![](/teamsLogos/breiablik.jpg)
Breiðablik
2
3
ÍBV
![](/teamsLogos/ibvlogo2022.jpg)
Gísli Eyjólfsson
'43
1-0
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
'47
2-0
2-1
Hafsteinn Briem
'49
2-2
Simon Kollerud Smidt
'54
2-3
Simon Kollerud Smidt
'59
03.07.2016 - 14:00
Kópavogsvöllur
Borgunarbikar karla 2016
Aðstæður: Völlurinn góður, sólin skín en fullmikill vindur fyrir minn smekk.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Kópavogsvöllur
Borgunarbikar karla 2016
Aðstæður: Völlurinn góður, sólin skín en fullmikill vindur fyrir minn smekk.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
![](/themes/2021/images/yellow.gif)
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
![](/themes/2021/images/goal.png)
11. Gísli Eyjólfsson
![](/themes/2021/images/goal.png)
13. Sólon Breki Leifsson
('66)
![](/themes/2021/images/out.png)
15. Davíð Kristján Ólafsson
![](/themes/2021/images/yellow.gif)
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ellert Hreinsson
23. Daniel Bamberg
('77)
![](/themes/2021/images/out.png)
30. Andri Rafn Yeoman
('61)
![](/themes/2021/images/out.png)
Varamenn:
24. Aron Snær Friðriksson (m)
4. Damir Muminovic
8. Arnþór Ari Atlason
('61)
![](/themes/2021/images/in.png)
14. Óskar Jónsson
17. Jonathan Glenn
('66)
![](/themes/2021/images/in.png)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
('77)
![](/themes/2021/images/in.png)
26. Alfons Sampsted
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Davíð Kristján Ólafsson ('79)
Oliver Sigurjónsson ('83)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Mögnuð endurkoma Eyjamanna tryggir þeim 3-2 sigur hér í dag. Annað 3-2 tap Blika á heimavelli í röð staðreynd og þeir úr leik í bikarnum.
Skýrsla og viðtöl á leiðinni, takk fyrir mig!
Skýrsla og viðtöl á leiðinni, takk fyrir mig!
90. mín
Punyed fer meiddur af velli eftir að brotið var á honum. Eyjamenn verða manni færri síðustu sekúndurnar.
90. mín
![](/themes/2021/images/in-out.png)
Inn:Mees Junior Siers (ÍBV)
Út:Aron Bjarnason (ÍBV)
Klassísk éta klukkuna skipting.
90. mín
Barden í fínu færi, var að halda boltanum úti í horni, sneri þrjá af sér og komst einn gegn Gulla í þröngri stöðu. Gulli ver og Blikar hreinsa. Eyjamenn eru líklegri að bæta við ef eitthvað er.
90. mín
Bjarni Gunnarsson með skot framhjá. Það er EKKERT að frétta fram á við hjá Blikum.
81. mín
Gísli með skot úr ágætis stöðu rétt utan teigs en hittir boltann illa og hann fer framhjá.
77. mín
![](/themes/2021/images/in-out.png)
Inn:Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik)
Út:Daniel Bamberg (Breiðablik)
2000 módelið inn hjá Blikum. Bamberg ekki verið spes.
77. mín
![](/themes/2021/images/in-out.png)
Inn:Elvar Ingi Vignisson (ÍBV)
Út:Sigurður Grétar Benónýsson (ÍBV)
Fyrsta breyting Eyjamanna.
76. mín
Nú tapar Gísli boltanum á miðjunni og ÍBV geysist upp í skyndisókn þrír gegn tveimur. Slök sending Sindra Snæs gerir hins vegar að verkum að ekkert verður úr því.
73. mín
Blikar ógna, Gísli Eyjólfsson vinnur boltann á miðjunni, sendir á Arnþór sem kemst upp að endalínu við vítateigslínuna og gefur fyrir. Glenn kemst hins vegar ekki í boltann og Eyjamenn hreinsa.
66. mín
![](/themes/2021/images/in-out.png)
Inn:Jonathan Glenn (Breiðablik)
Út:Sólon Breki Leifsson (Breiðablik)
Getur Glenn gert Eyjamönnum grikk?
64. mín
Hvað gera Blikar nú? Voru miklu betri í fyrri hálfleik en slakur tíu mínútna kafli hefur gert það að verkum að þeir eru komnir undir. Ótrúlegur leikur.
Breiðablik - ÍBV er ágætis leið til að drepa tímann fram að landsleik. #fotboltinet
— Kjartan Snemmi (@Snemmi) July 3, 2016
61. mín
![](/themes/2021/images/in-out.png)
Inn:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Breytinga er þörf hjá Blikum eftir þetta.
ÍBV!!!
— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) July 3, 2016
59. mín
MARK!
![](/themes/2021/images/goal.png)
Simon Kollerud Smidt (ÍBV)
Stoðsending: Sigurður Grétar Benónýsson
Stoðsending: Sigurður Grétar Benónýsson
3-2 FYRIR EYJAMENN!! ÞVÍLÍKUR VIÐSNÚNINGUR! Smidt fékk sendingu frá Sigurði Grétari, klobbaði einn og þrumaði boltanum svo af stuttu færi niðrí hægra hornið!
58. mín
Ellert Hreinsson á flottan sprett upp hægri kantinn og gefur fyrir á fjærstöngina en skalli Bambergs fer framhjá.
57. mín
Blikar á ógna hinu megin Gísli með sendingu fyrir markið sem Eyjamenn komast inn í.
56. mín
Fyrir níu mínútum hélt maður að Blikar væru að klára þetta og komnir í undanúrslit. Þvílík endurkoma hjá Eyjamönnum hér á skömmum tíma!
54. mín
MARK!
![](/themes/2021/images/goal.png)
Simon Kollerud Smidt (ÍBV)
Stoðsending: Aron Bjarnason
Stoðsending: Aron Bjarnason
HVAÐ ER SAMT Í ALVÖRU AÐ GERAST?!? Gunnleifur á slaka spyrnu frá marki sem fer á Aron Bjarnason sem á frábæra sendingu inn fyrir á Smidt sem leggur boltann með vinsti fæti í vinstra horn.
49. mín
MARK!
![](/themes/2021/images/goal.png)
Hafsteinn Briem (ÍBV)
Stoðsending: Aron Bjarnason
Stoðsending: Aron Bjarnason
Hvað er að gerast? Eyjamenn ætla ekki að gefa þetta frá sér auðveldlega. Eyjamenn taka hornspyrnu stutt og svo kom fyrirgjöf, sem mér sýndist Aron eiga, frá vítateigshorninu á fjærstöngina á hausinn á Hafsteini sem skallar hann í fjærhornið af stuttu færi.
47. mín
MARK!
![](/themes/2021/images/goal.png)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik)
Stoðsending: Andri Rafn Yeoman
Stoðsending: Andri Rafn Yeoman
Þetta var ekki lengi að gerast! Andri Rafn á góðan sprett upp vinstra megin og gefur fyrir markið, Arnór fær hann á fjærstönginni og skýtur boltanum upp í þaknetið. Aðeins 90 sekúndur búnar af hálfleiknum þegar Arnór skoraði.
Shocker! Enn einn leikmaðurinn úr Akademíu @siggisorensen í Augnablik að bjarga Blikunum #GísliEyjólfs
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) July 3, 2016
45. mín
Hálfleikur
Frábært að fá þetta mark fyrir hálfleikinn og vonandi verður meira fjör í þeim síðari. Sjáumst eftir korter!
43. mín
MARK!
![](/themes/2021/images/goal.png)
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Stórkostlegt mark!! Gísli Eyjólfsson vinnur boltann af Barden, sólar Hafstein Briem og Sindra Snæ og leggur boltann í markið. Virkilega, virkilega smekklega gert.
42. mín
Skot Olivers úr aukaspyrnunni er máttlaust og beint í hendurnar á Carrillo í markinu.
38. mín
Gísli Eyjólfsson á frábæran sprett upp hægri kantinn á svo fína fyrirgjöf á fjærstöngina á Sólon Breka en viðstöðulaust skot sem ógnar ekki marki ÍBV.
33. mín
Sindri Snær á góðan sprett og leikur á Oliver á miðju Blika, á svo fast skot sem fer rétt framhjá vinstri stönginni.
31. mín
DAUÐAFÆRI BLIKA!! Gísli fær sendingu inn fyrir vörnina en aftur kemur Carrillo í marki ÍBV í gott úthlaup og kemst inn í. Gísli ætlaði framhjá markmanninum en hefði einfaldlega átt að skjóta á markið.
28. mín
Elfar Freyr með slaka sendingu út úr vörn Blika sem ÍBV er nálægt því að refsa fyrir. Elfar hreinsar hins vegar upp eftir sjálfan sig og kemst inn í sendingu Arons sem ætluð var Sigurði sem var klár í sníkjunni á fjærstönginni.
26. mín
Aron Bjarnason dettur núna í gegn hinu megin, leikur á Davíð Kristján og skýtur framhjá úr þröngu færi. Hann hefði mögulega átt að gefa boltann út í teiginn en liðsfélagar hans virtust ekki nægilega skarpir þar.
23. mín
Dauðafæri fyrir Blika! Útspark Gunnleifs fer yfir vörn Eyjamanna og dettur fyrir Sólon sem er kominn gegn Carrillo en úthlaup markmannsins er gott og skot Sólon fer beint á hann.
19. mín
Lítið í þessu á upphafsmínútunum en Blikar byrja betur og eru líklegri til að skora.
16. mín
Smidt með skot á lofti eftir hornspyrnu Maigaard, hann var aleinn á fjærstönginni en skot hans fer yfir markið.
14. mín
Bamberg á skot utan teigs en hittir hann ekki nægilega vel, skotið laust og framhjá.
11. mín
Viktor Örn á slakan skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Daniel Bamberg úr aukaspyrnu hægra megin. Hefði átt að gera betur, fínt færi hjá Blikum.
8. mín
Davíð á hættulega sendingu inn á teiginn frá vinstri en Eyjamenn rétt ná að koma henni frá áður en Ellert Hreinsson kemst í boltann.
6. mín
Uppstilling liðanna:
Breiðablik: (4-3-3)
Bamberg - Sólon - Ellert
Andri - Oliver - Gísli
Davíð - Viktor - Elfar - Arnór
Gunnleifur
ÍBV: (4-2-3-1)
Sigurður
Smidt - Maigaard - Aron
Sindri - Punyed
Jón - Pepa - Hafsteinn - Barden
Carrillo
Breiðablik: (4-3-3)
Bamberg - Sólon - Ellert
Andri - Oliver - Gísli
Davíð - Viktor - Elfar - Arnór
Gunnleifur
ÍBV: (4-2-3-1)
Sigurður
Smidt - Maigaard - Aron
Sindri - Punyed
Jón - Pepa - Hafsteinn - Barden
Carrillo
Fyrir leik
Við í blaðamannastúkunni vorum að telja og það eru u.þ.b. 50 manns í stúkunni núna þegar klukkan er 13:57. Vonandi bætir í þegar þetta fer af stað.
Fyrir leik
10 mínútur í leik! Liðin halda til búningsherbergja til að leggja lokahönd á undirbúning fyrir leik.
Fyrir leik
Þá vann ÍBV 2-0 gegn Huginn í Eyjum í 32-liða úrslitum og unnu svo Stjörnuna 2-0 í Garðabænum í 16-liða úrslitum.
Fyrir leik
Breiðablik vann Kríu í 32-liða úrslitum 3-0 áður en þeir unnu ÍA 2-1 uppi á Skipaskaga í 16-liða úrslitum.
Fyrir leik
Valur og Fylkir eiga einnig leik í 8-liða úrslitunum núna kl. 14 í dag. FH mætir svo Þrótti annað kvöld og að lokum mætast 1. deildarliðin Selfoss og Fram á þriðjudagskvöld.
Fyrir leik
Leikmenn eru komnir á fullt í upphitun rétt eins og dómari leiksins í dag, Þóroddur Hjaltalín.
Fyrir leik
Rikki G er að lýsa leiknum í beinni útsendingu en hann er að sporta svokallaðan "fullkit wanker" þar sem hann er mættur í íslenska landsliðbúningnum ásamt bláum stuttbuxum og sokkum.
Það dugar ekkert minna á svona hátíðisdegi.
Það dugar ekkert minna á svona hátíðisdegi.
Fyrir leik
Blikar koma inn í þennan leik eftir 2-3 tap á sama velli gegn lettneska liðinu Jelgava á fimmtudaginn var. Þeir gera fjórar breytingar á sínu liði en Gísli Eyjólfsson, Sólon Breki Leifsson, Viktor Örn Margeirsson og Arnór Sveinn Aðasteinsson koma inn í liðið. Fyrir þeim víkja Damir Muminovic, Arnþór Ari Atlason, Jonathan Glenn og Alfons Sampsted.
Síðasti leikur ÍBV var gegn Stjörnunni í deildinni 23. júní síðastliðinn. Eyjamenn gera eina breytingu á liðinu sem byrjaði þann leik. Sigurður Grétar Benonýson kemur inn í liðið á kostnað Charles Vernam.
Síðasti leikur ÍBV var gegn Stjörnunni í deildinni 23. júní síðastliðinn. Eyjamenn gera eina breytingu á liðinu sem byrjaði þann leik. Sigurður Grétar Benonýson kemur inn í liðið á kostnað Charles Vernam.
Byrjunarlið:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
4. Hafsteinn Briem
![](/themes/2021/images/goal.png)
5. Jón Ingason
![](/themes/2021/images/yellow.gif)
5. Avni Pepa
6. Pablo Punyed
7. Aron Bjarnason
('90)
![](/themes/2021/images/out.png)
9. Mikkel Maigaard
11. Sindri Snær Magnússon
![](/themes/2021/images/yellow.gif)
14. Jonathan Patrick Barden
17. Sigurður Grétar Benónýsson
('77)
![](/themes/2021/images/out.png)
19. Simon Kollerud Smidt
('84)
![](/themes/2021/images/out.png)
![](/themes/2021/images/goal.png)
![](/themes/2021/images/goal.png)
Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
3. Felix Örn Friðriksson
17. Bjarni Gunnarsson
('84)
![](/themes/2021/images/in.png)
20. Mees Junior Siers
('90)
![](/themes/2021/images/in.png)
23. Benedikt Októ Bjarnason
27. Elvar Ingi Vignisson
('77)
![](/themes/2021/images/in.png)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Jón Ingason ('69)
Sindri Snær Magnússon ('90)
Rauð spjöld: