Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
Grindavík
3
0
Haukar
Linda Eshun '41 1-0
Lauren Brennan '53 2-0
Sashana Carolyn Campbell '85 3-0
25.07.2016  -  20:00
Grindavíkurvöllur
1. deild kvenna 2016 B-riðill
Aðstæður: Logn og skýjað, samt hlýtt
Dómari: Antoine van Kasteren
Áhorfendur: 330
Maður leiksins: Linda Eshun
Byrjunarlið:
1. Emma Mary Higgins (m)
Ísabel Jasmín Almarsdóttir ('84)
3. Linda Eshun
7. Kristín Anitudóttir Mcmillan
7. Dröfn Einarsdóttir
9. Anna Þórunn Guðmundsdóttir
10. Sara Hrund Helgadóttir (f) ('88)
11. Sashana Carolyn Campbell
15. Elísabet Ósk Gunnþórsdóttir ('60)
26. Marjani Hing-Glover
28. Lauren Brennan

Varamenn:
Rakel Lind Ragnarsdóttir
4. Dagbjört Arnþórsdóttir
8. Guðný Eva Birgisdóttir ('84)
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir
21. Telma Lind Bjarkadóttir ('88)
22. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('60)
24. Margrét Albertsdóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Antoine flautar leikinn af á slaginu. Sannfærandi sigur Grindavíkurkvenna sem tryggja sæti sitt á toppnum og eru nú fjórum stigum á undan Haukastelpum.
88. mín
Inn:Telma Lind Bjarkadóttir (Grindavík) Út:Sara Hrund Helgadóttir (Grindavík)
86. mín
Inn:Stefanía Ósk Þórisdóttir (Haukar) Út:Heiða Rakel Guðmundsdóttir (Haukar)
Tvöföld skipting hjá Haukakonum.
86. mín
Inn:Konný Arna Hákonardóttir (Haukar) Út:Hildigunnur Ólafsdóttir (Haukar)
85. mín MARK!
Sashana Carolyn Campbell (Grindavík)
MAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!

Sashana gerir algjörlega út um leikinn hérna með óverjandi marki. Beint úr kennslubók framherja, uppi í nær hornið.
84. mín
Inn:Guðný Eva Birgisdóttir (Grindavík) Út:Ísabel Jasmín Almarsdóttir (Grindavík)
77. mín
Rosalega tíðindalítið þessa stundina. Leikurinn einkennist af miðjumoði.
70. mín Gult spjald: Hildigunnur Ólafsdóttir (Haukar)
Hildigunnur sparkar lauslega í Kristínu eftir að dómarinn var búinn að flauta á brot Kristínar.
64. mín
Inn:Kristín Ösp Sigurðardóttir (Haukar) Út:Sædís Kjærbech Finnbogadóttir (Haukar)
Önnur skipting Haukakvenna.
60. mín
Inn:Helga Guðrún Kristinsdóttir (Grindavík) Út:Elísabet Ósk Gunnþórsdóttir (Grindavík)
Elísabet fer út af í sínum síðasta leik hér á landi en hún heldur senn til Bandaríkjanna á fótboltastyrk.
58. mín
Haukastúlkur hafa ekki gefist upp og eru ennþá áræðnar en eru ekki mjög hættulegar í sínum aðgerðum.
54. mín
Inn:Sæunn Björnsdóttir (Haukar) Út:Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Haukar)
Fyrsta skipting leiksins.
53. mín MARK!
Lauren Brennan (Grindavík)
MAAAAAAAAAAAARRRK!!!!!!!

Lauren Brennan rekur boltann upp völlinn svona 15 metra og skrúfar hann síðan yfir Írisi í markinu, stórglæsilegt mark!
50. mín
Haukastúlkur koma ákveðnar úr leikhlénu. Heiða Rakel átti skot að marki sem er hreinsað í horn sem ekkert verður úr.
45. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað, Grindavík byrjar með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Antoine van Kasteren flautar til hálfleiks. Grindavík leiðir verðskuldað.
41. mín MARK!
Linda Eshun (Grindavík)
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARRRRK!!!!!!!

Linda Eshun er fyrst að átta sig og setur boltann í netið eftir klafs í teignum. Þarna kom markið sem lá í loftinu!
35. mín
Nú er skammt stórra högga á milli! Grindavíkurstúlkur gerast í þrígang aðgangsharðar í sömu sókninni. Að lokum bjargar Sædís á línu í annað skiptið í leiknum.
34. mín
Linda með tæpa sendingu aftur á Emmu. Hildigunnur pressar og Emma hreinsar í hana en er svo heppin að boltinn fer af henni og útaf í markspyrnu.
29. mín
Hornspyrna frá Önnu Þórunni beint á fjærstöng og eftir mikinn darraðardans tekst Haukakonum að hreinsa.
24. mín
Sashana kemst aftur fyrir bakvörðinn og kemur með fyrirgjöf frá endalínu, Marjani hittir ekki boltann úr ákjósanlegu færi við markteigslínu.
23. mín
Fyrsta skot á mark frá Haukastúlkum, Kristín og Linda hafa staðið sig mjög vel í hjarta varnarinnar.
21. mín
Fyrirgjöf frá Söru inn á Marjani sem tók skot úr miðjum teig, sem fór framhjá.
15. mín
Sara Hrund með hættulega fyrirgjöf inn í teig en Íris Dögg grípur inn í.
10. mín
Linda skallaði á markið af stuttu færi, því var bjargað á línu í slá, Marjani náði frákastinu en skaut yfir markið.

Þetta var dauðafæri!
8. mín
Augljóst er að mikið er undir. Fyrstu mínúturnar einkennast af misheppnuðum sendingum og miklu stressi hjá báðum liðum.
4. mín
Haukastúlkur meira með boltann hér í byrjun en Grindavíkurvörnin er sterk.
1. mín
Leikur hafinn
Grindavík sækir í suðurátt á meðan Haukar sækja í átt að Þorbirni.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn, þetta er að bresta á.
Fyrir leik
Grindavík teflir fram óbreyttu liði frá síðasta leik gegn Keflavík, Haukakonur gera hinsvegar tvær breytingar á liði sínu. Margrét Björg og Heiða Rakel koma inn í byrjunarliðið fyrir Stefaníu Ósk og Rún Friðriks.
Fyrir leik
Hálftími í leik og byrjunarliðin eru komin inn.
Fyrir leik
Þetta verður sannkallaður toppslagur í kvöld, aðeins einu stigi munar á liðunum á toppi B riðils í fyrstu deild kvenna.

Grindavík eru efstar með 22 stig og Haukar með 21 stig.
Fyrir leik
Heil og sæl.

Hér mun fara fram textalýsing frá leik Grindavíkur og Hauka sem fer fram í Grindavík.
Byrjunarlið:
22. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
Heiða Rakel Guðmundsdóttir ('86)
Hildigunnur Ólafsdóttir ('86)
4. Sædís Kjærbech Finnbogadóttir ('64)
11. Sara Rakel S. Hinriksdóttir (f)
18. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Þórdís Elva Ágústsdóttir
21. Hanna María Jóhannsdóttir
24. Sólveig Halldóra Stefánsdóttir
27. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('54)
30. Tara Björk Gunnarsdóttir

Varamenn:
3. Stefanía Ósk Þórisdóttir ('86)
9. Konný Arna Hákonardóttir ('86)
21. Kristín Ösp Sigurðardóttir ('64)
21. Aníta Björk Axelsdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir ('54)

Liðsstjórn:
Rún Friðriksdóttir

Gul spjöld:
Hildigunnur Ólafsdóttir ('70)

Rauð spjöld: