Norðurálsvöllurinn
sunnudagur 07. júní 2015  kl. 19:15
Pepsi-deild karla 2015
Dómari: Pétur Guðmundsson
ÍA 0 - 0 Fylkir
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
0. Ármann Smári Björnsson
0. Arnór Snær Guðmundsson ('81)
0. Ingimar Elí Hlynsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
6. Albert Hafsteinsson
10. Jón Vilhelm Ákason ('66)
13. Arsenij Buinickij
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('87)
27. Darren Lough
31. Marko Andelkovic

Varamenn:
3. Sindri Snæfells Kristinsson
10. Steinar Þorsteinsson
15. Teitur Pétursson
20. Gylfi Veigar Gylfason ('81)
23. Ásgeir Marteinsson ('66)

Liðstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Arnar Már Guðjónsson

Gul spjöld:
Arnór Snær Guðmundsson ('5)
Ingimar Elí Hlynsson ('20)
Þórður Þorsteinn Þórðarson ('39)
Albert Hafsteinsson ('64)
Marko Andelkovic ('70)
Árni Snær Ólafsson ('80)

Rauð spjöld:
@arnardadi Arnar Daði Arnarsson
95. mín Leik lokið!
Markalaust hér á Skaganum. Hef séð skemmtilegri leiki, viðurkenni.

Viðtöl og Skýrslan síðar í kvöld. Góðar stundir.
Eyða Breyta
88. mín
Varamaðurinn, Davíð Einarsson með skot innan teigs rétt framhjá nærstönginni!
Eyða Breyta
87. mín Arnar Már Guðjónsson (ÍA) Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)

Eyða Breyta
84. mín
Þarna var hætta á ferðum!

Eftir horn tekur Ólafur Valur sína aðra bakfallspyrnu í leiknum, og aftur fer hún yfir markið.
Eyða Breyta
81. mín Gylfi Veigar Gylfason (ÍA) Arnór Snær Guðmundsson (ÍA)
Arnór Snær fer meiddur af velli.
Eyða Breyta
80. mín Gult spjald: Árni Snær Ólafsson (ÍA)
Veit nú ekki almennilega fyrir hvað. Annað hvort fyrir töf eða að ætla að taka aukaspyrnuna á vitlausum stað og ekki fara eftir ráðleggingum Péturs.
Eyða Breyta
79. mín
Ragnar Bragi sem hefur verið einn frískasti leikmaður vallarins, átti rétt í þessu skot sem fór beint á Árna Snæ. Hefði þurft að vanda skotið betur þarna, strákurinn.
Eyða Breyta
79. mín Davíð Einarsson (Fylkir) Ingimundur Níels Óskarsson (Fylkir)

Eyða Breyta
76. mín
Ásgeir Marteinsson með skot beint á Bjarna Þórð. Ágætis tilraun en Bjarni Þórður vel staðsettur.
Eyða Breyta
75. mín
Ólafur Valur reynir bakfallspyrnu, sem endar nokkuð framhjá.

Hann er kominn á hægri kantinn og Ásgeir Marteins. á þann vinstri.
Eyða Breyta
72. mín
Jóhannes Karl með skot rétt framhjá fjærstönginni. Þarna munaði nánast engu!
Eyða Breyta
71. mín Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir) Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
Fyrsta skipting Fylkis.
Eyða Breyta
70. mín Gult spjald: Marko Andelkovic (ÍA)
Marko er orðinn pirraður og brýtur kjánalega á Jóa Kalla og fær spjald fyrir.
Eyða Breyta
68. mín
Marko Andelkovic fellur við vítateigslínu Fylkis en Pétur dæmir ekkert. Marko brjálaður!
Eyða Breyta
66. mín Ásgeir Marteinsson (ÍA) Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
Hefur ekki mikið sést til Jóns í leiknum. Hann haltrar af velli. Meiddur? Vonum ekki.
Eyða Breyta
65. mín
Jæja, Jóhannes Karl. Þetta var ein léleg aukaspyrna.
Eyða Breyta
64. mín Gult spjald: Albert Hafsteinsson (ÍA)
Brýtur á Ásgeiri Berki. Skotfæri fyrir Jóhannes Karl!
Eyða Breyta
63. mín Gult spjald: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
Hann er kominn í bókina hjá Pétri.
Eyða Breyta
62. mín
Ármann Smári skallar boltann frá eftir aðra hornspyrnu Jóa Kalla.
Eyða Breyta
61. mín
Jóhannes Karl tekur hornspyrnu sem Oddur Ingi skallar að marki en Skagamenn hreinsa í annað horn.
Eyða Breyta
57. mín
Lang besta færi leiksins. Loksins loksins.

Allt í einu eru 57 mínútur liðnar og ekkert að frétta. Nú þurfa þjálfarar liðanna, þá sérstaklega Gunnlaugur þjálfari ÍA að fara koma með ferskar fætur inn á völlinn.
Eyða Breyta
56. mín
DAUÐAFÆRI!

Ingimundur Níels með góða fyrirgjöf frá hægri, Albert Brynjar skallar í stöngina af stuttu færi og í kjölfarið átti Oddur Ingi þrumuskot yfir markið af stuttu færi! Þarna voru Skagamenn stálheppnir!
Eyða Breyta
51. mín
Loksins eitthvað, Ólafur Valur með fyrirgjöf frá vinstri sem fer framhjá fjærstönginni. Sóknarmenn ÍA náðu ekki til boltans. Smá hætta.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikurinn er byrjaður. Engar breytingar sjáanlegar í hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín
Seinni hálfleikurinn fer að byrjar. Fylkismenn eru mættir út á gras og í kjölfarið mæta leikmenn ÍA.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Loksins hugsar fólkið líklega í stúkunni. Að minnsta kosti, er ég feginn að þessum hálfleik sé lokið.

Markalaust, fá færi og lítil gæði í knattspyrnunni.
Eyða Breyta
45. mín Gult spjald: Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Fyrsta spjald Fylkis í leiknum og það fjórða í leiknum. Braut lítillega á Marko, en uppsafnað.
Eyða Breyta
41. mín
Lélegur leikskilningur Pétur Guðmundsson.

Skagamenn brjóta af sér en Tómas Joð heldur áfram og keyrir upp vinstri vænginn. Virtist sem Pétur væri orðinn þreyttur og vildi aðeins hvíla sig og flautaði því brot, allt, alltof seint. Kjánalegt í meira lagi.
Eyða Breyta
40. mín
Oddur Ingi með aukaspyrnuna sem fór í gegnum allan pakkann. Þarna fór eitthvað úrskeiðis, því enginn Fylkismaður kom á ferðinni.
Eyða Breyta
39. mín Gult spjald: Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)
Þriðja spjald ÍA í leiknum.

Braut á Ragnari Braga vintra megin við teiginn.
Eyða Breyta
34. mín
Skagamenn aðeins búnir að hressast síðustu mínútur án þess að ná að skapa sér eitt né neitt.

Hvernig ætla Skagamenn að skora mörk?
Eyða Breyta
29. mín
Pétur Guðmundsson þetta er spjald!

Marko Andelkovic rífur Tómas Joð niður. Algjörlega fáránlegt og Pétur sleppir honum við spjald.
Eyða Breyta
26. mín
Oddur Ingi með skot að marki eftir fyrirgjöf frá Tómasi Joð. Varnarmaður ÍA náði að henda sér fyrir boltann á síðustu stundu og boltinn rétt yfir þverslánna.

Það verður að segjast að Fylkismenn hafa fengið töluvert hættulegri færi í leiknum.
Eyða Breyta
22. mín
Arsenij með aukaspyrnu fyrir Skagamenn sem Tonci skallar í horn. Var undan Ármanni Smára í boltann.
Eyða Breyta
21. mín
ÞÞÞ ver á línu eftir skalla Ragnars Braga. Árni Snær í einhverjum vandræðum og Þóður Þorsteinn einnig en á síðustu stundu nær Þórður að bjarga á síðustu stundu.

Þetta var skondið atvik. Virtist vera lítil hætta, skalli Ragnars var laus en þetta þarf víst ekki alltaf að vera fast.
Eyða Breyta
20. mín Gult spjald: Ingimar Elí Hlynsson (ÍA)
Braut á Jóa Kalla.

Það verður síðan ekkert úr aukaspyrnu Fylkismanna, nema það að Árni Snær greip hana auðveldlega.
Eyða Breyta
16. mín
Andrés Már með hörku skot rétt fyrir utan teig en framhjá fjærstönginni fór boltinn.

Leikurinn er í miklu jafnvægi fyrsta korterið.
Eyða Breyta
15. mín
Ólafur Valur og Darren Lough lágu báðir á vellinum og þurftu aðhlynningu. Darren Lough þó eini sem fór af velli og Ólafur Valur hélt áfram leik.
Eyða Breyta
14. mín
Ásgeir Börkur er líklega í stærstu stuttbuxum sem hann fann í búningasettinu.

Það sést gjörsamlega ekki í hnéð á honum, þær eru svo síðar.
Eyða Breyta
9. mín
Oddur Ingi brýtur á Ingimar Elí. Marko Andelkovic tekur spyrnuna á miðjum vallarhelmingi Fylkis.

Jóhannes Karl skallar boltann frá.
Eyða Breyta
7. mín
Albert Brynjar í dauðafæri!

Oddur Ingi vinnur kapphlaupið á hægri kantinum, sendir fyrir á Albert sem fær tíma til að snúa með boltann en virðist of kærulaus og skot hans endar í varnarmanni ÍA og aftur fyrir.

Ekkert verður síðan úr horninu.
Eyða Breyta
6. mín
Jóhannes Karl tekur spyrnuna, sem varnarmaður Skagamanna ætlar að hreinsa frá en hittir boltann illa og boltinn endar í höndum Árna Snæs.

Spyrnan hjá Jóhannesi, hefði tvímælalust mátt vera betri. Hærri jafnvel.
Eyða Breyta
5. mín Gult spjald: Arnór Snær Guðmundsson (ÍA)
Arnór Snær togar Ragnar Braga niður, þegar hann er við það að sleppa í gegn. Hárréttur dómur hjá Pétri.
Eyða Breyta
2. mín
Andrés Már byrjar í hægri bakverði Fylkis.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Jóhannes Karl byrjar leikinn með því að skjóta að marki ÍA frá miðju.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikurinn fer að hefjast.

Karl Þórðarson fyrrum leikmaður ÍA varð sextugur á dögunum. Fyrir leik fékk hann myndarlega gjöf frá knattspyrnudeild ÍA. Óskum Karli til hamingju með afmælið!
Eyða Breyta
Fyrir leik
12 mínútur í leik og það er rosalega fámennt hérna í stúkunni. Það verður bara að segjast.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikmenn ÍA eru að æfa stutta-spilið vel í upphitun. Tiki-Taka. Það verður fróðlegt að sjá hvernig til tekst þegar leikurinn byrjar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Jóhannes Karl er eins og fyrr segir í byrjunarliði Fylkis í dag. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem Jóhannes Karl mætir ÍA? Það held ég.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er kalt hérna á Skaganum. Minn hita upp ýmis í buxum, peysum, úlpum, húfum og vettlingum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA gerir tvær breytingar á sínu liði frá síðasta deildarleik. Ingimar Elí Hlynsson og Ólafur Valur Valdimarsson koma inn í liðið í stað Arnars Más og Ásgeirs Marteins.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ásgeir Börkur, Ingimundur Níels, Jóhannes Karl og Tómas Þorsteinsson koma inn í byrjunarlið Fylkis. Í stað Daða Ólafs., Elís Rafns, Stefáns Ragnars og Ásgeirs Arnar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Daði Ólafsson er ekki í hóp hjá Fylki í dag og Elís Rafn fer á bekkinn frá tapleiknum gegn Val í síðasta deildarleik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ingimar Elí Hlynsson og Ólafur Valur Valdimarsson koma inn í byrjunarlið ÍA frá síðasta deildarleik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ingimundur Níels Óskarsson kemur aftur inn í byrjunarlið Fylkis en hann byrjaði á bekknum í síðasta deildarleik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar á .net var Kristján Jónsson blaðamaður á Morgunblaðinu.

ÍA 0 - 1 Fylkir (sunnudag 19:15)
Skagamenn virðast mega illa við því að missa Garðar Gunnlaugs úr sókninni. Ég held að þessi leikur verði stöðubarátta og ekki mjög fjörugur. Andrés skorar eina markið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Til þess að ÍA ætli sér að vinna þennan leik, þá verða þeir að skora mark og/eða mörk. Það hefur þeim ekki tekist í síðustu þremur leikjum. Aðeins hafa þeir skorað þrjú mörk í fyrstu sex leikjunum í deildinni, auk þess sem þeir skoruðu ekki í bikarleiknum gegn Fjölni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
ÍA er í 10. sæti deildarinnar með 4 stig á meðan Fylkir eru í 8. sæti með 8 stig.

Verður að segjast, að bæði lið hafa nokkurnvegin valdið vonbrigðum í byrjun sumars og hefðu án efa viljað vera með fleiri stig í pokanum.

Þetta er því mikilvægur leikur fyrir bæði lið að rífa sig í gang og safna fleiri stigum í pokann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Skipa-Skaga.

Hér í kvöld eigast við ÍA og Fylkir í Pepsi-deild karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:15.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
0. Bjarni Þórður Halldórsson
0. Oddur Ingi Guðmundsson ('71)
0. Ragnar Bragi Sveinsson
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
4. Tonci Radovinkovic
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('79)
8. Jóhannes Karl Guðjónsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
10. Andrés Már Jóhannesson
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Tómas Þorsteinsson

Varamenn:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
11. Kjartan Ágúst Breiðdal
20. Stefán Ragnar Guðlaugsson
21. Kolbeinn Birgir Finnsson
22. Davíð Einarsson ('79)
24. Elís Rafn Björnsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson ('71)

Liðstjórn:

Gul spjöld:
Ragnar Bragi Sveinsson ('45)
Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('63)

Rauð spjöld: