Víkingsvöllur
fimmtudagur 14. september 2017  kl. 17:00
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Fínt fótboltaveður. Sól, samt dálítið kalt.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH)
Víkingur R. 2 - 4 FH
1-0 Geoffrey Castillion ('4)
2-0 Geoffrey Castillion ('24)
2-1 Davíð Þór Viðarsson ('36)
2-2 Jón Ragnar Jónsson ('38)
2-3 Þórarinn Ingi Valdimarsson ('39)
2-4 Steven Lennon ('45, víti)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
5. Milos Ozegovic ('85)
6. Halldór Smári Sigurðsson (f)
7. Alex Freyr Hilmarsson
8. Viktor Bjarki Arnarsson ('61)
11. Dofri Snorrason
21. Arnþór Ingi Kristinsson
22. Alan Lowing
25. Vladimir Tufegdzic ('61)
27. Geoffrey Castillion

Varamenn:
32. Tristan Þór Brandsson (m)
13. Viktor Örlygur Andrason
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('85)
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
18. Örvar Eggertsson ('61)
22. Logi Tómasson
23. Nikolaj Hansen ('61)
24. Davíð Örn Atlason

Liðstjórn:
Einar Ásgeirsson
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Logi Ólafsson (Þ)
Bjarni Eggerts Guðjónsson (Þ)

Gul spjöld:
Milos Ozegovic ('58)

Rauð spjöld:

@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson


90. mín Leik lokið!
4-2 sigur FH staðreynd í frábærum fótboltaleik.

Evrópudraumur FH er svo sannarlega lifandi á meðan eru Víkingar alls ekki sloppnir við falldrauginn. Þeir eru þremur stigum frá fallsætinu eftir þennnan leik.
Eyða Breyta
90. mín Baldur Logi Guðlaugsson (FH) Emil Pálsson (FH)

Eyða Breyta
90. mín
Það eru +4 í uppbótartíma.
Eyða Breyta
88. mín
Ef ég ætti að gefa hálfleikjunum einkunn:

Fyrri hálfleikur 9,8/10
Seinni hálfleikur 3/10
Eyða Breyta
88. mín
Geoffrey í fínu skotfæri og nær ágætis skoti, en Gunnar var allan daginn með þetta.
Eyða Breyta
85. mín Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Víkingur R.) Milos Ozegovic (Víkingur R.)
Síðasta breyting heimamanna.
Eyða Breyta
83. mín


Eyða Breyta
82. mín
Það er nóg að gera hjá Steven Lennon! Hann tekur tvær hornspyrnur í röð, eftir þá seinni fær hann boltann og keyrir inn. Hann nær skoti, en það er beint á Róbert.
Eyða Breyta
81. mín
GEGGJUÐ MARKVARSLA! Steven Lennon með flotta aukaspyrnu inn á teiginn og þar nær Pétur Viðarsson flottum skalla á markið. Róbert er hins vegar mættur og ver frábærlega.
Eyða Breyta
78. mín
Hvernig endaði þetta ekki með marki?

Eftir hornspyrnu datt boltinn fyrir Bjarni sem nær skoti. Castillion, hver annar, er hins vegar mættur til baka og bjargar á línu. Hættulegasta færi seinni hálfleiks.
Eyða Breyta
75. mín
Það er stundarfjórðungur eftir. Fáum við fleiri mörk?
Eyða Breyta
73. mín
Markmenn liðanna, Róbert Örn Óskarsson (Róló) og Gunnar Nielsen, hafa verið að koma langt út úr sínu svæði í kvöld. Núna á undanförnum mínútum hafa þeir báðir verið að koma langt fram til að vinna boltann á undan sóknarmanninum í hinu liðinu. Þetta hefur tekist hjá þeim, að vinna boltann, en þetta er hættulegt og getur endað illa.

Gunnar Nielsen var heppinn í fyrri hálfleiknum þegar skot Geoffrey var slakt. Þá fékk Geoffrey boltann eftir að Gunnar hafði komið langt og var eiginlega bara einn á móti marki, en skot hans var slakt og fór af varnarmanni og fram hjá.
Eyða Breyta
71. mín Bjarni Þór Viðarsson (FH) Robbie Crawford (FH)
Robbie hefur átt fínan leik.
Eyða Breyta
69. mín
Seinni hálfleikurinn hefur verið í rólegri kantinum.
Eyða Breyta
68. mín
Nikolaj Hansen í álitlegri stöðu og kemur honum út á Örvar sem skýtur í fyrsta. Skot hans er fast, en beint á Gunnar sem blakar honum yfir markið.
Eyða Breyta
64. mín Pétur Viðarsson (FH) Davíð Þór Viðarsson (FH)
Fyrirliðinn hefur lokið leik.
Eyða Breyta
64. mín Gult spjald: Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH)
Stöðvar hraða sókn.
Eyða Breyta
62. mín
Þórarinn Ingi skorar með hælnum en hann var rangstæður.
Eyða Breyta
61. mín Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Viktor Bjarki Arnarsson (Víkingur R.)
Tvöld breyting hjá Víkingum.
Eyða Breyta
61. mín Örvar Eggertsson (Víkingur R.) Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.)
Það hefur lítið komið út úr Túfa í dag.
Eyða Breyta
61. mín
Kassim Doumbia skallar boltann yfir eftir hornspyrnu. Lítil hætta.
Eyða Breyta
60. mín
Steven Lennon þrumar boltanum inn á teiginn, á Matija sem liggur eftir. Menn liggja mikið í grasinu í augnablikinu. Ekki mikið um gæðafótbolta.
Eyða Breyta
58. mín
Robbie Crawford liggur eftir tæklingu Milosar. Stuðningsmenn kalla eftir rauðu spjaldi.
Eyða Breyta
58. mín Gult spjald: Milos Ozegovic (Víkingur R.)
Ljót tækling.
Eyða Breyta
56. mín
Arnþór Ingi fellur í teignum og vill fá vítaspyrnu. Lögregluvarðstjórinn dæmir ekkert og segir honum að standa upp. Frá mínum bæjardyrum var ekki neitt á þetta.
Eyða Breyta
51. mín
Lagleg sókn hjá FH. Boltanum spilað frá miðju yfir til vinstri og þar fær Þórarinn Ingi pláss til að senda hann fyrir. Víkingar skalla burt, en boltinn dettur fyrir lappir Robbie Crawford sem kemur honum á Emil Pálsson. Emil á skot sem fer rétt yfir markið.
Eyða Breyta
47. mín


Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Þetta er komið aftur af stað! Þvílíka veislan.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Sturlað dæmi... Staðan í hálfleik 4-2 fyrir FH!
Eyða Breyta
45. mín Mark - víti Steven Lennon (FH)
Skorar af miklu öryggi.
Eyða Breyta
45. mín
FH fær vítaspyrnu undir lok hálfleiksins! Boltinn skoppaði í hendi á Viktors Bjarka eftir langt innkast og Pétur Guðmundsson er öruggur á þessu. Bendir beint á punktinn.
Eyða Breyta
42. mín
Viðbrögðin.






Eyða Breyta
41. mín Gult spjald: Davíð Þór Viðarsson (FH)
Fékk gult fyrir kjaft.
Eyða Breyta
41. mín
Jón með sitt annað mark á ferlinum. Spurning samt hvort þetta verði skráð á hann.


Eyða Breyta
40. mín
Þessi leikur breyttist gjörsamlega á fjórum mínútum. Ég er orðlaus...
Eyða Breyta
39. mín MARK! Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH), Stoðsending: Matija Dvornekovic
ÉG VEIT EKKI HVAÐ ÉG Á AÐ SEGJA!

Það tók ekki langan tíma fyrir FH að breyta þessum leik algjörlega. Boltinn skoppaði fyrir Þórarin Inga sem kom á ferðinni og skallaði hann inn. Þetta er rosalegt!
Eyða Breyta
38. mín MARK! Jón Ragnar Jónsson (FH)
HALLÓ HAFNARFJÖRÐUR! Jesús kristur! Þeir jöfnuðu bara!

Nú er meðbyrinn með FH. Víkingar greinilega eitthvað vankaðir eftir markið og söngvarinn refsar þeim. Hann fær boltann og er með mikið pláss. Hann reynir skot/fyrirgjöf sem fer af varnarmanni og inn. Þetta er fljótt að breytast í fótboltanum!
Eyða Breyta
36. mín MARK! Davíð Þór Viðarsson (FH), Stoðsending: Steven Lennon
MARK!!! Loksins kemur eitthvað frá FH og það er mark!

Basic mark... Steven Lennon tekur hornspyrnu sem hittir beint á kollinn á fyrirliðanum. Nú er þetta leikur!

Spennnandi að sjá hvernig FH-ingar fylgja þessu á eftir.
Eyða Breyta
34. mín
Geoffrey hefði getað fullkomnað þrennu sína þarna.
Eyða Breyta
33. mín
Þetta var DAUÐAFÆRI!

Eftir að Jón hafði misst boltann keyrðu Víkingar í sókn. Alex fékk sendingu inn fyrir og hann var sloppinn í gegn, en Gunnar kemur á móti og nær til boltans. Hann dettur samt beint fyrir fætur Geoffrey sem nær skoti, en það fer af varnarmanni og fram hjá. Óheppinn.
Eyða Breyta
33. mín
Jón Ragnar tekur nokkur skæri og reynir að fara fram hjá Ívari. Það gekk ekki hjá honum.
Eyða Breyta
29. mín
Ég auglýsi eftir FH-ingum í þennan leik. Þeir eru lítið með í leiknum.
Eyða Breyta
24. mín MARK! Geoffrey Castillion (Víkingur R.), Stoðsending: Arnþór Ingi Kristinsson
MARK!!! og aftur er það CASTILLION (Lukaku þeirra Víkinga) sem skorar!

Eftir hornspyrnu datt boltinn út í teiginn og þar var það Arnþór Ingi sem átti fast skot með jörðinni. Gunnar Nielsen varði það, en boltinn datt fyrir fætur Geoffrey Castillion sem var fyrstur að átta sig á stöðunni; hann kom honum í netið. Vel gert hjá honum.

Mark að hætti sóknarmanns.
Eyða Breyta
23. mín
Það er frekar vel mætt í stúkuna á Víkingsvellinum. Hingað til hefur samt lítið heyrst nema ,,hey dómari!" eða ,,gefðu boltann!" ...
Eyða Breyta
22. mín
FH í fyrirgjafastuði. Þeir senda boltann fyrst frá vinstri og síðan kemur annar strax frá hægri. Báðar sendingar fóru yfir alla þá leikmenn sem staðsettir voru í teignum.
Eyða Breyta
18. mín
Kassim Doumbia átti skelfilega sendingu sem fór beint í fætur Alex Freys sem fékk mikinn tíma. Hann fann hins vegar engan til að senda á og missti boltann sjálfur.

Víkingar í stúkunni vildu sjá hann senda boltann þarna.
Eyða Breyta
14. mín
Viktor Bjarki fær sendingu upp og kemst á ferðina. Viktor Bjarki er reynslumikill leikmaður og keyrir inn á völlinn. Hann kemst í skotstöðu, en skot hans er laust og beint á Gunnar.
Eyða Breyta
12. mín Gult spjald: Emil Pálsson (FH)
Stöðvaði hraða sókn. Braut á Geoffrey.
Eyða Breyta
11. mín
Leikurinn hefur skiljanlega aðeins róast síðan Víkingar skoruðu. Fossvogspiltar komu brjálaðir inn í leikinn og það skilaði marki. Núna liggja þeir til baka og leyfa FH að halda boltanum, þannig hafa síðustu mínútur verið. FH hefur ekki enn skapað sér neitt.
Eyða Breyta
9. mín
Goffrey (Lukaku þeirra Víkinga) var að skora sitt sjötta mark í Pepsi-deildinni í sumar. Þetta er 13. leikurinn sem hann spilar í deildinni. Hann er markahæsti leikmaður liðsins.

Hann meiddist í byrjun tímabils, en hefur komið sterkur til baka.
Eyða Breyta
6. mín
Gestirnir úr Hafnarfirðingum algjörlega sofandi hér í byrjun. Víkingar með öll völd á vellinum sem stendur. Þeir hafa byrjað þennan leik með látum!
Eyða Breyta
4. mín MARK! Geoffrey Castillion (Víkingur R.), Stoðsending: Viktor Bjarki Arnarsson
ÞETTA ER EKKI FLÓKIÐ!

Geoffrey Castillion skorar markið eftir fyrirgjöf frá Viktori Bjarka. Víkingar unnu boltann, komu honum á Túfa sem setti hann lengra á Viktor Bjarka sem kom honum fyrir, beint á kollinn á Geoffrey sem skallar hann í markið. Gunnar átti ekki séns núna.

,,Okkar eigin Lukaku," segir vallarþulurinn.
Eyða Breyta
2. mín
VÁ!!! Víkingar byrja þetta með látum! Eftir smá barning dettur boltinn fyrir Geoffrey Castillion sem nær skoti. Gunnar Nielsen nær þó að verja vel í marki FH.

FH-ingar heppnir að lenda ekki undir strax!
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þá er þessi veisla hafin. Bæði lið í sínum hefðbundnu leikbúningum.

Víkingar byrja með boltann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er geggjað fótboltaveður og vallarþulurinn talar um að það sé alltaf sól á Víkingsvellinum. Tilvalið að skella sér á völlinn á þessu fimmtudagskvöldi.
Eyða Breyta
Fyrir leik


Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikmenn hita upp á vellinum. Það er stundarfjórðungur í leikinn hér í Fossvoginum!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Logi Ólafsson gerir eina breytingu á sínu liði frá jafnteflinu gegn Stjörnunni á dögunum. Veigar Páll Gunnarsson er ekki með í dag, en inn í hans stað kemur Viktor Bjarki Arnarsson.

FH-ingar gera aftur á móti þrjár breytingar.

Þórarinn Ingi Valdimarsson, fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson og Jón Ragnar Jónsson koma inn í liðið fyrir Pétur Viðarsson, Atla Guðnason og Guðmund Karl Guðmundsson.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarlið FH:
1. Gunnar Nielsen (m)
5. Bergsveinn Ólafsson
6. Robbie Crawford
7. Steven Lennon
8. Emil Pálsson
9. Þórarinn Ingi Valdimarsson
10. Davíð Þór Viðarsson (f)
16. Jón Ragnar Jónsson
19. Matija Dvornekovic
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarlið Víkings R.:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
5. Milos Ozegovic
6. Halldór Smári Sigurðsson
7. Alex Freyr Hilmarsson
8. Viktor Bjarki Arnarsson
11. Dofri Snorrason
20. Geoffrey Castillion
21. Arnþór Ingi Kristinsson
22. Alan Lowing
25. Vladimir Tufegdzic
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru búin að skila sér. Nú styttist heldur betur í leikinn!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Meira um Steven Lennon... hann var valinn lykilmaður umferðarinnar í síðustu umferð hjá okkur á Fótbolta.net. Hann skoraði sigurmarkið gegn Grindavík.

Lykilmaður umferðarinnar: Hvar væri FH án Steven Lennon? Hann er eini í núverandi leikmannahópi FH (eftir að Kristján Flóki Finnbogason fór) sem getur skorað! Lennon er með 12 mörk í deildinni og svo koma fjórir leikmenn með eitt mark. Sturluð staðreynd.

Það virðist lítið eftir á tanknum hjá Atla Viðari Björnssyni og Atla Guðnasyni en sá fyrrnefndi hefur ekki komist á blað í sumar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Minni lesendur á kassamarkið #fotboltinet. Valin tíst birtast í textalýsingunni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Steven Lennon, sóknarmaður FH, greindi frá því í viðtali eftir síðasta leik gegn Grindavík að þeir ætluðu sér að vinna síðustu sex leiki sína á tímabilinu. Þeir byrjuðu á því að vinna Grindavík 1-0 og nú er komið að Víkingum. Nær FH markmiði sínu?
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er orðið frekar langt síðan Víkingur R. vann sinn síðasta heimaleik. Það gerðist síðast gegn Víkingi Ólafsvík í Pepsi-deildinni 26. júní síðastliðinn. Þá unnu Víkingarnir úr Reykjavík góðan 2-0 sigur á lærisveinum Ejub Purisevic úr Ólafsvík.

Síðan hafa þeir tapað gegn ÍBV í bikar, tapað gegn Valsmönnum í deildinni, tapað gegn KR, gert jafntefli gegn ÍBV, tapað gegn KA, og gert jafntefli gegn Stjörnunni.

Ná þeir loksins að vinna í dag?
Eyða Breyta
Fyrir leik
Með flautuna í dag er lögregluvarðstjórinn Pétur Guðmundsson.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Fyrir Víkinga upp á að sogast ekki niður í fallbaráttuna og fyrir FH-inga upp á Evrópubaráttuna. Sjáum hvernig fer.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þetta sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkinga, eftir síðasta leik:

,,Það þarf ekki töluglöggann mann til að sjá að ekki þarf mikið að gerast. Það eru fjórir leikir eftir og ef liðin fyrir neðan fara að vinna leiki meðan við gerum það ekki þá sogumst við ofan í þetta. Þegar öllu er á botninn hvolft gæti þetta stig reynst okkur dýrmætt."

Sagði Logi eftir 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH er í Evrópubaráttu. Þetta sagði Heimir Guðjóns eftir síðasta leik:

,,Við þurfum að einbeita okkur að því að ná þessu Evrópusæti. Það er einn leikur í einu."
Eyða Breyta
Fyrir leik


Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri leikur þessara liða í sumar endaði með 2-2 jafntefli. FH komst tvisvar yfir með mörkum Steven Lennon, en Víkingar sýndu karakter og jöfnuðu tvisvar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Rosenborg í Noregi, spáir í leiki umferðarinnar í Pepsi-deildinni að þessu sinni. Matthías lék með FH áður en hann fór í atvinnumennskuna.

Víkingur R. 0 - 1 FH (17:00 í dag)
Nokkuð erfiðir leikir sem ég hef þurft að spá í hérna á undan en þessi er skotheldur. 0-1 sigur FH þar sem FHingar sigla þessu í höfn í seinni hálfleik. Robbi í markinu mun samt hafa nóg að gera og mun halda Víkingum inn í leiknum alveg til leiksloka.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þetta hefur verið mikið vonbrigðasumar fyrir FH. Þeir unnu Grindavík 1-0 í síðustu umferð.

FH-ingar, sem eru auðvitað ríkjandi Íslandsmeistarar, eiga enn tölfræðilegan möguleika á titlinum, en sá möguleiki er eiginlega lítill sem enginn. Í augnablikinu eru þeir í þriðja sætinu, 12 stigum á eftir toppliði Vals. FH á þó leik til góða. Þeir eiga eftir að spila fimm leiki.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Víkingur R. gerðu jafntefli gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Sá leikur endaði með 2-2 jafntefli, en Stjarnan jafnaði í 2-2 alveg í blálokin.

Víkingar eru í áttunda sæti og eru aðeins fjórum stigum frá fallsæti.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn maður...

Hér munum við fylgjast með leik Víkings R. og FH í 19. umferð Pepsi-deildar karla.

Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
5. Bergsveinn Ólafsson
6. Robbie Crawford ('71)
7. Steven Lennon
8. Emil Pálsson ('90)
10. Davíð Þór Viðarsson (f) ('64)
16. Jón Ragnar Jónsson
19. Matija Dvornekovic
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
2. Teitur Magnússon
4. Pétur Viðarsson ('64)
11. Atli Guðnason
26. Baldur Logi Guðlaugsson ('90)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Liðstjórn:
Ólafur Páll Snorrason
Bjarni Þór Viðarsson
Heimir Guðjónsson (Þ)
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Styrmir Örn Vilmundarson

Gul spjöld:
Emil Pálsson ('12)
Davíð Þór Viðarsson ('41)
Þórarinn Ingi Valdimarsson ('64)

Rauð spjöld: