Kópavogsvöllur
mánudagur 17. ágúst 2015  kl. 18:00
Pepsi-deild karla 2015
Dómari: Valdimar Pálsson
Breiðablik 3 - 1 ÍA
1-0 Jonathan Glenn ('47)
1-1 Albert Hafsteinsson ('83)
2-1 Jonathan Glenn ('88)
3-1 Jonathan Glenn ('90)
Byrjunarlið:
0. Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
7. Kristinn Jónsson
8. Arnþór Ari Atlason ('69)
17. Jonathan Glenn
22. Ellert Hreinsson ('70)
29. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
45. Guðjón Pétur Lýðsson ('89)

Varamenn:
24. Aron Snær Friðriksson (m)
10. Atli Sigurjónsson ('70)
15. Davíð Kristján Ólafsson ('89)
21. Guðmundur Friðriksson
30. Andri Rafn Yeoman ('69)

Liðstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@alexander_freyr Alexander Freyr Tamimi
90. mín Leik lokið!
BLIKAR VINNA 3-1 SIGUR GEGN ÍA!!! Sanngjarn sigur, það var Jonathan Glenn sem tryggði sigurinn með þrennu!! Blikar hefðu getað skorað svo miklu meira, en svekkjandi fyrir Skagamenn sem jöfnuðu á 83. mínútu! Viðtöl og skýrsla á leiðinni!
Eyða Breyta
90. mín MARK! Jonathan Glenn (Breiðablik)
MAAAAAAAAAAAARK!!! JONATHAN GLENN FULLKOMNAR ÞRENNUNA!!!! Árni Snær fór fram í hornspyrnu, Blikar ná boltanum og Glenn geysist upp völlinn og skorar í autt markið!!! 3-1 Blikar!!
Eyða Breyta
89. mín Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik) Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
Blikar gera sína síðustu skiptingu.
Eyða Breyta
88. mín MARK! Jonathan Glenn (Breiðablik), Stoðsending: Atli Sigurjónsson
MAAAAAAAAAAAAARK!!!!! JONATHAN GLENN SKORAR MEÐ ÖÐRUM FRÁBÆRUM SKALLA!!! ÞVÍLÍK DRAMATÍK Í KÓPAVOGINUM!!! Frábær fyrirgjöf frá varamanninum Atla Sigurjónssyni og Glenn stangar boltann í netið og skorar sitt annað mark!!! Virkilega vel gert. Skagamenn hins vegar gjörsamlega brjálaðir því þeir vildu meina að brotið hefði verið á þeirra leikmanni í sókn á undan. Ekkert var dæmt og Blikar skjótast í sókn og skora.
Eyða Breyta
87. mín Hallur Flosason (ÍA) Albert Hafsteinsson (ÍA)
Skagamenn gera breytingu, Hallur Flosason kemur inn fyrir markaskorarann Albert.
Eyða Breyta
86. mín
USS!! Arnar Már með þrumuskot langt utan af velli og Gunnleifur ver en missir boltann frá sér! Munaði engu að Jón Vilhelm kæmist í boltann en Gunnlaugur náði að grípa hann á undan.
Eyða Breyta
85. mín
Þvílíkur dugnaður, eljusemi og seigla í Skagamönnum. Þeir neituðu að gefast upp og áttu þokkalegar rispur, héldu áfram að reyna að sækja. Það gekk ekkert sérstaklega vel hjá þeim en þeir voru samt alltaf að feta sig nær og nær, fengu nokkrar hornspyrnur og voru beittari.
Eyða Breyta
83. mín MARK! Albert Hafsteinsson (ÍA)
HAHAHA!!! SKAGAMENN ERU AÐ JAFNA METIN!!!!! STÓRKOSTLEGT MARK HJÁ ALBERTI HAFSTEINSSYNI!!! Hann fékk boltann vel fyrir utan teiginn og smurði hann í netið með stórglæsilegu skoti!! Virkilega vel gert hjá Alberti og staðan er 1-1!!! Munu Skagamenn refsa Blikum hart fyrir að hafa misnotað öll þessi dauðafæri?? Það er allavega ekki mikið eftir!
Eyða Breyta
82. mín Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA) Ingimar Elí Hlynsson (ÍA)
Skagamenn gera sína aðra breytingu. Ingimar Elí á spjaldi og er tekinn út af.
Eyða Breyta
76. mín
Blikar sækja hinu megin og eru hársbreidd frá því að skora!! Boltinn berst á Atla Sigurjónsson sem skýtur rétt yfir markið!
Eyða Breyta
76. mín
Skagamenn neita að gefast upp, voru þrír á þrjá en fara afar illa að ráði sínu! Væri það nú ekki magnað ef þessi leikur endaði með jafntefli??
Eyða Breyta
70. mín Atli Sigurjónsson (Breiðablik) Ellert Hreinsson (Breiðablik)
Blikar gera aðra mjög rökrétta skiptingu.
Eyða Breyta
70. mín Gult spjald: Ingimar Elí Hlynsson (ÍA)
Ingimar Elí fær að líta gula spjaldið eftir brot og stórhættuleg aukaspyrna fylgir í kjölfarið, en enn og aftur sleppa Skagamenn með skrekkinn!!
Eyða Breyta
69. mín Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Blikar gera skiptingu, Arnþór Ari búinn að vera lítið áberandi í seinni hálfleik.
Eyða Breyta
63. mín
Dauða dauða dauðafæri!! Oliver með flottan bolta á Kristin Jónsson sem kemur með hörku fyrirgjöf, beint á Guðjón Pétur sem þrumar á markið, en Árni Snær ver enn og aftur frábærlega!!
Eyða Breyta
62. mín
Allt annað að sjá Skagamenn núna, Arnar Már lætur vaða fyrir utan teig og skot hans fer rétt framhjá! Fín tilraun.
Eyða Breyta
59. mín
Hörkufæri hjá Skagamönnum! Ásgeir Marteinsson er að gera góða hluti fyrir sóknarleikinn þeirra. Hann geysist upp völlinn og kemur með hörku fyrirgjöf, Ingimar Elí Hlynsson mætir askvaðandi á fjærstöngina og lætur vaða en skýtur í hliðarnetið. Hefði mátt allavega reyna á Gulla þarna!
Eyða Breyta
55. mín
ARNAR MÁR SKALLAR BOLTANN Í SLÁNA!!! Langt innkast berst inn í markteig og Arnar Már veður fram og skallar boltann, en í slána og yfir! Þarna skall hurð afar nærri hælum!
Eyða Breyta
55. mín
Hætta við mark Blika eftir að Garðar Gunnlaugsson fær boltann í teig eftir hörku fyrirgjöf frá vinstri, en skot hans fer í varnarmenn Blika sem bjarga svo í innkast.
Eyða Breyta
50. mín
Skagamenn fá hornspyrnu en ekkert verður úr henni. Blikar sækja hratt upp, Guðjón Pétur fíflar Darren Lough og fiskar svo hornspyrnu þegar hann ætlar að koma boltanum inn í.
Eyða Breyta
47. mín MARK! Jonathan Glenn (Breiðablik), Stoðsending: Arnór Sveinn Aðalsteinsson
MAAAAAAAAARK!!! ÞARNA BRJÓTA BLIKAR ÍSINN, ÞEIR HALDA ÁFRAM ÞAR SEM ÞEIR ENDUÐU FYRRI HÁLFLEIK!! Arnór Sveinn með frábæra fyrirgjöf og Jonathan Glenn mætir askvaðandi í teiginn og skallar boltann í netið! Reyndar varði Árni Snær en náði ekki að slá boltann út, heldur varði hann inn!! Verðskulduð forysta Blika!
Eyða Breyta
46. mín
Að því sögðu hefst leikurinn á ný!
Eyða Breyta
46. mín Ásgeir Marteinsson (ÍA) Gylfi Veigar Gylfason (ÍA)
Skagamenn gera það eina rétta í stöðunni, að breyta um leikkerfi. Gylfi fer út af og Ásgeir Marteinsson inn á. Sjáum hvort þeir fái þá ekki á sig 30 dauðafæri í seinni hálfleiknum.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Flautað til leikhlés, staðan er enn 0-0. Gjörsamlega fáránlegt að svo sé.. Blikar hljóta að vera ótrúlega fúlir að hafa ekki nýtt þvílíka yfirburði sína. Skagamenn fara hressir inn í leikhlé en þurfa heldur betur að taka sinn leik í gegn ef þeir ætla ekki að tapa þessu.
Eyða Breyta
44. mín
ERTU EKKI AÐ KIDDA MIG??? Jonathan Glenn skýtur yfir úr algeru dauðafæri eftir þessa hornspyrnu! Ég hef aldrei á lífsleiðinni séð jafn mikla yfirburði í fótboltaleik þar sem staðan er 0-0. Staðan gæti án gríns verið 7-0!
Eyða Breyta
43. mín
Blikar halda áfram að sækja látlaust og eru komnir með einhverjar níu eða tíu hornspyrnur, þetta er alveg magnað. Þeir verða brjálaðir ef þeir fara í leikhlé í stöðunni 0-0!
Eyða Breyta
37. mín
Mögnuð markvarsla hjá Árna Snæ!!! Blikum er ekki ætlað að skora!! Skalli af markteig eftir hornspyrnu en Árni ver meistaralega í annað horn! Þar skapast líka mikil hætta en boltinn endar hjá Árna. Það er alveg fáránlegt að horfa á þetta..
Eyða Breyta
34. mín
HVAÐ ER Í GANGI HÉRNA?? Ellert Hreinsson skýtur yfir fyrir opnu marki af meters færi!! Jonathan Glenn kom með frábæra sendingu á Höskuld sem kom með banvæna fyrirgjöf, en Ellert skýtur yfir!! Það að Blikar séu ekki búnir að skora í þessum leik er algjör skandall! Verð bara að segja það.
Eyða Breyta
32. mín
Áfram klúðrast dauðafærin! Boltinn berst inn í teig upp úr hornspyrnu en Arnþór Ari kixar hann!
Eyða Breyta
27. mín
HVERNIG ERU BLIKAR EKKI BÚNIR AÐ SKORA?? Fara enn og aftur illa með Skagavörnina, Arnór Sveinn kemur sér í mjög álitlegt skotfæri en skot hans fer rétt framhjá! Alveg magnað að Blikar séu ekki búnir að koma boltanum í netið, þeir hafa verið miklu, miklu hættulegri.
Eyða Breyta
24. mín
DAUÐAFÆRI!!! Hvað er í gangi þarna?? Langur bolti inn á Arnþór Ara sem virðist vera búinn að ákveða fyrirfram að hann sé rangstæður!! Hann allavega skýtur laust beint á Árna Snæ, gat gert mun betur þarna.
Eyða Breyta
19. mín
Blikar halda áfram að banka!! Frábær hornspyrna frá Guðjóni Pétri og Damir er með dauðafrían skalla en hamrar boltann yfir.
Eyða Breyta
18. mín
Þess má geta að Skagamenn eru að prófa að spila 3-5-2 sýnist mér. Það hefur ekki verið að virka alveg nógu vel, þeir eru búnir að vera mjög brothættir á köntunum og kantmenn hafa náð nokkrum hættulegum fyrirgjöfum til þessa.
Eyða Breyta
17. mín
Blikar hættulegir!! Flott rispa og fyrirgjöf frá Jonathan Glenn og boltinn fer á Höskuld sem reynir skotið en nær því ekki alveg nógu vel. Blikar halda boltanum, Guðjón Pétur kemur með frábæra stungusendingu á Jonathan Glenn en fyrsta snertingin svíkur hann.
Eyða Breyta
11. mín
Fyrsta alvöru færi Skagamanna, Arnar Már með flotta vippu á Garðar Gunnlaugsson sem lætur vaða, en Gunnleifur ver. Kom reyndar ekki að sök því búið var að flagga hann rangstæðan. Ágætis tilraun samt.
Eyða Breyta
8. mín
Þokkaleg sókn hjá Blikum sem vilja svo fá hendi þegar Guðjón Pétur kemur með fyrirgjöf sem fer af Darren Lough og til Árna Snæs í markinu. En ekkert dæmt. Annars hafa Skagamenn átt nokkrar rispur fram en lítið komið úr þeim ennþá.
Eyða Breyta
6. mín
Búið er að opna litlu gömlu stúkuna hinu megin við völlinn og fólk flykkist þangað í sólina. Ekkert að því!
Eyða Breyta
4. mín
Frábært færi hjá Blikum!! Kristinn Jónsson með banvæna fyrirgjöf í teiginn sem endar hjá Guðjóni Pétri, sem þrumar í fyrsta, en Árni Snær ver vel í horn! Ekkert verður úr horninu.
Eyða Breyta
3. mín
MARK!!! Höskuldur Gunnlaugsson kemur boltanum í netið en það er búið að flagga hann rangstæðan! Vel klárað hjá honum en því miður fyrir hann var þetta dæmt af, en réttur dómur virtist vera.
Eyða Breyta
1. mín
Blikar fá strax mjög góðan séns. Jonathan Glenn gerir vel og kemst í frábæra stöðu í teignum til að gefa fyrir en sending hans er afar slök og beint á Skagamann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn í Breiðabliki sem byrja með boltann. Þeir sækja í átt að Fífunni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er gott að sötra einn Kópavogsdjús áður en leikur hefst. Það klikkar ekki að hann er fullkomlega blandaður. En hér koma leikmennirnir inn á völlinn, þótt ótrúlegt sé fá ungir Blikar að leiða lið Breiðabliks inn á völlinn þó það séu engir ungir Skagamenn að leiða leikmenn ÍA inn á. Já, ég er að vísa í bikarúrslitaleikinn um daginn. Fátt sorglegra en brostnir draumar ungra krakka.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fimm mínútur í leik í frábæru veðri í Kópavoginum. Enn er unnið að því að úða vatni á völlinn á milljón, en ég vona innilega að vatnsdælan verði tekin af velli áður en leikur hefst. Annað væri bara mjög leiðinlegt og myndi gera leikmönnum erfitt fyrir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Rúmar 20 mínútur eru að leikurinn á Kópavogsvelli verði flautaður á. Það er fallegt veður í Kópavoginum í dag og kjöraðstæður til knattspyrnuiðkunnar. Vonandi eigum við von á stórskemmtilegum fótboltaleik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Blikar unnu í síðustu umferð góðan 1-0 sigur gegn nýkrýndum bikarmeisturum Vals á Laugardalsvelli, en skondið mark frá Jonathan Glenn skildi liðin að. ÍA tapaði 3-2 gegn FH í hörkuleik á Skaganum en fram að því hafði liðið tekið átta stig úr fjórum leikjum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið. Blikar eru í 3. sætinu með 29 stig, enn í bullandi toppbaráttu. Skaginn er með 17 stig í 9. sætinu, ekki langt frá fallsvæðinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús og má sjá hér að neðan. Blikar stilla upp óbreyttu liði frá 1-0 sigrinum gegn Val og Gylfi Veigar Gylfason kemur inn í lið Skagamanna.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þá fer að styttast í að byrjunarliðin komi. Alexander Freyr Einarsson heiti ég og mun lýsa þessum hörkuleik Breiðabliks og ÍA hér á Fótbolta.net. Leikurinn hefst eftir rúma klukkustund.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Af blikar.is:
ÍA er sá andstæðingur sem Breiðablik hefur næst oftast keppt við (104 leikir) í opinberri keppni frá byrjun. Flestir leikir Breiðabliks (117 leikir) frá upphafi hafa verið gegn liði Keflavíkur.

Samkvæmt vef KSÍ hafa lið Breiðabliks og ÍA mæst 69 sinnum í opinberri keppni frá 4. júlí 1971. ÍA hefur sigrað 36 viðureignir, Breiðablik 19 viðureignir og 14 leikir hafa endað með jafntefli. Breiðablik hefur skorað 94 mörk gegn 137 mörkum ÍA
Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
0. Arnar Már Guðjónsson
0. Ármann Smári Björnsson
0. Arnór Snær Guðmundsson
0. Ingimar Elí Hlynsson ('82)
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
6. Albert Hafsteinsson ('87)
10. Jón Vilhelm Ákason
20. Gylfi Veigar Gylfason ('46)
27. Darren Lough
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
8. Hallur Flosason ('87)
13. Arsenij Buinickij
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('82)
15. Teitur Pétursson
17. Ragnar Már Lárusson
23. Ásgeir Marteinsson ('46)

Liðstjórn:
Páll Gísli Jónsson

Gul spjöld:
Ingimar Elí Hlynsson ('70)

Rauð spjöld: