Grindavík
0
3
Valur
0-1
Elín Metta Jensen
'49
0-2
Anisa Raquel Guajardo
'71
0-3
Vesna Elísa Smiljkovic
'89
, víti
30.08.2017 - 18:00
Grindavíkurvöllur
Pepsi-deild kvenna 2017
Dómari: Viatcheslav Titov
Maður leiksins: Anisa Raquel Guajarado
Grindavíkurvöllur
Pepsi-deild kvenna 2017
Dómari: Viatcheslav Titov
Maður leiksins: Anisa Raquel Guajarado
Byrjunarlið:
1. Viviane Holzel Domingues (m)
Dröfn Einarsdóttir
Ísabel Jasmín Almarsdóttir
('84)
3. Linda Eshun
7. Elena Brynjarsdóttir
('64)
9. Anna Þórunn Guðmundsdóttir
13. Rilany Aguiar Da Silva
19. Carolina Mendes
('75)
22. Helga Guðrún Kristinsdóttir
26. Berglind Ósk Kristjánsdóttir
26. Kristín Anítudóttir Mcmillan
Varamenn:
1. Emma Mary Higgins (m)
30. Heiðrún Fjóla Pálsdóttir (m)
5. Thaisa
8. Guðný Eva Birgisdóttir
14. Margrét Fríða Hjálmarsdóttir
16. Guðrún Bentína Frímannsdóttir
17. María Sól Jakobsdóttir
('75)
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir
21. Telma Lind Bjarkadóttir
('84)
28. Lauren Brennan
('64)
Liðsstjórn:
Róbert Jóhann Haraldsson (Þ)
Nihad Hasecic (Þ)
Tómas Orri Róbertsson
Sreten Karimanovic
Gul spjöld:
Carolina Mendes ('45)
Anna Þórunn Guðmundsdóttir ('89)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jæja þetta er búið og öruggur sigur Vals staðreynd! Viðtöl og skýrsla á leiðinni
89. mín
Gult spjald: Anna Þórunn Guðmundsdóttir (Grindavík)
Anna Þórunn fékk gult spjald fyrir mótmæli eftir vítaspyrnudóminn
89. mín
Mark úr víti!
Vesna Elísa Smiljkovic (Valur)
Vesna skorar! Viviane nálægt því að verja þetta en blakaði boltanum inn í markið
87. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ GRINDAVÍK! Lauren með flottan sprett upp hægri kantinn og rennur honum fyrir markið. Þar var María Sól en hún var aðeins of sein rétt missti af boltanum
84. mín
Inn:Telma Lind Bjarkadóttir (Grindavík)
Út:Ísabel Jasmín Almarsdóttir (Grindavík)
Hin unga Telma Lind kemur inn á í stað Ísabel
82. mín
Gult spjald: Laufey Björnsdóttir (Valur)
Laufey að næla sér í spjald fyrir að stoppa skyndisókn
75. mín
Inn:María Sól Jakobsdóttir (Grindavík)
Út:Carolina Mendes (Grindavík)
María Sól kemur inn í stað Carolinu. Sú portúgalska hefur ekki sýnt mikið í kvöld
72. mín
Inn:Ísabella Anna Húbertsdóttir (Valur)
Út:Thelma Björk Einarsdóttir (Valur)
Önnur skipting hjá Val
71. mín
MARK!
Anisa Raquel Guajardo (Valur)
Stoðsending: Ariana Calderon
Stoðsending: Ariana Calderon
2-0 FYRIR VAL! Þetta mark var mexíkóskt! Ariana með flotta sendingu inn í teig, beint á kollinn á Anisu sem var ein og óvölduð og skallaði boltann auðveldlega í netið
70. mín
Carolina heppin að fá ekki sitt annað gula spjald. Missir boltann til Örnu Sif og tosar svo í hana
66. mín
Grindavík fær aukaspyrnu á vítateigshorninu. Erfitt skotfæri en sjáum hvað setur
64. mín
Inn:Lauren Brennan (Grindavík)
Út:Elena Brynjarsdóttir (Grindavík)
Lauren kemur inná í stað Elenu
61. mín
Kristín Anítudóttir með flotta hornspyrnu hjá Grindavík en Carolina skallar framhjá
59. mín
Inn:Anisa Raquel Guajardo (Valur)
Út:Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Fyrsta skipting leiksins
51. mín
Þarna áttu Valskonur að gera betur! Voru fjórar á móti tveimur í skyndisókn eftir hornspyrnu Grindavíkur. Náðu hins vegar ekki að nýta sér. Titov dómari þurfti að taka sprettinn upp völlinn og flaug á hausinn við það. Eftirlitsmanni KSÍ fannst það fyndið og skellti uppúr. Það var reyndar mjög fyndið, þannig ég skil hann alveg
49. mín
MARK!
Elín Metta Jensen (Valur)
ÞARNA KOM MARKIÐ! Elín Metta með stórkostlegt skot utan af velli, beint upp í markhornið. Frábært skot hjá Elín Mettu!
46. mín
Dauðafæri hjá Val! Elín Metta rennur boltanum út á Thelmmu sem er ein við vítapunktinn. Skot hennar á viðkomu í leikmann Grindavíkur og í horn
45. mín
Hálfleikur
Beggi vallarstjóri er svo mættur á leikinn. Hann missir ekki af mörgum leikjum.
45. mín
Hálfleikur
Titov flautar til hálfleiks. Valur mikið betri í leiknum. Verður fróðlegt hvernig seinni hálfleikur spilast
45. mín
Gult spjald: Carolina Mendes (Grindavík)
Carolina nælir í spjald. Titov leyfði leiknum að halda áfram en það sá hins vegar enginn hvað hún gerði
42. mín
Vesna aftur ein og óvölduð inn í vítateig Grindavíkur. Vörn Grindavíkur var þó fljót að vakna og náði að trufla hana þannig að skallinn hennar varð ekki góður
36. mín
Vá! Thelma með fyrirgjöf af vinstri kantinum. Lítk og hjá Elín Mettu fyrir nokkrum mínútum síðan endaði þetta sem skot, og ekkert smá skot líka! Viviane náði rétt svo að blaka boltanum upp í loftið
31. mín
Hætta! Elín Metta með fyrirgjöf af vinstri kantinum sem fór beinustu leið í átt að markinu. Viviane þurfti að hafa sig alla við til þess að verja þennan bolta!
28. mín
Þar er svolítið eins og að Rilany nenni ekki að spila þennan leik. Missti boltann á sínum eigin vallarhelming og að hlaupa aftur í vörnina var líklega það síðasta sem kom upp í hennar huga
23. mín
Flott skyndisókn hjá Grindavík. Rilany ber boltann upp vinstri kantinn og rennur honum fyrir markið. Það hefur ekkert verið að gera fyrir Söndru í marki Vals en hún var vel á tánum þarna. Dröfn lét sig vaða í boltann en Sandra var á undan til boltans. Endaði með því að Dröfn rann á Söndru sem meiddi sig örlítið en hún var snögg upp
22. mín
Rilany ætlaði að taka létt skæri, rétt við sinn eigin vítateig. Mistókst og missti af boltanum og braut hún þá af sér. Ekki sniðugt af henni
19. mín
Valur töluvert sterkari. Grindavík kemst ekki mikið yfir miðju. Markið virðist liggja í loftinu
18. mín
Viviane misreiknar eitthvað fyrirgjöf og missir af boltanum. Boltinn dettur fyrir Hlín sem nær ekki góðu skoti í nánast opið markið og boltinn yfir. Boltinn datt ekkert alltof vel fyrir Hlín og var skotið ekki auðvelt
14. mín
Valur fær aukaspyrnu á fínum stað. Vesna undirbýr sig en skot hennar er vel yfir markið
12. mín
Dröfn bjargar á línu tvisvar! Tvær hornspyrnur í röð frá Val og í bæði skiptin var Dröfn á réttum stað. Í fyrra skiptið var það Arna Sif sem átti skallann en í seinna skiptið var það Pála Marie. Liggur á Grindvíkingum þessa stundina
10. mín
Elín Metta tekur á rás og þá er alltaf hætta! Grindavík nær að bjarga í horn. Aftur er Elín Metta í eldlínunni en Viviane nær aftur að bjarga í horn. Virðist hafa farið í Elín Mettu og meiddi hún sig lítillega. Hún er staðin upp
8. mín
Gott færi hjá Val hinum meginn! er ein og óvölduð í vítateig Grindavíkur þegar fyrirgjöf kemur frá vinstri kantinum. Sýndist fyrirgjöfin vera frá Stefaníu. Góð fyrirgjöf, beint á kollinn á Vesnu en skallinn hennar ekki nægilega góður og yfir markið
7. mín
Fínasta upphlaup hjá Grindvíkingum. Elena ber boltann upp og rennur honum til Drafnar á hægri kantinum. Hún sendir boltann fyrir en Berglind rennur og missir af boltanum
5. mín
Viviane í marki Grindavíkur grípur hornspyrnuna en hún er hrikalega öflug í föstum leikatriðum
1. mín
Hvorki Bentína né Sara Hrund eru með Grindavík í kvöld. Anna Þórunn hefur verið í miðverði í fjarveru Bentínu en hún er á miðjunni í kvöld. Linda Eshun er komin í miðvörðinn en hefur verið í bakvarðarstöðunni í sumar. Hún þekkir þó miðvarðarstöðuna vel og hefur verið í henni áður með Grindavík. Helga Guðrún er í vinstri bakverðinum hjá Grindavík í kvöld
1. mín
Leikur hafinn
Jæja þá er þetta byrjað! Það eru Grindvíkingar sem byrja með boltann og sækja í átt að Atlantshafinu.
Fyrir leik
Tveir aðrir leikir fara fram í kvöld en KR fær Breiðablik í heimsókn. KR er sæti neðar en Grindavík og í mikilli fallbaráttu.
Hinn leikurinn hefst klukkan 19:15 en þá mætast botnliðin Haukar og Fylkir í gríðarlega mikilvægum leik.
Hinn leikurinn hefst klukkan 19:15 en þá mætast botnliðin Haukar og Fylkir í gríðarlega mikilvægum leik.
Fyrir leik
Þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Valur verður að vinna í kvöld ef liðið ætlar að eiga einhvern séns á Íslandsmeistaratitli. Sú von er þó lítil og töpuð stig í kvöld gerir endilega út um vonir Valskvenna.
Heimakonur í Grindavík eru í góðri stöðu í fallbaráttunni en með stigi í kvöld geta þær nánast kvatt fallbaráttuna fyrir fullt og allt. Níu stig eru á milli Grindavíkur og Fylkis. Tapi Fylkir gegn Haukum í kvöld og Grindavík gerir jafntefli þá er Grindavík endanlega hólpið.
Heimakonur í Grindavík eru í góðri stöðu í fallbaráttunni en með stigi í kvöld geta þær nánast kvatt fallbaráttuna fyrir fullt og allt. Níu stig eru á milli Grindavíkur og Fylkis. Tapi Fylkir gegn Haukum í kvöld og Grindavík gerir jafntefli þá er Grindavík endanlega hólpið.
Fyrir leik
Völlurinn hérna í Grindavík lítur ákaflega vel út og þá er einnig skítsæmilegt veður hérna. Það er hægur vindur og þurrt, en lúmskt kalt
Fyrir leik
Hér er enginn Beggi vallarstjóri. Hann er í fríi en samkvæmt Snapchat var hann í veiði, enda mikill veiðimaður
Fyrir leik
Grindavík gerir eina breytingu á liði sínu frá jafnteflinu gegn ÍBV. Elena Brynjarsdóttir kemur inn í byrjunarliðið í stað Lauren Brennan sem tekur sér sæti á varamannabekknum.
Valur gerir einnig eina breytingu á sínu liði. Elín Metta kemur inn í liðið eftir fjarveru í síðasta leik og tekur hún við fyrirliðabandinu einnig. Hrafnhildur Hauksdóttir sest á bekkinn í stað hennar.
Valur gerir einnig eina breytingu á sínu liði. Elín Metta kemur inn í liðið eftir fjarveru í síðasta leik og tekur hún við fyrirliðabandinu einnig. Hrafnhildur Hauksdóttir sest á bekkinn í stað hennar.
Fyrir leik
Bæði lið gerðu það fínt í síðustu leikjum sínum í deildinni. Grindavík náði í sterkt útivallarstig gegn 2-2. Valskonur sigruðu Fylki, 3-2 í síðasta leik sínum.
Fyrir leik
Viatcheslav Titov heldur um flautuna í kvöld en honum til aðstoðar verða þeir Daníel Ingi Þórisson og Guðmundur Ragnar Björnsson
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna endaði með öruggum sigri Vals á Hlíðarenda. Valur vann 5-1. Arna Sig, Margrét Lára, Elín Metta, Arian aog Málfríður Erna skoruðu mörk Vals en Sara Hrund skoraði mark Grindavíkur
Fyrir leik
Valur er í fjórða sæti deildarinnar, en Grindavík situr í því sjöunda. Hins vegar er mikill stigamunur á liðunum og er Valur með tvöfalt fleiri stigafjölda en Grindvíkingar. Valur er með 28 stig en Grindavík 14.
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
5. Ariana Calderon
8. Laufey Björnsdóttir
10. Elín Metta Jensen
14. Hlín Eiríksdóttir
('59)
17. Thelma Björk Einarsdóttir
('72)
26. Stefanía Ragnarsdóttir
31. Vesna Elísa Smiljkovic
40. Málfríður Erna Sigurðardóttir
Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
2. Hlíf Hauksdóttir
5. Hrafnhildur Hauksdóttir
13. Anisa Raquel Guajardo
('59)
16. Ísabella Anna Húbertsdóttir
('72)
20. Hallgerður Kristjánsdóttir
27. Hanna Kallmaier
Liðsstjórn:
Úlfur Blandon (Þ)
Ásta Árnadóttir
Kristín Ýr Bjarnadóttir
Rajko Stanisic
Jón Stefán Jónsson
Gul spjöld:
Laufey Björnsdóttir ('82)
Rauð spjöld: