Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Breiðablik
2
0
Þróttur R.
Árni Vilhjálmsson '5 1-0
Oliver Sigurjónsson '26 2-0
15.08.2016  -  18:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
5. Elfar Freyr Helgason
8. Arnþór Ari Atlason
10. Árni Vilhjálmsson ('82)
11. Gísli Eyjólfsson ('78)
15. Davíð Kristján Ólafsson
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Daniel Bamberg ('66)
26. Alfons Sampsted
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
33. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
Kári Ársælsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson ('66)
10. Atli Sigurjónsson ('78)
17. Jonathan Glenn ('82)
22. Ellert Hreinsson
22. Ágúst Eðvald Hlynsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
LEIK LOKIÐ!!!! Breiðablik vinnur sanngjarnan 2-0 sigur. Þróttarar eru komnir í innheimtuferli, þeir eru á beinni leið niður í Inkasso-deildina. Blikar halda titilvonum sínum hins vegar á lífi þó að FH hafi náð að knýja fram sigur í kvöld gegn Fjölni.
90. mín
Uppbótartíminn er fjórar mínútur, Blikar eru að sigla góðum sigri í höfn.
88. mín
Þróttarar fá hornspyrnu og þetta endar með samstuði, Dion liggur eftir.
87. mín Gult spjald: Björgvin Stefánsson (Þróttur R.)
Björgvin Stefánsson fær gult fyrir að taka niður Alfons aftan frá.
82. mín
Inn:Jonathan Glenn (Breiðablik) Út:Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Jonathan Glenn fær um það bil tíu mínútur til að sanna sig, hefur ekki verið átt sérstakt sumar.
78. mín
Inn:Atli Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Gísli er búinn að eiga frábæran leik en fer nú af velli fyrir Atla Sigurjóns.
76. mín
Aron Lloyd Green þarf að passa sig!! Er á gulu og þrykkir Arnþór Ara aftur niður en sleppur við annað spjald líkt og Viktor áðan. Má segja að Þróttarar séu heppnir að vera enn 11.
75. mín
Christian Sörensen með þrumuskot af löngu færi en Gulli ver vel! Síðan fær Christian boltann aftur svona 20 sek seinna og þrumar aftur að marki en rétt framhjá!
71. mín
HVAÐ ER Í GANGI???? BJÖRGVIN STEFÁNSSSON Í ALGJÖRU DAUÐAFÆRI OG RYDER ÞJÁLFARI TRÚIR EKKI EIGIN AUGUM!!! Frábær fyrirgjöf berst inn í teig og Björgvin er dauða, dauða, dauðafrír í ótrúlega fínu skallafæri. Hann skallar hins vegar boltann BEINT, BEINT á Gulla Gull, sem grípur örugglega! Skelfilega illa farið með gott færi!
70. mín
Höskuldur fær tvær tilraunir til að taka aukaspyrnuna. Þær eru báðar frekar slakar.
69. mín Gult spjald: Aron Lloyd Green (Þróttur R.)
Hættunni er ekki bægt langt frá, Blikar sækja aftur og Aron Lloyd Green straujar Arnþór Ara niður og fær gult.
68. mín
Blikar fá hornspyrnu. Höskuldur dælir boltanum inn í teiginn en eftir smá klafs bægja Þróttarar hættunni frá.
67. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (Þróttur R.) Út:Viktor Unnar Illugason (Þróttur R.)
Þróttarar gera líka skiptingu, sína síðustu.. Aron Þórður kemur inn fyrir Viktor Unnar.
66. mín
Inn:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) Út:Daniel Bamberg (Breiðablik)
Blikar gera skiptingu, Daniel Bamberg út og Krulli Gull kemur inn á.
65. mín
Viktor Unnar með hornið en boltinn svífur yfir alla en er svo skallaður aftur fyrir af Blika. Annað horn.
64. mín
Ágætis sókn hjá Þrótturum, Ragnar Pétursson gerir atlögu að marki en boltinn fer af varnarmanni og í horn.
61. mín
DAUÐAFÆRI!!!! Árni allt í einu kominn einn í gegn, held að hann hafi sjálfur haldið að hann væri rangstæður en það er ekki flaggað, Árni lætur vaða en hittir boltann skelfilega, kixar hann eiginlega, og hann fer vel framhjá.
59. mín
Inn:Thiago Pinto Borges (Þróttur R.) Út:Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.)
Önnur skipting hjá Þrótti, Thiago kemur inn fyrir Vilhjálm Pálmason.
57. mín
Viktor Unnar að dansa á línunni þarna! Fer ansi hart í Gísla Eyjólfsson sem liggur þjáður eftir. Þarna hefði Þóroddur getað lyft öðru gulu en sleppir því. Viktor er samt klárlega á síðasta séns.
54. mín
Þróttur fær aukaspyrnu við hliðarlínu, Viktor Unnar kemur með langan bolta en Gunnleifur blakar honum aftur fyrir. Hefði mögulega átt að reyna að grípa þetta.
52. mín
Gott færi!!!! Alfons Sampsted með flotta fyrirgjöf og boltinn fer á Árna á fjærstönginni, hann kemur með þrumuskot en Arnar Darri lokar vel á hann.
50. mín
Þróttarar fá aukaspyrnu á ágætis stað, Christian Sörensen lætur vaða en boltinn fer af varnarmanni Breiðabliks og aftur fyrir. Ágætis spyrna, boltinn fór ekki langt framhjá.
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný og Þróttarar byrja með boltann í þetta skiptið og sækja í átt að Sporthúsinu.
45. mín
Hálfleikur! Staðan 2-0 fyrir heimamenn og þetta lítur ansi vel út fyrir þá.
44. mín
ÞARNA MUNAR LITLU!!! Frábær hornspyrna hjá Viktori Unnari, beint á kollinn á Karli Brynjari sem hamrar í átt að marki en Gunnleifur ver. Aðeins of beint á hann! Þarna sá maður nánast mark sem hefði heldur betur hleypt smá lífi í þetta!
44. mín
Þróttarar hafa sýnt smá lit og fá aðra hornspyrnu!
40. mín
ROSALEGT! Blikar taka snögga aukaspyrnu, Gísli kemur með langan á Árna í teiginn, sá síðarnefndi tekur boltann á kassann og snýr sér við í sömu hreyfingu og lætur vaða! Arnar Darri ver hins vegar vel frá honum.
39. mín
Blikar fá aukaspyrnu talsvert frá marki. Oliver er með bullandi sjálfstraust og lætur aftur vaða en boltinn svífur yfir.
36. mín
ÞETTA VAR SVO LÉLEGT HJÁ ÖLLUM!!! Aron Lloyd Green dettur eins og auli sem aftasti maður þegar boltanum er dúndrað fram. Arnþór Ari nær boltanum og hann og Árni Vill eru tveir á móti markmanni! Arnþór virðist ekki átta sig á þeirri frábæru stöðu sem hann er kominn í, heldur kemur með ömurlegt skot beint á Arnar Darra!! Hefði getað lagt hann á Árna sem væri þá með opið mark fyrir framan sig!
36. mín
Þróttarar fá hornspyrnu, Viktor Unnar tekur spyrnuna en þessi bolti endar í hrömmunum hjá Gulla Gull.
28. mín
Inn:Ragnar Pétursson (Þróttur R.) Út:Baldvin Sturluson (Þróttur R.)
Breyting gerð á liði Þróttar. Baldvin Sturluson var farinn út af eitthvað meiddur og inn kemur Ragnar Pétursson.
26. mín MARK!
Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
GOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOLAAAAAAAAAZOOOOOOOOOOOOO!!!!! OLIVER SIGURJÓNSSON SLENGIR BOLTANUM Í VINKILINN BEINT ÚR AUKASPYRNUNNI!!! TAKIÐ ÞETTA UPP, BRENNIÐ ÞETTA Á BLURAY DISK OG SÝNIÐ BÖRNUNUM YKKUR ÞETTA - SVONA Á AÐ TAKA AUKASPYRNUR!!!!
24. mín Gult spjald: Viktor Unnar Illugason (Þróttur R.)
Viktor Unnar tekur "one for the team", stöðvar stórhættulegt upphlaup Gísla Eyjólfssonar. Fær spjald fyrir vikið og Blikar fá aukaspyrnu á hættulegum stað, sirka fjóra metra frá teignum.
23. mín
Fín sókn hjá Blikum, endar með fyrirgjöf en Arnar Darri stekkur upp og grípur boltann.
22. mín
Dion Acoff tætir menn í sig í teignum og reynir að leggja hann fyrir en þar kemst Bliki fyrir. Acoff getur verið rosalegur þegar sá gállinn er á honum!!
17. mín
Þróttarar komast í skyndisókn, Dion Acoff kemur með fínan sprett og leggur boltann á Christian Nikolaj Sorensen. Christian lætur vaða af löngu færi en skot hans fer vel framhjá.
15. mín
Þarna er vörn Þróttar sundurspiluð! Gísli Eyjólfsson læðir boltanum á Andra Rafn sem er í fínu færi en reynir að leggja boltann fyrir í stað þess að skjóta. Þróttari bjargar í horn og ekkert verður úr þeirri spyrnu.
12. mín
MARK!! En búið að flagga rangstöðu! Árni Vill skallar meistaralega í netið en búið að flagga á hann og engin mótmæli. Rétt ákvörðun hjá aðstoðardómaranum.
9. mín
Blikar fá horn, spila það stutt og Andri Rafn Yeoman reynir svo fyrirgjöfina sem svífur yfir allt og alla og endar aftur fyrir.
6. mín
Þvílík veisla sem það er fyrir Blika að fá Arna Vill til baka frá Lilleström. Þetta var frábært mark, kom sér í virkilega góða skotstöðu eftir sendingu frá Oliver og klárslan var til fyrirmyndar!
5. mín MARK!
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Stoðsending: Oliver Sigurjónsson
MAAAAAAAAAAAAAARK!!!! ÉG VAR AÐ SKRIFA HVAÐ ÞETTA VÆRI RÓLEG BYRJUN Á LEIKNUM ÞEGAR ÁRNI NOKKUR VILHJÁLMSSON LEGGUR BOLTANN Í BLÁHORNIÐ MEÐ FRÁBÆRU SKOTI UTAN TEIGS!!!!! BLIKAR ERU KOMNIR YFIR!!!
1. mín
Leikurinn er hafinn og það eru Blikar sem byrja með boltann.
Fyrir leik
Leikmennirnir ganga inn á völlinn með dómarann Þórodd Hjaltalín í fararbroddi. Nú fer veislan að byrja!
Fyrir leik
Litlu Blikakrakkarnir eru búnir að raða sér upp í heiðursvörð fyrir leikmennina sem fara að koma inn á.
Fyrir leik
Stundarfjórðungur í leikinn og spennan magnast. Það er bongóblíða á Kópavogsvelli og menn í góðum gír. Ég býst við hörkuleik!
Fyrir leik
Kári Ársælsson er mættur á bekkinn hjá Blikum. Hann kom skemmtilega óvænt inn á gegn Víkingi í síðustu umferð þökk sé röð tilviljanna eftir að hafa ekki einu sinni verið á skýrslu fyrir leikinn. Arnór Sveinn Aðalsteinsson meiddist í upphitun fyrir þann leik og er enn ekki í hóp.
Fyrir leik
Það verður spennandi að sjá hvað Viktor Unnar Illugason gerir á sínum gamla heimavelli. Drengurinn er uppalinn Bliki og ef ég þekki hann rétt myndi hann ekki hata að smyrja boltanum í netið gegn gömlu félögunum. Markaskorari af Guðs náð þegar sá gállinn er á honum og ég ætla að leyfa mér að giska á að hann skori í kvöld - tel það skrifað í skýin.
Fyrir leik
Þróttur gerir eina breytingu á sínu liði frá því í 1-1 jafnteflinu gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Aron Lloyd Green kemur inn í byrjunarliðið fyrir Guðmund Friðriksson.
Fyrir leik
Ein breyting er á liði Breiðabliks frá 3-1 tapi liðsins gegn Víkingi í síðustu umferð. Damir Muminovic er í banni eftir að hafa fengið rautt gegn Víkingi og Viktor Örn Margeirsson kemur inn í byrjunarliðið í hans stað.
Fyrir leik
Et voilá! Við erum komin með byrjunarliðin!
Fyrir leik
Einn fróðleiksmoli í boði Blika í viðbót á meðan við bíðum efti byrjunarliðunum:

Liðin hafa skorað 134 mörk í leikjunum 52 sem skiptast þannig að Þróttur hefur skorað 77 mörk en Blikar 57. Þarna telja árin frá 1957 til 1968 mikið þegar Breiðablik skorar aðeins 6 mörk gegn 27 mörkum Þróttar
Fyrir leik
Rúmur klukkutími er í að leikurinn hefjist en einungis eru örfáar mínútur þar til byrjunarliðin koma í hús. Við bíðum spennt!
Fyrir leik
Líkt og ansi er oft tifellið í fótbolta þurfa bæði lið nauðsynlega á sigri að halda. Breiðablik er enn í bullandi toppbaráttu þrátt fyrir 3-1 tap gegn Víkingi um daginn, liðið er í 4. sæti deildarinnar með 23 stig eftir 14. umferðir, fimm stigum á eftir toppliði FH. Þróttur er hins vegar á botninum með 8 stig, heilum 9 stigum frá öruggu sæti. Liðið er semsagt í afar vondum málum og þarf að fara að vinna leiki í massavís til að falla ekki beint aftur niður í 1. deildina.
Fyrir leik
Þróttarar tóku sig til og unnu 2-0 sigur í fyrri leik liðanna í sumar þar sem Dion Acoff og Vilhjálmur Pálmason skoruðu mörk Þróttar í Laugardalnum. Blikar eiga því harma að hefna í kvöld.
Fyrir leik
Annar góður punktur frá Blikar.is:

"Á þeim 59 árum sem liðin eru frá þessum fyrsta leik Breiðabliks í landsmóti í knattspyrnu hafa liðin mæst 52 sinnum í opinberri keppni í 11 manna bolta. Niðurstaðan er hníf jöfn. Bæði lið hafa sigrað í 21 skipti og jafnteflin eru 10. Í deildarkeppni hafa liðin mæst 39 sinnum (S13, J9, T17) þar af 24 sinnum í B-deild (S8, J4, T12) og 15 sinnum í A-deild (S5, J5, T5).

Leikir í A-deild eru 5 frá því að Blikaliðið kom upp í eftu deild árið 2006 (S1, J2, T2) þar af 1 sigur og 1 jafntefli á Kópavogsvelli."
Fyrir leik
Blikar.is tóku saman mjög skemmtilega mola fyrir leik liðanna og ég ætla mér að fá nokkra þeirra lánaða. Eins og til dæmis þennan:

"Allra fyrsti opinberi knattspyrnuleikur Breiðabliks í landsmóti frá upphafi var leikur gegn Þrótti R. á gamla Melavellinum föstudaginn 7. júní 1957... Grétar Kristjánsson, faðir Arnars Grétarsson þjálfara , var í byrjunarliði Breiðabliks í þessum fyrsta leik árið 1957. Grétar var góður framherji og skoraði 50 mörk í 113 leikjum með Breiðablik frá 1957 til 1968."
Fyrir leik
Komið þið hjartanlega sæl, landsmenn nær og fjær, og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Breiðabliks og Þróttar í Pepsi-deildinni. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og við munum að sjálfsögðu fylgjast vel með gangi mála.
Byrjunarlið:
Arnar Darri Pétursson
2. Baldvin Sturluson ('28)
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
6. Vilhjálmur Pálmason ('59)
8. Christian Nikolaj Sorensen
11. Dion Acoff
13. Björgvin Stefánsson
19. Karl Brynjar Björnsson (f)
20. Viktor Unnar Illugason ('67)
21. Tonny Mawejje
23. Aron Lloyd Green

Varamenn:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
3. Finnur Ólafsson
8. Aron Þórður Albertsson ('67)
10. Brynjar Jónasson
17. Ragnar Pétursson ('28)
27. Thiago Pinto Borges ('59)

Liðsstjórn:
Hallur Hallsson

Gul spjöld:
Viktor Unnar Illugason ('24)
Aron Lloyd Green ('69)
Björgvin Stefánsson ('87)

Rauð spjöld: