Floridana völlurinn
föstudagur 29. september 2017  kl. 16:15
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Hér er að birta til. Völlurinn blautur eftir rigningu dagsins en það stefnir þó smá sólskin.
Dómari: Kristinn Friðrik Hrafnsson
Áhorfendur: Eitthvað á bilinu 50-70
Maður leiksins: Guðmunda Brynja Óladóttir
Fylkir 0 - 1 Stjarnan
0-1 Guðmunda Brynja Óladóttir ('43)
Byrjunarlið:
12. Þórdís Edda Hjartardóttir (m)
0. Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
6. Hulda Sigurðardóttir ('80)
7. Thelma Lóa Hermannsdóttir
8. Ída Marín Hermannsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
19. Sunna Baldvinsdóttir ('66)
20. Caragh Milligan
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
23. Tinna Björk Birgisdóttir
29. Þóra Kristín Hreggviðsdóttir ('66)

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
7. Sunneva Helgadóttir
11. Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
13. Kaitlyn Johnson ('66)
15. Ísold Kristín Rúnarsdóttir
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir ('66)
27. Bryndís Arna Níelsdóttir ('80)

Liðstjórn:
Lovísa Sólveig Erlingsdóttir
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Kristbjörg Helga Ingadóttir
Vésteinn Kári Árnason
Kolbrún Arnardóttir
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Sigurður Þór Reynisson

Gul spjöld:
Sunna Baldvinsdóttir ('53)
Berglind Rós Ágústsdóttir ('73)

Rauð spjöld:

@thorhallurvalur Þórhallur Valur Benónýsson


90. mín Leik lokið!
Sanngjarn Stjörnusigur í daufum leik.
Eyða Breyta
90. mín
Bryndís Arna með gott skot fyrir utan teig sem sveif rétt yfir hægri skeytin. Hefði verið geggjað að loka tímabilinu með marki þarna.
Eyða Breyta
90. mín
Harpa Þorsteins brunaði upp völlin og skaut frá 30 metrunum. Skotið beint í slána og Þórdís greip frákastið.
Eyða Breyta
87. mín
Fylkiskonur meira með boltann síðustu mínútur, skiptingarnar komu með ferskan blæ á leik þeirra. Þó ekki mikil hættusköpun.
Eyða Breyta
80. mín Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir) Hulda Sigurðardóttir (Fylkir)

Eyða Breyta
77. mín
Guðmunda komst í gegn eftir stungu en skotið fór í Þórdísi, aftur í Gummu og svo í markspyrnu. Guðmunda liggur eftir samstuð við Þórdísi.
Eyða Breyta
73. mín Gult spjald: Berglind Rós Ágústsdóttir (Fylkir)
Berglind Rós fékk gult spjald fyrir klaufalegt brot á miðjunni.
Eyða Breyta
71. mín
Guðmunda með skemmtilegt samspil við Öglu Maríu sem endar með góðu skoti á nærstöngina sem Þórdís varði frábærlega!
Eyða Breyta
66. mín Sigrún Salka Hermannsdóttir (Fylkir) Sunna Baldvinsdóttir (Fylkir)

Eyða Breyta
66. mín Kaitlyn Johnson (Fylkir) Þóra Kristín Hreggviðsdóttir (Fylkir)
Þóra með skot frá hægri vængnum sem fór hátt yfir og var skipt út af strax í kjölfarið. Skotið og skiptingin þó hafa enga tengingu myndi ég halda.
Eyða Breyta
60. mín
Katrín varð fyrir einhverju hnjaski og þurfti smá aðhlynningu en er komin aftur inná. Ekkert að frétta af leiknum annars.
Eyða Breyta
58. mín
Agla María með frábært hlaup að teignum frá hægri kantinum. Renndi honum út á Donnu sem var í algjöru dauðafæri en setti boltann beint á Þórdísi.
Eyða Breyta
54. mín
Agla með fyrirgjöf sem var of löng og Þórdís þurfti að blaka henni aftur fyrir.
Eyða Breyta
53. mín Gult spjald: Sunna Baldvinsdóttir (Fylkir)
Sunna brýtur á Guðmundu á hægri kantinum.
Eyða Breyta
49. mín
Anna María með góða fyrirgjöf en Harpa með slakan skalla beint á Þórdísi.
Eyða Breyta
45. mín
Sólin er mætt í Árbæinn og ég á erfitt með að sjá mark Stjörnunnar vegna hennar.
Eyða Breyta
45. mín Leikur hafinn
Leikurinn er byrjaður aftur.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur

Eyða Breyta
43. mín MARK! Guðmunda Brynja Óladóttir (Stjarnan)
MARK! Boltinn barst til Guðmundu rétt fyrir utan teig og hún skaut eftir eina snertingu. Frábært skot upp í vinstra hornið. Þórdís var í boltanum en átti aldrei séns.
Eyða Breyta
42. mín
Góð sókn hjá Fylki. Ída með góða fyrirgjöf frá vinstri kantinum á Thelmu sem setti boltann yfir úr góð færi.
Eyða Breyta
39. mín
Fyrsta skotið í rúmar 10 mín. Harpa með skot úr teigshorninu sem Þórdís varði í horn. Hornið var svo lélegt.
Eyða Breyta
32. mín
Stjarnan enn að sækja meira en ná ekki að skapa neina alvöru hættu. Fylkir hefur ekki náð að koma boltanum á þriðja helming Stjörnunnar lengi.
Eyða Breyta
26. mín
Harpa fær boltann í hlaup upp hægri kantinn og komst í gegn en átti lélegt skot framhjá.
Eyða Breyta
24. mín
Fylkiskonur komu sér í gott færi en Ída dæmd rangstæð inni í teignum hjá Stjörnukonum.
Eyða Breyta
22. mín
HORN! Eftir hraða sókn Stjörnunnar. Spyrnan léleg hjá Öglu og Fylkir komnir í sókn.
Eyða Breyta
19. mín
Enn ein hornspyrnan sem Stjörnukonur fá. Harpa tekur spyrnuna stutt á Öglu sem leggur hann til baka. Harpa setti hann fyrir þar sem Fylkiskona skallaði aftur fyrir.
Eyða Breyta
18. mín
Fylkir:
Þórdís
Caragh - Tinna Bjarndís - Tinna Björk - Sunna
Jasmín - Berglind - Hulda
Þóra - Thelma - Ída

Stjarnan:
Gemma
Anna - Lorina - Kim
Bryndís - Katrín - Lára - Donna - Agla
Guðmunda - Harpa
Eyða Breyta
17. mín
Stjarnan fá hornspyrnu sem fór á fjær þar sem Harpa skallaði hann niður á Brynju sem var þrjá metra frá markinu en stýrðu boltanum beint í fangið á Þórdísi.
Eyða Breyta
13. mín
Lítið í gangi. Stjarnan búnar að fá eina hornspyrnu sem var slök.
Eyða Breyta
7. mín
Stjörnukonur fá horn eftir góða sókn. Boltanum rennt inn í teig og Donna átti ágætt skot framhjá eftir smá klafs.
Eyða Breyta
6. mín
Smá misskilningur hjá dómurunum. Kristinn Friðrik virðist hafa dæmt vítaspyrnu þegar Agla féll við í tegnum en Guðmundur Ingi á línunni var búinn að flagga rangstöðu.
Eyða Breyta
5. mín
Stjörnukonur fá aukaspyrnu á teigshorninu. Lára Kristín tók hana en átti lélega fyrirgjöf sem var hreinsuð í horn.
Eyða Breyta
4. mín
Leikurinn fer rólega af stað. Stjörnukonur sækja þó meira.
Eyða Breyta
Fyrir leik Leikur hafinn
Fylkisstúlkur byrja með boltann og sækja í átt frá Árbæjarlaug.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hér er allt að fara af stað.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Breytingar á liði Fylkis frá síðasta leik:
Hulda Sigurðardóttir kemur inn fyrir Rakel Leósdóttur.

Breytingar á liði Stjörnunnar frá síðasta leik:
Kolbrún Tinna fer á bekkinn fyrir Guðmundu Brynju.
Viktoría Valdís fer á bekkinn fyrir Önnu Maríu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Í síðustu umferð gerði Fylkir markalaust jafntefli við ÍBV á meðan Stjarnan tapaði 0-2 fyrir Breiðablik.

Eyða Breyta
Fyrir leik
En ég hvet ykkur til þess að mæta hingað og fylgjast með leiknum þar sem þetta er síðasti leikur þessarra liða í sumar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Völlurinn er mjög blautur sem gæti skapað vandræði fyrir Fylkiskonur þar sem sóknarlínan hjá Stjörnunni er frekar hröð.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fylkiskonur eru fallnar óháð úrslitunum í dag en Stjarnan getur náð upp fyrir ÍBV í 4. sætið á markatölu með sigri.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna fór 1-0 fyrir Stjörnunni í Garðabæ þann 20. júní. Agla María skoraði eina mark leiksins.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Verið velkomin í þessa textalýsingu hér úr Lautinni. Hér eigast við Fylkir og Stjarnan í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Gemma Fay (m)
4. Kim Dolstra
5. Lorina White
6. Lára Kristín Pedersen
10. Anna María Baldursdóttir
11. Guðmunda Brynja Óladóttir
14. Donna Key Henry
17. Agla María Albertsdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir
26. Harpa Þorsteinsdóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir

Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir (m)
3. Ana Victoria Cate
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
8. Imen Trodi
9. Kristrún Kristjánsdóttir
15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
18. Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
19. Birna Jóhannsdóttir
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Liðstjórn:
Helga Franklínsdóttir
Þóra Björg Helgadóttir
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Andrés Ellert Ólafsson
Eva Linda Annette Persson
Einar Páll Tamimi

Gul spjöld:

Rauð spjöld: