Kaplakrikavöllur
laugardagur 23. september 2017  kl. 14:00
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Kristinn Friðrik Hrafnsson
Maður leiksins: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
FH 2 - 0 Valur
1-0 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('30)
2-0 Alda Ólafsdóttir ('61)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
23. Lindsey Harris (m)
0. Bryndís Hrönn Kristinsdóttir
3. Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir
4. Guðný Árnadóttir
5. Victoria Frances Bruce
8. Megan Dunnigan
9. Rannveig Bjarnadóttir
10. Erna Guðrún Magnúsdóttir (f)
15. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
18. Caroline Murray
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('52)

Varamenn:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
13. Snædís Logadóttir
14. Þorbjörg Lilja Sigmarsdóttir
14. Valgerður Ósk Valsdóttir
16. Diljá Ýr Zomers
17. Alda Ólafsdóttir ('52)
22. Nadía Atladóttir

Liðstjórn:
Halla Marinósdóttir
Maria Selma Haseta
Orri Þórðarson (Þ)
Daði Lárusson
Silja Rós Theodórsdóttir
Hákon Atli Hallfreðsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:

@LiljaValthors Lilja Dögg Valþórsdóttir


90. mín Leik lokið!
Heimastúlkur fara með sigur af hólmi í dag og bæta enn frekar stigametið sitt í efstu deild.

Gestirnir voru vissulega meira með boltann en þær náðu ekki að opna vörn FH stúlkna nægilega vel til að skapa sér mörg góð færi. Eins náðu þær ekki að nýta föst leikatriði nægilega vel, en fengu þó nóg af þeim. Eitthvað vantaði uppá einbeitinguna hjá þeim bæði sóknar- og varnarlega en það var einmitt það sem heimastúlkur nýttu sér til hins ítrasta. Þær refsuðu grimmilega þegar leikmenn Vals gerðu sig sekar um einstaklingsmistök varnarlega og stóðu svo vaktina nánast óaðfinnanlega varnarlega.

Ég þakka fyrir mig í bili en minni á viðtöl og skýrslu seinna í dag.
Eyða Breyta
90. mín
Enn og aftur reynir Elín Metta skot fyrir utan teig, frekar langt fyrir utan teig, og enn og aftur er þetta skot bara nokkurn veginn beint á Lindsey í markinu sem á ekki í vandræðum með þetta.
Eyða Breyta
90. mín
90+4

Stuðningsfólk FH vill að þetta verði flautað af hið snarasta! Eru bara sátt við stöðuna svona, enda skyldi engan undra!
Eyða Breyta
90. mín
Hlín kemur sér í skotfæri fyrir utan teig og lætur vaða. En enn og aftur er þetta skot bara beint á Lindsey í markinu!

Alda kemst svo í skotfæri hinum megin á vellinum en hennar skot hefði farið yfir þriggja hæða blokk það er svo hátt yfir!
Eyða Breyta
89. mín
FH stúlkur ætla sér að sigla þessum sigri heim, það er alveg ljóst. Þær berjast hérna um alla bolta með kjafti og klóm og eru nú allar á aftasta þriðjungi.

Á meðan er Breiðablik að vinna Stjörnuna í Garðabænum sem þýðir að 2. sæti deildarinnar er að renna Valsstúlkum úr greipum!
Eyða Breyta
88. mín
Ég var búin að skrifa hérna færslu um ca miðjan hálfleikinn þar sem ég lýsti dauðafæri hjá Valsstelpum. En Elín Metta átti skalla að markinu eftir aukaspyrnu sem hafði viðkomu í varnarmanni og small svo í slánni! En ég held að þessi færsla hafi dottið út hjá mér. Ég vildi nú bara koma því að engu að síður, þó seint sé!
Eyða Breyta
83. mín
ALDA!!!

Ég sá ekki alveg aðdragandann að þessu en miðað við stöðuna sem Alda var allt í einu komin í, með boltann alein á milli hafsenta og enginn varnarmaður á milli hennar og Söndru í markinu, þá ætla ég að giska á að þarna hafi verið einhver vandræðagangur í vörninni! En Alda í öllu falli lætur vaða á markið en boltinn rétt framhjá!!
Eyða Breyta
82. mín
Dauðafæri!!!

Elín Metta hefði hæglega getað minnkað muninn hérna!! Hár bolti inná teiginn frá Málfríði og Arna Sif gerir allt rétt inná teignum og skallar hann beint út í teiginn, fyrir fætur Elínar Mettu. En Elín setur þennan framhjá!! Þetta hefði að minnsta kosti þurft að fara á markið!
Eyða Breyta
80. mín Hlíf Hauksdóttir (Valur) Eygló Þorsteinsdóttir (Valur)

Eyða Breyta
79. mín
Elín Metta að reyna að koma sér í færi. Fær góða sendingu frá Anisu inná teiginn, reynir að taka Guðnýju og Megan á en þær gefa henni ekkert og komast fyrir skotið.

Horn sem Valur fær. Elín Metta tekur hornið en spyrnan kemst ekki framhjá fyrsta varnarmanni sem skallar boltann frá.
Eyða Breyta
78. mín
Eins hafa FH stúlkur breytt aðeins uppstillingunni sinni og spila nú með 5 manna vörn.
Eyða Breyta
77. mín
Elín Metta með skot á markið fyrir utan teig. En þetta er enn og aftur beint í hendurnar á Lindsey sem grípur hann auðveldlega. En ég get ekki betur séð en að Arna Sif sé komin í fremstu línu hjá gestunum og Laufey hefur fært sig í hjarta varnarinnar. En það var einmitt Arna Sif sem lagði boltann út á Elínu í skotið.
Eyða Breyta
75. mín
Laufey með sendingu til baka á Söndru í markinu en Caroline eltir þennan á fullu gasi og er ekki langt frá því að ná til boltans. Þær eru grimmar heimastúlkur.
Eyða Breyta
73. mín
Karólína reynir sendingu inn fyrir Málfríði, inná Caroline en sendingin aðeins of föst og Sandra gerir vel í að koma út á móti og hirða boltann.
Eyða Breyta
62. mín
Leikurinn stöðvaður í smá tíma eftir að Pála fékk höfuðhögg eftir viðskipt sín við Öldu. En þetta virðist ekki hafa verið alvarlegt þar sem Pála hristir þetta af sér.
Eyða Breyta
61. mín MARK! Alda Ólafsdóttir (FH)
FH stelpur ætla ekki að gefa þetta frá sér!! En Valsstelpur eru í gjafastuði aftur á móti!!

Nú var það Málfríður sem gerði sig seka um mistök í vörn Vals og Alda, líkt og Karólína í fyrra markinu, hirti boltann af fótum hennar og setti hann svo snyrtilega framhjá Söndru í markinu!
Eyða Breyta
59. mín Hrafnhildur Hauksdóttir (Valur) Thelma Björk Einarsdóttir (Valur)
Hrafnhildur tekur sér stöðu í vinstri vængbakverði og Hlín fer uppí fremstu línu.
Eyða Breyta
57. mín
Valskonur fá aukaspyrnu nokkrum metrum fyrir utan vítateigshornið hægra megin. Thelma tekur aukaspyrnuna en Rannveig er sterk í loftinu gegn Ariönu og kemur honum frá.
Eyða Breyta
54. mín
Guðný tekur hér á rás upp miðjan völlinn og fer framhjá tveimur Völsurum áður en hún rennir honum út á hægri kant á Caroline. Hún spilar honum aftur til baka á Guðnýju sem setur hann inná teiginn. Þar nær Karólína skalla en hún nær bara að fleyta honum lengra á fjær þar sem Erna Guðrún reynir að komast inná teiginn en kemst ekki, fær þó horn.

Pála í baráttunni við sóknarmenn FH í hornspyrnunni en gerir nóg til að trufla og sóknarmenn FH setja þetta aftur fyrir endamörk.
Eyða Breyta
52. mín Alda Ólafsdóttir (FH) Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH)
Helena borin af velli og Alda tekur stöðuna hennar uppá topp.
Eyða Breyta
51. mín
Þetta lítur ekki vel út en hér er verið að bera Helenu Ósk útaf á börum. Vonum að þetta sé ekki alvarlegt.
Eyða Breyta
49. mín
Hér virtist vera brotið á Elínu Mettu við miðlínu en Kristinn dæmir ekkert og FH stúlkur bruna í sókn. Arna Sif stoppar þessa sókn með góðri tæklingu en Helena Ósk sem var þarna í baráttunni við Örnu Sif virðist hafa meitt sig eitthvað í þessari tæklingu.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Valsstúlkur sparka þessu af stað. Ég get ekki séð að það hafi verið neinar skiptingar í hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Kominn hálfleikur í Kaplakrika. Heimastúlkir leiða, sem er kannski örlítið óvænt miðað við gang leiksins. Gestirnir hafa verið aðeins meira með boltann og fengið nokkur horn sem þær hefðu getað nýtt betur en annars hafa þær ekki náð að opna vörn FH nema í þessu eina virkilega góða færi sem Elín Metta fékk á 20. mínútu.

FH leikur með sterkum vindinum í seinni hálfleik og spurning hvernig þær leggja upp seinni hálfleikinn með þessa forystu. En ég tek mér smá pásu og kem aftur að vörmu spori. Kaffi og súkkulaði fyrir mig!
Eyða Breyta
44. mín
Valsstelpur fá horn.

Thelma tekur hornið. Turnarnir fara allir inní! En þetta gerir Lindsey vel, grípur hann þrátt fyrir að vera umkringd.
Eyða Breyta
43. mín
Karólína reynir skot fyrir utan teig en Sandra grípur hann örugglega.
Eyða Breyta
40. mín
Elín Metta reynir stungu inn fyrir vörn FH en ég veit ekki alveg hvort sendingin var á Thelmu eða Eygló, en í öllu falli var hún of löng fyrir þær báðar og Lindsey hirðir hann.
Eyða Breyta
38. mín
Thelma tekur hornspyrnu, há og löng inná fjærstöngina. Þar er Aran Sif sterk í loftinu og nær skalla en hann fer í varnarmann og aftur fyrir.

Annað horn. En Valsstelpur ná ekki að búa til eins mikla hættu uppúr seinna horninu.
Eyða Breyta
36. mín
Arna Sif tók aukaspyrnuna og þvílík spyrna og þvílík varsla!!!

Hún stefni bara rakleiðis upp í samskeytin fjær en Lindsey átti meistaravörslu og náði að blaka honum aftur fyrir!

Ekkert kom útúr horninu.
Eyða Breyta
35. mín
Valur fær aukaspyrnu við vítateigshornið vinstra megin eftir brot Guðnýjar á Elínu Mettu. Bakhrinding sýndist mér.
Eyða Breyta
33. mín
FH nálægt því að tvöfalda forystuna!!!

Einhver vandræðagangur á Örnu Sif í vörninni og aftur er það Karólína sem hirðir boltann, rekur í átt að endalínu, setur boltann út, en Málfríður er fyrst í að koma fæti á þennan en boltinn fer upp í loftið og Sandra bjargar þessu svo í horn!

Ekkert kemur útúr horninu en FH stelpur hafa öðlast sjálfstraust við þetta mark áðan!
Eyða Breyta
30. mín MARK! Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (FH)
Þetta mark skrifast því miður alfarið á Söndru í markinu. Hún fær sendingu til baka, sem var þó aðeins fyrir utan teiginn. Hún var pollróleg með boltann og hafði í raun nægan tíma en Karólína setti svo pressu á hana og Sandra átti slæma snertingu á boltann og Karólína hreinlega hirti boltann af henni! Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Karólínu sem rak boltann í átt að markinu og lagði hann í tómt markið!!
Eyða Breyta
29. mín
Elín Metta með skot utan teigs vinstra megin og þessi sleikir slánna!!
Eyða Breyta
27. mín
Guðný setur aukaspyrnuna framhjá!
Eyða Breyta
26. mín
FH fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn eftir brot Málfríðar á Caroline.

Guðný stillir upp boltanum.
Eyða Breyta
25. mín
Ariana leggur boltann út á hægri kantinn á Eygló sem reynir fyrirgjöf en þennan er Lindsey með á hreinu og grípur auðveldlega.
Eyða Breyta
24. mín
Eygló reynir skot utan af hægri kantinum. Lindsey virtist vera með þetta á hreinu en missir hann frá sér og var heppin að þarna var engin Valskona á vappinu!
Eyða Breyta
22. mín
Heimastúlkur fá fyrsta hornið sitt. Guðný tekur, fín spyrna en Arna Sif rís hæst í teignum og skallar þennan frá.
Eyða Breyta
20. mín
Elín Metta er greinilega að hitna og lætur vaða rétt fyrir utan teig en skotið aftur beint á Lindsey í markinu!
Eyða Breyta
20. mín
Besta færi leiksins hingað til fær Elín Metta!!

Laufey með háan bolta upp völlinn á Thelmu sem gerir afar vel í að koma honum inná teiginn í fyrstu snertingu, inná Elínu Mettu sem tekur hann með sér innar á teiginn. Hún er komin í virkilega gott færi en skotið beint á Lindsey í markinu! Þetta var dauðafæri!
Eyða Breyta
18. mín
Úlfur heldur sig við sömu uppstillingu og venjulega, með Hlín og Eygló í vængbakvörðum.

Sandra
Hlín, Málfríður, Arna Sif, Pála, Eygló
Laufey, Ariana
Thelma, Anisa, Elín Metta
Eyða Breyta
17. mín
Uppstilling FH er svipuð og hefur verið en Orri hefur ákveðið að færa Megan niður í varnarlínuna, en hún hefur líka spilað inná miðjunni.

Lindsay
Melkorka, Guðný, Megan, Erna Guðrún
Bryndís, Rannveig, Victoria
Caroline, Helena Ósk, Karólína Lea
Eyða Breyta
15. mín
Thelma tekur aukaspyrnu frá hægri kantinum og ég sé ekki alveg hver nær að pota tánni í boltann en í öllu falli sleikir hann stöngina utanverða! Þarna mátti litlu muna!
Eyða Breyta
9. mín
Laufey orðin þreytt á þessu hangsi og lætur bara vaða af frekar löngu færi. Ekkert að því, er með vindinn í bakið. Skotið er á rammann en Lindsey var samt með hann nokkuð örugglega. Eitthvað segir mér að Valsstelpur eigi eftir að reyna nokkur skot í viðbót í þessum fyrri hálfleik með þennan sterka vind í bakið.
Eyða Breyta
6. mín
Fyrsta skot leiksins á Caroline Murray fyrir FH. Reynir að taka Örnu Sif á en ákveður svo að láta vaða rétt fyrir utan teig. Skotið hátt yfir.
Eyða Breyta
5. mín
Ja hérna hér! Þór/KA voru að jafna í Grindavík!

Hér er allt með kyrrum kjörum annars. Ekkert færi litið dagsins ljós.
Eyða Breyta
4. mín
Það eru strax fréttir úr Grindavík þar sem heimastúlkur voru að komast yfir gegn meistaraefnum Þórs/KA!
Eyða Breyta
2. mín
Valsstúlkur eru fljótar að vinna boltann af FH-ingum en bæði lið virðast vera að reyna að átta sig á veðri og vindum hérna fyrstu mínúturnar. FH stúlkur ná svo boltanum aftur og reyna að byggja upp sókn.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
FH byrja með boltann og sækja gegn vindinum, í átt að bílastæðinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru komin inná völlinn og það styttist í að þetta verði flautað á. Það eru nú ekki margir mættir í stúkuna og spurning hvort að veðrið hafi sitt að segja með það en ég get staðfest það að rokið nær ekki mikið inní stúkuna þannig að ég hvet fólk til að mæta. Annars er frekar sterkur vindur í átt að öðru markinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarlið eru klár!

Orri gerir 2 breytingar á sínu liði frá síðasta leik þar sem Helena Ósk Háldánardóttir og Bryndís Hrönn Kristinsdóttir koma inn fyrir Maríu Selmu Haseta og Öldu Ólafsdóttur sem fá sér sæti á bekknum.

Úlfur gerir eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik en þar kemur Eygló Þorsteinsdóttir inní byrjunarliðið í stað Vesnu Elísu Smiljkovic, en hún er ekki á skýrslu í dag.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Svolítið er síðan liðin spiluðu síðast þar sem hlé var gert á deildinni á meðan Ísland spilaði sinn fyrsta leik í undankeppni HM 2019 gegn Færeyjum fyrr í vikunni. En síðustu leikir í deildinni fóru fram 6. september.

Síðasti leikur FH var á heimavelli gegn Grindavík þar sem liðin gerðu markalaust jafntefli. Síðasti leikur Vals var gegn Haukum að Hlíðarenda en þar var allt annað en markalaust og gerðu Valskonur sér lítið fyrir og settu 8 mörk á gestina. En eftir brösuga byrjun í mótinu hafa Valskonur verið á miklu skriði eftir EM pásuna. Þær hafa unnið alla 5 leikina sína eftir pásuna og skorað í þeim alls 18 mörk! En það er meira en FH liðið hefur skorað á öllu tímabilinu (15). það verður því gaman að sjá hvort að Valskonur halda áfram þessari miklu markaskorun eða hvort að FH setja í lás og loka markinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri leik liðanna lauk með 4-0 sigri Vals þar sem Elín Metta skoraði 2 mörk og Anisa og Ariana skoruðu sitt hvort markið. Elín Metta hefur einmitt verið á miklu skriði undanfarið í markaskorun og er sem stendur í 2. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar. Hún hefur skorað 14 mörk á meðan Sandra Mayor, Þór/KA, hefur skorað 17 mörk. Ef Elín Metta heldur áfram markaskorun í dag þá er aldrei að vita hvort að hún eigi möguleika á að ná Söndru.

En það eru 3 leikmenn sem lúra rétt fyrir aftan Elínu Mettu í markaskoruninni, en það eru þær Cloé Lacasse, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir sem hafa allar skorað 13 mörk. Þannig að baráttan um markaskóna frægu gæti orðið virkilega spennandi. Við reynum að fylgjast með þessari baráttu líka á meðan við fylgjumst með leiknum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Eins og fyrr segir er þessi leikur hluti af 17. umferð, sem er jafnframt næstsíðasta umferð deildarinnar. Þessi umferð er fyrir margar sakir spennandi en lið Þórs/KA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Grindavík eða með því að Breiðablik tapi stigum gegn Stjörnunni í Garðabænum. En Valur getur einmitt tekið 2. sætið af Breiðablik með því að sigra FH hérna í dag, ef Breiðablik tapar stigum gegn Stjörnunni. ÍBV sem situr í 4. sæti deildarinnar hefði getað komið sér nær Val og Breiðablik með sigri á fallliði Fylkis í gær en þær náðu ekki að knýja fram sigur þar og því ljóst að með sigri í dag mun Valur tryggja að þær endi ekki neðar en í 3. sæti deildarinnar.

Staðan er aðeins önnur fyrir FH sem situr í 6. sæti deildarinnar með 20 stig. Þær eiga engan möguleika á að koma sér ofar í töflunni þar sem Stjarnan, í 5. sætinu, hefur 30 stig, en þær vilja aftur á móti tryggja að KR nái þeim ekki að stigum, en þær sitja í 7. sæti deildarinnar með 15 stig. Eins er núverandi stigafjöldi FH nýtt stigamet hjá þeim í efstu deild og þær hafa örugglega hug á því að bæta það met ennþá meira. Þannig að það er alveg ljóst að þó að liðið eigi ekki möguleika á hærra sæti þá munu leikmennirnir mæta til leiks staðráðnir í að halda áfram því ágæta gengi sem þær hafa átt á þessu tímabili.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur Fótbolta.net og velkomin í beina textalýsingu frá leik FH og Vals í 17. umferð Pepsideildar kvenna.

Leikurinn fer fram í Kaplakrika í ekta íslensku haustveðri og hefst kl. 14:00.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
0. Thelma Björk Einarsdóttir ('59)
3. Pála Marie Einarsdóttir
4. Málfríður Erna Sigurðardóttir (f)
5. Ariana Calderon
8. Laufey Björnsdóttir
10. Elín Metta Jensen
13. Anisa Raquel Guajardo
14. Hlín Eiríksdóttir
27. Eygló Þorsteinsdóttir ('80)
28. Arna Sif Ásgrímsdóttir

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
5. Hrafnhildur Hauksdóttir ('59)
7. Elísa Viðarsdóttir
16. Ísabella Anna Húbertsdóttir
20. Hlíf Hauksdóttir ('80)
20. Hallgerður Kristjánsdóttir
26. Stefanía Ragnarsdóttir

Liðstjórn:
Ásta Árnadóttir
Kristín Ýr Bjarnadóttir
Rajko Stanisic
Úlfur Blandon (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: