Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Fjölnir
1
1
Breiðablik
0-1 Árni Vilhjálmsson '52
Mark Charles Magee '76 1-1
11.08.2014  -  19:15
Fjölnisvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Már Guðmundsson
Gunnar Valur Gunnarsson ('79)
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
3. Illugi Þór Gunnarsson
6. Atli Már Þorbergsson
9. Þórir Guðjónsson ('89)
10. Aron Sigurðarson
22. Ragnar Leósson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson ('61)

Varamenn:
7. Viðar Ari Jónsson ('89)
15. Haukur Lárusson
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('79)
18. Mark Charles Magee ('61)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Bergsveinn Ólafsson ('14)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Fjölnis og Breiðablik í pepsídeild karla. Leikurinn hefst kl. 19:15 verður vonandi hressandi stemmning í voginum í kvöld.
Fyrir leik
Það er hreint út sagt snilldar veður. Sól og sumar og því tilvalið að smella sér á leik og styðja sitt lið. Um að gera að nýta sólardaginn því ekki hafa þeir verið margir í sumar.
Fyrir leik
Heimamenn í Fjölni spiluðu við Valsmenn í síðustu umferð og töpuðu þeim leik 4 - 3. Eru þeir í 8 sæti með 14 stig eftir 14 umferðir.
Fyrir leik
Breiðablik tók á móti Keflavík í síðustu umferð og fór sá leikur 4 - 4 og sitja Blikar í 9 sæti deildarinnar með 14 stig einnig líkt og Fjölnir.
Fyrir leik
Í síðustu umferð spiluðu bæði þessi lið leiki sem enduðu í markasúpu eins og sjá má hér að neðan. Vonandi að framhald verði á markaskorun í kvöld.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Guðmundur Benediktsson, þjálfari Breiðabliks, var ómyrkur í máli eftir síðasta leik þar sem liðið gerði 4-4 jafntefli gegn Keflavík.

Hann gerir fjórar breytingar á byrjunarliði sínu frá þeim leik.

Út frá síðasta leik fara Gísli Páll Helgason, Ellert Hreinsson, Andri Rafn Yeoman. Inn koma Damir Muminovic, Elfar Árni Árna Aðalsteinsson og Baldvin Sturluson,
Fyrir leik
Það er gríðarlega mikil sól í Grafarvoginum sem skín beint á blaðamannastúkuna. Það eru ekki bestu vinnuskilyrðin að hafa sólina í augunum og erfitt er að sjá á tölvuskjáinn. Þannig að ef stafsetningavillur slæðast með að þá er ekki um að kenna vanhæfni blaðamanns.
Fyrir leik
Ágúst Þór Gylfasson þjálfari Fjölnis gerir tvær breytingar á sínu liði. Út hjá þeim fara Árni Kristinn Gunnarsson og Guðmundur Böðvar Guðjónsson. Inn koma Aron Sigurðarson og Gunnar Valur Gunnarsson.
Fyrir leik
Fimm mínútur í að Þóroddur blási í flautuna og gefi þar með til kynna að leikurinn sé hafinn. Honum til aðstoðar eru þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Haukur Erlingsson.
Fyrir leik
Tannlæknir geðgóði og landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, Heimir Hallgríms er mættur í Grafarvoginn til að fylgjast með leiknum. Hann er ávallt hress.
1. mín
Leikurinn er hafinn, aðeins á eftir áætlun eða c.a. tveim mínútum. Áfram með fjörið
6. mín
Liðin eru að þreifa hvort á öðru þessar fyrstu mínútur. Ekki mikið að gerast þannig.
10. mín
Það eru engin færi enn búin að eiga sér stað. Það er vonandi að það breytist sem allra fyrst. Mætingin á Grafarvogsvöll er ágæt og það er enn fólk að bætast við. Enda veður til þess að mæta á völlinn. Það er ljóst.
12. mín Gult spjald: Baldvin Sturluson (Breiðablik)
14. mín Gult spjald: Bergsveinn Ólafsson (Fjölnir)
14. mín
Alþingismaðurinn og aðstoðarþjálfari Blika, Willum Þór heimtaði rautt spjald á Bergsvein fyrir þetta brot rétt í þessu en Bergveinn tók karatespark likt og í Bruce Lee mynd. Þóroddur hlustaði þó ekki á rök Willums og gaf einungis gult spjald.
17. mín
Elfar Árni með hælspyrnu að marki Fjölnis eftir fyrirgjöf frá Höskuldi, en boltinn fór framhjá.
25. mín
Við bíðum enn eftir því að það gerist eitthvað sem vert er að minnast á. Hingað til er það aðallega veðrið sem gleður augað.
30. mín
Heimir Hallgríms tók það að sér að sjá til þess að blaðamenn myndu ekki ofþorna i hitanum og kom með vatnskönnu og bolla. Topp eintak þar á ferð.
35. mín
Fjölnismenn eru búnir að vera líklegri það sem af er, þó án þess að skapa sér nein færi að ráði. Aron Sigurðarson hefur verið sprækastur allra á vellinum.
44. mín
Fyrri hálfleikur er að renna út.....sem betur fer. Þetta er búið að vera hundleiðinlegt og vonandi að liðin fari inn í klefa og komi þaðan út ákveðin í að skora í seinni hálfleik.
45. mín
Þóroddur blæs til loka fyrri hálfleiks. Við fáum okkur kaffi og komum aftur eftir 15 mínútur.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn. Vonandi að það komi einhver mörk í þennan leik!
52. mín MARK!
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
Maaaaarrrkkkkkkkk! Loksins loksins loksins að það kom mark í leikinn. Vel útfærð sókn hjá Blikum þar sem Höskuldur Gunnlaugsson átti fyrirgjöf inn í teig, þar sem Elfar Árni lét boltann fara áfram og þar kom Árni Vilhjálms á ferðinni og smellhitti boltann í markið. Vel gert!
61. mín
Inn:Mark Charles Magee (Fjölnir) Út:Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Mark Charles Magee kemur inn á í sinum fyrsta leik fyrir Fjölni
64. mín
Þetta var rosaleg markvarsla hjá Þórði Ingasyni. Árni Vilhjálms átti þrusu skalla að marki Fjölnis en Þórður var vel á verði og varði vel.
68. mín
Inn:Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik) Út:Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
75. mín
Inn:Ellert Hreinsson (Breiðablik) Út:Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Markaskorarinn Árni fer af velli.
76. mín MARK!
Mark Charles Magee (Fjölnir)
Stoðsending: Ragnar Leósson
Jáhá!!! Það er komið MAAAAARRRRRKKKKK! Nýi leikmaðurinn hjá Fjölnismönnum hann Mark Charles Magee eftir stoðsendingu frá Ragnara Leóssyni sem er stoðsendingakóngur deildarinnar sem stendur.
79. mín
Inn:Guðmundur Böðvar Guðjónsson (Fjölnir) Út:Gunnar Valur Gunnarsson (Fjölnir)
81. mín
Fjölnismenn áttu þetta skilið, að jafna leikinn. Það er búið að vera jafnræði með liðunum og ekki auðvelt að segja að annað hvort liðið hafi verið betra.
87. mín
Fjölnismenn eru mun líkegri til að bæta við heldur en Blikar og eru aðgangsharðir á vallarhelming Blika.
89. mín
Inn:Elvar Páll Sigurðsson (Breiðablik) Út:Stefán Gíslason (Breiðablik)
89. mín
Inn:Viðar Ari Jónsson (Fjölnir) Út:Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
90. mín
Venjulegum leiktíma er lokið. Væntanlega tveim til þrem mínútum bætt við.
Leik lokið!
Leiknum er lokið með jafntefli. Umfjöllun og viðtöl koma innan skamms á síðuna.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason ('68)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
7. Stefán Gíslason ('89)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Árni Vilhjálmsson ('75)
18. Finnur Orri Margeirsson
21. Baldvin Sturluson
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
6. Jordan Leonard Halsman
15. Davíð Kristján Ólafsson
17. Elvar Páll Sigurðsson ('89)
22. Ellert Hreinsson ('75)

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Baldvin Sturluson ('12)

Rauð spjöld: