Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Fylkir
1
2
Breiðablik
0-1 Arnþór Ari Atlason '12
Albert Brynjar Ingason '29 1-1
1-2 Damir Muminovic '81
08.05.2016  -  19:15
Floridana völlurinn
Pepsi-deild karla 2016
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 1522
Byrjunarlið:
12. Lewis Ward (m)
4. Andri Þór Jónsson
4. Tonci Radovnikovic
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('69)
8. Sito
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
10. Andrés Már Jóhannesson
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Emil Ásmundsson ('86)
16. Tómas Þorsteinsson ('73)
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
11. Víðir Þorvarðarson
15. Garðar Jóhannsson ('73)
18. Styrmir Erlendsson
29. Axel Andri Antonsson ('86)

Liðsstjórn:
Oddur Ingi Guðmundsson
Daði Ólafsson

Gul spjöld:
Tonci Radovnikovic ('21)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Vilhjálmur Alvar er búinn að flauta til leiksloka. 2-1 útisigur Breiðabliks staðreynd.

Annar tapleikur Fylkis í röð en fyrsti sigur Blika í sumar er kominn í höfn.

Viðtöl & skýrslan kemur hér inn síðar í kvöld.
92. mín
GUÐ MINN GÓÐUR!!!

Fylkir fær hér algjört dauðafæri fyrir opnu marki en tveir Fylkismenn reyna við skot á sama tíma sem heppnast ekki betur en svo að þeir sparka í hvorn annan! Þvílíkur klaufagangur!

Sá ekki almennilega hverjir þetta voru.
91. mín
Úff! Höskuldur Gunnlaugsson með skalla rétt framhjá fjærstönginni eftir fyrirgjöf frá Arnþóri Ara. Arnþór Ari hefur átt góðan leik hér í kvöld.
90. mín
Uppbótartíminn er þrjár mínútur.
90. mín
Við erum að renna inn í uppbótartíma.
86. mín
Inn:Axel Andri Antonsson (Fylkir) Út:Emil Ásmundsson (Fylkir)

82. mín Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Fyrir brot á eigin vallarhelmingi.
81. mín MARK!
Damir Muminovic (Breiðablik)
Stoðsending: Arnþór Ari Atlason
En ekki hvað?

Uppúr aukaspyrnu Breiðabliks dettur boltinn fyrir fætur Damir sem rennir sér í boltann og skorar!

Athyglisvert mark en það telur jafn mikið og önnur. Auðvitað kom mark um leið og ég var búinn að skrifa um að það benti ekkert til þess að við fengjum mark.
80. mín
Tíu mínútur eftir. Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að við fáum sigur mark í þennan leik. Því miður. Bíðum hinsvegar og sjáum.
77. mín
Inn:Ellert Hreinsson (Breiðablik) Út:Guðmundur Atli Steinþórsson (Breiðablik)
Guðmundur var aldrei líklegur í þessum leik.

73. mín
Inn:Garðar Jóhannsson (Fylkir) Út:Tómas Þorsteinsson (Fylkir)
Daði Ólafs. færist í vinstri bakvörðinn og Garðar Jó í holuna.
72. mín
Áhorfendatölur: 1522
69. mín
Sito gerir vel! Kemur inn á miðjuna frá hægri kantinum, fer framhjá tveimur og á síðan skot að marki frá vítateigslínunni en boltinn rétt yfir markslánna. Þessi hefði mátt syngja inni miðað við undirbúninginn frá Spánverjanum. Laglega gert Sito!
69. mín
Inn:Daði Ólafsson (Fylkir) Út:Ingimundur Níels Óskarsson (Fylkir)
Fyrsta skipting heimamanna í leiknum.
68. mín
Damir með frábæra tæklingu! Andrés Már var við að það sleppa einn í gegn en Damir renndi sér í boltann við vítateigslínuna.
64. mín
Andri Þór með mjög svo lélega sendingu aftur til baka á Lewis Ward. Guðmundur Atli hleypur í átt að boltanum en á síðustu stundu nær Ward að renna sér í boltann og hreinsa frá.

Andri Þór og Fylkisliðið stálheppnir að Guðmundur Atli hafi ekki náð til boltans.
60. mín
Inn:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) Út:Atli Sigurjónsson (Breiðablik)
Önnur breyting á liði Breiðabliks í leiknum. Nú fær Höskuldur tækifærið. Atli tók sæti hans í byrjunarliðinu fyrir þennan leik.
59. mín
Ásgeir Örn með fínan sprett upp hægri kantinn, reyndi fyrirgjöf sem fór í varnarmann Blika. Einhverjir vildu fá dæmda hendi á varnarmann Blika en mér sýndist það nú ekki vera. Sóknin fjaraði síðan út í kjölfarið.
57. mín
Jæja, nú mætti fara að gerast eitthvað í þessum leik. Heimtum að minnsta kosti einhverjar sóknir frá liðunum sem gera tilkall að marktækifæri.
55. mín
Afspyrnu rólegt hérna fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik.
51. mín
Sito tók hornspyrnuna sem Andri Þór skallar himinhátt yfir markið.
50. mín
Fylkir fær fyrsta horn seinni hálfleiksins. Sito vinnur fyrir því.
47. mín
Davíð Kristján kemur inn í vinstri bakvörðinn fyrir Alfons.

46. mín
Seinni hálfleikurinn er byrjaður.
46. mín
Inn:Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik) Út:Alfons Sampsted (Breiðablik)
Blikar gera eina breytingu í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Vilhjálmur Alvar hefur flautað til hálfleiks. Staðan er jöfn. Bæði lið hafa skorað sitthvort markið. Blikarnir komust yfir eftir hornspyrnu en Albert Brynjar jafnaði fyrir Fylki eftir tæplega hálftíma leik.

Sanngjörn staða í hálfleik. Ekki hægt að segja annað. Miðað við gang leiksins. Annars léttur. Eina.
45. mín
Guðmundur Atli með fyrirgjöfina frá vinstri sem Arnþór Ari nær til, en skot hans nokkuð vel framhjá markinu. Fín fyrirgjöf og fínt hlaup frá Arnþóri inn í teiginn en skot hans aldrei líklegt til árangurs.
44. mín
Tonci liggur á vellinum og þarf aðhlynningu. Sá ekki almennilega hvað gerðist en hann virðist vera harka þetta af sér.
41. mín
Oliver Sigurjónsson með skot utan teigs. Framhjá markinu fór boltinn. Það vantaði töluvert upp á.
38. mín
Það er rosalega róleg stemning yfir þessum leik og heyrist lítið frá áhorfendum. Sólin skín í átt að stúkunni og fólk virðist hafa það náðugt.
37. mín
Atli Sigurjónsson með stórhættulega aukaspyrnu sem Andri Þór skallar á síðustu stundu aftur fyrir og Blikar fá horn. Andri Þór sekúndubroti á undan Elfari Frey í boltann.

Það verður síðan ekkert úr horninu og Fylkismenn vinna boltann.
35. mín
Emil Ásmundsson með skot utan teigs. Ágætis skot en Gunnleifur vel staðsettur í markinu og skotið beint á Gunnleif. Fínt skot Emils.
34. mín
Blikarnir sækja þessar fyrstu mínútur eftir jöfnunarmark Fylkis.

Arnþór Ari með skot utan teigs yfir markið. Engin hætta.
32. mín
Bamberg með misheppnað skot utan teigs beint á Ward í markinu. Laflaust og lélegt.
31. mín
Fylkismenn voru farnir að sækja töluvert fyrir jöfnunarmarkið. Það verður spennandi að sjá hvernig síðasta korterið af fyrri hálfleiknum spilast. Bæði lið hafa átt ágætis kafla.

29. mín MARK!
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Stoðsending: Tonci Radovnikovic
GLÆSILEGT JÖFNUNARMARK FRÁ ALBERTI BRYNJARI!

Eftir innkast barst boltinn inn í teig og þar var Albert Brynjar manna grimmastur á boltann og "klippti" boltann upp í fjærhornið. Laglega gert.

Staðan er orðin jöfn. Líf og fjör og allt í járnum.
28. mín
Fylkismenn fá aukaspyrnu á vallarhelming gestanna. Sito með spyrnuna sem Gunnleifur grípur auðveldlega.
24. mín
Breiðablik stálheppnir!

Eftir hornspyrnuna frá Fylki héldu heimamenn pressunni áfram, Albert Brynjar nálægt því að skora í tvö skipti. Fyrst hann átti þrumuskot í þverslánna af stuttu færi. Boltinn síðan út fyrir teiginn, Ásgeir Börkur átti skot sem Albert Brynjar reyndi að breyta stefnunni með hælnum en boltinn rúllaði framhjá nærstönginni.
23. mín
Heimamenn fá hér gefins horn frá Blikum.

Elfar Freyr gerir hinsvegar vel og skallar boltann frá.
21. mín Gult spjald: Tonci Radovnikovic (Fylkir)
Fyrsta spjald leiksins litið dagsins ljós.
19. mín
Virkilega jákvætt bæði fyrir Arnþór Ara og allt Breiðabliksliðið að hann sé kominn á blað í sumar. Það hefur mikið verið rætt og skrifað um hversu óheppinn hann hefur verið fyrir framan mark andstæðingana.
17. mín
Gestirnir halda áfram að sækja. Fyrirgjöf frá hægri frá Arnþóri Ara sem Guðmundur Atli teygir sig í, nær þó ekki almennilega til boltans og boltinn aftur fyrir.
16. mín
Bamberg með hornspyrnuna sem endar með því að Arnþór Ari á skot yfir markið. Engin hætta.

Það er líf í Blikum eftir að þeir komust yfir.
15. mín
Það er spurning hvernig hinn 19 ára Lewis Ward tæklar þessi mistök sín. Engin draumabyrjun fyrir hann.

En að leiknum, Blikar fá hér aðra hornspyrnu eftir misskilning milli leikmanna Fylkis.
12. mín MARK!
Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Stoðsending: Daniel Bamberg
GESTIRNIR ERU KOMNIR YFIR!

Þetta er ekki lengi að gerast! Daniel Bamberg með hornspyrnu sem markvörðurinn Lewis Ward misreiknar heldur betur, nær ekki til boltans og Arnþór Ari skorar í autt markið innan markteigs.
12. mín
Jæja, Blikar komast inn í markteig Fylkis. Guðmundur Atli reynir skot úr þröngu færi en uppsker horn.
10. mín
Sito með stórhættulega fyrirgjöf sem fer yfir hausinn á Andrési Má.

Fylkismenn byrja leikinn betur.
8. mín
Spyrnan slök frá Ingimundi Níelsi og Blikar hreinsa frá.
8. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins fá Fylkismenn. Tómas Joð með fyrirgjöf frá vinstri, Albert Brynjar nær til boltans en í höfuðið á Elfari fer boltinn og aftur fyrir.
6. mín
Ekkert gerst fyrstu mínútur leiksins. Liðin þreyfa á hvor öðru. Fylkismenn þó duglegri að reyna spila boltanum saman.
2. mín
Liðsuppstilling Blika:
Gunnleifur í markinu. Elfar og Damir í miðvörðunum. Guðmundur Friðriksson í hægri bakverði og Alfons í vinstri. Oliver og Arnþór Ari á miðjunni ásamt Andra Yeoman. Atli Sigurjónsson á hægri kanti, Daniel Bamberg á þeim vinstri og Guðmundur Atli er síðan fremstur.
2. mín
Liðsuppstilling Fylkis:
Lewis Ward er í marki Fylkis. Tómas Joð vinstri bakvörður og Ásgeir Örn hægri bakvörður. Tonci og Andri Þór í miðvörðunum. Ásgeir Börkur og Emil Ásmundsson á miðjunni, Ingimundur Níels á vinstri kanti og Andrés Már hægra megin. Albert Brynjar og Sito fremstir.
1. mín
Leikur hafinn
Breiðablik byrjar með boltann. Leikurinn er byrjaður.

Fylkismenn sækja í átt að Árbæjarlauginni.

Fyrir leik
EM-landsliðshópur okkar Íslendinga verður tilkynntur í hádeginu á morgun.

Það má fastlega búast við því að Gunnleifur Gunnleifsson markvörður Breiðabliks verði í þeim hóp. Hann er fyrirliði Blika í kvöld í fjarveru Arnórs Sveins.
Fyrir leik
Liðin ganga nú út á völlinn. Það fer að styttast í að leikurinn hefjist.
Fyrir leik
Það er frábært veður til knattspyrnuiðkunar hér í kvöld. Það er logn og sólin skín.

Völlurinn sjálfur gæti þó hinsvegar sett strik í reikninginn eins og við mátti búast.



Fyrir leik
Veit einhver hvar Arnór Sveinn er?

Notið #fotboltinet á Twitter.
Fyrir leik
Dómarar leiksins eru að hita upp fyrir átökin í kvöld. Vilhjálmur Alvar stjórnar umferðinni ásamt þeim Gylfa Má Sigurðssyni og Andra Valgeirssyni.
Fyrir leik
Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks sem er enn í leikbanni gerir tvær breytingar á sínu liði frá tapleiknum gegn Víking Ó. í síðustu umferð. Atli Sigurjónsson og Guðmundur Friðriksson kom inn í stað Arnórs Sveins og Höskulds Gunnlaugssonar.

Arnór Sveinn hlýtur að vera meiddur þar sem hann er ekki í leikmannahóp Blika í kvöld.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin.

Hinn 19 ára, Lewis Ward sem Fylkismenn fengu á láni frá Reading í vikunni byrjar í marki Fylkis. Auk þess gerir Hermann Hreiðarson þjálfari Fylkis tvær breytingar. Ásgeir Eyþórsson og Styrmir Erlendsson eru ekki í byrjunarliði Fylkis og í stað þeirra kom Emil Ásmundsson og Ásgeir Örn Arnþórsson.
Fyrir leik
Bæði lið eru stigalaus eftir fyrstu umferðina.

Fylkismenn töpuðu með tveimur mörkum gegn engu í Garðabænum á meðan Blikar töpuðu á heimavelli gegn nýliðum Víkings frá Ólafsvík. Óvænt úrslit það.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá fyrsta knattspyrnuleiknum á Floridana-vellinum í sumar.

Hér í kvöld tekur Fylkir á móti Breiðablik í 2. umferð Pepsi-deildar karla.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Sigurjónsson ('60)
18. Guðmundur Atli Steinþórsson ('77)
21. Guðmundur Friðriksson
23. Daniel Bamberg
26. Alfons Sampsted ('46)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
33. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson ('60)
11. Gísli Eyjólfsson
15. Davíð Kristján Ólafsson ('46)
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ellert Hreinsson ('77)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Oliver Sigurjónsson ('82)

Rauð spjöld: