Kaplakriki
fimmtudagur 17. ágúst 2017  kl. 17:45
Umspil um sæti í Evrópudeild UEFA
Dómari: Kevin Blom (Hollandi)
Áhorfendur: 1432
Maður leiksins: Steven Lennon
FH 1 - 2 Braga
1-0 Halldór Orri Björnsson ('39)
1-1 Paulinho ('62)
1-2 Nikola Stoiljkovic ('79)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
3. Cedric D'Ulivo
4. Pétur Viðarsson ('69)
5. Bergsveinn Ólafsson
6. Robbie Crawford ('74)
7. Steven Lennon
10. Davíð Þór Viðarsson (f)
11. Atli Guðnason
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
22. Halldór Orri Björnsson ('88)

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
8. Emil Pálsson ('69)
13. Bjarni Þór Viðarsson
17. Atli Viðar Björnsson ('88)
19. Matija Dvornekovic
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('74)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Liðstjórn:
Ólafur Páll Snorrason
Heimir Guðjónsson (Þ)
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Haukur Heiðar Hauksson

Gul spjöld:
Bergsveinn Ólafsson ('15)
Davíð Þór Viðarsson ('28)
Emil Pálsson ('82)

Rauð spjöld:

@arnardadi Arnar Daði Arnarsson


95. mín Leik lokið!
Kevin Blom hefur flautað til leiksloka.

FH-ingar þurfa að sætta sig við 2-1 tap á heimavelli gegn Braga í fyrri leik liðanna. Nú er brekkan brött, vægast sagt.
Eyða Breyta
94. mín
Stoiljkovic með skalla eftir hornið himinhátt yfir markið.
Eyða Breyta
93. mín Gult spjald: Jefferson (Braga)

Eyða Breyta
93. mín
Gestirnir sækja fjórir á tvo, Fransergio sendir á Stoiljkovic sem reynir að koma boltanum inn í teiginn, en þá er Emil Pálsson mættur og sparkar í horn.
Eyða Breyta
90. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti: 5 mínútur
Eyða Breyta
90. mín Gult spjald: Fransergio (Braga)

Eyða Breyta
89. mín
Stoiljkovic með skot innan teigs sem Gunnar ver og gerir gott betur en það og heldur boltanum í kjölfarið.
Eyða Breyta
88. mín Atli Viðar Björnsson (FH) Halldór Orri Björnsson (FH)

Eyða Breyta
87. mín
Vá!!!

Steven Lennon í þessu líka dauðafæri en skot hans beint á Matheus sem gerir frábærlega og ver frá honum og boltinn yfir markið.

Þarna verður Lennon að gera betur!
Eyða Breyta
85. mín
Böddi löpp með aukaspyrnu fyrir FH á fínum stað, Doumbia skallar í átt að marki og síðan nær Davíð Þór skalla innan markteigs en yfir markið! Davíð Þór er síðan dæmdur rangstæður.
Eyða Breyta
84. mín Danilo (Braga) Paulinho (Braga)
Markaskorarinn tekinn af velli.
Eyða Breyta
83. mín
Stoiljkovic með skalla eftir aukaspyrnu en nær ekki almennilega til boltans og engin hætta.
Eyða Breyta
82. mín Gult spjald: Emil Pálsson (FH)

Eyða Breyta
81. mín
Paulinho liggur eftir á miðjum vellinum. Eru gestirnir byrjaðir að tefja?
Eyða Breyta
79. mín MARK! Nikola Stoiljkovic (Braga), Stoðsending: Fransergio
Glórulaust!

Emil Pálsson missir boltann á miðjum vallarhelmingi FH, Fransergio tekur á skarið og FH-ingar eru fámennir til baka, Fransergio hefur einhverja þrjá leikmenn til að gefa á og ákveður að senda á varamanninn Stoiljkovic sem skorar keimlíkt mark og fyrra mark Braga!
Eyða Breyta
77. mín Fabio Martins (Braga) Bruno Xadas (Braga)
Xadas tekinn af velli. Hann hefur verið nokkuð frískur í leiknum í kvöld.
Eyða Breyta
74. mín
Þetta hefur verið nokkuð rólegt eftir að Braga menn jöfnuðu. Leikurinn í miklu jafnvægi.

Hvað gerist síðasta korterið? Eru bæði lið sátt með stöðuna og verða engir sénsar teknir eða hvað?
Eyða Breyta
74. mín Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH) Robbie Crawford (FH)
Önnur skipting FH í leiknum.
Eyða Breyta
69. mín Emil Pálsson (FH) Pétur Viðarsson (FH)
Miðjumaður inn fyrir miðjumann.
Eyða Breyta
67. mín
Braga meira með boltann síðustu mínútur.
Eyða Breyta
62. mín MARK! Paulinho (Braga)
Braga hafa jafnað metin!

Paulinho sleppur einn innfyrir og úr þröngu færi setur hann boltann undir Gunnar Nielsen.

Set spurningarmerki með bæði Kassim Doumbia í vörninni og Gunnar í markinu. Þeir hljóta að geta gert betur en þetta.
Eyða Breyta
60. mín
Cedric D'Ulivo með skot utan teigs en vel framhjá. Full mikil bjartsýni þarna hjá Frakkanum.
Eyða Breyta
59. mín Nikola Stoiljkovic (Braga) Ahmed Hassan (Braga)
Hassan þarf að fara af velli eftir þetta atvik og inn kemur markahrókurinn Nikola Stoiljkovic.
Eyða Breyta
56. mín Gult spjald: Nikola Vukcevic (f) (Braga)
Spjald fyrir kjaftbrúk.
Eyða Breyta
56. mín
Þarna áttu Braga menn að fá víti sýnist mér!

Gestirnir fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi FH-inga, kom með fína sendingu inn fyrir þar sem Hassan nær flugskalla að marki og í kjölfarið virðist vera sem Davíð Þór sparki í andlitið á honum. Boltinn endar ofan á marknetinu.

Hassan liggur eftir og þarf aðhlynningu og börur. Þetta er rosalegt!
Eyða Breyta
54. mín
Stórsókn Braga sem endar með því að Gunnar ver á línu með fótunum frá Hassan.

Þetta var rosalegt og hreinlega ótrúlegt að FH-ingar hafi ekki fengið mark á sig þarna. Gunnar lætur gabba sig út í teiginn og missir af Xadas sem reynir skot eða fyrirgjöf að marki sem Kassim Doumbia nær að komast fyrir, sóknin heldur áfram og Hassan fær boltann innan markteigs en á ótrúlegan hátt nær Gunnar að koma sér fyrir boltann.
Eyða Breyta
52. mín
Vá!

Atli Guðnason sleppur einn í gegn eftir frábæra sendingu frá Davíð Þór, markvörður Braga kemur út fyrir teig en Atli er undan í boltann en er óheppinn og stígur hreinlega á boltann og fellur í grasið.

Markvörður Braga, Matheus stál heppinn enda var hann farinn einn í góða skógarferð.

FH-ingar óheppnir þarna!
Eyða Breyta
49. mín
Það varð ekkert úr hornspyrnu FH-inga og Braga fær markspyrnu.
Eyða Breyta
48. mín
Böddi löpp með góðan sprett upp vinstri kantinn, finnur Crawford á ferðinni inn í teig, hann reynir fyrirgjöf sem er hreinsuð aftur fyrir. FH fær horn.
Eyða Breyta
46. mín
Eftir 30 sekúndur átti Richardo Horta þetta líka fína skot utan teigs. Beint á Gunnar sem virtist vera í vandræðum og þurfti að slá boltann upp í loftið áður en hann handsamaði boltann. Náði honum að lokum.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Seinni hálfleikurinn er byrjaður.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Við erum að tala um það að Jón Ragnar Jónsson er að syngja í hátalarakerfið hér í Kaplakrika í hálfleik, "Í síðasta skiptið" án undirspils.

Líklega ekki á hverjum velli í Evrópudeildinni sem þetta gerist.
Eyða Breyta
45. mín


Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Kevin Blom hefur flautað til hálfleiks.

Frábær staða fyrir FH-inga í hálfleik. Nú er bara að safna kröftum og áfram gakk!
Eyða Breyta
45. mín
Uppbótartími er: 1 mínúta.
Eyða Breyta
42. mín
Braga þjarma að marki FH-inga, sem endar með því að Horta á skot við vítateigslínuna, framhjá fjærstönginni.
Eyða Breyta
39. mín MARK! Halldór Orri Björnsson (FH), Stoðsending: Steven Lennon
ÞAÐ HELD ÉG NÚ!!!

Hvar á maður að byrja? Jú byrjum á sendingunni frá Lennon frá vinstri yfir til hægri. Gull af sendingu.

Móttakan frá Halldóri Orra var frábær og gaf fyrirheit fyrir því sem koma skyldi. Hann fékk boltann við vítateigslínuna. Hafði nægan tíma til að athafna sig og svo bara góða kvöldið. Smellir boltanum í fjærhornið. Yfir Matheus í markinu.
Eyða Breyta
37. mín
DAUÐAFÆRI!

Ahmed Hassan fær boltann inn í teig frá Bruno Xadas en skot hans frá vítapunktinum, sleikir stöngina og aftur fyrir. Þetta var stórhættulegt og FH-ingar stálheppnir að Hassan gerði ekki betur en þetta!
Eyða Breyta
35. mín
Besta færi leiksins fá FH-ingar!

Steven Lennon með góða aukaspyrnu frá vinstri, Kassim nær ekki til boltans, en fyrir aftan hann lúrir Atli Guðnason einn á fjærstönginni á skot af stuttu færi á nærstöngina sem Matheus ver í horn.

Lennon tekur síðan hornið en FH-ingar dæmdir brotlegir.
Eyða Breyta
34. mín
Lennon gerir vel, kemur með fína fyrirgjöf sem Jefferson löpp skallaði frá.
Eyða Breyta
31. mín
FH-ingar á vellinum og í stúkunni eru ekki ánægðir með störf Kevin Blom síðustu mínútur. Var rétt í þessu að dæma aukaspyrnu á Steven Lennon fyrir brot innan teigs hjá Braga. Bakhrinding.
Eyða Breyta
30. mín
Crawford með skot eftir fyrirgjöf, skotið mislukkað og framhjá nærstönginni.
Eyða Breyta
28. mín Gult spjald: Davíð Þór Viðarsson (FH)
Fyrir kjaftbrúk. Ekkert múður við Kevin Blom takk fyrir.
Eyða Breyta
25. mín
Ricarhardo Horta með glórulausa ákvörðun. Hann var kominn inn í teig í fínt skotfæri, já og gott betur en það, en ákveður að leggja boltann til hliðar og nákvæmlega engan og FH-ingar hreinsa í burtu. Þetta var áhugavert.
Eyða Breyta
24. mín
Richardo Horta með skot langt utan teigs, slakt skot sem rétt slefar í fangið á Gunnari í markinu.
Eyða Breyta
23. mín
Böddi löpp með hornið sem er skallað rétt yfir markið. Svokallaður bananabolti og lítil hætta.
Eyða Breyta
22. mín
Steven Lennon gerir vel, pressar Raul Silva alveg út í horn sem veldur því að hann missir boltann aftur fyrir og FH fá horn.
Eyða Breyta
17. mín
Sláin!

Jefferson með þessa hörku aukaspyrnu beint í þverslánna!

Alvöru fótur á þessum Jefferson greinilega. Köllum hann Jefferson löpp hér eftir.
Eyða Breyta
16. mín
Braga fær aukaspyrnu á hættulegum stað. Pétur Viðarsson brotlegur. Þeta gæti orðið eitthvað...

Rúmlega meter fyrir framan vítateig FH.
Eyða Breyta
15. mín Gult spjald: Bergsveinn Ólafsson (FH)
Missir mann framhjá sér og heldur í hann og uppsker réttilega gult spjald.

Klaufalegt. Davíð Þór tók aukaspyrnu FH-inga strax sem endaði beint fyrir fætur leikmanns Braga og gestirnir snéru vörn í sókn með þeim afleiðingum og Bergsveinn braut af sér.
Eyða Breyta
13. mín
D'Ulivo með fyrirgjöf frá hægri sem Ricardo Esgaio skallar frá. Stór og stæðilegur miðvörður. Steven Lennon átti lítinn séns í þennan bolta.
Eyða Breyta
11. mín
Gestirnir héldu sókn sinni áfram sem endaði á því að Bruno Xadas átti skot utan teigs. Fast en beint á Gunnar sem hélt boltanum.
Eyða Breyta
10. mín
Misskilingur í vörn FH veldur því að Paulinho kemst að endamörkum og sendir fyrir markið en Böddi löpp hreinsar frá.
Eyða Breyta
7. mín
Jefferson með skot utan teigs fjarri marki. Sókndjarfur vinstri bakvörður, Jefferson.
Eyða Breyta
4. mín
Jefferson tók spyrnuna sem Paulinho flikkar yfir markið. Lítil hætta. Gunnar með allt á hreinu í markinu.
Eyða Breyta
3. mín
Braga fær aukaspyrnu, Pétur Viðarsson brýtur á Richardo Horta á miðjum vallarhelmingi FH.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn

Eyða Breyta
Fyrir leik
Í leikmannahópi Braga eru hvorki fleiri né færri en tólf Brasilíumenn.

Það vantar þrjá sterka sóknarmenn í liði Braga auk Rui Fonte.

Wilson Eduardo, Stojiljkovi
Eyða Breyta
Fyrir leik
Markahæsti leikmaður Braga á síðasta tímabili, Rui Fonte var seldur í dag til Fulham.

Bæði lið hafa því selt framherja sinn á síðustu 24 tímum því Kristján Flóki Finnbogason var einmitt heldur til Start í Noregi í gærkvöldi.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Braga eru búnir að spila tvo leiki á tímabilinu í Portúgal. Þeir töpuðu gegn stórliði Benfica 3-1 en unnu síðan Portimonense 2-1 á heimavelli.
Eyða Breyta
Fyrir leik


Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómaratríó-ið í kvöld er frá Hollandi. Aðaldómarinn er enginn annar en Kevin Blom fæddur árið 1974 í Gouda. Hann var valinn besti dómari Hollands árið 2007.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Braga slógu út sænska liðið AIK eftir framlengingu í síðustu umferð.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er afskaplega gott knattspyrnuveður í Kaplakrikanum í dag. Sólin skín og það blæs örlítið.

Vonandi að íslenskir áhorfendur fjölmenni í Kaplakrikann í dag. Leikirnir verða ekki mikið stærri hjá félagsliðum á Íslandi.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Byrjunarlið FH er klár hérna vinstra megin við textann. Mesta athygli vekur að franski hægri bakvörðurinn Cedric D'Ulivo er í byrjunarliði FH í fyrsta sinn en hann hefur aldrei verið í leikmannahópnum síðan hann var fenginn til félagsins í lok síðasta mánaðar. Þá er króatíski kantmaðurinn Matija Dvornekovic á bekknum.

Kristján Flóki Finnbogason var seldur til Start í Noregi í gær og er því ekki með FH í dag. Heimir Guðjónsson þjálfari liðsins teflir fram varnarsinnuðu liði með Pétur Viðarson og Davíð Þór Viðarsson sem djúpa miðjumenn og Steven Lennon einan frammi.
Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Hollendingurinn Kevin Blom dæmir leikinn í dag en allt dómarateymið er frá Hollandi. Á línunum eru Charles Schaap og Jan Vries og Edwin Van De Graaf er skiltadómari.
Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Böddi löpp var í viðtali við Fótbolta.net fyrir leikinn

,,Þetta er það fallega við fótboltann. Þetta eru bara tveir leikir. Ég hef fulla trú á því að við getum unnið. Við þurfum að passa upp á að þeir skori ekki hérna enda er útivallamarkareglan ömurleg. Ef við höldum þeim í núllinu hér hef ég fulla trú á því að við getum farið áfram," sagði hann. ,,Ef við vinnum er það stærsta skref sem félagslið hefur tekið á Íslandi. Við munum leggja allt í sölurnar til að ná því."
Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Heimir Guðjónsson var í viðtali við Fótbolta.net fyrir leikinn

,,Braga er með hörkugott lið og við þurfum að spila tvo mjög góða leiki. Þeir eru mjög góðir í að halda bolta innan liðsins og eru með flinka leikmenn. Þeir eru góðir í stutta spilinu og eru heilt yfir bara gott fótboltalið," sagði Heimir. ,,Við þurfum að vera klókir í varnarleiknum. Þessi lið eru fljót að refsa fyrir mistök. Við þurfum líka að vera árásagjarnir. Við sáum í seinni leiknum í Maribor að við vorum of fljótir að fara í löngu boltana. Við þurfum að geta haldið boltanum og fundið veikleikana á andstæðingunum og skapa okkur betri færi."
Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Seint í gærkvöldi var stórt skarð hoggið í lið FH þegar félagið ákvað að selja framherjann Kristján Flóka Finnbogason til Start í Noregi. Það þýðir að hann verður ekki með í þessari viðureign og hefur lokið keppni með FH.
Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikið er heima og að heiman en það lið sem vinnur samanlagðan sigur kemst í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA. FH hóf keppni í undankeppni Meistaradeildarinnar þar sem liðið vann fyrst færeysku meistarana í Viking. Í annarri umferðinni biðu þeir lægri hlut gegn Maribor frá Slóveníu sem þýddi að þeir fara í umspil um sæti í Evróupdeildinni þar sem þeir drógust gegn Braga.
Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Halló!

Hér verður bein textalýsing frá leik FH og Braga frá Portúgal sem fer fram á Kaplakrikavelli.

Um er að ræða fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar

Leikurinn hefst klukkan 17.45 og opnar húsið klukkan 16.45, en á FH-pallinum verða seldir sjóðandi heitir hamborgarar og líf og fjör.
Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Matheus (m)
4. Jefferson
9. Ahmed Hassan ('59)
10. Bruno Xadas ('77)
20. Paulinho ('84)
21. Richardo Horta
27. Fransergio
34. Raul Silva
35. Nikola Vukcevic (f)
36. Bruno Viana
47. Ricardo Esgaio

Varamenn:
25. André Moreira (m)
3. Lazar Rosic
11. Danilo ('84)
19. Nikola Stoiljkovic ('59)
26. Fabio Martins ('77)
87. Marcelo Goiano
99. Dyego Sousa

Liðstjórn:
Abel Ferreira (Þ)

Gul spjöld:
Nikola Vukcevic (f) ('56)
Fransergio ('90)
Jefferson ('93)

Rauð spjöld: