar sem eru að fara að kljást um sæti í úrslitaleiknum sjálfum. Úrslitaleikurinn verður 14. september.
('35)
('65)
('78)
('35)
('65)
('78)
