Kórinn
laugardagur 28. apríl 2012  kl. 16:00
Lengjubikarinn - Úrslitaleikur
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Fram 0 - 1 KR
0-1 Þorsteinn Már Ragnarsson ('57)
Almarr Ormarsson , Fram ('94)
Myndir: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
0. Halldór Hermann Jónsson
10. Orri Gunnarsson ('74)

Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
11. Jökull Steinn Ólafsson
21. Stefán Birgir Jóhannesson ('74)

Liðstjórn:
Daði Guðmundsson

Gul spjöld:
Almarr Ormarsson ('94)
Kristján Hauksson ('82)
Sam Tillen ('36)

Rauð spjöld:
Almarr Ormarsson ('94)
@BastiiS Sebastían Sævarsson Meyer
Fyrir leik
Komiði sæl og velkomin í beina textalýsingu frá leik Fram og KR sem eigast við í úrslitaleik Lengjubikarsins. Leikurinn fer fram í Kórnum og dómari er Guðmundur Ásæll Guðmundsson.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Aðeins fimm mínútur í leik og byrjunarliðin eru að sjálfsögðu komin í hús en þau má sjá hér til hliðar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Já hér er titill í húfi og þetta er ekki í fyrsta sinn á þessu ári sem Fram og KR mætast í úrslitaleik á undirbúningstímabilinu. Liðin mættust í úrslitum Reykjavíkurmótsins þar sem Fram hafði betur 5-0. Steven Lennon skoraði öll mörkin í þeim leik og er í byrjunarliðinu í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru mætt á völlinn og leikmenn takast í hendur. Hér fer allt að verða klárt.
Eyða Breyta
1. mín
Leikurinn er hafinn! Fram byrjar með boltann.
Eyða Breyta
2. mín
Sam Tillen með fyrsta skot leiksins, en það fer af varnarmanni og Fjalar grípur boltann í marki KR.
Eyða Breyta
5. mín
Fram vinnur fyrstu hornspyrnu leiksins, ekkert varð úr henni.
Eyða Breyta
7. mín
Þetta byrjar allt saman mjög rólega en Framarar hafa verið meira með boltann í upphafi leiks.
Eyða Breyta
11. mín
Litlu munaði að Emil Atlason myndi sleppa í gegn en hann fær boltann í hendina og aukaspyrna dæmd.
Eyða Breyta
16. mín
KR-ingar aðeins farnir að þreifa fyrir sér í sóknarleiknum. Hafa þó ekki náð að skapa sér færi.
Eyða Breyta
20. mín
20 mínútur liðnar og enn markalaust. Bæði lið hafa ekki skapað sér nein hættuleg færi en KR-ingar hafa náð undirtökunum.
Eyða Breyta
25. mín
Emil Atlason tapar boltanum í vítateig Fram sem bruna í skyndisókn. Bjarni er vel á verði í vörn KR.
Eyða Breyta
27. mín Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram) Steven Lennon (Fram)
Steven Lennon þarf að fara meiddur af velli. Í hans stað kemur Hólmbert Aron Friðjónsson.
Eyða Breyta
33. mín
Davíð Einarsson með skemmtilega tilraun þarna. Fær fyrirgjöf fá vinstri og reynir að spyrna knettinum á markið með hælnum. Það er laust og Ögmundur grípur boltann í marki Fram.
Eyða Breyta
34. mín
Þarna mátti minnstu muna að Fram tæki forystuna!! Samt Tillen tekur aukaspyrnu frá hægri kanti og Hólmbert stekkur hæst af öllum og skallar í stöngina!!
Eyða Breyta
36. mín Gult spjald: Sam Tillen (Fram)

Eyða Breyta
36. mín Gult spjald: Dofri Snorrason (KR)

Eyða Breyta
44. mín
Hættuleg fyrirgjöf frá hægri hjá Fram og Fjalar misreiknar boltann og kýlir út í loftið. Sem betur fer fyrir hann ná varnarmenn KR að hreinsa.
Eyða Breyta
45. mín
Smá fjör hér undir lok fyrri hálfleiks. Liðin skiptast á að sækja. Nú komst Almarr Ormarson í ákjósanlegt skotfæri en skot hans fór framhjá marki KR.
Eyða Breyta
45. mín
Hálfleikur!
Guðmundur hefur flautað til hálfleiks. Staðan markalaus eftir frekar bragðdaufan fyrri hálfleik en Framarar fengu besta færið enn sem komið er þegar varamaðurinn ungi Hólmbert Aron skallaði í stöngina eftir aukaspyrnu frá Sam Tillen.
Eyða Breyta
46. mín Kjartan Henry Finnbogason (KR) Emil Atlason (KR)
Seinni hálfleikur er farinn af stað. Markahrókurinn Kjartan Henry kemur inn fyrir Emil Atlason. Kjartan kom KR-ingum í úrslitaleikinn með sínum tveimur mörkum gegn Breiðablik í undanúrslitum.
Eyða Breyta
48. mín
Smá vandræðagangur í vörn KR svo Hólmbert er nærri sloppinn í gegn. En reynsluboltinn Bjarni bjargar á síðustu stundu.
Eyða Breyta
51. mín Óskar Örn Hauksson (KR) Dofri Snorrason (KR)

Eyða Breyta
54. mín
Hættuleg fyrirgjöf frá hægri hjá KR-ingum og Davíð Einarsson kemur á ferðinni en nær ekki að setja hausinn í boltann sem Ögmundur grípur.
Eyða Breyta
57. mín MARK! Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
KR-ingar eru komnir yfir!! Óskar Örn með fyrirgjöfina beint á kollinn á Þorstein sem skallar knettinum í netið.
Eyða Breyta
60. mín
Ná Framarar að svara þessu? Þeir hafa hálftíma til að jafna leikinn. Fengu aukaspyrnu við vítateigshornið en ekkert varð úr henni.
Eyða Breyta
65. mín Sveinbjörn Jónasson (Fram) Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (Fram)

Eyða Breyta
70. mín Björn Jónsson (KR) Gunnar Þór Gunnarsson (KR)

Eyða Breyta
72. mín
KR-ingar fá aukaspyrnu á hættulegum stað, Óskar Örn tekur spyrnuna en hún fer framhjá.
Eyða Breyta
74. mín Stefán Birgir Jóhannesson (Fram) Orri Gunnarsson (Fram)

Eyða Breyta
74. mín
Úffffúfff..Ögmundur fær sendingu til baka en missir boltann í gegnum klofið en varnarmaður Fram nær að hreinsa áður en boltinn rennur yfir marklínuna.
Eyða Breyta
80. mín
Tíu mínútur eftir og lítið að gerast þessa stundina..
Eyða Breyta
82. mín Gult spjald: Kristján Hauksson (Fram)
Fyrirliðinn brýtur á sér og fær gult spjald. Aukaspyrna fyrir KR á hægri kanti en spyrnan fer í varnarvegginn.
Eyða Breyta
87. mín
Viktor Bjarki með hörkuskot af löngu færi en það fer rétt yfir!
Eyða Breyta
89. mín
Fram nálægt jöfnunarmarkinu hér í lokin, Sveinbjörn í skotfæri í teig KR en skotið fer rétt yfir markið.
Eyða Breyta
90. mín
Þremur mínútum er bætt við, Fram fær hornspyrnu...
Eyða Breyta
90. mín
Hornspyrnan ratar beint í fangið á Fjalari.
Eyða Breyta
93. mín Leik lokið!
Þetta er búið! KR-ingar eru Lengjubikarmeistarar eftir 1-0 sigur á Fram í úrslitaleiknum Sigurmarkið skoraði Þorsteinn Már á 57. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf.
Eyða Breyta
94. mín Gult spjald: Almarr Ormarsson (Fram)
Almarr Ormarsson varnarmaður Fram fær að líta gula spjaldið fyrir kjaftbrúk eftir að leik lýkur.
Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
94. mín Rautt spjald: Almarr Ormarsson (Fram)
Almarr lét sér ekki segjast og Guðmundur Ársæll sýndi honum rauða spjaldið.
Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
5. Egill Jónsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson ('70)
9. Þorsteinn Már Ragnarsson
11. Emil Atlason ('46)

Varamenn:
10. Kjartan Henry Finnbogason ('46)
22. Óskar Örn Hauksson ('51)
26. Björn Þorláksson

Liðstjórn:

Gul spjöld:
Dofri Snorrason ('36)

Rauð spjöld: