Þórsvöllur
þriðjudagur 22. ágúst 2017  kl. 18:00
Pepsi-deild kvenna 2017
Dómari: Gunnþór Steinar Jónsson
Maður leiksins: Anna Rakel Pétursdóttir
Þór/KA 3 - 0 KR
1-0 Sandra Mayor ('4)
2-0 Hulda Ósk Jónsdóttir ('49)
3-0 Bianca Elissa ('86)
Myndir: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Byrjunarlið:
0. Natalia Gomez
0. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
4. Bianca Elissa
7. Sandra María Jessen (f)
8. Lára Einarsdóttir
9. Sandra Mayor ('88)
10. Anna Rakel Pétursdóttir
15. Hulda Ósk Jónsdóttir ('76)
19. Zaneta Wyne
24. Hulda Björg Hannesdóttir ('88)
26. Andrea Mist Pálsdóttir

Varamenn:
30. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir ('88)
16. Saga Líf Sigurðardóttir
17. Margrét Árnadóttir ('76)
18. Æsa Skúladóttir
20. Ágústa Kristinsdóttir

Liðstjórn:
Silvía Rán Sigurðardóttir
Harpa Jóhannsdóttir
Agnes Birta Stefánsdóttir
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Andri Hjörvar Albertsson
Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir
Hannes Bjarni Hannesson

Gul spjöld:
Rut Matthíasdóttir ('90)

Rauð spjöld:

@fotboltinet Viktor Andréson


90. mín
Viðtöl og skýrsla mun fylgja innan skamms.
Eyða Breyta
90. mín Leik lokið!
Gunnþór flautar til leiksloka! Enn færist Þór/KA nær íslandsmeistara titlinum!
Eyða Breyta
90. mín Gult spjald: Rut Matthíasdóttir (Þór/KA)

Eyða Breyta
90. mín
Enn er jafnt í leik FH og ÍBV.
Eyða Breyta
90. mín
Norðan stúlkur að loka þessum leik.
Eyða Breyta
88. mín Agnes Birta Stefánsdóttir (Þór/KA) Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA)

Eyða Breyta
88. mín Rut Matthíasdóttir (Þór/KA) Sandra Mayor (Þór/KA)

Eyða Breyta
86. mín
Upp úr aukaspyrnunni berst boltinn á Biöncu sem stýrir boltanum með höfðinu í fjærhornið!!!
Eyða Breyta
86. mín MARK! Bianca Elissa (Þór/KA)

Eyða Breyta
86. mín
Þór/KA fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað!
Eyða Breyta
84. mín
KR sækir að Marki Þór/KA eins og er. Heima konur liggja til baka og gefa fá færi á sér.
Eyða Breyta
80. mín
Jafnt er í leik FH og ÍBV sem þýðir það að Þór/KA er með 10 stiga forystu eins og staðan er nú!
Eyða Breyta
78. mín
Ásdís og Guðrún leika vel á milli sín á hægri kantinum. Ásdís á svo fyrirgjöf sem heimakonur hreinsa frá.
Eyða Breyta
77. mín
Já frekar rólegt yfir leiknum þessa stundina, lítið í gangi.
Eyða Breyta
76. mín
Margrét kemur inn fyrir markaskorarann Huldu Ósk.
Eyða Breyta
76. mín Margrét Árnadóttir (Þór/KA) Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)

Eyða Breyta
70. mín Gréta Stefánsdóttir (KR) Jóhanna K Sigurþórsdóttir (KR)

Eyða Breyta
67. mín
Aftur finnur Anna Rakel Söndru. Nú fær Sandra boltann rétt fyrir utan teig en skotið frá henni yfir markið.
Eyða Breyta
66. mín
Anna Rakel á stungu upp vinstri kantinn á Söndru Maríu sem keyrir inn að marki en ákveður að reyna að leggja boltann á samherja í stað þess að skjóta bara sjálf!
Eyða Breyta
63. mín
Borgarstjórinn liggur eftir óvígur í liði Þórs. Á meðan sækja KR konur upp en lítið sem ekkert verður úr.
Eyða Breyta
61. mín
Natalia með hættulega aukaspyrnu inn á vítateig KR inga sem ratar á Söndru Maríu sem nær ekki valdi á boltanum.
Eyða Breyta
59. mín
Þór/KA aftur í dauðafæri. Sama uppskrift og í 2. markinu. Anna Rakel með fyrirgjöfina á huldu ósk sem skallar nú yfir fyrir opnu marki!
Eyða Breyta
58. mín
Sandra Mayor með ÞRUMUSKOT í slánna!!!
Eyða Breyta
57. mín Margrét María Hólmarsdóttir (KR) Anna Birna Þorvarðardóttir (KR)

Eyða Breyta
56. mín
Ásdís tekur spyrnuna en boltinn endar ofan á markinu.
Eyða Breyta
56. mín
Margrét María gerir sig klára í að koma inn.
Eyða Breyta
56. mín
KR fær aukaspyrnu á álitlegum stað úti vinstra megin.
Eyða Breyta
53. mín
Sandra Jessen í ágætis færi en setur boltann framhjá.
Eyða Breyta
51. mín
Jahá. Þór/KA byrjar seinni hálfleikinn bara nákvæmlega eins og þann fyrri og Hulda Ósk skorar eftir 4 mínútur í seinni hálfleik og tvöfaldar forustu toppliðsins.
Eyða Breyta
49. mín Guðrún Karítas Sigurðardóttir (KR) Hólmfríður Magnúsdóttir (KR)

Eyða Breyta
49. mín
Norðan konur komnar í 2-0!! Anna Rakel með flotta fyrirgjöf frá vinstri kantinum sme Hulda Ósk skallar í netið!
Eyða Breyta
49. mín MARK! Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA), Stoðsending: Anna Rakel Pétursdóttir

Eyða Breyta
47. mín
Fyrstu sókn síðari hálfleiksins á Þór/kA. Sandra María dansar á milli varnarmanna KR og á hættulega fyrirgjöf sem KR konur hreinsa frá.
Eyða Breyta
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn. Þór/KA 45 mínútum frá því að landa 3 stórum punktum í titilbaráttunni!
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Hugrún tekur spyrnuna en ekkert verður úr. Í sömu andrá flautar Gunnþór til hálfleiks!
Eyða Breyta
45. mín
KR fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Þór/KA.
Eyða Breyta
42. mín
Aðeins róast yfir þessu hér síðustur mínúturnar. Liðin skiptast á að halda boltanum án þess þó að skapa neitt.
Eyða Breyta
41. mín
Andrea Mist með skot af löngu færi sem fer vel yfir mark KR inga.
Eyða Breyta
38. mín
Betsy sækir upp hægri kantinn, á fína fyrirgjöf fyrir sem Bryndís Lára grípur vel.
Eyða Breyta
33. mín
Heimastúlkur í færi! Anna Rakel á fyrirgjöf á Söndru Maríu sem fleytir boltanum áfram á huldu Ósk sem nær ekki stjórn á boltanum í fínu færi.
Eyða Breyta
31. mín
Skemmtilegur leikur í gangi hér á Þórsvelli!
Eyða Breyta
29. mín
Aftur er Sigríður nánast sloppin í gegn!! Betsy með flotta stungi inn fyrir á Sigríði en Bianca stöðvar hana með frábærri tæklingu!
Eyða Breyta
27. mín
Sigríður nálægt því að sleppa í gegn en stungu sendingin á hana aðeins of löng!
Eyða Breyta
26. mín
Anna Rakel tekur léttan einn-tveir við Huldu Björg og á frábæra fyrirgjöf fyrir markið en framherjar Þórs ekki nægilega vel vakandi. Þvílík löpp á henni!
Eyða Breyta
26. mín
Þór/KA fær horn.
Eyða Breyta
24. mín
KR í sínu fyrsta færi! Bras í varnarleik Þór/KA og Sigríður María vinnur boltan og er í góðu færi en Bryndís Lára sér við henni.
Eyða Breyta
21. mín
KR aðeins að ranka við sér aftur. En heima stúlkur höfðu gjörsamlega öll völd á vellinum í kjölfar marks Söndru.
Eyða Breyta
19. mín
Hugrún Lilja á spyrnuna, en lítið verður úr henni.
Eyða Breyta
19. mín
KR fær aukaspyrnu á fínum stað.
Eyða Breyta
14. mín
Enn sækir Þór/KA! Hulda Björg með fyrirgjöf á Söndru Maríu sem nær föstum skalla sem Hrafnhildur ver í markinu!
Eyða Breyta
13. mín
Þór/KA hefur tekið öll v0ld á vellinum eftir ágætis byrjun KR stúlkna!
Eyða Breyta
11. mín
Anna Rakel með rosalegt skot í slánna! KR ingar töpuðu boltanum klaufalega á miðjunni og boltinn endar hjá Önnu sem á frábært skot sem endar í slánni!
Eyða Breyta
8. mín
Hólmfríður brýtur hér groddaralega á Huldu Björg. Sleppur með tiltal
Eyða Breyta
6. mín
Aftur sækja heimastúlkur. Anna Rakel á hornspyrnu sem hittir á Söndru Maríu sem nær ekki að stýraskotinu á markið.
Eyða Breyta
4. mín
Þór/KA komið yfir!! Natalia Gomez vinnur boltann á vallarhelmingi KR og á flotta sendingu á hina funheitu Söndru Mayor sem klárar færið frábærlega! 1-0.
Eyða Breyta
4. mín MARK! Sandra Mayor (Þór/KA), Stoðsending: Natalia Gomez

Eyða Breyta
2. mín
KR-ingar hefja leik á tveimur sóknum upp vinstri kantinn. Hugrún Lilja á flotta sendingu inn fyrir á Hólmfríði sem nær ekki að gera sér mat úr.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin ganga hér út á völl.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Vallaraðstæður hér í dag eru eins og best verður á kosið, rjóma blíða og völlurinn renni sléttur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þá eru byrjunarliðin dottin inn!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Gunnþór Steinar Jónsson sér um dómgæsluna hér í dag. Honum til aðstoðar eru þeir Jóhann Karl Ásgeirsson og Viðar Valdimarsson.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þór/KA er fyrir umferðina með 8 stiga forskot á næstu lið sem eru Breiðablik, Stjarnan og ÍBV. Þær gætu því verið með 11 stiga forskot á næstu lið í lok dags ef úrslitin í leik FH og ÍBV verða hagstæð.
Eyða Breyta
Fyrir leik
KR stúlkur koma inn í leikinn í allt öðrum hugleiðingum en sigur myndi fara mjög langt með að tryggja þeim öruggt sæti í deild þeirra bestu næsta sumar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Takist Akureyrarstúlkunum að sigra í dag er ekki annað hægt að segja en að þær séu komnar með 9 fingur á bikarinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan dag og verið velkomin í beina textalýsingu frá Þórsvelli á Akureyri þar sem meistaraefnin í Þór/KA taka á móti KR í 14.umferð Pepsi-deildar kvenna.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Hrafnhildur Agnarsdóttir (m)
0. Sigríður María S Sigurðardóttir
0. Anna Birna Þorvarðardóttir ('57)
0. Hólmfríður Magnúsdóttir ('49)
5. Hugrún Lilja Ólafsdóttir
8. Sara Lissy Chontosh
10. Ásdís Karen Halldórsdóttir
10. Betsy Hassett
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir ('70)
20. Þórunn Helga Jónsdóttir (f)
21. Mist Þormóðsdóttir Grönvold

Varamenn:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
2. Gréta Stefánsdóttir ('70)
4. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('49)
7. Katrín Ómarsdóttir

Liðstjórn:
Margrét María Hólmarsdóttir
Guðlaug Jónsdóttir
Edda Garðarsdóttir (Þ)
Alexandre Fernandez Massot (Þ)
Sædís Magnúsdóttir
Ingunn Haraldsdóttir
Harpa Karen Antonsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: