Norðurálsvöllurinn
sunnudagur 17. september 2017  kl. 16:00
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Mikill vindur ská á völlinn
Dómari: Þorvaldur Árnason
Maður leiksins: Eyjólfur Héðinsson - Stjarnan
ÍA 2 - 2 Stjarnan
1-0 Arnar Már Guðjónsson ('2)
1-1 Guðjón Baldvinsson ('11)
1-2 Hólmbert Aron Friðjónsson ('59)
2-2 Steinar Þorsteinsson ('88)
Myndir: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
0. Arnar Már Guðjónsson
4. Arnór Snær Guðmundsson
6. Albert Hafsteinsson ('90)
7. Þórður Þorsteinn Þórðarson
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('90)
18. Stefán Teitur Þórðarson
20. Gylfi Veigar Gylfason ('77)
22. Steinar Þorsteinsson
24. Viktor Örn Margeirsson
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson

Varamenn:
9. Garðar Gunnlaugsson ('77)
15. Hafþór Pétursson ('90)
18. Rashid Yussuff ('90)
19. Patryk Stefanski
21. Guðfinnur Þór Leósson
23. Aron Ýmir Pétursson

Liðstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Gísli Þór Gíslason
Ármann Smári Björnsson
Guðmundur Sævar Hreiðarsson
Jón Þór Hauksson (Þ)
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson
Sigurður Jónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:

@maggimar Magnús Már Einarsson


96. mín Leik lokið!
Leikmenn beggja liða liggja svekktir í grasinu. Skiljanlega. Stig gerir lítið fyrir bæði lið.

Skagamenn eru svo gott sem fallnir og Stjarnan er nánast úr leik í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Stjarnan er einnig einungis stigi á undan FH sem á leik til góða.
Eyða Breyta
95. mín
Skagamenn komast tveir á móti tveimur. Garðar lætur vaða en skot hans yfir af 30 metrum.
Eyða Breyta
94. mín
Sótt enda á milli í leit að sigurmarki. Varamaðurinn Hafþór Pétursson í góðu færi en hittir ekki boltann fyrir ÍA!
Eyða Breyta
90. mín Óttar Bjarni Guðmundsson (Stjarnan) Jósef Kristinn Jósefsson (Stjarnan)
Fullt af skiptingum.
Eyða Breyta
90. mín Hafþór Pétursson (ÍA) Albert Hafsteinsson (ÍA)

Eyða Breyta
90. mín Rashid Yussuff (ÍA) Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)

Eyða Breyta
90. mín


Eyða Breyta
90. mín Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan) Hólmbert Aron Friðjónsson (Stjarnan)
Ævar kemur inn fyrir Hólmbert.
Eyða Breyta
90. mín
Sex mínútur í viðbótartíma.
Eyða Breyta
89. mín
Hólmbert liggur illa meiddur á vellinum. Leikmenn eru áhyggjufullir og það er strax kallað á sjúkrabíl sem kemur keyrandi inn á völlinn.

Hólmbert fékk höfuðhögg eftir baráttu við Ólaf Val. Þetta leit mjög illa út. Hólmbert virtist fara að titra og leikmenn voru mjög áhyggjufullir í krignum hann.
Eyða Breyta
88. mín MARK! Steinar Þorsteinsson (ÍA), Stoðsending: Stefán Teitur Þórðarson
Skagamenn jafna eftir ótrúlegan darraðadans! Boltinn skoppaði fyrst yfir Jósef Kristinn á teignum. Arnar Már fékk boltann og átti vippu sem Daníel Laxdal bjargaði á línu. Eftir rosalegan barning virtist Steinar ná að skora.
Eyða Breyta
87. mín Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)

Eyða Breyta
82. mín
Guðmundur Böðvar reynir skot frá miðju með vindinum en hann hittir ekki á rammann.
Eyða Breyta
81. mín
Hvernig fór þetta ekki inn hjá ÍA? Boltinn tvisvar í slána í sömu sókninni. Þvílíkur darraðadans inni á vítateignum eftir hornspyrnu. Fyrst kom þrumuskot og svo kom skalli slá eftir frákastið. Stjörnumenn bjarga síðan á ævintýralegan hátt. Rosalegt!
Eyða Breyta
80. mín
Frábær tækling! Steinar var að sleppa í gegn en Daníel hljóp hann uppi og bjargaði í horn með magnaðri tæklingu!
Eyða Breyta
77. mín Garðar Gunnlaugsson (ÍA) Gylfi Veigar Gylfason (ÍA)
Smá hræringar við þessa breytingu. Garðar fer fram, Steinar á kantinn, Þórður í hægri bakvörð og Viktor sem var hægri bakvörður tekur stöðu Gylfa í hjarta varnarinnar.
Eyða Breyta
73. mín
Engin skipting ennþá. Varamenn beggja liða eru þó byrjaðir að hita upp.
Eyða Breyta
72. mín
Gylfi Veigar sleppur með skrekkinn! Hann á of lausa sendingu til baka á Árna og Guðjón Baldvins kemst á milli. Guðjón potar boltanum framhjá Árna en skotið fer rétt framhjá!
Eyða Breyta
65. mín
Stefán Teitur með skalla framhjá eftir aukaspyrnu. Skagamenn verða að leggja allt í sóknina núna. Þeir eru fallnir eins og staðan er nuna.
Eyða Breyta
63. mín
Steinar Þorsteins með skot en Haraldur ver á nærstönginni. Hornspyrna!
Eyða Breyta
59. mín MARK! Hólmbert Aron Friðjónsson (Stjarnan), Stoðsending: Jósef Kristinn Jósefsson
Skyndisókn upp á 10 hjá Stjörnunni! Þórður tók aukaspyrnu á vinstri kantinum fyrir ÍA og boltinn fór aftur fyrir endamörk. Haraldur var fljótur að ná í næsta bolta og sparka út til vinstri á Eyjólf. Eyjólfur sendi boltann beint upp á Hilmar Árna sem tók á rás upp völlinn.

Hilmar sendi boltann síðan til hliðar á Jósef sem gaf fyrir á Hólmbert sem skoraði af stuttu færi. Skagamenn vildu rangstöðu en markið stendur. Ellefta mark Hólmberts á tímabilinu!

Þegar Stjarnan skoraði voru fjórir leikmenn ÍA ennþá á miðlínu eftir aukaspyrnuna. Þetta var svo fljótt að gerast!
Eyða Breyta
58. mín Gult spjald: Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan)
Fyrsta spjaldið í dag.
Eyða Breyta
57. mín
Varamenn Stjörnunnar eru ekki einu sinni byrjaðir að hita. Máni fær ekki ósk sína uppfyllta á næstu mínútum.Eyða Breyta
55. mín
Stjörnumenn eru öllu öflugri hér í seinni hálfleik. Skagamenn eru með vindinn og þeir eru hættulegir í skyndisóknum.
Eyða Breyta
50. mín
Steinar Þorsteins með þrumuskot af 25 metra færi en yfir markið.
Eyða Breyta
48. mín
Stórhætta upp við mark ÍA! Jóhann Laxdal brýst inn á teiginn og er í færi en varnarmenn komast fyrir. Árni ver síðan skot frá Jósef. Bakverðirnir báðir framarlega´!
Eyða Breyta
47. mín
Guðjón Baldvins með fyrsta skotið í síðari hálfleik en það er hátt yfir.
Eyða Breyta
46. mín
Skagamenn eru með vindinn í bakið núna. Sjáum hvort þeir nái að auka sóknarþunga. Jafntefli sendir þá nánast endanlega niður í í Inkasso-deildina.
Eyða Breyta
46. mín
Í hálfleik fær 2. flokkur kvenna hjá ÍA viðurkenningu fyrir að enda í 2. sæti í B-deild í sumar. Gísli Gíslason frá KSÍ afhendir viðurkenninguna.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Jafnt í hálfleik. Skagamenn komust yfir í fyrstu sókn sinni en Guðjón Baldvinsson jafnaði fyrir Stjörnuna. Vindurinn hefur verið í bakið á Stjörnunni í fyrri hálfleik en Garðbæingar náðu ekki að bæta við marki þrátt fyrir að vera mun meira með boltann.

Tölfræðin
Skot: ÍA 3 - 16 Stjarnan
Horn: ÍA 0 - 8 Stjarnan
Inn á sóknarþriðjung: ÍA 8 - 50 Stjarnan
Eyða Breyta
45. mín
Váááá! Þvílík skot frá Hilmari Árna af 30 metra færi! Boltanum var rúllað á Hilmar eftir aukaspyrnu og hann lét vaða. Boltinn stefndi upp í bláhornið en Árni varði glæsilega.
Eyða Breyta
42. mín
Guðjón skallar framhjá úr miðjum teignum eftir fyrirgjöf frá Jósef.
Eyða Breyta
40. mín
Hólmbert með skot af 30 metrunum en framhjá. Skagamenn eru að spila fínan varnarleik þessar mínúturnar og Stjarnan er í basli með að skapa alvöru færi.
Eyða Breyta
36. mín
Samkvæmt tölfræði Bet365 hafa Skagamenn komist 5 sinnum á sóknarþriðjung Stjörnunnar í leiknum. Stjarnan hefur hins vegar komist 39 sinnum á sóknarþriðjung ÍA. Saga leiksins!
Eyða Breyta
30. mín
Menn á bekknum hjá ÍA láta í sér heyra eftir tæklingu hjá Stjörnunni. Þorvaldur dómari veitir tiltal á bekknum.
Eyða Breyta
28. mín


Eyða Breyta
26. mín
Daníel Laxdal lætur vaða af 35 metra færi en rétt yfir.
Eyða Breyta
24. mín
Stórhættuleg skyndisókn hjá ÍA! Albert Hafsteinsson kemst upp vinstra megin gegn fáliðaðri vörn Stjörnunnnar. Hann rennir boltanum til hægri á Þórð sem á þrumuskot fyrir utan teig en boltinn fer í utanverða stöngina!
Eyða Breyta
22. mín
Áfram algjör einstefna hér. Stjarnan með vindinn til að hjálpa sér og Skagamenn fara ekki yfir miðju.
Eyða Breyta
19. mín
Þarna munaði engu!

Jóhann Laxdal brýst upp hægra megin og sendir síðan boltann út í vítateigsbogann á Eyjólf Héðinsson. Eyjólfur á þrumuskot sem fer í stöngina og út!
Eyða Breyta
15. mín
Önnur almennilega sókn Skagamanna í leiknum, sú fyrsta frá markinu.

Þórður Þ með frábæra takta á hægri kantinum þar sem hann tekur boltann með hælnum framhjá Herði. Stjörnumenn ná hinsvegar að koma fyrirgjöfinni í burtu.
Eyða Breyta
14. mín
Einstefna! Stjörnumenn ráða öllu inni á vellinum. Hörður Árna á fyrirgjöf sem Hólmbert tekur á lofti á fjærstönginni en Árni ver vel.

Guðjón Baldvinsson fær svo færi en skot hans fer framhjá.
Eyða Breyta
11. mín MARK! Guðjón Baldvinsson (Stjarnan), Stoðsending: Eyjólfur Héðinsson
Guðjón sleppur aleinn í gegn og lyftir boltanum yfir Árna. Vel klárað. Tólfta mark Guðjóns á tímabilinu!
Eyða Breyta
8. mín
Stjarnan nýtir sér vindinn og pressar stíft núna. Þriðja hornspyrna liðsins í leiknum. Jósef Kristinn á í erfiðleikum með að stilla boltann upp af því að hann fýkur alltaf!
Eyða Breyta
5. mín
Vindurinn er ská á völlinn. Stjarnan er meira með vindinn í bakið hér í fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
4. mín
Stjarnan reynir strax að svara. Guðjón Baldvinsson á skot sem Árni Snær slær í horn.
Eyða Breyta
2. mín MARK! Arnar Már Guðjónsson (ÍA), Stoðsending: Stefán Teitur Þórðarson
Arnar Már skorar með skalla eftir rúma mínútu.

ÍA byrjaði með boltann og Arnar Már átti langa sendingu upp í vinstra hornið. Brynjar Gauti setti boltann út fyrir og ÍA fékk innnkast. Stefán Teitur átti góða fyrirgjöf eftir innkastið og þar var Arnar Már einn og óvaldaður og skoraði með skalla.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þorvaldur Árnason flautar leikinn á. Bæði lið þurfa nauðsynlega sigur. ÍA til að falla ekki og Stjarnan til að halda lífi í titilvonum sínum.


Eyða Breyta
Fyrir leik


Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikmenn ÍA spila í dag með sorgarbönd til minningar um Arnar Dór Hlynsson, góðan dreng og dyggan stuðningsmann liðsins. Fyrir leik verður einnig mínútu þögn til minningar um Arnar sem lést á dögunum, 38 ára að aldri.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fáir áhorfendur mættir þegar stutt er í leik. Veðrið ekki gott.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leik Víkings Ólafsvíkur og Víkings R. var frestað vegna veðurs í dag. Vindurinn er mikill hér á Akranesi. Keilur að fjúka í upphitun hjá liðunum.

Vindurinn virðist vera á ská og þar með aðeins meira á annað markið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru tilbúin og það er lítið hægt að segja um þau. Báðir þjálfarar halda í sömu byrjunarlið og byrjuðu síðasta leik.
Eyða Breyta
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Þetta er þriðji leikur beggja liða á átta dögum. Spurning hvort við fáum breytingar á byrjunarliðunum í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Valtýr Björn Valtýsson spáir í leiki umferðarinnar að þessu sinni.

ÍA 1 - 3 Stjarnan
Stjarnan verður að vinna þennan leik til að halda 2. sætinu og vera áfram í baráttunni. Ég held að þeir geri það. Þeir vinna 0-2 eða 1-3.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Skagamenn gerðu 2-2 jafntefli við Fjölni á fimmtudag eftir að hafa unnið KA 2-0 hér á Akranesi fyrir viku. Hinir ungu og efnilegu Steinar Þorsteinsson og Stefán Teitur Þórðarson skoruðu í báðum þessum leikjum.

Stjörnumenn unnu Víking Ólafsvík 3-0 á fimmtudag eftir 2-2 jafntefli við Víking R. fyrir viku.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og blessaðan!

Hér ætlum við að fylgjast með öllu sem gerist í leik ÍA og Stjörnunnar í 20. umferð Pepsi-deildar karla.

Skagamenn eru á botni deildarinnar og tap eða jafntefli sendir liðið niður í Inkasso-deildina.

Stjarnan er í 2. sæti, sjö stigum á eftir toppliði Vals og þremur stigum á undan FH. Stjarnan getur með sigri í dag minnkað bilið í fjögur stig áður en Valur leikur við Fjölni í kvöld. Stjarnan og Valur mætast svo í næstu umferð. Titilbaráttan er því ekki búin ennþá!
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Haraldur Björnsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson ('90)
4. Jóhann Laxdal
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson (f)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson ('87)
14. Hörður Árnason
19. Hólmbert Aron Friðjónsson ('90)
20. Eyjólfur Héðinsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
5. Óttar Bjarni Guðmundsson ('90)
6. Þorri Geir Rúnarsson
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('90)
17. Ólafur Karl Finsen ('87)
27. Máni Austmann Hilmarsson
29. Alex Þór Hauksson

Liðstjórn:
Fjalar Þorgeirsson
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Brynjar Björn Gunnarsson
Davíð Snorri Jónasson
Sigurður Sveinn Þórðarson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson

Gul spjöld:
Brynjar Gauti Guðjónsson ('58)

Rauð spjöld: