Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Víkingur R.
2
2
Breiðablik
0-1 Oliver Sigurjónsson '18
Vladimir Tufegdzic '47 1-1
1-2 Höskuldur Gunnlaugsson '71
Ívar Örn Jónsson '88 , víti 2-2
13.09.2015  -  17:00
Víkingsvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Dómari: Erlendur Eiríksson
Byrjunarlið:
1. Thomas Nielsen (m)
4. Igor Taskovic
7. Hallgrímur Mar Steingrímsson
8. Viktor Bjarki Arnarsson
10. Rolf Glavind Toft ('62)
11. Dofri Snorrason ('40)
12. Halldór Smári Sigurðsson
21. Arnþór Ingi Kristinsson
22. Alan Lowing
23. Finnur Ólafsson ('46)
25. Vladimir Tufegdzic

Varamenn:
12. Denis Cardaklija (m)
Stefán Þór Pálsson
3. Ívar Örn Jónsson ('46)
9. Haukur Baldvinsson
15. Andri Rúnar Bjarnason ('62)
16. Milos Zivkovic
24. Davíð Örn Atlason ('40)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Alan Lowing ('24)
Vladimir Tufegdzic ('54)
Arnþór Ingi Kristinsson ('77)
Hallgrímur Mar Steingrímsson ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Erlendur Eiríksson flautar hér til leiksloka!

Blikar máttu ekki við því að misstíga sig svona sérstaklega í ljósi sigurs FH í Kaplakrika.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni!
94. mín
Blikar fá hér hornspyrnu þegar uppbótartíminn er að renna út en ekkert kemur upp úr henni.
93. mín Gult spjald: Hallgrímur Mar Steingrímsson (Víkingur R.)
Fyrir að tefja
93. mín
Blikar reyna hér að koma boltanum fram völlinn hvað eftir annað en það er ekkert að virka - Víkingar oft búnir að koma hratt á móti til baka en ekkert dottið hvorugum megin.
88. mín Mark úr víti!
Ívar Örn Jónsson (Víkingur R.)
MAAAARK!!!

ÍVAR ÖRN BLÆS Á ALLAR VONIR BLIKA UM AÐ SIGLA ÞESSUM LEIK, SEM OG TITLINUM HEIM.

Blikar hafa veifað Íslandsmeistaratitlinum bless. Það er svona nokkurn veginn þannig.
88. mín
Ívar Örn Jónsson fer á punktinn
87. mín
VÍTASPYRNA

VÍKINGAR FÁ VÍTASPYRNU HÉR Á 87. MÍNÚTU
83. mín
Inn:Guðmundur Friðriksson (Breiðablik) Út:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
82. mín
Inn:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) Út:Kristinn Jónsson (Breiðablik)
Addi Grétars hefur ekki viljað taka neina sénsa með Kidda eftir að hann fékk þetta hnjask áðan.
77. mín
Kiddi er staðinn aftur á fætur - Ekkert alverlegt.
77. mín Gult spjald: Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
Arnþór nartar aftan í Kidda Jóns sem liggur eftir.
75. mín
Jonathan Glenn vinnur boltann hér á miðjum vallarhelmingi Víkinga og leggur hann út á Höskuld - Höskuldur leggur hann svo niður á Andra Rafn sem á skot sem ratar beint á Thomas Nielsen.
71. mín MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Stoðsending: Andri Rafn Yeoman
MAAAARK!!!

FRÁBÆRLEGA AFGREITT HJÁ KRULLA GULL!

Andri Rafn fær boltann og geysist upp vinstri kantinn. Höskuldur er þar kominn inn fyrir framan mark Víkinga og fær ljúfa sendingu frá Andra Rafni. Höskuldur lætur sig svífa framhjá Allan Lowing, að mér sýnist, og staðsetja boltann fallega í marki Thomasar Nielsen.
69. mín
Inn:Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik) Út:Ellert Hreinsson (Breiðablik)
Rökrétt skipting hjá Adda Grétars. Ellert ekki búinn að ver líflegur og Guðjón Pétur er bara þannig týpa að hann er að fara að hafa áhrif á leikinn.
69. mín
Það virðist vera einhver pirringur í Blikaliðinu - Að minnsta kosti ekki mikill vilji sýnilegur.
68. mín
Arnþór Ingi fellur inni í vítateig Blika en það er púra dýfa. Aldrei víti.
62. mín
Inn:Andri Rúnar Bjarnason (Víkingur R.) Út:Rolf Glavind Toft (Víkingur R.)
60. mín
Vikes eiga hér ágætlega hættulega sók. Arnþór Ingi leggur boltann af vinstri kantinum inn í teiginn fyrir Vladimir Tufegdzic en Elfar Freyr nær að renna sér fyrir skotið og fær boltann í bakið.
57. mín Gult spjald: Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
57. mín
Blikarnir hafa ekki alveg fundið taktinn í þessum síðari hálfleik eftir að hafa fengið þetta mark beint í fésið.
54. mín Gult spjald: Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.)
Fyrir að hindra Gunnleif í útkasti.
53. mín
Eftir hornspyrnu sem Víkingar áttu verður mikill darraðadans inni í vítateig Blika. Gunnleifur nær að koma báðum höndum á boltann en missir hann svo frá sér. Eftir það nær hann boltanum svo aftur en virðist hafa meitt sig eitthvað í kjölfarið. Hann fær hér einhverja aðhlynningu en er kominn aftur í hanskana.
47. mín MARK!
Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.)
MAAAAARK!!

SKELFILEGT KLÚÐUR Í VÖRN BLIKA.

Talandi um að byrja seinni hálfleik af krafti!
Samskiptaleysi varnarmanna gestanna skilur Vladimir Tufegdzic einan á móti Gulla í markinu. Mjög öruggt mark.

Við erum komin með leik!
46. mín
Inn:Ívar Örn Jónsson (Víkingur R.) Út:Finnur Ólafsson (Víkingur R.)
Víkingar gerðu sína aðra breytingu á liði sínu í leikhlénu. Aukaspyrnu-Ívar leysir Finn Ólafs af hólmi.
46. mín
Þá erum við loksins komin aftur af stað! Ég ætla að tippa á að við fáum 2 mörk í síðari hálfleik. 1 á hvert lið. Ég er aftur á móti ekkert mjög góður að tippa.
45. mín
Hálfleikur
Bilkar hafa á heildina litið verið betri að því leitinu til að þeir hafa skapað sér mun fleiri færi - Víkingar verið hættulegir á köflum en ekki náð að skapa sér meira en 1-2 alvöru færi.
42. mín
Blikar fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Víkinga. Þegar Erlendur flautaði héldu nú flestir að dæma værið að vera brot á Oliver þar sem hann fór í tæklinguna á Viktori Bjarka. Það voru þó Blikar sem fengu spyrnuna.

Úr henni lyftir Oliver boltanum inn á Elfar Frey sem rétt svo nær ekki að skalla hann framhjá Thomasi.
40. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) Út:Dofri Snorrason (Víkingur R.)
Dofri hefur fengið eitthvað högg á sig. Sá þetta ekki nógu vel.
38. mín
Eftir ágætis uppspil rennir Arnór Sveinn boltanum inn í teig þar sem Höskuldur kemur í skotið. Það fer þó rétt framhjá markinu.
37. mín
Blikar færa boltann af hægri kantinum yfir á þann vinstri þar sem Kristinn Jónsson reynir skot að marki. Thomas Nielsen fær hann þó beint í fangið.
35. mín
Rolf Toft gabbar Elfar Frey nokkrum sinnum áður hann reynir stungusendingu inn á Vladimir. Hún er hins vegar allt of föst. Markspyrna.
33. mín
Víkingar fá hornspyrnu vinstra megin eftir að skot Rolf Toft fer í varnarmann og aftur fyrir. Hallgrímur Mar tekur hana en Gulli tekur þennan bolta aftur.

30. mín
Víkingar fá aukaspyrnu hérna á ágætis stað fyrir fyrirgjöf hérna á vinstri kantinum. Hallgrímur Mar tekur spyrnuna en Gulli plokkar þennan bolta auðveldlega úr loftinu.
24. mín Gult spjald: Alan Lowing (Víkingur R.)
Hvað var þetta????

Alan Lowing með fáránlega tæklingu á Jonathan Glenn, sem er nánast kominn einn innfyrir. Hann basically klippir Glenn bara niður.
23. mín
OK

Vladimir Tufegdzic er í mikilli baráttu við nýsnoðaðan Elfar Frey inni í teig. Vladimir lætur það ekkert trufla sig og tekur skotið á mark Gunnleifs Gunnleifssonar. Gulli er eitthvað aðeins kominn úr stöðu en nær RÉTT SVO að koma hægri fætinum fyrir skotið og bjarga þannig kláru marki.
22. mín
Oliver leggur boltann út til hliðar á Arnþór Ara sem reynir skot af ágætlega löngu færi en það skot fer langt, langt yfir markið.
19. mín
Þetta var án gríns sturlað mark.
Fólkið í stúkunni er enn þá að þurrka svitann af enninu, þetta var alvöru hiti.
18. mín MARK!
Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
MAAAAAARK!!!

ÞVÍLÍKT MARK. OLIVER MEÐ AUKASPYRNUTÆKNINA GJÖRSAMLEGA Á LÁSI.

Oliver Sigurjónsson ákvað bara að smella boltanum virkilega þægilega upp í hægra hornið beint úr auka, ekkert vesen. Thommi Nielsen átti ekki séns.
18. mín
Aukaspyrna á stóóórhættulegum stað fyrir Blikana! Ellert Hreinsson er felldur niður rétt fyrir utan vítabogann. Oliver stillir sér upp...
17. mín
Blikar fá enn eina aukaspyrnuna á vinstri kantinum. Oliver spyrnir þessari þó beint í fangið á Thomasi Nielsen.
15. mín
Það hefur verið mikill atgangur á vallarhelmingi Blika þegar heimamenn hafa verið að sækja og hafa Víkingar oftar en tvisvar heimtað að fá eitthvað fyrir sinn snúð en Erlendur Eiríksson er samur við sig, sem fyrr.
13. mín
Þá fá gestirnir hornspyrnu. Oliver tekur hana. Spyrnan í sjálfu sér er ekkert spes en Ellert Hreinsson skallar boltann út og hann skoppar upp í höndina á Vladimir. Oliver stillir sér enn og aftur upp, tekur spyrnuna í átt að marki Víkinga en Víkingar ná að skalla boltann úr hættu.
11. mín
Blikar fá hér aukaspyrnu á hættulegum stað, rétt fyrir utan teig Víkinga. Oliver Sigurjónsson tekur spyrnuna sem dettur rétt hægra megin framhjá marki Thomasar Nielsen.
9. mín
Rolf Toft reynir skot af frekar löngu færi en það fer beint í fangið á Gunnleifi í markinu.
7. mín
Hinum megin koma Víkingar af krafti! Rolf Toft á skot sem Gulli ver út úr teignum, Vladimir Tufegdzic reynir svo frákastið en skotið fer langt, langt yfir markið.
7. mín
Þarna mátti litlu muna! Höskuldur leggur boltann niður af vinstri kantinum niður á Andra Rafn Yeoman sem á frábært skot en það fer rétt framhjá!
5. mín
Víkingar byrja af örlítið meiri krafti hérna fyrstu 5 mínúturnar en hvorugt lið hefur þó skapað sér neitt enn þá. Fer tiltölulega rólega af stað.
1. mín
Leikur hafinn
Þá erum við komin af stað! Gestirnir byrja með boltann og leika í átt að Víkinni.
Fyrir leik
Jæja, þá labba leikmennirnir ásamt ungum knattspyrnuiðkendum Víkings inn á völlinn.

Það styttist í herlegheitin!
Fyrir leik
Fólk er að flykkjast í Víkina í þessum töluðu orðum, enda ekki seinna vænna. 5 mínútur í leik og við erum búin að fá að heyra alls konar tónlist hérna á Víkingsvellinum. Allt frá AC DC niður í One Direction.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin inn!

Heimamenn gera tvær breytingar á liði sínu síðan úr tapinu gegn FH. Arnþór Ingi Kristinsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson koma inn í stað Ívars Arnar Jónssonar og Davíðs Arnar Atlasonar.

Arnar Grétarsson gerir tvær breytingar á sínu liði síðan úr jafnteflinu gegn Leikni. Arnór Sveinn Aðalsteinsson kemur til baka úr leikbanni og Guðmundur Friðriksson sest á bekkinn. Atli Sigurjónsson er í leikbanni og kemur Andri Rafn Yeoman í hans stað á miðjunni.
Fyrir leik
Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Rosenborg, spáir gestunum sigri í dag.

Víkingur 0 - 1 Breiðablik
Þetta er hættulegur og erfiður leikur fyrir Blika því þeir verða að vinna til að halda pressunni á FH en Víkingar þurfa einn sigur til að tryggja sig í deildinni. Gulli heldur enn og aftur hreinu og Blikar setja eitt úr föstu leikatriði.
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik Víkings og Breiðabliks í 19. umferð Pepsi-deildarinnar.

Liðin hafa leikið 72 leik í öllum keppnum inni og úti frá upphafi. Tölfræðin í þessum leikjum er nokkuð jöfn. Blikasigrarnir eru 26 á móti 27 sigrum Vikinga og jafnteflin eru 19. Liðin hafa mæst 9 sinnum í efstu deild frá árinu 2000. Jafnt er á öllum tölum því Víkingar hafa sigrað í þremur leikjum, Blikar þremur og jafnteflin eru þrjú. (heimild: Blikar.is)

Breiðablik er í öðru sæti, sex stigum á eftir toppliði FH, og heldur í vonina um að ná toppsætinu. Toppliðin tvö eiga eftir að mætast. Atli Sigurjónsson er kominn með fjögur gul spjöld og verður í banni í dag.

Víkingur er í sjöunda sæti með 21 stig og ekki alveg laust við fallhættu. Sex stig eru niður í fallsæti.

Blikar unnu 4-1 sigur í Kópavogi þegar liðin léku í fyrri umferðinni. Kristinn Jónsson skoraði tvö mörk í þeim leik.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Arnþór Ari Atlason ('83)
17. Jonathan Glenn
19. Kristinn Jónsson ('82)
22. Ellert Hreinsson ('69)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
24. Aron Snær Friðriksson (m)
Kári Ársælsson
11. Gísli Eyjólfsson ('82)
21. Guðmundur Friðriksson ('83)
21. Viktor Örn Margeirsson
45. Guðjón Pétur Lýðsson ('69)

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Elfar Freyr Helgason ('57)

Rauð spjöld: