Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
Breiðablik
1
0
KR
Höskuldur Gunnlaugsson '35 1-0
22.05.2016  -  20:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Lúxus
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1819
Byrjunarlið:
0. Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason ('57)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Arnþór Ari Atlason ('80)
15. Davíð Kristján Ólafsson
17. Jonathan Glenn ('64)
23. Daniel Bamberg
26. Alfons Sampsted
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
24. Aron Snær Friðriksson (m)
6. Alexander Helgi Sigurðarson
10. Atli Sigurjónsson ('80)
18. Guðmundur Atli Steinþórsson ('64)
21. Guðmundur Friðriksson
21. Viktor Örn Margeirsson ('57)
22. Ellert Hreinsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Oliver Sigurjónsson ('59)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÞRJÚ STIG TIL BLIKA! Ætla að stökkva niður í viðtöl og annan lúxus. Takk fyrir að fylgjast með.
90. mín
Uppbótartími.
89. mín
Bíddu nú við... Gat ekki séð betur en að Atli Sigurjóns hefði getað fengið vítaspyrnu en ekkert var dæmt.
86. mín
Inn:Atli Hrafn Andrason (KR) Út:Michael Præst (KR)
Síðasta skipting leiksins.
82. mín
Gunnar Þór með skot fyrir utan teig. Laflaust og slappt. Auðvelt fyrir Gulla Gull.

80. mín
Inn:Atli Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
79. mín
KR-ingar fengið nokkrar hornspyrnur í röð sem þeir hafa ekki náð að nýta.
Rangstöðudómurinn áðan:

74. mín
Inn:Denis Fazlagic (KR) Út:Kennie Chopart (KR)


71. mín
"Algjör skandall" segir Óli Kristjáns um atvikið áðan þegar markið var dæmt af KR. Aðstoðardómarinn Bjarki Óskarsson í ruglinu.
70. mín
DAUÐAFÆRI SEM BLIKAR FÁ... Stefán Logi missti boltann frá sér og Bamberg var í dauðafæri en þá varði Stefán frábærlega.
Markið sem KR skoraði átti að standa... Twitter byrjað að loga.

67. mín
MAAAAARK.... NEEEIIII!!! Indriði Sigurðsson kom boltanum í netið eftir aukaspyrnu en flaggaður rangstæður!
65. mín
Inn:Morten Beck Guldsmed (KR) Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (KR)
Hólmbert fann sig ekki í kvöld.
64. mín
Inn:Guðmundur Atli Steinþórsson (Breiðablik) Út:Jonathan Glenn (Breiðablik)
Glenn náði ekki að brjóta ísinn í dag.
64. mín
MIKILL DARRAÐADANS Í TEIGNUM! Óskar Örn ógnandi eftir horn. Blikar bjarga í annað horn... Gulli grípur fyrirgjöfina úr því.
Pirringur í stuðningsmönnum KR.59. mín Gult spjald: Kennie Chopart (KR)
Chopart var búinn að fá tiltal fyrr í leiknum.
59. mín Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Fyrir brot.
57. mín
Inn:Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) Út:Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Slæmt fyrir Blika. Elfar fer af velli. Hann hefur verið tæpur eftir höfuðhögg sem hann fékk um daginn.

Viktor Örn kemur inn. Bróðir Finns Orra, miðjumanns hjá KR. Bræður mætast.
56. mín
Óskar Örn Hauksson með skot framhjá úr hörkufæri. Ívar Orri dómari gerir sín fyrstu mistök í leiknum með því að dæma horn. Þetta var skot sem fór bara beint framhjá.
55. mín
Kennie Chopart með skot. Rooooosalega hátt yfir. Vont skot.
50. mín
Blikar í hættulegri sókn. Höskuldur fellur í teignum og einhverjir í stúkunni kalla eftir víti. Hárrétt hjá Ívari að flauta ekki.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn - Þakka áhorfandanum sem tók hrossafluguna af glugganum.
45. mín
Snarpur fundur hjá Bjarna Guðjóns. KR-ingarnir löngu mættir út á völl. Blikarnir og dómararnir enn í klefanum.

45. mín
Arnar Björnsson á afmæli í dag. Fær söng í fréttamannastúkunni. Hann lengi lifi... HÚRRA HÚRRA HÚRRA

45. mín
Keli á 433 með skemmtilegan punkt í fréttamannastúkunni. Davíð Kristján sem lagði markið svona frábærlega upp er með fimleikabakgrunn. Byrjaði víst ekki snemma í boltanum.
45. mín
Smá tölfræði í hálfleik:
Með boltann: Blix 45%-55% KR
Skot á mark: Blix 2-0 KR
45. mín
Hálfleikur
45. mín
Bamberg með skemmtilega skottilraun. Framhjá.
44. mín
KR-ingar drullufúlir. Blikar höfðu lítið skapað áður en kom að þessu marki.

35. mín MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Stoðsending: Davíð Kristján Ólafsson
GLÆSILEGUR SKALLI!!!

GEGGJUÐ fyrirgjöf sem Davíð Kristján Ólafsson átti frá vinstri. Frábærlega gert. Krulli Gull (reyndar búinn að láta krullurnar fara) skallaði þennan glæsilega inn. Frábært fyrir leikinn.
33. mín
Daniel Bamberg Brassinn með skot fyrir utan teig, kraftlaust. Bamberg má fara að sýna meira. Dugar lítið að vera bara góður á æfingum.
29. mín
HÖRKUFÆRI! Hólmbert skallar framhjá eftir frábæra sendingu Óskars Arnar Haukssonar.
26. mín
Skot... Pálmi Rafn Pálmason. Yfir. Tók boltann skemmtilega á lofti.

23. mín
Síðustu mínútur verið ansi tíðindalitlar... Hólmbert var reyndar nálægt því að koma sér í hörkufæri en gerði illa.
13. mín
Kruuuullii Guuulll.... Höskuldur með skot af rosalega löngu færi en náði að hitta boltann vel og hann fór ekki langt framhjá. Skemmtileg tilraun.
12. mín
KR-ingar meira með boltann. Michael Præst fékk hættulega sendingu í teiginn en náði ekki alveg að fóta sig. Blikum gengur illa að halda boltanum og Arnar Grétars er augljóslega ekki alveg sáttur.
9. mín
Oliver Sigurjónsson í brasi, feilsending beint á KR-ing og hætta skapast. Á endanum flögguð rangstaða. Oliver heppinn.
8. mín
Óskar Örn með fyrsta skot KR. Hátt yfir. Löng leið framundan fyrir boltastrákinn.
5. mín
Arnþór Ari Atlason með fyrsta skot leiksins en hann hitti boltann herfilega. Engin hætta.
1. mín
Leikur hafinn
Það er búið að flauta á. Blikar byrja með boltann og sækja í átt að Sporthúsinu.
Líf og fjör. Verið með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet
Fyrir leik
Alfreð Finnbogason mættur á Kópavogsvöll. Ekki ólíklegt að hann verði beðinn um nokkrar bolamyndir í kvöld.
Fyrir leik
BB King mættur í stúkuna. Hinn eini sanni Bjarni Björnsson hjá BB Smíði. Ekki yfir neinu að kvarta hérna í Kópavoginum, fyrir utan hrossaflugu sem er búin að líma sig við gluggann og neitar að fara. Nokkrar mínútur í leik og Bö-vélin er að vökva völlinn með síðustu dropunum.
Fyrir leik
KR:
Stefán Logi
Beck - Skúli - Indriði - Gunnar
Finnur - Præst - Pálmi
Óskar - Hólmbert - Chopart

Breiðablik:
Gunnleifur
Sampsted - Elfar - Damir - Davíð Kristján
Yeoman - Oliver - Arnþór
Höskuldur - Glenn - Bamberg
Fyrir leik
Dimma er í spilaranum. Verið að botna vel til að koma mönnum í gírinn.
Fyrir leik
Gaupi mættur og fær sér snúð. Hann spáir 2-1 sigri og marki frá Hólmberti. Hólmbert hefur aðeins skorað eitt mark í þrettán leikjum.

Fyrir leik
Það var þennan dag árið 1980 sem Pac-man tölvuleikurinn sígildi kom út. Fyrrum heimsmeistari í Pac-man er einmitt mættur á völlinn, Páll Sævar Guðjónsson vallarþulur KR og landsliðsins. Hann setti heimsmetið 1983 og var 1.840.480 stig. Metið stóð í tvær vikur.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin.

Höskuldur Gunnlaugsson kemur inn í byrjunarlið Blika en KR-ingar tefla fram óbreyttu liði frá jafnteflinu gegn Stjörnunni.

Fyrirliði Blika, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, er í leikbanni svo Gunnleifur Gunnleifsson er með bandið. Atli Sigurjónsson sest á bekkinn.
Fyrir leik
Ekki amalegur félagsskapur sem maður fær í fréttamannastúkunni. Sindri Sverris á Morgunblaðinu er mættur og spáir 2-2 jafntefli. Fjögur mörk og fjör.
Fyrir leik
Lúxus aðstæður fyrir boltaspark. Heiðskírt og logn. Kópavogsdjúsinn á sínum stað með klökum. Óttalega þunnur í dag. Verið að spara þykknið.
Fyrir leik
Keyrslan úr Breiðholtinu gekk vel fyrir sig fyrir utan hjólreiðafólk sem var að hjóla á götunum. Óþolandi. Vil ég biðla til hjólreiðamanna að vera ekki að þessu.
Fyrir leik
Bö-vélin, vallarstjórinn Magnús Valur Böðvarsson, spjallar við Bjarna Guðjónsson, þjálfara KR. Kópavogsvöllur allur að koma til eftir að hafa litið illa út í byrjun móts.
Fyrir leik
Garðar Gunnlaugs, Viktor Jóns og Gary Martin allir komnir á blað. Ísinni brotinn hjá þeim. Skorar Jonathan Glenn í kvöld? Nokkrar mínútur í byrjunarliðin.
Fyrir leik
Breiðablik og KR hafa mæst 80 sinnum í opinberum leikjum frá upphafi. Jafntefli hefur verið niðurstaðan í þremur síðustu deildarleikjum liðanna; 1-1 í Frostaskjólinu 2014, 0-0 í Vesturbænum og 2-2 í Kópavoginum í fyrra.

Fyrir leik
Góðan og gleðilegan dag. Hér verður bein textalýsing frá leik Breiðabliks og KR í Pepsi-deildinni sem Ívar Orri Kristjánsson sér um að dæma.

Bæði lið eru með sex stig. KR gerði jafntefli gegn Stjörnunni í síðasta leik en Blikar töpuðu óvænt fyrir Þrótti. Kópavogsliðið hefur tapað gegn báðum nýliðunum.
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
0. Pálmi Rafn Pálmason
2. Morten Beck
4. Michael Præst ('86)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Hólmbert Aron Friðjónsson ('65)
11. Kennie Chopart (f) ('74)
16. Indriði Sigurðsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
3. Ástbjörn Þórðarson
11. Morten Beck Guldsmed ('65)
18. Aron Bjarki Jósepsson
20. Denis Fazlagic ('74)
21. Atli Hrafn Andrason ('86)
24. Valtýr Már Michaelsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kennie Chopart ('59)

Rauð spjöld: