Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
Völsungur
2
2
Þróttur R.
0-1 Liam Daði Jeffs '59
Elfar Árni Aðalsteinsson '64 1-1
1-2 Liam Daði Jeffs '66
Arnar Pálmi Kristjánsson '75 2-2
09.08.2025  -  16:00
PCC völlurinn Húsavík
Lengjudeild karla
Aðstæður: Kalt, grátt og blautt
Dómari: Sveinn Arnarsson
Maður leiksins: Liam Daði Jeffs
Byrjunarlið:
1. Ívar Arnbro Þórhallsson (m)
4. Elvar Baldvinsson ('68)
5. Arnar Pálmi Kristjánsson (f)
6. Inigo Albizuri Arruti
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('81)
10. Bjarki Baldvinsson
16. Jakob Héðinn Róbertsson
21. Sergio Parla Garcia ('81)
22. Ismael Salmi Yagoub
23. Elmar Örn Guðmundsson
39. Gunnar Kjartan Torfason
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
88. Einar Ísfjörð Sigurpálsson (m)
7. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('81)
8. Ólafur Jóhann Steingrímsson ('81)
11. Rafnar Máni Gunnarsson ('68)
12. Gestur Aron Sörensson
17. Aron Bjarki Kristjánsson
19. Pétur Orri Arnarson
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson (Þ)
Ármann Örn Gunnlaugsson
Tómas Bjarni Baldursson
Róbert Ragnar Skarphéðinsson
Jana Björg Róbertsdóttir

Gul spjöld:
Bjarki Baldvinsson ('12)
Ismael Salmi Yagoub ('28)
Inigo Albizuri Arruti ('33)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með 2-2 jafntefli. Eftir bragðdaufan fyrri hálfleik þá var þetta frábær skemmtun í þeim seinni. End to end hérna í restina og bæði lið að reyna að vinna. Þróttarar eflaust svekktir að hafa ekki nýtt yfirburðina í fyrri hálfleik en miðað við seinni hálfleik þá var þetta nokkuð sanngjarnt í lokin.
90. mín
Jakob Héðinn við það að sleppa í gegn en Njörður tosar hann niður en á einhvern ótrúlegan hátt dæmir Sveinn ekkert. Þetta var í það minnsta gult
88. mín
Þróttarar fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Benóný tekur spyrnuna sem ekkert kemur úr. Völsungar fá skyndisókn sem endar með lausu skoti Ólafs Jóhanns. Báum liðum langar í þrjú stig!
83. mín
Inn:Benóný Haraldsson (Þróttur R.) Út:Kári Kristjánsson (Þróttur R.)
81. mín
Inn:Ólafur Jóhann Steingrímsson (Völsungur) Út:Sergio Parla Garcia (Völsungur)
81. mín
Inn:Steinþór Freyr Þorsteinsson (Völsungur) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (Völsungur)
80. mín
STÖNGIN Þróttarar sækja stíft. Viktor fær boltann vinstra megin í teignum en úr þröngu færi dúndrar hann í utanverða stöngina.
78. mín
Þróttarar hársbreidd frá að komast yfir. Eiríkur er mættur á fjærstöngina en á hálf misheppnað skot en boltinn var á leið yfir Ívar sem bjargar í horn.
75. mín MARK!
Arnar Pálmi Kristjánsson (Völsungur)
Heimamenn jafna aftur! Þetta lá í loftinu! Eftir gríðarlega þunga sókn Völsungs skalla Þróttarar frá en beint á Arnar Pálma fyrirliða sem að hamrar að marki fyrir utan teig, boltinn breytir um stefnu af varnarmanni og inn.
Þvílíkur leikur hér í seinni hálfleik!
74. mín
Völsungar sækja mjög stíft þessa stundina. Leikurinn eðlilega búinn að gjörbreytast.
73. mín
Elfar Árni nálægt því jafna. En Þróttarar bjarga í horn.
68. mín
Inn:Rafnar Máni Gunnarsson (Völsungur) Út:Elvar Baldvinsson (Völsungur)
66. mín MARK!
Liam Daði Jeffs (Þróttur R.)
Þróttarar leiða aftur! Þetta tók ekki langan tíma! Í fyrstu sókn eftir mark Völsungs eiga Þróttarar góða sókn sem endar með sendingu frá hægri inn í miðjan teig þar sem Liam Daði Jeffs er réttur maður á réttum stað og skorar af öryggi.
Hvað er að gerast hérna??
64. mín MARK!
Elfar Árni Aðalsteinsson (Völsungur)
Stoðsending: Gunnar Kjartan Torfason
Völsungur jafnar! Heimamenn hafa komið útúr skelinni eftir að þeir lentu undir. Gunnar Kjartan fær sendingu upp hægri kantinn og á góðan sprett og sendingu í gegnum teiginn þar sem Elfar Árni mætir á fjær og klárar vel.
60. mín
Inn:Viktor Andri Hafþórsson (Þróttur R.) Út:Viktor Steinarsson (Þróttur R.)
Viktor inn fyrir Viktor.
59. mín MARK!
Liam Daði Jeffs (Þróttur R.)
Stoðsending: Eiríkur Þorsteinsson Blöndal
Þróttarar komast yfir! Eiríkur fær boltann rétt fyrir utan teig og laumar boltanum inn fyrir á Liam sem klárar snyrtilega uppí hægra hornið.
53. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ VÖLSUNG! Þung sókn Þróttar endar með langri hreinsun inn fyrir vörn Þróttar þar sem varnarmaður þeirra hittir ekki boltann og Jakob Héðinn sleppur einn í gegn og potar boltanum framhjá Þórhalli í markinu en því miður fyrir hann lekur boltinn vitlausu megin við stöngina. Lang besta færi leiksins.
51. mín
Þróttarar fá horn og fjölmenna inní markteiginn. Eftir darraðadans inní teig er brotið á Elvar Baldvins og heimamenn fá aukaspyrnu.
50. mín
Seinni hálfleikur byrjar svipað og sá fyrri. Þróttarar eru miklu meira með boltann.
46. mín
Inn:Liam Daði Jeffs (Þróttur R.) Út:Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson (Þróttur R.)
Gestirnir gera breytingu í hálfleik.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Sveinn flautar til hálfleiks. Einstefna er vægt til orða tekið. Þróttarar hafa haft algera yfirburði en Völsungar mega eiga það að þeir hafa varist gríðarlega vel og hafa gestirnir varla fengið færi til að tala um.
41. mín
Þróttarar pressa og pressa en áfram gengur lítið að skapa færi.
35. mín
Kári lætur vaða úr spyrnunni en hátt yfir.
33. mín Gult spjald: Inigo Albizuri Arruti (Völsungur)
Albizuri fær gult fyrir brot rétt fyrir utan teig.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Ég myndi giska á að Þróttur hafi haft sirka 90% af boltanum fyrstu 25 mínúturnar en heimamenn virðast aðeins að vera vakna til lífsins.
28. mín Gult spjald: Ismael Salmi Yagoub (Völsungur)
Brýtur á Vilhjálmi á miðjum vellinum.
23. mín Gult spjald: Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson (Þróttur R.)
Villi fær gult fyrir að rífa varnarmann niður.
21. mín
Þróttarar hafa haft gríðarlega yfirburði fyrstu 20 mínúturnar og heimamenn hafa kannski tvisvar komist yfir miðju. Þetta endar bara á einn veg með þessu áframhaldi.
17. mín
Kári með góða skottilraun rétt fyrir utan teigs en Ívar í marki Völsungs ver í horn. Ekkert kemur úr horninu en pressa Þróttara heldur áfram.
14. mín
Loksins sækja heimamenn. Bjarki vinnur boltann á miðjunni og keyrir upp völlinn og boltinn berst á Ismael sem skýtur framhjá. Það er smá líf í heimamönnum
12. mín Gult spjald: Bjarki Baldvinsson (Völsungur)
Bjarki fær gult fyrir háskalegan leik.
10. mín
Heimamenn hafa varla komist fram yfir miðju og þung pressa Þróttara endar í hornspyrnu og eftir hana fær Vilhjálmur gott færi en Albizuri bjargar glæsilega í horn. Ekkert verður þó úr þeirri spyrnu.
6. mín
Fyrsta færi leiksins. Þróttarar sækja upp vinstri kantinn og eftir fyrirgjöf fær Vilhjálmur boltann í ágætis færi en setur boltann í hliðarnetið.
4. mín
Þróttarar eru nánast búnir að vera með boltann allar fyrstu mínúturnar og heimamenn liggja til baka. Þróttarar hafa þó ekki skapað sér neitt að ráði.
1. mín
Leikur hafinn
Sveinn hefur flautað leikinn á. Veðrið er hálf ógeðslegt á Húsavík og mætingin á völlinn er í samræmi við það.
Fyrir leik
Gengi liðana Heimamenn í Völsungi sitja í 7.sæti deildarinnar með 18 stig. Þeir gerðu jafntefli við Fjölni í Grafarvogi í síðustu umferð þar sem að þeir jöfnuðu á lokamínútunum úr vítaspyrnu.

Þróttur er í 5.sæti með 28 stig og í síðustu umferð sigruðu þeir Fylki 2-1 á heimavelli. Með sigri í dag geta Þróttarar farið uppí 3.sæti deildarinnar og blandað sér af alvöru í baráttuna um efsta sætið. Að sama skapi er afskaplega mikilvægt fyrir Völsung að fá 3 stig þar sem að þeir myndu þá slíta sig vel frá botnbaráttunni.
Mikilvægur leikur í dag.
Fyrir leik
Góðan dag og velkomin í beina textalýsingu frá PCC-vellinum á Húsavík þar sem Völsungur og Þróttur mætast. Leikurinn er hluti af 16. umferð Lengjudeildar Karla.

Þetta er þriðja viðureign liðanna í sumar en liðin mættust hér á Húsavík í Mjólkurbikarnum í vor þar sem að Þróttur vann í framlengdum leik. Liðin mættust einnig í 5.umferð Lengjudeildarinnar á AVIS-vellinum þar sem Þróttur vann sannfærandi 4-1 sigur.
Byrjunarlið:
1. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal (f)
4. Njörður Þórhallsson
7. Hrafn Tómasson
20. Viktor Steinarsson ('60)
21. Brynjar Gautur Harðarson
22. Kári Kristjánsson ('83)
25. Hlynur Þórhallsson
32. Aron Snær Ingason
33. Unnar Steinn Ingvarsson
45. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('46)
- Meðalaldur 24 ár

Varamenn:
12. Benjamín Jónsson (m)
5. Kolbeinn Nói Guðbergsson
6. Emil Skúli Einarsson
9. Viktor Andri Hafþórsson ('60)
19. Benóný Haraldsson ('83)
27. Sigfús Árni Guðmundsson
80. Liam Daði Jeffs ('46)
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Baldur Hannes Stefánsson
Hans Sævar Sævarsson
Alexander Máni Curtis
Bjarki Reyr Jóhannesson
Amir Mehica
Tiago J, Mota Da Pena Ferreira

Gul spjöld:
Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('23)

Rauð spjöld: