

Kópavogsvöllur
Meistarakeppni KSÍ
Aðstæður: Frábærar en svalt í veðri
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Patrik Johannesen
('72)
('82)
('82)
('87)
('82)
('72)
('87)
('82)
Viðtöl og skýrsla væntanleg síðar í kvöld.
Og það er bikar á loft! Breiðablik er meistari meistaranna 2023. Til hamingju Blikar! pic.twitter.com/aUaoeF1TLZ
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 4, 2023
MARK!Stoðsending: Logi Tómasson
Logi með algjöra gullfyrirgjöf sem Hansen sneiðir í netið með kollinum og lagar stöðuna.
Nikolaj Hansen minnkaði muninn í 3-2 í uppbótartíma en það var of seint fyrir Víkinga. Þetta urðu lokatölur og Breiðablik er meistari meistaranna 2023. pic.twitter.com/N73U5LDHl3
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 4, 2023
Gult spjald: Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Mark úr víti!Öruggt hjá Höskuldi sem kemur Blikum í 3-1 og það eru 10 mínútur eftir. Titillinn innan seilingar hjá Breiðabliki. pic.twitter.com/XUYRzMKZO4
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 4, 2023
Ekroth keyrir í bakið á Patrik í teignum og Erlendur ekki í vafa að flauta vítaspyrnu.
Skammt stórra högga á milli á Kópavogsvelli. Nú er það Breiðablik sem fær víti, skömmu eftir að Víkingur minnkar muninn. pic.twitter.com/nMxoGX9b3K
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 4, 2023
Gult spjald: Anton Ari Einarsson (Breiðablik)
Mark úr víti!Nikolaj Hansen skorar úr vítinu og minnkar muninn fyrir Víking í 2-1. pic.twitter.com/69E4ksKmMm
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 4, 2023
Stúkan kvartar af skiljanlegum ástæðum en ég get vel skilið að flauta víti.
Anton Ari allt annað en sáttur við að fá þessa vítaspyrnu dæmda á sig. Er þetta víti? pic.twitter.com/s4BWTx7esT
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 4, 2023
Fyrsta afgerandi hættan sem þeir skapa í síðari hálfleik.
Flautað til hálfleiks hér á Kópavogsvelli og heimamenn með góð tök á þessu. Gestirnir ekki verið líklegir og breytinga er þörf hjá þeim.
Gult spjald: Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik)
Blikar að safna spjöldum hér síðustu mínútur.
Gult spjald: Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik)
Gult spjald: Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
Ingar gengur af velli og Þórður Ingason er á leiðinni í markið.
MARK!Stoðsending: Viktor Karl Einarsson
Klaufagangur hjá Víkingum og Patrik Johannesen kemur Blikum í 2-0. pic.twitter.com/e8foW4CJix
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 4, 2023
Virkaði alls ekki mikið í mómentinu en eitthvað hefur gerst því Ingvar virðist ekki í lagi.
Stendur þó á fætur og ætlar að harka af sér um stund og sjá hvað verður.
MARK!Stoðsending: Patrik Johannesen
Ágúst Eðvald vinnur skallaboltann við Karl Friðleif og skallar boltann til Patriks sem skallar hann niður í teiginn fyrir Gísla sem skorar með snyrtilegu skoti frá vítapunkti.
Fyrsta markið og ísinn er brotinn. Gísli Eyjólfsson kemur Íslandsmeisturunum yfir gegn bikarmeisturunum. Breiðablik 1 - Víkingur 0. pic.twitter.com/WCS94aKhj4
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 4, 2023
Boltinn beint í fang Antons.
Upphitun Innkastsins - Arnar Gunnlaugsson
Upphitun Innkastsins - Óskar Hrafn Þorvaldsson
Spekingar spá í spilin fyrir Meistarar meistaranna
Erlendur Eiríksson heldur um flautuna á Kópavogsvelli í kvöld. Honum til halds og trausts eru þeir Andri Vigfússon og Ragnar Þór Bender. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er fjórði dómari og efirlitsmaður KSÍ er Jón Sigurjónsson.
Gunnar er 28 ára gamall miðvörður sem hefur leikið fyrir Víking í Götu allan sinn feril. Hann getur einnig leikið sem miðjumaður.
Hann á að baki 259 leiki og 43 mörk fyrir Viking í Færeyjum ásamt því að hafa lagt upp 15 mörk. Hann hefur tvisvar sinnum unnið færeysku úrvalsdeildina.
Nafn nýja félagsins hans ætti þá allavega ekki að vefjast fyrir honum.
Blikar verða ekki sakaðir um að hafa verið latir á félagaskiptamarkaðnum og er staðan í rauninni sú að sumum finnst nóg um. Færeyskt dúó í framlínuna? Verður Alex Freyr fyrstur í agabann? Nútímaútgáfa af Gústa Púst og eldflauginn úr Mosó Eyþór Wöhler er ekki einu sinni helmingurinn af þeim leikmönnum sem Breiðablik hefur sankað að sér í vetur. Breiddin er góð en mun Óskar Hrafn hafa burði til þess að halda öllum þessum gæðaleikmönnum ánægðum og á tánum. Það getur tíminn einn leitt í ljós.
Komnir
Alex Freyr Elísson frá Fram
Arnór Sveinn Aðalsteinsson frá KR
Ágúst Eðvald Hlynsson frá Horsens (var á láni hjá Val)
Ágúst Orri Þorsteinsson frá Malmö
Eyþór Aron Wöhler frá ÍA
Klæmint Olsen á láni frá NSÍ Runavík
Oliver Stefánsson frá Norrköping (var á láni hjá ÍA)
Patrik Johannesen frá Keflavík
Stefán Ingi Sigurðarson frá HK (var á láni)
Farnir
Dagur Dan Þórhallsson til Orlando
Elfar Freyr Helgason í Val
Ísak Snær Þorvaldsson til Rosenborg
Mikkel Qvist
Pétur Theódór Árnáson á láni til Gróttu
Sölvi Snær Guðbjargarson í frí
Omar Sowe til Leiknis (var á láni frá NY Red Bulls)
Adam Örn Arnarson í Fram (var á láni hjá Leikni)
Benedikt Warén í Vestra (var á láni hjá ÍA)
Víkingar hafa verið rólegri á félagaskiptamarkaðnum þennan veturinn en oft áður en að hafa að sama skapi haldið nokkuð vel í sinn mannskap þó brotthvarf fyrirliðans Júlíusar Magnússonar skilji eftir skarð sem er vandfyllt. Matthías Vilhjálmsson gekk til liðs við Víkinga frá FH og má vænta þess að hann komi með mikla reynslu í sóknarleik Víkinga og komi til með að styrkja liðið nokkuð. Þá gekk miðvörðurinn ungi Sveinn Gísli Þorkelsson til liðs við Víkinga frá ÍR. Fyrirfram gerir maður ráð fyrir að þar hafi Arnar verið að hugsa til framtíðar enda Sveinn kornungur að árum en mun að öllum líkindum fá mun stærra hlutverk í varnarleik Víkinga en ætla mátti fyrirfram eftir að ljóst varð að Kyle McLagan myndi ekkert vera með Víkingum í sumar en hann sleit krossbönd á dögunum.
Komnir
Matthías Vilhjálmsson frá FH
Sveinn Gísli Þorkelsson frá ÍR
Farnir
Adam Ægir Pálsson í Val (var á láni hjá Keflavík)
Júlíus Magnússon til Fredrikstad
Kristall Máni Ingason til Rosenborg
Það er loksins komið að því. Að loknum löngum vetri er íslensk knattspyrna loks að rúlla af stað á ný með formlegum hætti. Meistarar meistaranna árlegur leikur Íslandsmeistara og Bikarmeistara markar formlegt upphaf keppnistímabilsins sem við höfum lengi beðið eftir.
Í kvöld mætast Breiðablik sem urðu Íslandsmeistarar með yfirburðum í fyrra og bikarmeistarar Víkinga.
('38)
('65)
('65)
('65)
('65)
('65)
('65)
('65)
('65)
