Norðurálsvöllurinn
sunnudagur 25. september 2016  kl. 14:00
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Völlurinn fínn, smá gola og sól
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 632
ÍA 1 - 0 Breiðablik
1-0 Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('57)
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
6. Albert Hafsteinsson ('86)
8. Hallur Flosason
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('66)
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('83)
15. Hafþór Pétursson
20. Gylfi Veigar Gylfason
27. Darren Lough
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
3. Aron Ingi Kristinsson
6. Iain James Williamson ('86)
10. Steinar Þorsteinsson ('83)
18. Stefán Teitur Þórðarson ('66)
21. Arnór Sigurðsson
25. Andri Geir Alexandersson

Liðstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Arnar Már Guðjónsson
Gísli Þór Gíslason
Guðmundur Sigurbjörnsson
Gunnlaugur Jónsson (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson

Gul spjöld:
Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('40)

Rauð spjöld:
@BenniThordar Benjamín Þórðarson
93. mín Leik lokið!
Leiknum er lokið á Akranesi með sigri heimamanna
Eyða Breyta
92. mín
Það fer hver að verða síðastur að jafna þetta fyrir Blika.
Eyða Breyta
90. mín
90 mín komnar á klukkuna á Skaganum!
Eyða Breyta
88. mín
SKOT Í SLÁNNA!!!!! Stefán Teitur með þrumuskot í slánna og niður úr teignum. Þarna munaði engu!!
Eyða Breyta
86. mín Iain James Williamson (ÍA) Albert Hafsteinsson (ÍA)

Eyða Breyta
85. mín
Gísli Eyjólfs með skalla yfir markið.
Eyða Breyta
83. mín Steinar Þorsteinsson (ÍA) Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)

Eyða Breyta
82. mín
Það eru 632 mættir á völlinn í dag.
Eyða Breyta
80. mín
ÞÞÞ með skot frá vítateigshorninu sem fer rétt framhjá.
Eyða Breyta
79. mín
Oliver með skot fyrir utan teig en nær engum krafti í það og auðvelt fyrir Árna Snæ
Eyða Breyta
78. mín Jonathan Glenn (Breiðablik) Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)

Eyða Breyta
74. mín
GG9 nálægt því að skora! Löng sending inn fyrir en Garðar nær ekki alveg nógu góðu valdi á boltanum og Gulli ver slakt skot frá honum.
Eyða Breyta
71. mín
Gríðarlega þung sókn hjá Blikum þessar síðustu mínútur. Arnþór Ari hársbreidd frá að ná til boltans í teignum eftir fyrirgjöf.
Eyða Breyta
68. mín
Albert Hafsteins með skot beint úr aukaspyrnu en það er slakt. Þarf meira en þetta til að skora framhjá Gulla
Eyða Breyta
67. mín
Gísli Eyjólfs með ágætis tilraun en skotið er framhjá.
Eyða Breyta
66. mín Stefán Teitur Þórðarson (ÍA) Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)

Eyða Breyta
65. mín
Enn sækja Blikar og nú er Árni Vill með skot að marki en varnarmenn ÍA komast fyrir þetta.
Eyða Breyta
64. mín
Árni Vill með flotta vippu inn fyrir vörn ÍA en Árni Snær er vel vakandi og nær boltanum.
Eyða Breyta
59. mín


Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
57. mín MARK! Guðmundur Böðvar Guðjónsson (ÍA)
MAAAAAAAAAARK!!!!! Gummi Bö með hammer úr teignum. Tryggvi Hrafn tekur hornspyrnu með jörðinni og boltinn berst fyrir fætur Gumma Bö sem neglir uppí þaknetið!
Eyða Breyta
53. mín
Úfffff þarna munaði litlu. Skagamenn skalla boltann útúr teignum þar sem Atli Sigurjóns tekur hann viðstöðulaust en rééééééétt framhjá.
Eyða Breyta
50. mín
ÞÞÞ í góðri fyrirgjafarstöðuá hægri kantinum en með setur boltinn aftur fyrir.
Eyða Breyta
48. mín
Nú ákvað Skagamaður að reyna skot frá miðjunni. Ólafur Valur með tilraunina en aldrei hætta.
Eyða Breyta
47. mín
Blikar byrja strax að sækja og Davíð með fyrirgjöf en yfir alla í teignum.
Eyða Breyta
46. mín Atli Sigurjónsson (Breiðablik) Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Tvöföld hjá Blikum í hálfleik
Eyða Breyta
46. mín Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) Daniel Bamberg (Breiðablik)

Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn.
Eyða Breyta
45. mín


Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur hjá okkur á Akranesi. Fjörugur leikur, vantar bara mörkin.
Eyða Breyta
45. mín
Hornspyrna hjá Blikum og boltinn berst á Damir í teingum en skotið er hááááááátt yfir.
Eyða Breyta
41. mín
VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!! ÆTLAR BOLTINN BARA EKKI INN!!! Oliver með geggjað skot úr aukaspyrnu en boltinn í slánna og niður!! Okkur í blaðamannastúkunni sýndist hann vera inni en ekki dæmt mark!!!
Eyða Breyta
40. mín Gult spjald: Guðmundur Böðvar Guðjónsson (ÍA)

Eyða Breyta
38. mín
Lítið gerst síðustu fimm í þessum leik. Blikar búnir að sækja meira í þessum fyrri hálfleik en Skaginn líka fengið sínar sóknir.
Eyða Breyta
33. mín
Hörkusókn hjá Blikum. Hornspyrna og varnarmönnum ÍA gengur illa að kokma boltanum í burtu. Fyrirgjöf sem Árni Snær kýlir útúr teignum en beina á Bamberg sem þrumar á markið en Árni Snær ver í horn.
Eyða Breyta
31. mín
USSSSSSSSS! Tryggvi Hrafn aleinn í teignum í skallafæri en hitti hann hörmulega og skallaði eiginlega frá markinu!! Svona færi verða menn að nýta!
Eyða Breyta
29. mín
Oliver hleður í skot utan teigs en vel yfir markið.
Eyða Breyta
27. mín


Eyða Breyta
26. mín
Garðar við það að ná til boltans eftir fyrirgjöf frá Halli en Gulli gerir vel í markinu og nær til botlans.
Eyða Breyta
25. mín
Elfar Freyr þrumar að marki, held ég, af eigin vallarhelmingi en yfir markið. Áhugaverð tilraun svo ekki sé meira sagt.
Eyða Breyta
22. mín
Skagamenn alveg brjálaðir!!! Svo virstist sem varnarmaður gefi boltann til baka á Gulla sem tekur hann upp en ekkert dæmt.
Eyða Breyta
20. mín
Enn sækja Blikar upp vinstri kantinn og Davíð Kristján með fyrirgjöf en Skagamenn ná að hreinsa í horn. Ekkert verður úr horninu.
Eyða Breyta
19. mín
Skagamenn að ógna. GG9 með sendingu inn fyrir en Gulli nær boltanum rétt á undan Tryggva.
Eyða Breyta
16. mín
VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!! Árni Vill sleppur einn í gegn og vippar yfir Árna Snæ í markinu, boltinn skoppar rétt fyrir framan marki og í slánna og út. Gylfi Veigar þrumar svo boltanum í burtu. Þvílík ópheppni hjá Árna Vill.
Eyða Breyta
12. mín
Skagamenn fá hérna sína fyrstu hornspyrnu í leiknum en það verður ekkert úr henni
Eyða Breyta
10. mín
Tyrggvi Hrafn með flotta fyrirgjöf úr aukaspyrnu en Gulli kemst í boltann rétt á undan sóknarmönnum ÍA. Blikar bruna í sókn 3 á 3 en nýta það illa.
Eyða Breyta
9. mín
Daniel Bamberg þarf hér á aðhlynningu að halda eftir tæklingu frá GG9. Við vonum að hann verði í lagi
Eyða Breyta
7. mín
Þetta var furðulegt. Árni Vill fær sendingu inn fyrir og hélt hann væri rangstæður og stoppaði bara en flaggið fór ekki upp. Endar á að taka lélegt skot. Kemst strax aftur í færi en Árni Snær ver vel.
Eyða Breyta
5. mín
Blikar eru að byrja leikinn betur þessar fyrstu fimm.
Eyða Breyta
2. mín
Blikar byrja strax að sækja og Davíð Kristján reynir fyrirgjöf en varnarmenn ÍA verjast þessu.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er byrjarður og það eru Blikar sem byrja með boltann. Þeir sækja frá höllinni í fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru að ganga inn á völlinn. Góða skemmtun kæru lesendur nær og fjær.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ekki nema nokkrar mínútur í leikinn og liðin eru farin uppí klefa í lokapepp. Vonandi fáum við fjörugan leik og markaveislu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það eru 20mín í leikinn og hjá okkur og liðin að hita upp. Sólin er farin að skína og engina afsökun að skottast ekki á völlinn. Síðasti heimaleikur sumarsins hjá karla liði ÍA og mikilvægur leikur fyrir Breiðablik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þá er ekki nema hálftími í að þessi Pepsi veisla byrji. Vonandi fáum við fullt af mörkum á öllum vígstöðvum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár en þau má sjá hér til hliðar. Agabannið er off hjá Arnari en Damir og Gísli koma báðir inn í byrjunarliðið
Eyða Breyta
Fyrir leik
Nú fer að styttast í byrjunarliðin hjá okkur. Verður fróðlegt að sjá hvað Arnar Grétars gerir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ég vil endilega hvetja heimamenn sem og Kópavogsbúa að skella sér á völlinn í dag. Það er ágætisveður á Akranesi í dag, smá gola en létt yfir og engin ástæða til að húka heima.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Eins og flestir vita er FH orðið meistari og engin spenna í því í dag. Hins vegar er baráttan um Evrópu og fallbaráttan í algleymingi. Það eru fjögur lið, Fjölnir, Stjarnan, KR og Breiðablik sem berjast um 2 laus sæti í Evrópubaráttunni. Á hinum endanum eru Þróttarar svo gott sem fallnir(þó ekki tölfræðilega) á meðan ÍBV, Fylkir og Víkingur Ó eru í grimmri baráttu um að halda sér uppi.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ég vil minna lesendur á kassamerkið okkar #fotboltinet á Twitter. Valdar færslur birtast í lýsingunni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómari hjá okkur í dag er Guðmundur Ársæll Guðmundsson og honum til aðstoðar eru þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Óli Njáll Ingólfsson. Varadómari er Einar Ingi Jóhannsson og eftirlitsmaður KSÍ er Pjetur Sigurðsson.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Freyr Alexandersson lansliðsþjálfari okkar frábæara A-landsliðs kvenna er spámaður .net fyrir umferðina og spáir því að leikurinn endi með 1-1 jafntefli. Vonandi fáum við fleiri mörk en það í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þetta er að sjálfsögðu ekki eini leikur dagsins þar sem það er heil umferð í Pepsi og allir leikirnir hefjast á sama tíma, þvílík veisla. Og að sjálfsögðu bein textalýsing frá þeim öllum hér á .net!

Beinar textalýsingar:
14:00 Fjölnir - Stjarnan
14:00 Fylkir - Þróttur R.
14:00 ÍBV - Valur
14:00 Víkingur Ó. - KR
14:00 Víkingur R. - FH
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er býsna áhugavert að skoða tölfræði liðanna á heimavelli og útivelli. ÍA hefur fengið 19 af 28 stigum sínum á heimavelli meðan Breiðablik hefur fengið 20 af 35 stigum sínum á útivelli. Gæti orðið býsna áhugaverður leikur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Skagamenn hafa verið í smá lægð uppá síðkastið en þeir hafa tapað síðustu þrem leikjum. Blikar hins vegar hafa ekki tapað leik síðan 8. ágúst þegar þeir töpuðu fyrir Víking R. 3-1 í Fossvoginum.
Eyða Breyta
Fyrir leik


Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fyrri leik liðanna í sumar lauk með 0-1 sigri ÍA í Kópavoginum 11.júlí þar sem Garðar Gunnlaugs skoraði sigurmarkið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það verður gaman að sjá hvað Arnar Grétars þjálfari Blika gerir í dag. Verða Damir og Gísli í byrjunarliðinu eða er agabannið ennþá í gildi?
Eyða Breyta
Fyrir leik
Báðum liðum gekk ekki nógu vel í síðustu umferð. Skagamenn töpuðu 3-1 fyrir Stjörnunni í Garðabænum eftir að hafa komist yfir á meðan Blikar gerðu jafntefnli 1-1 við ÍBV í Kópavoginum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Breiðablik hins vegar er í 2.sæti deildarinnar með 35 stig og í svakalegir baráttu um Evrópusæti og tap hér í dag gæti haft mikil áhrif þar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Við ætlum að fylgjast með leik ÍA og Breiðabliks í 21.umferð Pepsideildar karla. Það er óhætt að segja það sé mikið undir í leiknum í dag amk fyrri Blika. ÍA eru þægilegir í 7.sæti deildarinnar og ekkert vesen.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og velkomin í beina textalýsingu frá Norðurálsvellinum á Akranesi.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
0. Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
8. Arnþór Ari Atlason ('78)
10. Árni Vilhjálmsson
11. Gísli Eyjólfsson
15. Davíð Kristján Ólafsson
23. Daniel Bamberg ('46)
26. Alfons Sampsted
30. Andri Rafn Yeoman ('46)

Varamenn:
33. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson ('46)
10. Atli Sigurjónsson ('46)
17. Jonathan Glenn ('78)
18. Willum Þór Willumsson
21. Viktor Örn Margeirsson
29. Arnór Sveinn Aðalsteinsson

Liðstjórn:
Ólafur Pétursson
Arnar Grétarsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson
Jón Magnússon
Hildur Kristín Sveinsdóttir
Marinó Önundarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: