Norðurálsvöllurinn
föstudagur 08. ágúst 2014  kl. 19:15
1. deild karla
Aðstæður: Völlurinn góður og ágætar aðstæður
Dómari: Kristinn Jakobsson
Áhorfendur: 475
Maður leiksins: Hjörtur Hjartarson
ÍA 3 - 1 Þróttur R.
0-1 Alexander Veigar Þórarinsson ('12)
1-1 Hjörtur Hjartarson ('17)
2-1 Hjörtur Hjartarson ('45)
3-1 Andri Adolphsson ('91)
Myndir: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
0. Arnar Már Guðjónsson
0. Ármann Smári Björnsson
0. Arnór Snær Guðmundsson
0. Ingimar Elí Hlynsson
9. Garðar Gunnlaugsson
15. Teitur Pétursson
19. Eggert Kári Karlsson ('90)
27. Darren Lough

Varamenn:
3. Sindri Snæfells Kristinsson
10. Jón Vilhelm Ákason ('76)
17. Andri Adolphsson ('90)
20. Gylfi Veigar Gylfason

Liðstjórn:
Páll Gísli Jónsson

Gul spjöld:
Arnar Már Guðjónsson ('44)

Rauð spjöld:
@fotboltinet Ólafur Ingi Guðmundsson
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur og velkomnir í beina textalýsingu frá leik ÍA og Þróttar R í fimmtándu umferð í 1. deild karla.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þetta er mikilvægur toppbaráttuleikur fyrir bæði lið. Skagamenn eru í öðru sæti deildarinnar og í harðri baráttu um að komast upp í Pepsí deild karla en Þróttur R er í fimmta sæti deildarinnar og með sigri komast þeir upp að hlið ÍA.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin hafa mæst í 45 skipti í opinberum leikjum á vegum KSÍ og hefur ÍA unnið 30 leiki, Þróttur R sex og níu sinnum hefur leikur endað með jafntefli. Markatalan er einnig ÍA í hag eða 106 mörk gegn 39 mörkum Þróttar R.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómari leiksins er Kristinn Jakobsson. Honum til aðstoðar eru Leiknir Ágústsson og Oddur Helgi Guðmundsson. Eftirlitsmaður KSÍ er Guðmundur Sigurðsson.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Vallaraðstæður virðast eiga eftir að verða nokkuð erfiðar í dag. Norðurálsvöllur lítur út fyrir að vera í góðu ástandi. Það er skýjað og töluverður vindur þvert á völlinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús en þau má sjá hér til hliðar.
Eyða Breyta
1. mín
Leikurinn er hafinn. Þróttur byrjar með boltann.
Eyða Breyta
10. mín
Fátt markvert að gerast í leiknum. Hvorugt liðið að ógna mikið og meira um langa bolta fram völlinn.
Eyða Breyta
12. mín MARK! Alexander Veigar Þórarinsson (Þróttur R.)
Alexander Veigar Þórarinsson leikur boltann fram völlinn og tekur skot af 40 metra færi sem flýgur yfir Árna Snæ Ólafsson sem var of framarlega í marki ÍA.
Eyða Breyta
17. mín MARK! Hjörtur Hjartarson (ÍA), Stoðsending: Jón Björgvin Kristjánsson
Jón Björgvin Kristjánsson leikur boltanum í átt að vítateig Þróttar. Hann gefur boltann á Hjört Hjartarson sem nær föstu skoti í varnarmann og yfir Trausta Sigurbjörnsson í marki Þróttar.
Eyða Breyta
22. mín
Vilhjálmur Pálmason með skot að marki ÍA en boltinn fór hátt yfir markið.
Eyða Breyta
26. mín
Jón Konráð Guðbergsson með skot að marki ÍA en boltinn fór yfir markið.
Eyða Breyta
36. mín
Garðar Gunnlaugsson með aukaspyrnu að marki Þróttar en boltinn fór í varnarvegginn.
Eyða Breyta
42. mín Gult spjald: Karl Brynjar Björnsson (Þróttur R.)

Eyða Breyta
43. mín
Skagamenn með aukaspyrnu fyrir utan vítateig Þróttar. Boltinn endar í varnarmanni Þróttar og fyrir fæturna á Ingimar Elí Hlynssyni sem var einn fyrir opnu marki. Skot hans var þó glæsilega varið af Trausta Sigurbjörnssyni.
Eyða Breyta
44. mín Gult spjald: Arnar Már Guðjónsson (ÍA)

Eyða Breyta
45. mín MARK! Hjörtur Hjartarson (ÍA), Stoðsending: Darren Lough
Darren Lough tekur aukaspyrnu fyrir utan vítateig Þróttar. Boltinn fer til Hjartar Hjartarsonar sem skallar boltann aftur fyrir sig í stöngina og inn, óverjandi fyrir Trausta Sigurbjörnsson.
Eyða Breyta
45. mín
Það er kominn hálfleikur. Staðan er 2-1 fyrir ÍA.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn. Skagamenn byrja með boltann.
Eyða Breyta
53. mín
Eftir mikinn barning í vítateig Þróttar fær Garðar Gunnlaugsson gott færi í markteig en skot hans fer rétt framhjá markinu.
Eyða Breyta
58. mín
Garðar Gunnlaugsson með skalla að marki Þróttar en boltinn fór nokkuð framhjá.
Eyða Breyta
63. mín
Eftir góða skyndisókn frá Þrótti fær Jón Konráð Guðbergsson boltann í vítateig ÍA. Hann nær ágætu skoti sem Árni Snær Ólafsson ver í horn.
Eyða Breyta
64. mín Gult spjald: Alexander Veigar Þórarinsson (Þróttur R.)

Eyða Breyta
68. mín
Garðar Gunnlaugsson með frábært skot að marki Þróttar en boltinn fór rétt yfir markið.
Eyða Breyta
72. mín
Alexander Veigar Þórarinsson með ágætan skalla að marki ÍA en boltinn fór yfir markið.
Eyða Breyta
75. mín Hilmar Ástþórsson (Þróttur R.) Jón Konráð Guðbergsson (Þróttur R.)

Eyða Breyta
76. mín Jón Vilhelm Ákason (ÍA) Hjörtur Hjartarson (ÍA)

Eyða Breyta
78. mín Andri Már Bjarnason (Þróttur R.) Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.)

Eyða Breyta
79. mín
Jón Vilhelm Ákason með góðan sprett í gegnum vörn Þróttar og á skot á fjærstöngina sem Trausti Sigurbjörnsson ver vel.
Eyða Breyta
79. mín
Þróttur á góða skyndisókn sem endar með því að Björgólfur Takefusa leikur á varnarmann inni í vítateig ÍA og nær föstu skoti sem Árni Snær Ólafsson ver virkilega vel.
Eyða Breyta
84. mín Andri Júlíusson (ÍA) Jón Björgvin Kristjánsson (ÍA)

Eyða Breyta
87. mín
Jón Vilhelm Ákason með hornspyrnu. Boltinn ratar til Garðars Gunnlaugssonar en skalli hans fer rétt framhjá stönginni.
Eyða Breyta
88. mín Hermann Ágúst Björnsson (Þróttur R.) Hreinn Ingi Örnólfsson (Þróttur R.)

Eyða Breyta
89. mín
Jón Vilhelm Ákason með skot að marki Þróttar en boltinn fer framhjá markinu.
Eyða Breyta
90. mín Andri Adolphsson (ÍA) Eggert Kári Karlsson (ÍA)

Eyða Breyta
91. mín MARK! Andri Adolphsson (ÍA)
Skagamenn eiga góða skyndisókn. Andri Adolphsson fær boltann á miðjum vallarhelmingi Þróttar. Hann leikur á varnarmann og kemst inn í vítateig. Þar kemst hann framhjá Trausta í markinu og rennir boltanum í markið. Jón Vilhelm Ákason fylgir eftir og reynir að eigna sér markið en Andri á það skuldlaust.
Eyða Breyta
92. mín Gult spjald: Aron Lloyd Green (Þróttur R.)

Eyða Breyta
95. mín
Leiknum er lokið með góðum heimasigri ÍA 3-1.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f) ('88)
6. Vilhjálmur Pálmason ('78)
10. Alexander Veigar Þórarinsson
14. Hlynur Hauksson
16. Jón Konráð Guðbergsson ('75)
17. Ragnar Pétursson
19. Karl Brynjar Björnsson (f)
20. Björgólfur Hideaki Takefusa
23. Aron Lloyd Green
27. Oddur Björnsson

Varamenn:
12. Sindri Geirsson (m)
2. Kristján Einar Auðunsson
3. Árni Þór Jakobsson
8. Hermann Ágúst Björnsson ('88)
8. Hilmar Ástþórsson ('75)
16. Andri Már Bjarnason ('78)
18. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson

Liðstjórn:

Gul spjöld:
Aron Lloyd Green ('92)
Alexander Veigar Þórarinsson ('64)
Karl Brynjar Björnsson ('42)

Rauð spjöld: