

Pinatar Arena
Vináttulandsleikur
Aðstæður: Flottar, 17 gráður og heiðskírt
Dómari: Zuzana Valentová (Slóvakía)
('62)
('74)
('62)
('86)
('86)
('62)
('62)
('86)
('62)
('74)
('62)
('86)
Ég er farinn á barinn, takk fyrir samfylgdina í kvöld!
????: Canada????????(0) - (0) Iceland????????#CANISL #CANWNT pic.twitter.com/avhgBeuRAq
— CANWNT (@CANWNT) November 29, 2024
Þegar ég sé þetta aftur tel ég að slóvakíski dómarinn hafi gert hárrétt með að flauta ekki. Snerting eftir að hún var búin að skjóta en ekki nóg til að dæma brot.
Þarna átti Karólína að skora!
Marktilraunir: 3-5
Skot á markið: 1-1
Hornspyrnur: 2-2
Í tilkynningu UEFA er Maddli lýst sem orkumiklum sankti bernards-hundi með stórt hjarta og enn stærri drauma. Sankti bernands-hundar eiga sér langa sögu sem björgunarhundar í Sviss þekktir fyrir mikið hugrekki, blíðleika og ótrúlega hæfileika til að aðstoða í erfiðum björgunaraðstæðum í Ölpunum.
Maddli dregur nafn sitt af Madeleine Boll sem var ein af frumherjum í svissneskum kvennafótbolta.
???? Introducing the official #WEURO2025 mascot...meet Maddli ???????? pic.twitter.com/2TDEw1jxHl
— UEFA Women's EURO 2025 (@WEURO2025) November 29, 2024
Hálfleikur.#viðerumísland pic.twitter.com/oKpEHTQj6d
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 29, 2024
Það eru þægilegar 17 gráður og heiðskírt á Murcia svæðinu núna og yfir engu að kvarta. Spánverjar sýna þessum leik reyndar engan áhuga og það eru nánast tómar stúkur. Ég viðurkenni að ég væri alveg til í að vera að textalýsa þessum leik frá vellinum en verð að láta sófann í Dalselinu duga að þessu sinni.
Áfram Ísland!
Íslenska liðið sýndi góða frammistöðu í vináttulandsleikjunum gegn Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Báðir leikir töpuðust hinsvegar 3-1.

„Það er mjög gaman að vera komin aftur inn í landsliðshópinn, þetta er mikil breyting frá því ég var hérna síðast, en grunnurinn breytist aldrei. Þetta er krefjandi en gaman. Það hefur aðallega orðið breyting á leikmannahópnum frá því fyrir einu og hálfu ári síðan. Hópurinn er yngri en það er rosaleg samheldni í honum sem er mjög gaman að sjá. Steini er alltaf eins, hann breytist aldrei," sagði Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir og brosti þegar hún ræddi við Fótbolta.net.
Áslaug Munda byrjar á bekknum í kvöld en hún snýr aftur í hópinn eftir eins og hálfs árs fjarveru. Munda hefur ekki getað verið með landsliðinu síðustu misseri vegna höfuðmeiðsla. Hér má nálgast viðtalið í heild en þar er víða komið við:


„Stemningin er mjög góð. Eins og alltaf. Það er gaman að sjá stelpurnar og (Áslaugu) Mundu sérstaklega. Hún er komin aftur í hópinn, þar sem hún á að vera. Það er gott veður hérna á Spáni, frábærar aðstæður og gaman að hitta allar aftur," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, í viðtali við Fótbolta.net sem birtist í gær.
Um leikina sjálfa segir hún: „Við viljum auðvitað vinna leikina en það þarf líka að vera góð frammistaða og stígandi í liðinu; að við séum að bæta okkur með hverjum leik. Sigur er alltaf fyrst á blaði en það er líka mikilvægt að við séum að bæta okkur. Við viljum auðvitað spila góðan fótbolta, halda í boltann og vera rólegar því við getum það alveg. Við erum með eitt besta landslið í heimi."
Í viðtalinu ræðir hún meðal annars um stöðu sína hjá Wolfsburg og nýja bók sína.
Kanada er með hörkulið, situr í sjötta sæti FIFA heimslistans. Ísland er í þrettánda sæti þess lista.
Cindy Tye, bráðabirgðaþjálfari Kanada, sagði í viðtali fyrir leikinn að hún væri að búast við baráttuglöðu liði Íslands sem myndi nýta líkamlegan styrk sinn. Framundan væri erfiður leikur.
Það vantar nokkra reynda leikmenn í kanadíska liðið, þar á meðal Cloe Lacasse fyrrum leikmann ÍBV. Lacasse er með íslenskan ríkisborgararétt en hefur spilað fyrir Kanada síðan 2022. Hún er nú hjá Utah Royals.
Á varamannabekk kanadíska liðsins má finna Clarissu Larisey sem lék með Val 2021. Hún er í dag hjá Häcken í Svíþjóð.

Our XI ???? ????????, presented by @GE_Appliances
— CANWNT (@CANWNT) November 29, 2024
???? Mimi starts
???? Sabs between the sticks
???? Ash wears the armband #CANWNT pic.twitter.com/HeeylGwxco

Cindy Tye er þjálfari Kanada til bráðabirgða en sambandið hefur ekki ráðið nýjan landsliðsþjálfara eftir að þrír þjálfarar í teyminu voru dæmdir í eins árs bann frá fótbolta eftir drónanjósnir í kringum leik þeirra við Nýja-Sjáland á Ólympíuleikunum.
Aðstoðarþjálfarinn Jasmine Mander og leikgreinandinn Joseph Lombardi voru bæði send af heim leikunum. Lombardo fékk átta mánaða skilborðsbundinn dóm fyrir að fljúga dróna án leyfis yfir þéttbýli.
Í ljós kom að Beverly Priestman, aðalþjálfari liðsins, átti stærri þátt í þessu en hún hélt fram í fyrstu. Hún var látin taka pokann sinn og fékk einnig eins leiks bann.
Cindy Tye er þjálfari U20 landsliðs Kanada og hefur sagt að hún hafi ekki áhuga á A-landsliðsstarfinu til frambúðar.
???? Byrjunarliðið gegn Kanada!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 29, 2024
???? Bein útsending kl. 18:00 á Síminn Sport 2 ásamt því að vera aðgengilegur á Núllrásinni (rás 0 í kerfi Sjónvarps Símans) og á KSÍ TV í Sjónvarpi Símans.
Our starting lineup against Canada.#viðerumísland pic.twitter.com/GnIJuYmJZx

Kvennalandsliðið leikur vináttulandsleik gegn Kanada á Pinatar vellinum á Spáni. Leikurinn hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma.
Íslenska liðið hefur verið við æfingar á Pinatar svæðinu frá því á þriðjudag og eru allir leikmenn tilbúnir í leikinn gegn Kanada. Ísland mætir svo Danmörku í öðrum vináttulandsleik á sama velli á mánudag.
„Leikurinn leggst mjög vel í mig. Kanada er með hörkulið sem stóð sig virkilega vel á Ólympíuleikunum. Þetta verður hörkuleikur fyrir okkur. Þær eru líkamlega sterkar, mjög góðar í að sækja hratt og eru beinskeyttar, sterkar og fljótar," segir Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði, í viðtali við samfélagsmiðla KSÍ, um leikinn gegn Kanada.
Hún segir þessa vináttulandsleiki mikilvæga fyrir undirbúning að komandi verkefnum.
„Ótrúlega mikilvægt. Það hjálpar okkur að bæta okkar leik að fá að prófa okkur gegn liðum sem eru í hæsta klassa. Þetta eru lið sem við viljum bera okkur saman við. Þá þurfum við að halda áfram að bæta okkar leik og vinna í að geta spilað okkar leik sama hver mótherjinn er."
Þetta verður góður undirbúningur fyrir erfiðan riðil í Þjóðadeildinni eftir áramót, þar sem Ísland mun etja kappi við Frakkland, Noreg og Sviss. Hvernig lýst Glódísi á riðilinn?
„Gríðarlega vel. Það er ekki hægt að fá léttan riðil í A-deild, það er bara skemmtilegt. Þetta eru skemmtilega ólíkir og verðugir mótherjar. Þetta verður hörkuriðill og við erum með okkar markmið um að verða í topp tveimur og það hefur ekkert breyst."
Förum í þennan leik til að vinna
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari var einnig í viðtali og hann segir að hópur sinn sá klár í slaginn.
„Staðan er góð. Það eru allar heilar og klárar og ekki yfir neinu að kvarta. Kanada er virkilega gott lið sem sýndi það á Ólympíuleikunum í sumar hversu góðar þær eru. Það verður hörkuleikur og við verðum að eiga góðan leik til að vinna þær. Það er að sjálfsögðu markmiðið okkar, við förum í þennan leik til að vinna," segir Þorsteinn en hann ætlar að dreifa spiltímanum.
„Í grunninn verður þetta mjög svipað og við gerðum í Bandaríkjunum. Það verður skipt á milli leikja og við leggjum upp með að engin spili 90 mínútur í báðum leikjum. Það verður talsvert breytt milli leikja."
„Það er virkilega gott fyrir okkur að halda áfram að kljást við lið sem eru í hæsta klassa. Það hjálpar okkur bara að verða betri að spila alltaf erfiða leiki, leiki sem við þurfum að hafa virkilega fyrir til að eiga möguleika að vinna. Þetta er fínn undirbúningur undir Þjóðadeildina."
???? Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði liðsins, var einnig í viðtali í dag.#viðerumísland pic.twitter.com/bb6C18zYIY
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 28, 2024
('46)
('68)
('74)
('68)
('46)
('74)
('68)
('68)



