KA
2
2
ÍA
Arsenij Buinickij '2 1-0
1-1 Garðar Gunnlaugsson '19
Hallgrímur Mar Steingrímsson '49 , víti 2-1
2-2 Þórður Þorsteinn Þórðarson '51
20.09.2014  -  14:00
Akureyrarvöllur
1. deild karla 2014
Aðstæður: Logn, nokkuð svalt en frábært fótboltaveður
Dómari: Jan Eric Jessen
Byrjunarlið:
Baldvin Ólafsson
Srdjan Rajkovic
5. Gauti Gautason
5. Karstern Vien Smith
7. Ævar Ingi Jóhannesson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
10. Arsenij Buinickij ('85)
11. Jóhann Helgason
22. Hrannar Björn Steingrímsson
25. Edin Beslija
30. Bjarki Þór Viðarsson

Varamenn:
2. Bjarni Mark Antonsson
4. Ólafur Aron Pétursson
14. Ólafur Hrafn Kjartansson ('85)
19. Stefán Þór Pálsson
26. Ívar Sigurbjörnsson

Liðsstjórn:
Davíð Rúnar Bjarnason
Eggert Högni Sigmundsson

Gul spjöld:
Karstern Vien Smith ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leikurinn byrjaði ágætlega en svo fjaraði þetta út yfir í hálfgerð leiðindi. Verður að teljast eðlilegt þar sem tímabilið var búið hjá þessum liðum fyrir leik, við fengum þó fjögur mörk. Viðtöl og umfjöllun væntanleg
90. mín Gult spjald: Karstern Vien Smith (KA)
89. mín
Hallgrímur Mar með skot rétt fyrir utan vítateig sem rúllar framhjá markinu.
87. mín
Fín sending fyrir á Wentzel Steinarr sem er aleinn en skallinn hjá honum er vægast sagt dapur, beint á Rajkovic í marki KA.
86. mín
Þessi leikur er að fjara út, við viljum stripparann aftur til að hressa upp á þetta.
85. mín
Inn:Sindri Snæfells Kristinsson (ÍA) Út:Gylfi Veigar Gylfason (ÍA)
85. mín
Inn:Ólafur Hrafn Kjartansson (KA) Út:Arsenij Buinickij (KA)
84. mín
Hvað í lífinu....? Hér bakvið annað markið er nokkuð þéttur og nakinn karlmaður á hlaupum. Hann hvarf svo fljótlega aftur, grunar að þetta hafi verið steggjun en vá hvað þetta var grillað augnablik.
83. mín
Edin Beslija með annað skot rétt fyrir utan teig en það fer beint á Pál Gísla í marki ÍA.
81. mín
Heimamenn með ágætis sókn upp hægri vænginn sem endaði á því að Hallgrímur á sendingu fyrir beint á Ævar Inga sem hittir boltann alveg hræðilega, illa farið með gott færi.
79. mín
Inn:Wentzel Steinarr R Kamban (ÍA) Út:Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)
Þórður haltrar útaf
71. mín Gult spjald: Ingimar Elí Hlynsson (ÍA)
68. mín
Arsenji kemst upp hægri vænginn og inn í þátt að marki, reynir að klobba Pál Gísla í markinu sem nær að verja og vörnin hreinsar frá.
66. mín
Ævar Ingi er við það að sleppa í gegnum vörn ÍA en boltinn skoppar upp í hendina á honum, aukaspyrna réttilega dæmd.
63. mín
Inn:Ingimar Elí Hlynsson (ÍA) Út:Eggert Kári Karlsson (ÍA)
58. mín
Beslija með skot rétt fyrir utan teig sem Páll Gísli ver í horn. Hornspyrnan er léleg og vörnin á auðvelt með að hreinsa.
51. mín MARK!
Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)
Þórður jafnar eftir horn, boltinn kemur fyrir markið þar sem Skagamaður skallar boltann áfram á Þórð sem skilar honum í netið.
49. mín Gult spjald: Páll Gísli Jónsson (ÍA)
Einhver fékk spjald fyrir mótmæli, sýndist það vera Páll Gísli en það var mikil hópur í kringum dómara leiksins eftir að hann dæmdi víti. Ég held mig við það að Páll hafi komið hendi í boltann en það breytir því ekki að heimamenn eru komnir yfir.
49. mín Mark úr víti!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Stoðsending: Ævar Ingi Jóhannesson
Hallgrímur afgreiðir vítið örugglega í netið
48. mín
Víti! Heimamenn fá víti, þetta virkaði tæpt... Gísli virtist ná til boltans en Jan Eric er ekki sammála mér.
46. mín
Jan Eric flautar og seinni hálfleikurinn rúllar af stað
45. mín
Hálfleikur
Líflegur og fjörugur leikur hér á Akureyrarvelli
45. mín
Skagamenn eru að pressa duglega hér undir lok hálfleiksins, Gylfi Veigar með sendingu fyrir sem fer í gegnum allt og alla.
41. mín
Eggert Kári með fína sendingu fyrir mark KA þar sem Garðar Gunnlaugs er mættur og nær skoti á mark sem Rajkovic ver nokkuð auðveldlega.
40. mín
Hallgrímur Mar með snúning rétt fyrir utan teig og laglegt skot sem Páll Gísli slær yfir markið, ekkert verður úr horninu.
33. mín
Þórður Þorsteinn er líflegur á vinstri vængnum, á fínasta sprett núna sem endar með skoti rétt framhjá marki KA.
30. mín Gult spjald: Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Arnar með einhverja handavinnu þarna inn á miðju sem Jan Eric var ekki sáttur með.
27. mín
Úfff... Darren Lough með fast skot fyrir utan sem beint í hausinn á Hrannari, þetta hefur verið alveg hressilega vont en hann heldur áfram, hvað sérðu marga bolta Hrannar?
25. mín
Líflegur og hress leikur íg angi hér, bæði lið sækja en nenna lítið að vanda sig í því að verjast. Við eigum von á því að fá fleiri mörk ef þetta heldur svona áfram.
19. mín MARK!
Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Garðar er búinn að jafna! Miðverðir KA virkuðu alveg gjörsamlega týndir, Garðar nær að hnoðast í gegn og á gott skot sem fer í innanverða stöninga og út. Þar er Garðar aftur grimmastur og klárar færið í tilraun tvö, vel gert!
15. mín
Dauðafæri! Hrannar Steingríms fer upp hægri vænginn og á frábæra sending fyrir þar sem bæði Ævar Ingi og Arsenji eru að koma á sprettinum en hvorugur þeirra nær að komast í boltann.
13. mín
Færi... Garðar Gunnlaugs með skalla framhjá eftir góða sendingu fyrir af vinstri vængnum.
12. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins hjá ÍA. Þórður Þorsteinn á sendinguna fyrir þar sem Ármann Pétur stangar hann í átt að marki en Rajkovic er vel staðsettur og grípur boltann örugglega.
8. mín
Veitingarnar hér á Akureyrarvelli eru bara alls ekkert grín í dag, kex, snittur, heimagert konfekt og læti... ég er ekkert of viss um að ég hafi tíma til að skrifa nokkuð á milli bita, þvílík veisla!
7. mín
Hallgrímur Mar í fínu skotfæri rétt fyrir utan vítateig ÍA en hittir ekki boltann
2. mín MARK!
Arsenij Buinickij (KA)
Stoðsending: Ævar Ingi Jóhannesson
Arsenji kemur KA yfir með fyrsta færi leiksins! Sýndist þetta vera Ævar Ingi sem átti laglega stungusendingu inn á Arsenji sem kláraði færið örugglega.
1. mín
Jan Eric Jessen flautar leikinn á
Kristján Blær Sigurðsson
Fyrir leik
Hér er allt að verða klárt og liðin ganga inn á grasið. Mætingin gæti auðveldlega verið betri en vonum að heimamenn séu seinir frekar en fjarverandi.
Kristján Blær Sigurðsson
Fyrir leik
Samkvæmt sögum hér á Akureyrarvelli er Fannar Hafsteinsson, ungi og efnilegi markmaður KA, á leið í aðgerð á hné bráðlega. Þetta hefur ekki verið tímabilið sem hann og stuðningsmenn KA vonuðust eftir en hann hefur aðeins náð að spila fjóra deildarleiki í sumar vegna meiðsla.
Kristján Blær Sigurðsson
Fyrir leik
Leikmenn ÍA eiga enn von á því að næla í efsta sætið en vonin er þó lítið annað en bara tölfræðileg. Það sem þarf að gerast til að ÍA nái efsta sætinu er að þeir þurfa að sigra hér í dag og treysta á það að Tindastóll nái í sinn fyrsta útisigur á þessu tímabili og það á Leiknisvelli. Furðulegri hlutir hafa jú gerst í þessu sporti en vonin er veik í besta falli.
Kristján Blær Sigurðsson
Fyrir leik
Það er nóg af breytingum hjá ÍA í dag, úr byrjunarliðinu fara þeir Árni Snær Ólafsson, Ingimar Elí Hlynsson, Teitur Pétursson, Hjörtur Júlíus Hjartarson og Jón Vilhelm Ákason. Inn koma þeir Páll Gísli Jónsson, Arnar Már Guðjónsson, Þórður Þorsteinn Þórðarson, Eggert Kári Karlsson og Gylfi Veigar Gylfason.
Kristján Blær Sigurðsson
Fyrir leik
Eina breytingin á byrjunarliði KA er að fyrirliðinn Atli Sveinn er ekki með í dag en hann tekur úr leikbann, inn í hans stað kemur Baldvin Ólafsson.
Kristján Blær Sigurðsson
Fyrir leik
Það er komið að því, ég komst inn! Gosmóðan, mökkurinn, þokan eða hvað sem fólk vill kalla þetta furðulega fyrirbæri sem hangir hér í loftinu virðist hafa ruglað starfsmenn hér aðeins á Akureyrarvelli þar sem það mætti ekki neinn með lykla að blaðamannaherberginu. Það er búið að redda þessu núna, þá hefst gleðin.
Kristján Blær Sigurðsson
Fyrir leik
Velkomin í beina lýsingu frá leik KA og ÍA á Akureyrarvelli. Starfsmaður Fotbolta.net er læstur úti þar sem enginn starfsmaður er mættur á Akureyrarvöll en hann hefur beina lýsingu um leið og honum verður hleypt inn í blaðamannaherbergið.
Jón Stefán Jónsson
Byrjunarlið:
Páll Gísli Jónsson
Arnar Már Guðjónsson
Ármann Smári Björnsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('79)
8. Hallur Flosason
17. Andri Adolphsson
19. Eggert Kári Karlsson ('63)
20. Gylfi Veigar Gylfason ('85)
27. Darren Lough
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
3. Sindri Snæfells Kristinsson ('85)

Liðsstjórn:
Teitur Pétursson
Ingimar Elí Hlynsson

Gul spjöld:
Arnar Már Guðjónsson ('30)
Páll Gísli Jónsson ('49)
Ingimar Elí Hlynsson ('71)

Rauð spjöld: