Grindavíkurvöllur
laugardagur 23. september 2017  kl. 14:00
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Birkir Sigurðarson
Áhorfendur: 80
Maður leiksins: Carolina Mendes, Grindavík
Grindavík 3 - 2 Þór/KA
1-0 Helga Guðrún Kristinsdóttir ('4)
1-1 Sandra María Jessen ('5)
2-1 Carolina Mendes ('47)
2-2 Sandra Mayor ('64)
Róbert Jóhann Haraldsson , Grindavík ('79)
3-2 María Sól Jakobsdóttir ('81)
Myndir: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Byrjunarlið:
1. Viviane Holzel Domingues (m)
0. Kristín Anítudóttir Mcmillan
3. Linda Eshun
5. Thaisa
9. Anna Þórunn Guðmundsdóttir
11. Dröfn Einarsdóttir
13. Rilany Aguiar Da Silva
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir (f)
17. María Sól Jakobsdóttir
22. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('46)
26. Berglind Ósk Kristjánsdóttir ('61)

Varamenn:
1. Emma Mary Higgins (m)
7. Elena Brynjarsdóttir
8. Guðný Eva Birgisdóttir
10. Una Rós Unnarsdóttir
14. Júlía Ruth Thasaphong
19. Carolina Mendes ('46)
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir
21. Telma Lind Bjarkadóttir
24. Andra Björk Gunnarsdóttir
28. Lauren Brennan ('61)

Liðstjórn:
Guðrún Bentína Frímannsdóttir
Róbert Jóhann Haraldsson (Þ)
Þorsteinn Magnússon
Nihad Hasecic
Sreten Karimanovic

Gul spjöld:
Helga Guðrún Kristinsdóttir ('30)
Kristín Anítudóttir Mcmillan ('36)

Rauð spjöld:
Róbert Jóhann Haraldsson ('79)

@haflidib Hafliði Breiðfjörð


94. mín Leik lokið!
Leiknum er lokið með 3-2 sigri Grindavíkur. Breiðablik vann 2-0 sigur á Stjörnunni á sama tíma og því ljóst að Þór/KA verður ekki Íslandsmeistari í dag eins og flestir áttu von á. Frábær úrslit og frábær frammistaða hjá Grindavík í dag.
Eyða Breyta
93. mín
Gríðarleg sókn hjá Þór/KA og allir í teignum en boltinn vill ekki inn.
Eyða Breyta
90. mín
Komið að lokamínútunni. Þór/KA sækir stíft en eru ekki að finna leiðina í markið.
Eyða Breyta
86. mín Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA) Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)

Eyða Breyta
81. mín MARK! María Sól Jakobsdóttir (Grindavík), Stoðsending: Carolina Mendes
Þetta ætlar að enda sem algjör draumaskipting hjá Grindavík í hálfleik. Mendes vann boltann og stakk inn á Maríu Sól sem var ein gegn markverði og afgreiddi færið mjög vel. 3-2 fyrir Grindavík.
Eyða Breyta
80. mín Margrét Árnadóttir (Þór/KA) Lára Einarsdóttir (Þór/KA)

Eyða Breyta
79. mín Rautt spjald: Róbert Jóhann Haraldsson (Grindavík)
Þjálfari Grindavíkur sendur upp í stúku fyrir að skammast í dómarateyminu.
Eyða Breyta
78. mín
Hulda Ósk í fínu færi skaut að marki en Domingues blakaði boltanum yfir markið.
Eyða Breyta
77. mín
Þór/KA sækir mikið meira þessar mínúturnar. Hulda Ósk var með skot beint á Domingues núna.
Eyða Breyta
71. mín
Kristín Anítudóttir með fast skot úr aukaspyrnu sem Bryndís Lára rétt náði að blaka yfir markið.
Eyða Breyta
71. mín Gult spjald: Bianca Elissa (Þór/KA)
Braut á Mendes sem var að setja boltann á Da Silva í fínu færi í teignum.
Eyða Breyta
69. mín
Hulda Ósk með skot af löngu færi sem fór rétt yfir mark Grindavíkur. Það er spenna í loftinu hérna. Leikurinn getur endað hvorum megin sem er hérna á síðustu 20 mínútunum.
Eyða Breyta
64. mín MARK! Sandra Mayor (Þór/KA)
Afmælisbarnið er Sandra Mayor fagnar 26 ára afmælisdeginum með marki. Í kjölfar hornspyrnu barst boltinn á hana í teignum og hún var róleg og yfirveguð og setti boltann í markið. 2-2 og allt getur núna gerst!
Eyða Breyta
64. mín
Linda Eshun bjargar á marklínu eftir hornspyrnu Þórs/KA.
Eyða Breyta
61. mín Lauren Brennan (Grindavík) Berglind Ósk Kristjánsdóttir (Grindavík)

Eyða Breyta
59. mín
Anna Rakel með fasta aukaspurnu að marki en boltinn gripinn af Domingues.
Eyða Breyta
56. mín
Berglind Ósk með skot í hliðarnetið. Ég hélt að Grindavík myndi gefa eftir í seinni hálfleik en staðan er allt önnur, innkoma Caroline Mendes hefur verið vítanmínssprauta fyrir liðið sem sækir meira til þessa. Mendes þessi er portúgölsk landsliðskona sem skoraði tvö mörk á EM í sumar.
Eyða Breyta
54. mín
Mendes með skot í varnarmann og framhjá marki Þórs/KA eftir góðan sprett Da Silva.
Eyða Breyta
47. mín MARK! Carolina Mendes (Grindavík), Stoðsending: Linda Eshun
Þvílík læti sem seinni hálfleikurinn byrjar á. Stephany Mayor átti geggjaða aukaspyrnu í þverslá og niður á marklínu, Grindavík brunaði í sókn, Linda sendi innfyrir á Mendes sem var ein á auðum sjó og setti boltann í markið. Búin að vera inni á vellinum í tvær mínútur.
Eyða Breyta
46. mín Carolina Mendes (Grindavík) Helga Guðrún Kristinsdóttir (Grindavík)

Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn.Ein breyting gerð sem kemur hér eftir augnablik.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Búið að flauta til hálfleiks í Grindavík og staðan enn 1-1. Þetta hefur verið óvenju jafnt miðað við stöðu liðanna í deildinni. Vantar smá takt í lið Þórs/KA en mikil barátta í liði Grindavíkur, þær henda sér fyrir allt og virðast staðráðnar í að ná í úrslit í dag. Það þrátt fyrir að leikurinn skipti þær í raun engu máli.
Eyða Breyta
45. mín
Dröfn Einarsdóttir var að skora mark eftir undirbúning Kristínar en línuvörðurinn flaggaði til merkis um rangstöðu. Ekkert mark.
Eyða Breyta
40. mín Gult spjald: Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)

Eyða Breyta
37. mín
Thaisa með fast skot að marki af löngu færi en framhjá marki Þórs/KA. Vindurinn er semi skakkt á völlinn og meira með Grindavíkurliðinu í fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
36. mín Gult spjald: Kristín Anítudóttir Mcmillan (Grindavík)

Eyða Breyta
30. mín Gult spjald: Helga Guðrún Kristinsdóttir (Grindavík)
Brot út við hliðarlínu.
Eyða Breyta
28. mín
María Sól í fínu færi í teignum eftir undirbúning Da Silva, Bryndís kom út gegn henni og þær lentu saman en boltinn af Maríu og framhjá svo gestirnir fengu markspyrnu. Hinuim megin á vellinum átti Gomez svo skot fyirr utan teig sem Domingues greip.
Eyða Breyta
27. mín
Anna Þórunn með skot að marki sem sveif vel í vindinum en rétt yfir. Það er búið að bæta í vind og rigningu síðan leikurinn hófst.
Eyða Breyta
19. mín
Sandra María með skot framhjá marki Grindavíkur eftir undirbúning nöfnu hennar, Söndru Mayor.
Eyða Breyta
12. mín
Anna Rakel reynir skot að marki Grindavíkur en framhjá markinu.
Eyða Breyta
10. mín
Komnar tíu mínútur á klukkuna hérna í Grindavík og staðan 1-1. Bæði lið eru að sækja á mörkin en völlurinn er líka að taka sinn toll, þungur og blautur og stelur stundum boltanum.
Eyða Breyta
5. mín MARK! Sandra María Jessen (Þór/KA), Stoðsending: Sandra Mayor
Þetta er fljótt að breytast hérna í Grindavík. Þór/KA fór beint upp völlinn þar sem Sandra María var á auðum sjó og jafnaði metin, rétt rúmri mínútu síðar.
Eyða Breyta
4. mín MARK! Helga Guðrún Kristinsdóttir (Grindavík)
Þetta byrjar heldur betur óvænt því heimakonur í Grindavík eru komnar yifr. Boltinn barst fyrir markið, Bryndísi mistókst að handsama hann og hann fór á Helgu Guðrúnu sem afgreiddi færið vel í markið.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Grindavík byrjar með boltann og leikur í átt að Þorbirni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
13:58

Liðin komin út ná völl og klár í leikinn. Í upphituninni áðan voru liðin að æfa skot. Vindurinn er ekki það mikið inni á vellinum sjálfur að ég sá hann aldrei stela boltanum í þessum skotum. Það lofar allavega góðu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
13:30
Hálftími í leik og bæði lið eru byrjuð að hita upp á vellinum. Dómararnir mættir líka til að hita sig upp. Þegar maður sér þá svartklæddu skokka eftir miðlínunni sést hversu blautur völlurinn er því það skvettist vatn upp með þeim í hverju fótspori.
Eyða Breyta
Fyrir leik
13:00
Held að flestir séu að spyrja sig að því hvort leikurinn fari fram, enda haustlægð að ganga yfir landið. Því er til að svara að bæði lið eru mætt til leiks og þjálfarar búnir að stilla upp keilum og boltum á völlinn til upphitunar. Liðin eru þó enn inni í klefa. Boltarnir hreyfast ekki á vellinum svo ástandið er nú ekki svo slæmt.

Það er 9 stiga hiti smá rigning og verulegur vindur. Það sem gerir ástandið svona bærilegt er þó að vindurinn kemur aftan að stúkunni sem veitir smá skjól fyrir honum. Þetta verður örugglega fínn fótboltaleikur hérna. Völlurinn er reyndar mjög blautur og spurning hvernig gengur að spila á honum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Sandra Mayor framherji Þórs/KA fagnar í dag 26 ára afmælisdegi sínum. Hún hefur farið á kostum síðan hún kom til félagsins og hefur náð að skora 39 mörk í 36 leikjum fyrir félagið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin mættust í fyrri umferðinnni 16. júní síðastliðinn fyrir framan 364 áhorfendur á Þórsvelli.

Þá vann Þór/KA 5-0 stórsigur en Sandra María Jessen skoraði þrennu, Sandra Mayor eitt og fimmta markið var sjálfsmark á lokamínútunni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er risa dagur fyrir lið Þórs/KA í dag því ef þær ná að vinna leikinn er ljóst að þær tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í dag.

Þær gætu þó reyndar alveg komist upp með að tapa í dag og samt orðið Íslandsmeistarar í dag. Liðið er með 41 stig á toppnum en Breiðablik í 2. sæti með 36. Ef Breiðabliki tekst ekki að vinna Stjörnuna í leik sem fer fram á sama tíma er ljóst að úrslitin hér í Grindavík skipta engu máli, titillinn endar á Akureyri.

Grindavík getur farið þægilega rólega inn í leikinn. Þær eru í þriðja neðsta sæti deildarinnar en þegar ljóst að Fylkir og Haukar sem eru fyrir neðan þær eru fallin.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Grindavíkur og Þórs/KA í 17 og næst síðustu umferð Pepsi-deildar kvenna.

Leikurinn hefst klukkan 14:00 á Grindavíkurvelli.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
0. Natalia Gomez
0. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
4. Bianca Elissa
7. Sandra María Jessen
8. Lára Einarsdóttir ('80)
9. Sandra Mayor
10. Anna Rakel Pétursdóttir
15. Hulda Ósk Jónsdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir
26. Andrea Mist Pálsdóttir ('86)

Varamenn:
2. Rut Matthíasdóttir
16. Saga Líf Sigurðardóttir
16. Karen María Sigurgeirsdóttir ('86)
17. Margrét Árnadóttir ('80)
20. Ágústa Kristinsdóttir

Liðstjórn:
Harpa Jóhannsdóttir
Agnes Birta Stefánsdóttir
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Tinna Stefánsdóttir
Einar Logi Benediktsson
Ragnheiður Runólfsdóttir
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Andri Hjörvar Albertsson
Haraldur Ingólfsson

Gul spjöld:
Andrea Mist Pálsdóttir ('40)
Bianca Elissa ('71)

Rauð spjöld: