Samsung völlurinn
fimmtudagur 17. ágúst 2017  kl. 19:15
Pepsi-deild kvenna 2017
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Elín Metta Jensen
Stjarnan 1 - 2 Valur
0-1 Elín Metta Jensen ('69)
0-2 Elín Metta Jensen ('90, víti)
1-2 Ana Victoria Cate ('93)
Myndir: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Byrjunarlið:
12. Gemma Fay (m)
0. Ana Victoria Cate
4. Kim Dolstra
6. Lára Kristín Pedersen
9. Kristrún Kristjánsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir
11. Guðmunda Brynja Óladóttir
16. María Eva Eyjólfsdóttir ('76)
17. Agla María Albertsdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir ('76)
30. Katrín Ásbjörnsdóttir ('88)

Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir (m)
5. Lorina White
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
14. Donna Key Henry ('76)
15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
18. Viktoría Valdís Guðrúnardóttir ('88)
26. Harpa Þorsteinsdóttir ('76)

Liðstjórn:
Helga Franklínsdóttir
Þóra Björg Helgadóttir
Birna Jóhannsdóttir
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Andrés Ellert Ólafsson
Eva Linda Annette Persson
Einar Páll Tamimi

Gul spjöld:
Gemma Fay ('90)

Rauð spjöld:

@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir


94. mín Leik lokið!
Þetta var of lítið og of seint frá Stjörnunni. Valskonur vinna hér sanngjarnan sigur og fara i 25 stig. Vel gert hjá þeim að svara fyrir tapið í bikarnum.

Stjörnukonur hljóta að vera svekktar. Þeim mistókst að nýta sér það þegar Þór/KA tapaði stigum um daginn og nýta sér svo ekki úrslitin í Eyjum í dag.

Ég ætla annars að segja þetta gott í bili. Minni á viðtöl og skýrslu í kvöld.
Eyða Breyta
93. mín MARK! Ana Victoria Cate (Stjarnan), Stoðsending: Kristrún Kristjánsdóttir
BÍDDU NÚ VIÐ!

Ana Cate er að minnka muninn eftir fyrirgjöf Kristrúnar frá vinstri.

Líflína fyrir heimakonur?
Eyða Breyta
90. mín Gult spjald: Gemma Fay (Stjarnan)
Ég skil Gemmu vel. Hún er ekki sátt við dóminn og fær gult fyrir mótmæli. Það var einmitt Adriana, sem fékk vítið, sem að braut á Gemmu í aðdragandanum.
Eyða Breyta
90. mín Mark - víti Elín Metta Jensen (Valur), Stoðsending: Ariana Calderon
ELÍN METTA ER BÚIN AÐ LOKA LEIKNUM!

Kim Dolstra kippir Ariönu niður við vítateigshornið. Martröð fyrir Kim sem er að fá dæmt á sig víti á lokamínútu leiks í annað sinn á mjög stuttum tíma.

Elín Metta fer með bullandi sjálfstraust á punktinn og skorar. Tvö núll, tvö mörk frá tíunni.

Það sem er hinsvegar svekkjandi fyrir Stjörnuna er að Valskonur brutu að öllum líkindum á Gemmu Fay rétt áður en vítaspyrnan var dæmd og Einar Ingi hefði því átt að vera búinn að stoppa leikinn.
Eyða Breyta
89. mín
Valur fær horn eftir skyndisókn en Stjarnan hreinsar.
Eyða Breyta
88. mín Viktoría Valdís Guðrúnardóttir (Stjarnan) Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Áhugavert. Markahæsti leikmaður Stjörnunnar fer útaf og Viktoría Valdís kemur inn.
Eyða Breyta
88. mín
Áfram reyna Stjörnukonur að finna mark. Harpa var að senda boltann rétt framhjá fjærstönginni en þarna vantaði samherja.
Eyða Breyta
86. mín
Gumma fær aukaspyrnu aftarlega á vallarhelmingi Vals. Gemma Fay kemur fram á völlinn og setur boltann inn á teig. Harpa á fína fyrstu snertingu á boltann sem dettur hættulega í teiginn en Valskonur hreinsa.
Eyða Breyta
82. mín Gult spjald: Elín Metta Jensen (Valur)
Elín Metta fer í bókina eftir brot á Kim. Hárrétt hjá Einari Inga en Kim er nýstaðin upp eftir fyrri viðskipti við markaskorarann.
Eyða Breyta
81. mín
Stjörnukonur halda boltanum og reyna að sækja jöfnunarmarkið. Það er samt alltof lítill broddur í þessu og manni finnst þær ekki sérlega líklegar. Sjáum til.
Eyða Breyta
79. mín
Donna ætlar á Hrafnhildi en hún les hana vel og stöðvar án vandræða.

Stjörnukonur þurfa að gera betur en þetta ef þær ætla að fá eitthvað út úr leiknum.
Eyða Breyta
76. mín Hlíf Hauksdóttir (Valur) Thelma Björk Einarsdóttir (Valur)
Valsarar gera líka skiptingu. Hlín inn fyrir Thelmu. Hrafnhildur fer í vinstri vængbakvörð og Hlín í þann hægri.
Eyða Breyta
76. mín Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan) María Eva Eyjólfsdóttir (Stjarnan)
Stjörnukonur blása til sóknar. Varnarmaður og miðjumaður útaf. Tvær af betri sóknarmönnum deildarinnar inná.
Eyða Breyta
76. mín Donna Key Henry (Stjarnan) Bryndís Björnsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
73. mín
Valur fær aukaspyrnu á STÓRHÆTTULEGUM stað þegar Anna María brýtur á Vesnu á vítateigslínunni.

Markaskorarinn Elín Metta tekur spyrnuna. Setur boltann framhjá veggnum niðri með jörðinni en beint á Gemmu.
Eyða Breyta
70. mín Hrafnhildur Hauksdóttir (Valur) Stefanía Ragnarsdóttir (Valur)

Eyða Breyta
69. mín MARK! Elín Metta Jensen (Valur), Stoðsending: Laufey Björnsdóttir
ELÍN METTA!

Elín Metta og Thelma Björk eru búnar að ná vel saman vinstra megin í síðari hálfleik.

Elín Metta spilaði út á Thelmu sem átti fína fyrirgjöf á fjær. Stjörnukonur náðu ekki að hreinsa almennilega frá og Laufey skallaði boltann inná teig þar sem Elín Metta kláraði eins og landsliðskonunni sæmir.

Eitt núll fyrir Val!
Eyða Breyta
69. mín
Það eru 235 áhorfendur mættir á Samsung völlinn.
Eyða Breyta
66. mín
Valur fær aukaspyrnu úti hægra megin eftir að Lára Kristín braut á Ariönu. Thelma Björk fer yfir og setur boltann inn á markteig. Þar mætir Gemma Fay og kýlir boltann frá en það er dæmt brot á Valskonur.
Eyða Breyta
63. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu úti hægra megin. Kristrún færir sig yfir til að taka spyrnuna en setur boltann beint í fangið á Söndru.
Eyða Breyta
62. mín
Agla María tekur horn fyrir Stjörnuna. Sendir flottan bolta fyrir sem Katrín Ásbjörns nær að flikka áfram á fjær. Þar mætir Kim Dolstra en hittir ekki boltann.
Eyða Breyta
59. mín
Thelma Björk brunar hér upp vinstri kantinn en samherjar hennar eru lengi upp völlinn þannig að Thelma þarf að hægja á og sætta sig við að sækja innkast.

Pála Marie mætir til að taka það og nær aftur að kasta boltanum inn á Örnu Sif.. Sem nær aftur að fleyta boltanum áfram en engin Valskona er mætt til að nýta sér sénsinn.
Eyða Breyta
57. mín
Fín sóknaruppbygging hjá Val. Elín Metta og Thelma Björk eiga ágætan samleik sem endar á því að Elín Metta kemst inn á teig. Hún reynir að troða sér á milli tveggja varnarmann og fellur við en það var ekkert á þetta.
Eyða Breyta
51. mín
Anna María í bullinu. Nær að trufla Elínu Mettu en fellur við í eigin vítateig og heldur áfram að djöflast með fótinn í átt að boltanum. Frekar áhættusamt athæfi hjá liggjandi leikmanni en hún hittir sem betur fer ekki mótherja.
Eyða Breyta
49. mín
Stjarnan fær fyrsta horn síðari hálfleiksins. Kristrún með sendingu á fjær. Ég sé ekki hver það er sem á slappt skot vel framhjá.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað aftur. Engar breytingar. Áfram með smjörið!
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Garðabæ. Staðan markalaus en leikurinn töluvert skemmtilegri áhorfs en bikarleikur liðanna síðastliðinn sunnudag. Fullt að gerast og mikið fjör.

Það verður gaman að sjá hvernig liðin koma stemmd í síðari hálfleikinn en þjálfarar liðanna vita líklega að ÍBV var að tapa stigum gegn Grindavík í Eyjum og baráttan um 2. sætið að galopnast við það.
Eyða Breyta
45. mín
HA?

Þetta virtist tæpt en við treystum Kristni fyrir þessu. Dæmir rangstöðu á Önu Cate sem kom boltanum í netið eftir aukaspyrnu.
Eyða Breyta
44. mín
Stefanía búin að vera frábær í leiknum en á hérna eitt vitlausasta innkast sem sést hefur lengi. Áhugavert kast en Einar Ingi ekki tilbúinn að leyfa þetta.
Eyða Breyta
42. mín
Gumma er búin að vera flott. Átti stórhættulega fyrirgjöf hér fyrir stuttu og var núna að fífla Thelmu Björk upp úr skónum og vinna hornspyrnu. Það varð hinsvegar ekkert úr henni.
Eyða Breyta
36. mín
Bryndís á hér ágætis skot rétt framhjá eftir misheppnana hreinsun Örnu Sifjar.
Eyða Breyta
34. mín
Stefanía er búin að vera virkilega spræk hér í byrjun leiks. Hún var að bruna upp hægri kantinn enn eina ferðina og reyndi svo skot þegar hún komst að teignum. Skotið rétt framhjá en alls ekki galin tilraun.
Eyða Breyta
31. mín
Valskonur fá aukaspyrnu úti vinstra megin. Vesna reynir skot úr þessu en boltinn yfir. Fullmikil bjartsýni í þessu.
Eyða Breyta
27. mín
Gumma vinnur hornspyrnu fyrir Stjörnuna. Kristrún smellir boltanum fyrir en Fríða er sterk í loftinu og skallar frá.

Valsarar fá í kjölfarið skyndisókn og Hlín er við það að sleppa í gegn þegar hún fellur við eftir viðskipti sín við Bryndísi. Ég sá þetta ekki nógu vel en fannst svolítill vítaþefur af þessu.
Eyða Breyta
26. mín
Fín varnarvinna hjá Maríu Evu. Hleypur Elínu Mettu uppi eftir að Elín Metta hafði leikið sér að Önnu Maríu og var við það að komast í gegn.
Eyða Breyta
24. mín
Vel gert hjá Láru. Spilar Öglu Maríu í fína stöðu í teignum en Málfríður Erna nær að komast fyrir skot hennar.
Eyða Breyta
22. mín
Í kjölfarið fær Stjarnan tvær hornspyrnur í röð en ná ekki að gera sér mat úr þeim.
Eyða Breyta
21. mín
DAUÐAFÆRI!

Gumma fer illa með Thelmu Björk úti hægra megin. Kemur boltanum inná teig þar sem Katrín á skot sem Sandra ver út í teig. Mér sýnist það vera Stefanía sem nær að henda sér fyrir skot Öglu Maríu á síðustu stundu og bjarga í horn.
Eyða Breyta
19. mín
STEFANÍA!

Frábær sprettur hjá Stebbu. Hún vinnur boltann á eigin vallarhelmingi, brunar upp hægra megin, leikur á Kim og sendir svo ágætan bolta fyrir á Hlín sem kemur á fleygiferð og setur boltann rétt yfir!

Dúndursprettur.
Eyða Breyta
18. mín
Valur fær innkast í línu við vítateigslínuna. Pála Marie kemur og grýtir löngum bolta inn á Örnu Sif sem fleytir boltanum fyrir markið en þar er engin Valskona mætt!
Eyða Breyta
15. mín
Önnur hornspyrna hjá Val. Vesna setur boltann á fjærsvæðið en boltinn flýgur yfir allan pakkann.
Eyða Breyta
14. mín
Ágæt sókn hjá Stjörnunni. Þær fá aukaspyrnu aftarlega á vallarhelmingi Vals. Spila stutt upp á Láru sem snýr og finnur Katrínu Ásbjörns. Sú er ekkert að hika heldur lætur vaða utan teigs með vinstri fæti. Ágæt tilraun en skotið er beint á Söndru.
Eyða Breyta
12. mín
Gaman af þessu. Elín Metta gerir hér tvær tilraunir til að klobba Kristrúnu en hún lætur ekki gabbast.
Eyða Breyta
9. mín
FRÍÐA!

Það eru Valskonur sem fá fyrsta horn leiksins. Thelma Björk snýr fallegum bolta á fjær þar sem Fríða er sterkust í loftinu og skallar í slánna!
Eyða Breyta
7. mín
Ekkert stórfenglegt að frétta þessar fyrstu mínútur. Bæði lið að reyna að búa eitthvað til en ekki búin að finna taktinn.
Eyða Breyta
3. mín
Þetta er byrjað!

Ana Cate tekur hér hressilega tæklingu á Málfríði Ernu. Alltof sein og Fríða ekki parhrifin af þessu.
Eyða Breyta
2. mín
Lið Stjörnunnar lítur svona út:

Gemma

Bryndís - Anna María - Kim - Kristrún
Lára - María Eva
Gumma - Ana Cate - Agla María
Katrín
Eyða Breyta
1. mín
Valskonur stilla upp eins og í síðasta leik með smá tilfærslum á fremstu þremur líklega.

Sandra

Málfríður - Arna - Pála
Stefanía - Ariana - Laufey - Thelma Björk
Hlín - Vesna - Elín Metta
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Ana Cate tekur upphafsspyrnuna fyrir heimakonur sem sækja í átt að Flataskóla.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er Jóhann Ingi Jónsson sem kemur til með að dæma leikinn en hann dæmdi einnig fyrri deildarleik liðanna.

Honum til aðstoðar verða þeir Kristinn Friðrik Hrafnsson og Ottó Sverrisson. Árni Heiðar Guðmundsson er fjórði dómari og Bergur Þór Steingrímsson eftirlitsmaður.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ljúfir tónar Júníusar Meyvants leika um Garðabæinn þegar að Stjörnumaðurinn Paló ryðst inn í blaðamannastúku og lætur vita af því að leikmenn vilji nýtt lag!

Þar fór það.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús. Það er áhugavert að sjá að Óli Guðbjörns gerir þrjár breytingar á liði Stjörnunnar frá bikarleiknum á meðan Úlfur heldur sig við sama byrjunarlið.

Hjá Stjörnunni koma Guðmunda Brynja, María Eva og Bryndís Björns inn fyrir Lorinu White, Donny Key og Hörpu Þorsteins.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Eitthvað segir mér að það Valskonur verði sérstaklega hungraðar í sigur í kvöld en þær töpuðu fyrri viðureign liðanna í deildinni og máttu sætta sig við hrikalega svekkjandi tap gegn Stjörnunni í undanúrslitum bikarsins á sunnudag.

Liðin eru því að mætast í annað sinn, á sama velli, á tæpri viku. Síðast þurfi 113 mínútur til að fá mark í leikinn en það var Guðmunda Brynja Óladóttir sem reyndist hetjan sem skaut Stjörnunni í úrslitaleikinn.

Það verður gaman að sjá hvort að þjálfarar liðanna nálgist leikinn í kvöld á svipaðan hátt og bikarleikinn eða hvort það verði eitthvað óvænt í kortunum.

Vonum að liðin brjóti ísinn fyrr í kvöld og bjóði upp á góða skemmtun eins og þeirra er von og vísa.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru í 3. og 5. sæti deildarinnar. Stjarnan í því þriðja með 27 stig eftir 13 leiki og Valsarar í því fimmta með 22 stig eftir 12 leiki. Það er þéttur pakki á eftir toppliði Þórs/KA og með sigri gæti Valur blandað sér aftur í hann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan dag kæru lesendur Fótbolta.net!

Hér verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá stórleik Stjörnunnar og Vals í Pepsi-deild kvenna.

Leikurinn verður flautaður á kl.19:15 í rjómablíðu í Garðabæ. Fyrsti kostur er auðvitað að mæta á svæðið en annars mæli ég með því að þið haldið síðunni opinni og verðið dugleg á F5.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir
4. Málfríður Erna Sigurðardóttir (f)
5. Ariana Calderon
8. Laufey Björnsdóttir
10. Elín Metta Jensen
11. Vesna Elísa Smiljkovic
14. Hlín Eiríksdóttir
17. Thelma Björk Einarsdóttir ('76)
26. Stefanía Ragnarsdóttir ('70)
28. Arna Sif Ásgrímsdóttir

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
5. Hrafnhildur Hauksdóttir ('70)
13. Anisa Raquel Guajardo
16. Ísabella Anna Húbertsdóttir
20. Hlíf Hauksdóttir ('76)
20. Hallgerður Kristjánsdóttir
27. Eygló Þorsteinsdóttir

Liðstjórn:
Ásta Árnadóttir
Kristín Ýr Bjarnadóttir
Margrét Lára Viðarsdóttir
Rajko Stanisic
Elfa Scheving Sigurðardóttir
Úlfur Blandon (Þ)
Jón Stefán Jónsson

Gul spjöld:
Elín Metta Jensen ('82)

Rauð spjöld: