Valsvöllur
miðvikudagur 06. september 2017  kl. 19:15
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Elín Metta Jensen
Valur 8 - 0 Haukar
1-0 Elín Metta Jensen ('3)
2-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('24)
3-0 Anisa Raquel Guajardo ('33)
4-0 Elín Metta Jensen ('41)
5-0 Elín Metta Jensen ('69)
6-0 Stefanía Ragnarsdóttir ('79)
7-0 Vesna Elísa Smiljkovic ('88)
8-0 Hlín Eiríksdóttir ('90)
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m) ('80)
3. Pála Marie Einarsdóttir
4. Málfríður Erna Sigurðardóttir (f)
5. Ariana Calderon ('70)
8. Laufey Björnsdóttir ('46)
10. Elín Metta Jensen
11. Vesna Elísa Smiljkovic
13. Anisa Raquel Guajardo
14. Hlín Eiríksdóttir
17. Thelma Björk Einarsdóttir
28. Arna Sif Ásgrímsdóttir

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m) ('80)
16. Ísabella Anna Húbertsdóttir
20. Hlíf Hauksdóttir ('70)
20. Hallgerður Kristjánsdóttir
24. Signý Ylfa Sigurðardóttir
26. Stefanía Ragnarsdóttir ('46)
27. Eygló Þorsteinsdóttir

Liðstjórn:
Ásta Árnadóttir
Kristín Ýr Bjarnadóttir
Margrét Lára Viðarsdóttir
Rajko Stanisic
Elfa Scheving Sigurðardóttir
Úlfur Blandon (Þ)
Jón Stefán Jónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:

@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir


91. mín Leik lokið!
Jæja. Þetta er búið. Átta marka sigur Vals. Leikur kattarins að músinni. Fallnir Haukar náðu sér aldrei á strik og Valskonur léku á alls oddi.

Ég þakka fyrir mig í bili. Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld.
Eyða Breyta
90. mín MARK! Hlín Eiríksdóttir (Valur), Stoðsending: Elín Metta Jensen
Áttunda markið er komið. Mér sýnist það vera Elín Metta sem sendir Hlín í gegn. Hún leikur á varnarmann og skorar framhjá Tori!
Eyða Breyta
88. mín MARK! Vesna Elísa Smiljkovic (Valur), Stoðsending: Elín Metta Jensen
Áfram heldur markasúpan!

Vesna setur þennan snyrtilega yfir línuna eftir góðan undirbúning Elínar Mettu.
Eyða Breyta
87. mín
ANISA!

Hlín brýst upp hægra megin og leggur boltann út á Anisu sem setur boltann í stöngina og út.
Eyða Breyta
86. mín
Elín Metta!

Fær skot úr teignum en skýtur beint á Tori.
Eyða Breyta
86. mín
Áfram heldur Stefanía í skotæfingum. Lætur vaða með vinstri utan teigs. Boltinn svífur rétt yfir.
Eyða Breyta
85. mín
Enn ver Tori!

Hún er að eiga frábæran seinni hálfleik. Stefanía komst í dauðafæri við markteig en Tori sér við henni.

Tori verið mistæk í sumar en hún er að stíga upp hér í kvöld og koma í veg fyrir enn stærra tap Hauka.
Eyða Breyta
80. mín Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (Valur) Sandra Sigurðardóttir (Valur)
Áhugaverð þriðja skipting Vals. Auður fær eldskírnina í Pepsi-deild og stendur á milli stanganna síðustu 10 mínúturnar.
Eyða Breyta
79. mín MARK! Stefanía Ragnarsdóttir (Valur), Stoðsending: Hlín Eiríksdóttir
Geggjað mark!

Stefanía svoleiðis hamrar boltann í slánna inn með þvílíkri neglu rétt utan teigs. Gull af marki.
Eyða Breyta
78. mín Konný Arna Hákonardóttir (Haukar) Marjani Hing-Glover (Haukar)

Eyða Breyta
77. mín
Enn ein glæsi fyrirgjöfin frá Thelmu. Anisa nær ekki að stýra boltanum á markið af fjærstönginni.
Eyða Breyta
75. mín
Vel framkvæmd aukaspyrna hjá Val. Thelma spilar upp í horn á Hlín sem á fína fyrirgjöf en það er dæmt brot á Valsara eftir barning í teignum.
Eyða Breyta
72. mín
HLÍÍÍN!

Hlín hefði getað skorað sjötta markið þarna!

Fær flotta fyrirgjöf frá Thelmu Björk á fjær en Hlín skallar yfir!
Eyða Breyta
70. mín Hlíf Hauksdóttir (Valur) Ariana Calderon (Valur)

Eyða Breyta
70. mín Stefanía Ósk Þórisdóttir (Haukar) Hildigunnur Ólafsdóttir (Haukar)

Eyða Breyta
69. mín MARK! Elín Metta Jensen (Valur), Stoðsending: Hlín Eiríksdóttir
ÞREEEEEENNNA!

Elín Metta er að fullkomna þrennuna eftir góðan undirbúning Hlínar.

Fyrirliðinn komin með 14 mörk og er þar með orðin næst markahæst í deildinni.
Eyða Breyta
68. mín
Horn hjá Val. Vesna tekur frá hægri. Básúnar boltanum upp í loft og niður á vítapunkt í átt að Örnu Sif en boltinn endar aftur fyrir eftir klafs.
Eyða Breyta
65. mín
Tori er komin í stuð!

Vesna heldur áfram að skjóta á markið og þessi var á leiðinni inn þegar Tori sveif upp í slánna og blakaði boltann yfir. Virkilega vel varið.

Valur fær horn en Haukar hreinsa.

Frekar skondið atvik hér rétt áður. Ariana notaði Egil Arnar dómara sem batta. Var á miðjum vellinum, ætlaði að skipta til vinstri en negldi í Egil og fékk boltann aftur. Startaði svo bara nýrri sókn.
Eyða Breyta
63. mín
Aftur ver Tori!

Rangstöðugildra Hauka brást og Anisa komst ein gegn Tori. Tori kom vel út á móti og varði með fótunum.
Eyða Breyta
61. mín
Valskonur eru ansi hátt með liðið. Málfríður Erna er nánast búin að spila sem hægri kantmaður hér í síðari hálfleik. Búin að dæla inn slatta af fyrirgjöfum og komast í stöður á vellinum sem maður sér hana ekki oft í.
Eyða Breyta
57. mín
Enn vinnur Valur horn. Aftur tekur Vesna frá hægri. Sendingin ekki nógu góð í þetta skiptið en Haukar eru í basli við að hreinsa. Þeim tekst það þó að lokum.
Eyða Breyta
55. mín
Valskonur halda áfram að sækja.

Vesna tekur fyrstu hornspyrnu síðari hálfleiksins. Setur boltann háan í átt að vítapunkti eins og í fyrri hálfleik og aftur er það Arna Sif sem kemur á fullu. Nær þó ekki skallanum.
Eyða Breyta
49. mín Andrea Anna Ingimarsdóttir (Haukar) Rún Friðriksdóttir (Haukar)
Fyrsta skipting Hauka. Andrea Anna inn fyrir Rún.
Eyða Breyta
47. mín
Vel varið hjá Tori!

Elín Metta fær stungusendingu inn fyrir Haukavörnina og kemst í ágætt færi vinstra megin í teignum. Tori gerir vel í að verja frá henni.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn

Eyða Breyta
46. mín Stefanía Ragnarsdóttir (Valur) Laufey Björnsdóttir (Valur)
Ein skipting hjá heimakonum í hálfleik. Stefanía kemur á miðjuna fyrir Laufey. Mér sýnist Ariana ætla vera djúp.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Ég náði ekkert að koma því að í fyrri hálfleiknum að Haukar gera tvær breytingar á Haukaliðinu frá síðasta leik.. Og það er reyndar líka ein breyting á liðsstjórn. Jóhann þjálfari er í leikbanni vegna fjögurra áminninga.

Rún Friðriks og Hildigunnur koma inn fyrir Sunnu Líf og Alexöndru sem hljóta báðar að vera meiddar.

Tori
Sæunn - Hanna María - Sara Rakel
Vienna - Rún - Þórdís - Margrét Björg
Marjani
Heiða Rakel - Hildigunnur

Undir lok fyrri hálfleiksins var Margrét Björg þó komin inná miðju, Rún í hægri vængbak og Vienna til vinstri.

Eitthvað rót í leit að lausnum.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Hálfleikur og Haukakonur eflaust fegnar. Þær hafa ekki séð til sólar hér á meðan Valskonur leika við hvern sinn fingur.

Slakasti fyrri hálfleikur Hauka í sumar. Engin spurning. Vonum það leiksins vegna að þær nái að þjappa sér eitthvað saman í hálfleiknum.
Eyða Breyta
45. mín
Hildigunnur brýtur á Vesnu 30 metrum frá Haukamarkinu.

Vesna stillir boltanum sjálf upp og lætur vaða en skotið beint í fangið á Tori.
Eyða Breyta
41. mín MARK! Elín Metta Jensen (Valur), Stoðsending: Anisa Raquel Guajardo
Partýið heldur áfram!

Anisa fékk boltann inn fyrir hægra megin í teignum. Valskonur miklu fljótari en Haukarnir þarna. Anisa horfir upp og finnur Elínu Mettu aleina vinstra megin við sig.

Hún fær ekki mikið auðveldari færi en þetta og þakkar auðvitað fyrir sig með marki.
Eyða Breyta
39. mín
Langskot frá Vesnu en boltinn dettur ofan á þaknetið.
Eyða Breyta
37. mín
DAUÐAFÆRI!

Heiða Rakel sleppur óvænt ein gegn Söndru. Brunar inn á teig en skortir ákveðni í skotinu og Sandra ver vel.

Boltinn aftur fyrir í horn en Valskonur hreinsa.
Eyða Breyta
33. mín MARK! Anisa Raquel Guajardo (Valur), Stoðsending: Pála Marie Einarsdóttir
Valskonur eru að ganga frá þessu!

Pála sendir boltann fram á Anisu (sem er ekki rangstæð!) og klárar lystilega framhjá Tori úr teignum.

Veisla hjá Valskonum.
Eyða Breyta
32. mín
Pála á hér langt innkast inn á vítateig Hauka.

Arna Sif reynir að flikka boltanum áfram fyrir markið en það tekst ekki og Haukar hreinsa.

Elín Metta hljóp útaf á sama tíma og er utan vallar þessa stundina að fá aðstoð frá Ástu sjúkraþjálfara.
Eyða Breyta
31. mín
Áfram sækja Valskonur. Vesna á fína fyrirgjöf frá hægri og á fjær þar sem Anisa skallar yfir. Sæunn stökk upp í boltann með henni og náði að trufla.
Eyða Breyta
30. mín Gult spjald: Heiða Rakel Guðmundsdóttir (Haukar)
Heiða Rakel er fyrst í bókina. Togar Örnu Sif niður á miðjum velli. Klárt gult.
Eyða Breyta
30. mín
... Og aftur!
Eyða Breyta
29. mín
Þetta er að verða skrautlegt hjá Anisu. Var gripin rangstæð enn eina ferðina.
Eyða Breyta
26. mín
Elín Metta gerir sig líklega. Reynir að snúa boltann yfir Tori af teignum en þetta sveif rétt yfir.
Eyða Breyta
25. mín
Haukar reyna að svara og Marjani á fyrsta markskot gestanna. Þrumar boltanum yfir með vinstri, vel utan teigs.
Eyða Breyta
24. mín MARK! Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur), Stoðsending: Vesna Elísa Smiljkovic
MAAARK!

Það hlaut að koma að þessu.

Valskonur skora og það eftir fast leikatriði. Vesna tók hornspyrnu út í teig á Örnu Sif sem skallar boltann í netið.
Eyða Breyta
23. mín
Valskonur fá aukaspyrnu á 25 metra færi. Vesna setur boltann inn á teig en Haukar hreinsa.

Áfram sækja þó Valskonur en Anisa er dæmd rangstæð - í þriðja skiptið.
Eyða Breyta
20. mín
Áfram sækja Valskonur og fá þriðju hornspyrnuna. Í þetta skiptið frá hægri og Vesna tekur. Setur háan bolta út í teig þar sem Arna Sif mætir en skallar yfir.
Eyða Breyta
17. mín
Heiða Rakel liggur hér eftir tæklingu. Þarf að láta kíkja á sig en mér sýnist hún ætla að harka af sér. Haukar mega ekki við meira brasi.
Eyða Breyta
16. mín
Annars er það að frétta að Úlfur gerir eina breytingu á Valsliðinu frá sigurleiknum í Grindavík. Anisa Raquel átti frábæra innkomu í þeim leik og fær tækifæri í byrjunarliðinu í dag.

Sandra

Pála - Arna Sif - Málfríður Erna
Hlín - Laufey - Thelma Björk
Ariana - Vesna
Anisa - Elín Metta

Hlín og Thelma Björk eru að spila ofarlega og það er mikið rót á fjórum fremstu. Blásið til sóknar.
Eyða Breyta
15. mín
Vesna tekur horn fyrir Val en boltinn aftur fyrir.
Eyða Breyta
12. mín
Sóknarþungi Valskvenna er enn mikill en Haukar þó búnar að vinna sig betur inn í þetta.

Ariana var að negla yfir utan af velli.
Eyða Breyta
6. mín
Þarna áttu Valsarar að tvöfalda forystuna!

Thelma Björk á stórhættulegan bolta á fjær þar sem Ariana kemur á hlaupinu en RÉTT MISSIR af boltanum.

Þetta byrjar vægast sagt ekki gæfulega fyrir Hauka. Bara tímaspursmál hvenær næsta mark kemur ef þær ná ekki að finna taktinn.
Eyða Breyta
5. mín
Haukar vinna horn í sinni fyrstu sókn. Sæunn setur boltann fyrir en beint í hendurnar á Söndru sem er eins og drottning í teignum.
Eyða Breyta
3. mín MARK! Elín Metta Jensen (Valur)
Valsarar byrja þetta af gríðarlegum krafti og Elín Metta er búin að skora!

Hún getur ekki hætt að skora! Fékk sendingu nálægt teignum, lagði boltann laglega fyrir sig og stýrði honum pent framhjá Tori. Vel gert hjá senternum sem var að skora sitt tólfta mark í sumar!
Eyða Breyta
2. mín
Sjúk sending hjá Hlín og fyrir á Elínu Mettu sem er með nóg pláss í teignum. Vantar nokkra sentimetra framan á stóru tá þarna og rétt missir af boltanum.

Haukar bjarga í horn sem Vesna tekur en Hauka hreinsa.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Heiða Rakel byrjar með boltann og bláklæddar Haukakonur leika í átt að miðbænum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Pála Marie Einarsdóttir, varnarmaður Vals, er uppalin hjá Haukum og mætir sínum gömlu félögum í kvöld. Þá þjálfaði aðstoðarþjálfari Vals, Jón Stefán Jónsson, lið Hauka í 1. deild árin 2012-2013.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Valur vann góðan útisigur á Grindavík í síðustu umferð. Skoruðu þrjú mörk suður með sjó og héldu hreinu. Elín Metta skorar og skorar þessa dagana og gerði fyrsta mark Vals í leiknum. Þær Anisa og Vesna bættu svo við sitthvoru markinu.

Sama kvöld töpuðu Haukar 1-2 í hörkuleik gegn Fylki. Þeirra helsti markaskorari, Marjani Hing-Glover, kom Haukum yfir en það dugði ekki til og Fylkiskonur skoruðu tvívegis. Þar með varð ljóst að Haukar falla úr deildinni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Valskonur unnu fyrri leik liðanna 4-1 með mörkum frá Ariana Calderon, Vesnu, Hlíf Hauks og Elínu Mettu. Marjani Hing-Glover klóraði í bakkann fyrir Hauka á lokamínútunum.

Það skyggði þó á sigurgleði Valskvenna í þeim leik en fyrirliðinn, Margrét Lára Viðarsdóttir, meiddist illa á hné. Síðar kom í ljós að um krossbandaslit var að ræða og ljóst að landsliðskonan öfluga léki ekki meiri fótbolta í sumar. Hrikalega sorglegt.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan dag og velkomin í beina textalýsingu frá leik Vals og Hauka í 16. umferð Pepsi-deildar kvenna.

Egill Arnar Sigurþórsson mun flauta til leiks á Valsvelli kl.19:15.

Haukar féllu í síðustu umferð og leika upp á stoltið í dag. Valskonur hafa hinsvegar verið á góðu skriði í deildinni og eru í baráttunni um 2. sætið.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
22. Tori Ornela (m)
5. Rún Friðriksdóttir ('49)
7. Hildigunnur Ólafsdóttir ('70)
10. Heiða Rakel Guðmundsdóttir (f)
11. Sara Rakel S. Hinriksdóttir (f)
12. Marjani Hing-Glover ('78)
13. Vienna Behnke
18. Þórdís Elva Ágústsdóttir
21. Hanna María Jóhannsdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir
27. Margrét Björg Ástvaldsdóttir

Varamenn:
2. Erla Sól Vigfúsdóttir
3. Stefanía Ósk Þórisdóttir ('70)
4. Þuríður Ásta Guðmundsdóttir
9. Konný Arna Hákonardóttir ('78)
17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir
17. Berghildur Björt Egilsdóttir
18. Alexandra Jóhannsdóttir
19. Andrea Anna Ingimarsdóttir ('49)
30. Tara Björk Gunnarsdóttir

Liðstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Helga Helgadóttir
Lárus Jón Björnsson
Árni Ásbjarnarson

Gul spjöld:
Heiða Rakel Guðmundsdóttir ('30)

Rauð spjöld: