Kópavogsvöllur
sunnudagur 20. september 2015  kl. 16:30
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Hæg gola á hlið, völlurinn Bö-vélinni til sóma. Flottar aðstæður.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Breiðablik 2 - 1 FH
0-1 Atli Guðnason ('72)
1-1 Jonathan Glenn ('74)
2-1 Damir Muminovic ('77)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
0. Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f) ('63)
7. Kristinn Jónsson
8. Arnþór Ari Atlason ('61)
10. Atli Sigurjónsson
17. Jonathan Glenn ('91)
29. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
24. Aron Snær Friðriksson (m)
11. Gísli Eyjólfsson ('91)
21. Guðmundur Friðriksson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ellert Hreinsson ('63)
45. Guðjón Pétur Lýðsson ('61)

Liðstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Damir Muminovic ('37)
Arnþór Ari Atlason ('50)
Oliver Sigurjónsson ('94)

Rauð spjöld:
@maggimark Magnús Þór Jónsson
95. mín Leik lokið!
Enginn titill í höfn hér í kvöld.

Blikar tryggja Evrópusætið endanlega og eiga ennþá séns á titlinum.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
Eyða Breyta
94. mín Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Brýtur á Kassim á miðjunni.

Allir FH ingar komnir inn í teig.
Eyða Breyta
93. mín
FH henda Kassim upp á topp...
Eyða Breyta
92. mín Gult spjald: Davíð Þór Viðarsson (FH)
Braut af sér á miðjunni.
Eyða Breyta
91. mín Gult spjald: Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Stoppar skyndisókn
Eyða Breyta
91. mín
Fjórar mínútur í uppbót.
Eyða Breyta
91. mín Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) Jonathan Glenn (Breiðablik)
Til að éta upp tíma!
Eyða Breyta
90. mín
Vá!

Blikar missa boltann á hættulegum stað og úr verður mikill darraðadans þegar Atli Viðar kemst fram hjá Gulla en sendingin fyrir er hreinsuð frá með miklum látum.
Eyða Breyta
87. mín
Frábært skot hjá Hendrickx en Gulli var með þennan og slær í horn.
Eyða Breyta
84. mín Gult spjald: Jonathan Hendrickx (FH)
Stöðvar skyndisókn.

Ekki á sömu þúfunni.
Eyða Breyta
83. mín Atli Viðar Björnsson (FH) Steven Lennon (FH)
Er pláss fyrir annan kafla í bókinni um Atla Viðar og FH???
Eyða Breyta
82. mín Kristján Flóki Finnbogason (FH) Bjarni Þór Viðarsson (FH)
Kristján kominn inná...valdi FH í vetur framyfir Blika á eftirminnilegan hátt.
Eyða Breyta
77. mín MARK! Damir Muminovic (Breiðablik), Stoðsending: Atli Sigurjónsson
Ja hérna.

Leikurinn á haus.

Aftur gefa FH-ingar Atla endalausan tíma til að snúa boltanum inn á teiginn og nú er það Damir á fjærstönginni.

Titillinn runnin úr höndum FH í bili...
Eyða Breyta
76. mín
Blikar mættir af krafti í leikinn.

Atli með gott skot sem fer beint á Róbert.
Eyða Breyta
74. mín MARK! Jonathan Glenn (Breiðablik), Stoðsending: Atli Sigurjónsson
Eða hvað!?

Atli Sigurjóns fær nógan tíma til að snúa boltanum inn á markteig þar sem Jonathan Glenn verða ekki á nein mistök.

Hans ellefta mark í sumar, nú hljótum við að fá fjör hérna í lokin!
Eyða Breyta
72. mín MARK! Atli Guðnason (FH), Stoðsending: Þórarinn Ingi Valdimarsson
Halló titill hér kem ég!!!

Atli Guðna var við að sleppa í gegn, Elfar hreinsar á Þórarinn sem sendir beint á Atla sem enginn er að passa, hann fær nægan tíma og neglir í stöngina inn á fjær.

Frábær afgreiðsla!!!

Titillinn er á leið í Krikann....
Eyða Breyta
70. mín Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH) Jeremy Serwy (FH)
Vestmanneyingurinn kemur á kantinn.
Eyða Breyta
68. mín
Nálægt þarna!!!

Misheppnuð sending Serwy er á leiðinni inn en Gunnleifur gerir vel og slær þennan yfir.
Eyða Breyta
63. mín Ellert Hreinsson (Breiðablik) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Önnur hrein skipting hjá Blikum.
Eyða Breyta
61. mín Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik) Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Hrein skipting.
Eyða Breyta
61. mín
Blikar að fara að skipta...
Eyða Breyta
56. mín
Atli Guðna í skotfæri en Elfar blokkar þetta.
Eyða Breyta
54. mín
FRÁBÆR REDDING!!!

Glenn stingur boltanum í gegn á Höskuld en Böðvar...a.k.a. Böddi löpp á tæklingu leiksins og setur í innkast.
Eyða Breyta
51. mín
Fyrsat lífsmark Blika.

Glenn æðir upp völlinn en Böddi kemst inn í sendingu hans.
Eyða Breyta
50. mín Gult spjald: Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Brýtur á Bjarna Þór.

Enn sama þúfan!
Eyða Breyta
46. mín
Bjarni Viðars fær strax hérna skallafæri en það fer rétt yfir.

Vonandi ávísun á meiri gleði.
Eyða Breyta
46. mín
Komnir af stað.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Verulega rólegt ennþá.

Með þessum tölum þá verða Hafnfirðingar meistarar...

Hlýtur að verða meira fjör í síðari.
Eyða Breyta
43. mín
Eftir smá hasar er sama farið að falla í leikinn.

Halda boltanum bara...
Eyða Breyta
41. mín
Atli Sigurjóns fær skotfæri utan teigs en neglir vel framhjá.
Eyða Breyta
40. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Brýtur á Jonathan Glenn á sömu þúfu og Damir var á áðan.
Eyða Breyta
38. mín
Serwy fer illa með aukaspyrnu utan teigs, hátt yfir.
Eyða Breyta
37. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
Braut á Serwy á kantinum.

Hafnfirðingar vildu meira en Blikar brjálaðir yfir spjaldinu.
Eyða Breyta
36. mín
Serwy kemst framhjá bakverði en sendingin er döpur.
Eyða Breyta
32. mín
Fyrsta færi Blika í leiknum kemur eftir horn.

Doumbia skallar út í teig þar sem Arnór er aleinn og neglir framhjá.
Eyða Breyta
30. mín
Vildi að ég hefði eitthvað meira að skrifa hérna.

En þetta er eins og keppni í að halda bolta innan liðs núna.
Eyða Breyta
25. mín
Og nú Blikar með horn.

Eru aðeins ákafari í sínum sóknarleik núna.
Eyða Breyta
23. mín
FH næla sér í horn.
Eyða Breyta
20. mín
Blikar aðeins að færa sig framar á völlinn hérna.

Kristinn búinn að komast á bakvið Hendrickx hér í tvígang en sendingarnar misheppnaðar.
Eyða Breyta
17. mín
DAUÐAFÆRI!

FH ná að sækja hratt, Atli leggur á Lennon sem á skot úr teignum sem Gunnleifur ver frábærlega.
Eyða Breyta
16. mín
Satt að segja ofboðslega rólegt hér í dag.

FH 65% með boltann en varnarmúr Blika er þéttur.
Eyða Breyta
13. mín
Líf og fjör í stúkunni.

Mafían er mætt í gömlu stúkuna, gæti séð fleiri Hafnfirðinga fara þangað þegar líður á leik.
Eyða Breyta
11. mín
FH:

Róbert

Hendrickx - Pétur - Doumbia - Bövar

Emil - Davíð

Serwy - Bjarni - Atli

Lennon


Eyða Breyta
9. mín
Bæði lið að spila 4-2-3-1.

Blikar:

Gunnleifur

Arnór - Elfar - Damir - Kristinn

Oliver - Andri

Atli - Arnþór - Höskuldur

Glenn
Eyða Breyta
7. mín
FH fá algerlega að vera með boltann hér í byrjun, Blikar liggja mjög aftarlega og beita skyndisóknum.
Eyða Breyta
4. mín
Fyrsta færið er FH, Hendrickx kemst á bakvið vörnina og á skot sem Gunnleifur ver og Blikar bjarga svo í horn.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Í gang meðða!
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH völdu það að sækja í áttina að Smáranum og Blikar fara í átt að Sporthúsinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Held að ég hafi aldrei verið á leik þar sem að liðin hafa verið svo lengi í klefanum rétt fyrir leik.

Menn ætla ekki að klikka á smáatriðunum.

En þau eru komin út á völl og "íþrótta-hand-sjeikið" í gangi.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Haldiði að það sé ekki verið auglýsa Pallaball á Blikaslúttinu.

Veit það á partý í Kópavoginum hér í dag???
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði lið komin í búningsklefana í lokaundirbúning.

Allt að gerast...
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fullt af fólki að týnast á völlinn, hef fulla trú á stemmingu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin.

Blikar gera eina breytingu frá síðast en FH heilar fjórar.

Nánar hér
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þorvaldur Árnason er flautuleikari dagsins.

Þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gylfi Már Sigurðsson verða honum til halds og trausts.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri leik þessara liða lauk með 1-1 jafntefli í Kaplakrika í leik þar sem heimamenn jöfnuðu á síðustu andartökunum, nokkuð sem situr enn í Blikum þetta löngu síðar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Reikna má með fjölmenni á Kópavogsvöll. Stuðningsmannaliðin hafa undirbúið sig vel, koma vel klædd, hlý og kát á allan hátt.

Verður ekki síður gaman að fylgjast með baráttunni um stúkuna!

Eyða Breyta
Fyrir leik
Velkomin með fótbolta.net á Kópavogsvöll þar sem Breiðablik og FH munu leika í "late kick off" leik á sunnudegi.

Ástæðan fyrir seinkuninni er einföld...hér gætu úrslit Pepsideildar ráðist. Allt annað en Blikasigur þýðir að Hafnfirðingar hafa endurheimt Íslandsmeistaratitilinn eftir nokkurra ára hvíld.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
0. Davíð Þór Viðarsson
0. Bjarni Þór Viðarsson ('82)
4. Pétur Viðarsson
7. Steven Lennon ('83)
8. Emil Pálsson
11. Atli Guðnason
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
22. Jeremy Serwy ('70)
26. Jonathan Hendrickx

Varamenn:
12. Kristján Finnbogi Finnbogason (m)
16. Jón Ragnar Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson ('83)
18. Kristján Flóki Finnbogason ('82)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('70)

Liðstjórn:
Samuel Lee Tillen (Þ)

Gul spjöld:
Pétur Viðarsson ('40)
Jonathan Hendrickx ('84)
Kristján Flóki Finnbogason ('91)
Davíð Þór Viðarsson ('92)

Rauð spjöld: